Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 9

Morgunblaðið - 14.08.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 9 Vegagerðin opnar tilboð í tvö verk Öll tilboð í brim- varnir yfir kostn- aðaráætlun FJÖGUR tilboð bárust Vegagerð ríkisins í brimvarnir við Vestur- landsveg í Kollafirði. Voru þau öll yfir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar sem hljóðaði uppá tæpar 4,7 milljónir króna. Verkið er tiltölulega lítið að sögn Sigurþórs Guðmundssonar hjá framkvæmdadeild Vegagerðarinn- ar en því á að vera lokið 15. októ- ber næstkomandi. Hæsta tilboðið átti Rein sf. 11,4 milljónir, þá Arn- arverk ehf. í Kópavogi sem var einni milljón króna lægra, tilboð Stórafells ehf. í Reykjavík hljóðaði uppá 6 milljónir króna og frá Borg- arvirki og Bergbroti kom sameigin- legt tilboð uppá rúmar 5,6 m. kr. Einnig voru opnuð í byijun vik- unnar tilboð í 4,6 km kafla á Barðastrandarvegi, milli Hvamms og Krossholts, og er þar um endur- lagningu vegarins að ræða. Því verki á að vera lokið 1. júlí á næsta ári. Sex tilboð bárust. Kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar var 29.996.781 kr. Hagstæðast bauð Græðir sf. á Flateyri, 26.706.300, þá Friðgeir V. Hjaltalín vinnuvélar 26.834.230, Stakkafell ehf. á Pat- reksfirði bauð 27.377.200, Jörfi ehf. bauð 27.679.500, Fyiling ehf. á Hólmavík bauð 29.255.300 og Borgar Þórisson á Patreksfirði bauð 40.595.900. Sigurþór Guðmundsson sagði að á næstu vikum yrði farið yfir til- boðin, verktakar metnir og tekin ákvörðun um verkkaup í framhaldi af því. Útsala - útsala - útsala 20-60% afsláttur Gullbrd snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562-4217. L j ó s a - k r ó n u r /ftíífc -í3tofnnö igrr-* mumt B ó k a - h i I 1 u r Nýkomnar vörur Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 CAVALET ferðatöskurnar standa fyrir sínu. Allir þekkja Cavalet feröatöskurnar - þessar hörðu sem alltaf standa fyrir sínu. Færri vita að Cavalet framleiðir einnig hefðbundnar ferðatöskur - einstakar 1 sínum flokki. Töskurnar eru úr sterku polyesterefni (1000 Din), með hörðum botni og á hjólum. Traustur rennilás í báðar áttir og strekkjanlegar öryggisólar. Þrjár stærðir: Stór kostar 5.800-, millistærð kostar 5.400- og lítil kostar 5.000- Settið kostar aðeins 14.500- á tilboði. Litir: Grænt, brúnt og svart. Skólavörðustíg 7, 101 Rvík. sfmi 551-5814. Opið frá 10-18 virka daga og laugardaga frá 10-14. CQva/ef' Allar þrjár á tilboði, aðeins 14.500- (auk 5% staðgreiðsluafsláttar) Ók á hross og slasaðist ÖKUMAÐUR bíls, sem ekið var Laugarvatnsveg skömmu eftir miðnætti í fyrrakvöld, slasaðist mikið þegar hann ók á hross. Fimrn menn voru að reka 36 hross meðfram veginum en hrossið sem ekið var á hafði farið úr hópnum og upp á veg. Bílstjóri bílsins slasaðist mikið og var fluttur með sjúkrabíl frá Selfossi í Sjúkrahús Reykavíkur, Fossvogi. Hrossið drapst við áreksturinn. Eiin meiri lœkkun vegna / •• TÍSKUVERSLUN Kringlunni Sími: 553 3300 ÚTSALA 25 - 70% AFSLÁTTUR B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 552 5177 Nýjar VÖRUR LAUGAVEGI 32 • SÍMI 552 3636

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.