Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 26

Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Geimganga í undirbúningi í geimstöðinni Mír Tveir geimfarar til jarðar í iter. Reuter Andahrellir klófestur RÚSSNESKUR starfsmaður stjórn- stöðvar geimstöðvarinnar Mír á jörðu niðri sagði í gær, að banda- ríska geimvísindastofnunin NASA hefði óskað eftir því að Bandaríkja- maðurinn um borð í stöðinni tæki þátt í geimgöngu, sem áætlað er að ráðast í 3. september nk. Þessi orð starfsmannsins stangast á við opinberar upplýsingar frá NASA, sem segir að ósk þessa efnis væri frá Rússum komin. Þessi ruglingur um það hvort Miehael Foale, brezk-bandaríski geimfarinn um borð í Mír, taki þátt í geimgöngunni kom upp á sama tima og hinir tveir rússnesku félag- ar Foales í áhöfn stöðvarinnar, Vas- silí Tsiblíjev og Alexander Lazútkín, voru að búa sig undir að snúa aftur til jarðar. Áætlað var að þeir legðu af stað í Soyuz-fari frá geimstöðinni síðdegis í dag. Miklar vonir eru bundnar við að með geimgöngunni um ytra byrði Mír batni horfur á að takast muni að gera við skemmd- imar, sem hafa lamað geimstöðina frá því í júní. Frank Culbertson, sem hefur yfir- umsjón með þátttöku NASA í stjóm- un Mír með höndum, sagði þá reynslu sem Foale hefði færi á að öðlast með geimgöngunni kær- komna, en ekki væri þó endanlega ákveðið hvort hann tæki þátt í henni. Drykkjarvatnsvandræði Tsiblíjev og Lazútkín taka með sér til jarðar sýni af drykkjarvatni úr birgðum stöðvarinnar, sem hugs- anlegt er að hafi spillzt vegna meng- unar. Að öllu jöfnu er drykkjarvatn framleitt í stöðinni með því að þétta dag raka sem safnast fyrir í henni. Áhöfnin telur þó varlegt að treysta því að vatnið sem þannig er fram- leitt nú sé drykkjarhæft, þar sem gufur af frostvamarefnum úr kæli- kerfi Mír láku út í loft stöðvarinnar fyrir nokkram mánuðum. Ekki verð- ur fullvíst að vatnið sé drykkjar- hæft fyrr en geimfararnir hafa kom- ið með sýni til jarðar og fengið það efnagreint. Vatnsbirgðir stöðvarinnar eru orðnar af skornum skammti; áætlað er að þær endist í um það bil einn og hálfan til tvo mánuði. í lok sept- ember er ætlunin að geimskutlan Atlantis fari til móts við Mír, og í byijun október á rússneskt birgða- far að halda þangað einnig. Svo gæti farið, að þetta yrði of seint, þar sem vatnsbirgðirnar gæti þrotið fyrir þennan tíma. SKJALDBAKA, sem hafði skotið öndum í Frankfurt í Þýskalandi skelk í bringu um árabil, hefur nú verið handsömuð og sést hún hér í höndum Thomas Riige, starfsmanns dýragarðsins í borg- inni. Andahrellirinn hafði aðsetur í ánni Main og sáu slökkviliðs- menn um að klófesta hann. Skjaldbakan vegur 25 kg og tennur hennar eru svo hvassar að hún getur hæglega bitið kústsköft í tvennt. Sagt er að hún sé einstaklega grimm og veigri sér ekki við að ráðast á krókódíla. Hún verður nú sett í einangr- un. „Hún mundi slíta höfuðin og fæturna af öðrum skjaldbökum," sagði sérfræðingur dýragarðsins. Náttúruleg heimkynni skjalbö- kunnar, sem hér um ræðir, eru í Norður-Ameríku. Talið er að hún hafi búið við ána í sjö ár og Iifað á öndum, fiskum og dýrahræjum. Ekki er vitað hvernig hún komst til Frankfurt. Denktash hafnaði málamiðl- unartillögu Glion í Sviss. Reuter. RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja, hafnaði í gær nýjum tillög- um sem málamiðlarar Sameinuðu þjóðanna höfðu lagt fram í því augnamiði að stuðla að samkomu- lagi þjóðarbrotanna tveggja á Kýp- ur um að koma á varanlegum friði og binda enda á skiptingu eyjarinn- ar. Denktash og leiðtogi Kýpur- Grikkja, Glafcos Clerides forseti Kýpur, hófu að nýju viðræður um málið í svissnesku fjallaþorpi skammt frá Montreux í upphafi vikunnar, og ætla að halda þeim áfram þar til á morgun, föstudag. Viðræður halda áfram Inal Batu, fulltrúi Tyrklands- stjórnar í viðræðunum, sem Sam- einuðu þjóðirnar (SÞ) standa að, sagði Reuíers-fréttastofunni að Denktash hefði hafnað því að ræða, hvað þá skrifa undir tillög- umar, sem sérlegur erindreki SÞ í málefnum Kýpur, Diego Cordovez, kynnti fyrir viðræðuaðil- um. „En viðræðurnar halda áfram,“ sagði Batu. Indveijar hópast í lestimar FÓLK á leið til vinnu streymir út úr út- hverfalest á Churchgate-lestarstöðinni í Bombay á Indlandi. I borginni búa 13,5 milljónir manna og ferðast sex milljónir manna með lestunum til og frá vinnu hvern virkan dag. Er þá troðið í hvern krók og kima og auk þess er ekki óal- gengt, að fólk hangi utan á lestunum, í opnum dyrum og jafnvel gluggum. Klans Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, í biaðaviðtali Tískufrömuðurinn Hugo Boss Segir fransk-þýzka öxul- inn vera í góðu lagi KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær að samstarf Frakka og Þjóðveija um stofnun Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu, EMU, væri í góðu lagi og kvartaði undan því að það væri ekki sýnt í réttu ljósi. Þetta samstarf tveggja stærstu meginlandsþjóðanna í ESB hefur lengi þótt skipta sköpum fyrir framvindu Evrópusamrunans. Kin- kel sagði í þýzka blaðinu General Anzeiger að sú staða væri óbreytt, að löndin tvö stæðu saman um að skiia Evrópusamvinnunni lengra fram á veg, þrátt fyrir ágreining EVROPA^. sem nokkuð hefur borið á í millum stjórna landanna að undanförnu. Helmut Kohl Þýzkalandskanzl- ari og Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, munu eiga fund í Bonn síðar í þessum mánuði í þeim tilgangi að ryðja öllum mis- skilningi úr vegi, svo að ríkin tvö geti áfram unnið samhent að því að undirbúa myntbandalagið. Stjómmálaskýrendur telja sam- bandið milli þýzkra og franskra stjórnvalda hafa spillzt eftir kosn- ingasigur sósíaiista í Frakklandi í júní sl. Eftir sigurinn hafa efa- semdir vaknað um að franska stjórnin, undir forsæti Jospins, sé viljug til að færa frekari fórnir f ríkisfjármálunum til þess að upp- fylla skilyrðin fyrir stofnaðild að EMU. Kinkel hafnaði því þó í við- taiinu að segja til um hvort hann teldi að Frakklandi muni takast að uppfylla lykilskilyrði fyrir EMU-aðildinni, sem er að ná fjár- lagahalla þessa árs niður í 3%. Auðgaðist á hönn- un nasistabúninga Vín. Reuter. * LÍKLEGT er, að hinn kunni, þýski tískuhönnuður Hugo Boss hafi hannað brúna og svarta einkennis- búninga násista á sínum tíma. Er því haldið fram í austurríska tíma- ritinu Profil. Talsmaður tískuhússins Hugo Boss, sem er að meirihluta í eigu ítölsku Marzotto-samsteypunnar, sagði, að fréttin væri líklega rétt. I Profil sagði, að Boss, sem lést 1948, hefði framleitt einkennisbún- inga fyrir SS-sveitir nasistaflokks- ins, stormsveitirnar, Hitlersæskuna og herinn og hefði vinnuaflið verið franskir stríðsfangar og pólskir fangar úr útrýmingarbúðum. í tímaritinu sagði, að fyrsta fyrirtæki Boss hefði farið á hausinn en þegar hann gekk í nasistaflokk- inn 1931 og stofnaði Hugo Boss AG hefði farið að ganga betur. Hefði vinnan fyrir nasistaflokkinn lagt grunninn að því stórfyrirtæki, sem Hugo Boss væri nú. í stríðslok var Boss fordæmdur sem „með- reiðarsveinn nasista“, sviptur kosn- ingarétti og dæmdur til að greiða sekt. Að Boss látnum tóku Siegfried, sonur hans, og Eugen Holy, tengdasonur hans, við rekstrinum og á sjötta áratugnum framleiddu þeir fyrstu karlmannafötin, sem fyrirtækið hefur verið frægt fyrir alia tíð síðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.