Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 21 ÚRVERINU Nær engin veiðireynsla íslendinga á Rockall-svæðinu „Nutum ekki stuðnings íslenskra stjórnvalda44 Morgunblaðið/Sigurgeir Færeyingar landa bolfiski í Eyjum ÍSLENDINGAR hafa litla sem enga reynslu af veiðum á Rockall- svæðinu ef undan eru skildar tvær til þijár veiðiferðir togarans Rex fyrir þremur árum, en þær veiðar tóku skjótan endi er breska strand- gæslan tók togarann og færði til hafnar þar sem Bretar gerðu til- kall til svæðisins. Að sögn Sveins Ingólfssonar, þáverandi útgerðar- manns skipsins, vildi enginn af ís- lensku ráðherrunum koma nálægt málinu þó að falast hafi verið eftir afskiptum af hálfu hins opinbera á sínum tíma. Lág sekt Skip annarra þjóða hafi verið látin óáreitt og telur Sveinn það hafa vakað fyrir Bretum að vara menn við með töku eins togara. Hending ein hafi ráðið því að Rex hafi orðið fyrir valinu. Dómsúr- skurður ytra fólst í lágri sekt án þess að afli eða veiðarfæri hafi verið gerð upptæk. Sömuleiðis var talið að ef Bretar hefðu verið aðil- ar að hafréttarsamningnum, hefðu ekki verið forsendur fyrir töku tog- arans. Frá því var horfið að fara lengra með málið þar sem talið var að það svaraði ekki kostnaði við málarekstur ytra. Eins og fram hefur komið fellur Hatton-banki og nærliggjandi haf- svæði sunnan íslensku lögsögunn- Spánverjar veiddu um 18.000 tonn á svæðinu árið 1988 ar undir alþjóðlegt hafsvæði eftir 25. ágúst þegar hafréttarsamning- ur SÞ tekur gildi gagnvart Bret- landi. Þar með afsala Bretar til- kalli til 200 mílna fiskveiðilögsögu út frá Rockall-kletti. Færeyskur skipstjóri Togarinn Rex, sem áður hét Arn- ar HU og var í eigu Skagstrendings á Skagaströnd, var á þessum tíma gerður út á Rockall-svæðið sem hentifánaskip, skráð á Kýpur. Fær- eyskur skipstjóri var ráðinn um borð þar sem Færeyingar höfðu_ meiri reynslu af þessum veiðum en íslend- ingar. Aflinn ekki mikill en þokkalegt verð Aðspurður hvort það hafi verið eftir einhveiju að slægjast þarna, svaraði Sveinn því til að togarinn hafi verið að fá alls kyns fiskteg- undir, sem hægt hafi verið að fá nokkuð gott verð fyrir í Skotlandi, írlandi og Frakklandi. „Þetta voru alls kyns aukategundir. Aflinn var svo sem ekkert ýkja mikill en verð- ið þokklegt og útgerðarkostnaður- inn lítill." Sveinn sagðist ekki vilja hafa neina skoðun á því hvort reynandi væri fyrir íslendinga á Rockall- svæðinu nú. „Þó veit ég persónu- lega að hægt er að gera út ódýr skip á þetta svæði með leik og átti Eyjólfur Konráð Jónsson heið- ur skilið fyrir að halda uppi okkar málstað þarna því það var yfirleitt ekki mjög vinsælt hjá ráðamönn- um. Ég tel að hann hafi séð mun lengra í þessu máli en aðrir.“ Nýjustu aflatölur frá árinu 1988 Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun, eru nýjustu upplýsingar frá Alþjóða hafrann- sóknaráðinu um heildarafla á Rockall-svæðinu frá árinu 1988, en þær voru gefnar út árið 1992. Heildaraflinn 1988 nam samtals 37.079 tonnum og voru Spánveijar þá stórtækastir í veiðunum með tæplega 18 þúsund tonna afla. Önnur skip á svæðinu voru frá Færeyjum, Frakklandi, Noregi, Þýskalandi, Englandi, Skotlandi og Rússlandi. FÆREYSK skip, önnur en nóta- skip, landa afla sínum annað veifið hér á landi. Það eru einkum línu- og handfærabátar sem landa hér afla sem fengist hefur innan ís- lensku landhelginnar. Á myndinni má sjá sjómenn af færeyskum handfærabát sem landaði í Vest- mannaeyjum á dögunum, ánægða með góðan feng. Það sem af er þessu ári hafa færeysk skip landað hér á landi um 588 tonnum af fiski, fyrir utan síld og loðnu. Þar af eru um 409 tonn úthafskarfi. Auk þess hafa Færeyingarnir landað hér um 123 tonnum af ufsa, um 25 tonnum af lúðu, um 20 tonnum af þorski en aðeins um 3 tonnum af ýsu og keilu. Færeyingar veiddu um 4.326 tonn af fiski innan íslensku land- helginnar á síðasta ári, ef frá er skilin síld og ioðna. Þar af er um 1.051 tonn af keilu, 801 tonn af ufsa, 722 tonn af þorski, 639 tonn af ýsu, 497 tonn af löngu, 290 tonn af karfa, 127 tonn af lúðu, 121 tonn af blálöngu og um 78 tonn af öðrum tegundum. verðlækkun! frá morgni til kvölds I Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag Götumarkaðsstemning Verð/5 n/ður lír öllu valdi! 8.30, fcstudogc kl. 10-19 og lougcrdcgo kl. 10-16. Sumor versionir og veitingostoSír eru opnir iengur og ó sunnudögum OPIÐ mcnudogo til fimmtudogo k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.