Morgunblaðið - 14.08.1997, Page 40

Morgunblaðið - 14.08.1997, Page 40
.0 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ GULLDRENGIRNIR frá íslandi brosmildir að Ieikslokum ásamt fulltrúa gestgjafa, Solveigu Vik, varamanninum Trausta Þór, og fyrir framan Ragnar Tómasson, formað- ur landsliðsnefndar, Sigurður Marínusson liðsstjóri, Jón Albert formaður HÍS og Sigurður Sæmundssson landsliðseinvaldur. Góð liðs- heild og bindindi skópu stórsigur Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson AÐ LOKNUM síðasta spretti í skeiðinu og titillinn í höfn var Logi Laxdal tolleraður og að því loknu sendur í „sommerland" eða tívolí en samið hafði verið um það að hann fengi að eyða laugardeginum í slíku umhverfi ef hann yrði heimsmeistari og við það var staðið. ATLI Guðmundsson vann silfrið í samanlögðu og hafnaði í fjórða sæti í fimmgangi á Hróðri frá Hofsstöðum. HESTAR Seljord í Norcgi HEIMSMEISTARAMÓT fSLENSKRA HESTA NÚ ER kátt í bæ hjá íslenskum hestamönnum eftir hina frækilegu frammistöðu á heimsmeistaramót- inu í Seljord. Strákarnir stóðu sig betur en nokkur þorði að vona og skiluðu góðum dagsverkum þar sem góðir hestar, snjallir knapar og síð- ast en líklega ekki síst vel sameinuð og sterk liðsheild sem skóp fimm sigra. Eins og fram kom í hestaþátt- um Morgunblaðsins fyrir mótið eru það gullin sem fyrst og fremst er verið sækjast eftir en ekki átta silf- urverðlaun. Að þessu sinni voru þau fimm, fleiri en nokkru sinni fyrr sem “^ekur meiri fögnuð en ella, þar sem væntingar voru mjög hóflegar fyrir mótið. Þá er sú sérkennilega eða öllu heldur ótrúlega staða að Islend- ingar vinni gullið í bæði tölti og fjórgangi sem færir okkur sanninn um að þetta er vel hægt og líka hitt að við erum á réttri leið en Þjóðveijar á rangri. Kunna að toppa hesta Þegar illa gengur setja menn í brýrnar og tala um að fara verði ofan í saumana á hlutunum og finna #fevað hafi farið úrskeiðið. En nú standa Islendingar frammi fyrir því að þurfa að fara ofan í saumana til að kanna hversvegna okkur gekk svo vel sem er að sjálfsögðu mun skemmtilegri naflaskoðun. Fyrir utan það sem að ofan var nefnt er greinilegt að kunnáttu íslenskra reiðmanna og þjálfunartækni hefur 'Warið fram. Þeir vita betur en áður hvernig á að toppa hesta í þjálfun og ráða betur við hvenær þeir kom- ast í toppþjálfun. Ekki er ósennilegt að þetta atriði hafi riðið baggamun- inn í baráttunni við Þjóðverjana sem mættu með þreytta hesta sem hafa verið í mjög stífum verkefnum und- anfarnar vikur. Fyrirkomulag á vali þýska liðsins gerir kröfur um að hrossin þurfi að vera með á mörgum mótum á alltof stuttum tíma. Einn hestur þýsku sveitarinn- ar, Feykir frá Rinkscheid, virðist þó undanskilinn þótt ekki hafi hann verið neitt betri en hann var í Sviss fyrir tveimur árum að því undan- skildu að nú misfórust engir skeið- sprettir í úrslitum. Þýska sveitin telfdi fram góðum hestum og knöp- um sem ekki voru á toppnum á réttum tíma öfugt við íslendinga. Skýrir og skarpir í kollinum Annað atriði átti ekki síður þátt í góðum árangri íslands. Sú leið var valin að knapar neyttu ekki áfengis frá því þeir komu til Noregs og þar til keppni lauk á sunnudag. Að því er best varð séð var þessu fýlgt eftir í hvívetna og mættu knapar til leiks klárir í kollinum, einbeittir og ákveðnir í að sigra. Agavanda- mál hafa skotið upp kollinum á flestum þessara móta hjá íslensku liðunum sem keppt hafa hvetju sinni þar sem áfengi hefur átt hlut að máli en um slíkt var alls ekki að ræða nú. Bindindi íslendinganna vakti talsverða athygli hjá öðrum liðum og var gert góðlátlegt grín að því að íslensku liðsmennirnir þáðu ekki einu sinni hvítvínsglas á hefðbundnum samkomum sem haldnar eru dagana áður en keppni hefst, þar sem veitt var vín. Fróð- legt verður að sjá hvort önnur lönd tileinki sér áfengisbindindi að hætti íslendinga á næsta HM. Aukin völd landsliðseinvalds Ekki er ósennilegt að landsliðs- einvaldur fái aukin völd eftir mótið í Seljord. Umræða þessa efnis var komin í gang fyrir mótið og mun sigur þeirra Vignis Siggeirssonar á Þyrli frá Vatnsleysu og Styrmis Árnasonar á Boða frá Gerðum í tölti og fjórgangi án efa ýta undir þá þróun. Sigurður Sæmundsson liðsstjóri og landsliðseinvaldur valdi einmitt þessi tvö pör í liðið að lok- inni úrtöku og var gagnrýndur fyr- ir, sérstaklega fyrir valið á Vigni og Þyrli. Báðir þessir hestar voru í Þýskalandi og hafði Sigurður séð, þá þar í keppni á einu móti. Þarna hitti Sigurður í mark og hægt að álykta sem svo að þarna hafi hann vitað nákvæmlega hvað hann var gera þótt tæplega hafi hann órað fyrir því að báðir yrðu heimsmeist- arar. Alltént kemur Sigurður Sæ- mundsson út úr þessum leik með pálmann í höndunum. Eftir hvert mót skapast alltaf umræða um breytingar á keppnis- reglum og var svo einnig nú. Eftir að Styrmir Árnason var dæmdur úr leik að loknum úrslitum í tölti vegna of þungra hófhlífa, munaði 11 grömmum á annarri hlífinni. Boði hafði svitnað ótæpilega í úrslit- unum og hófhlífin sem er úr leðri dregið í sig svitann og þyngst um þessi grömm. Öllum viðstöddum þótti að þarna væru reglurnar farn- ar að verka öfugt og virðist eðli- legra að hlífar séu vigtaðar áður en farið er í úrslit og síðan kannað hvort um sömu hlífar sé að ræða að loknum úrslitum. Samkvæmt reglum mega heims- meistarar mæta á næsta mót með þann hest sem þeir unnu titilinn á og veija hann. Sigurbjörn Bárðar- son fær þennan rétt nú öðru sinni og hafði hann á orði að breyta yrði þessu ákvæði vegna íslendinganna sem selja hrossin að móti loknu í flestum tilvikum. Aldrei væri vissa fyrir því að þeir fái aðgang að hest- um sem þeir hafa selt tveimur árum áður og þó þeir fái hestana lánaða sé ekki hægt að ganga að þjálfunar- ástandi þeirra vísu þegar til á að taka. Nefndi Sigurbjörn sem dæmi að Sigurður Matthíasson hefði verið 3 vikur erlendis í þeim tilgangi ein- um að búa Hugin undir og taka þátt í mótinu í Seljord. Vildi Sigur- björn að íslenskum heimsmeisturum yrði leyft að mæta með nýja hesta til að veija titlana. Þolinmóðir keppinautar Réttilega hefur því verið haldið fram að heimsmeistaramótin séu fyrst og fremst keppni tveggja landa um gullin. Það er Þjóðveija og íslendinga sem gjörsigruðu 5:1 að þessu sinni. Hafa heyrst undrun- arviðbrögð bæði úr herbúðum Þjóð- veija og íslendinga á því hversu þolinmóðar hinar þjóðirnar eru sem að öllu jöfnu gleðjast mjög þegar keppandi frá þeim kemst í A-úrslit í hringvallargreinum. Þrátt fyrir að stórsigur eins og vannst nú kitli „egóið" og sjálfstraustið er það nú alltaf svo að jöfn og spennandi keppni þar sem keppendur frá fleiri en tveimur löndum eiga góða sigur- möguleika er skemmtilegust. Þótt heimsmeistaramótin séu ekki opin- berlega keppni landa á milli heldur keppni einstaklinga er hlutunum meira og minna stillt upp bæði í fjölmiðlum og umræðu sem keppni þjóða. Nú skiptust gullin á íjórar þjóðir, Svíar og Austurríkismenn voru með sitthvort gullið í þeim tveimur greinum sem minnstra vin- sælda njóta. Sýningar og reið- mennska nokkurra þeirra þjóða sem þátt taka eru vægast sagt skelfileg- ar að gæðum og má segja sem svo að það sé skylda hinna betri að aðstoða þá við að bæta reiðmennsk- una á íslenskum hestum. Sömuleið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.