Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þverrandi stuðningur við Alberto Fujimori, forseta Perú Almenningur hafnar einræðinu Stjómarandstaðan í Perú segir að þar hafí lýðræðið verið fótum troðið og þar ríki „mafía“ í skjóli Alberto Fuji- mori forseta, Asgeir Sverr- isson segir frá tilraunum for- setans til að hundsa stjórnar- skrána og vaxandi óánægju í röðum almennings. Fujimori ALMENNINGUR í Perú hefur snúið baki við Alberto Fujimori for- seta landsins og hafa óvinsældir hans aldrei verið meiri frá því hann hófst til valda árið 1990. Þetta kemur glögglega fram í tveimur skoðana- könnunum sem birtar voru í Perú á dögunum og gefa þær til kynna að mikil umskipti hafi orðið á stjóm- málasviðinu þar í landi. Fyrir aðeins tveimur mánuðum studdu um 70% kjósenda í Perú forsetann, sem nú er vændur um valdníðslu og stjómar- skrárbrot. Kannanir þessar sýna að almenn- ingur í Perú hefur fengið sig fullsaddan af einræðislegum stjóm- arháttum Fujimori sem ítrekað hefur fótum troðið leikreglur lýðræðisins til að treysta völd sín. Nú virðist forsetinn hafa gengið of langt. Til- raunir hans til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið á forsetastóli, þvert á það sem stjómarskrá landsins mælir fyrir um, hafa sýnilega lagst illa í landsmenn, sem nú lýsa yfir því að þeir beri ekki traust til Fujimori. í könnunum þessum tveimur kváð- ust 66-68% þeirra sem þátt tóku vera andvígir stefnu forsetans. í annarri könnuninni sögðust 89% þeirra sem spurðir vom bera lítið eða ekkert traust til Fujimori. „Þetta er mikið fylgistap sem virðist viðvar- andi,“ sagði Bernando Vervojsky, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Analistas y Consultores, sem sá um að gera aðra könnunina, í viðtali við spænska dagblaðið EI País. Upphafning „hetjunnar“ Fyrir aðeins tveimur mánuðum var staðan önnur. Þá lýstu um 70% Pe- rúbúa yfir stuðningi við Alberto Fuji- mori. Þessar miklu vinsældir áttu rætur að rekja til árásar perúskra sérsveita á bústað sendiherra Japana í Lima, höfuðborg Perú, þar sem vinstrisinnaðir skæruliðar höfðu mánuðum saman haft erlenda gísla í haldi. Aðgerðin heppnaðist full- komnlega. Skæmliðarnir féllu allir í árásinni en fram hafa komið fullyrð- ingar þess efnis að nokkrir þeirra hafi verið teknir af lífi eftir að hafa gefist upp. Fujimori bauð til sannkallaðrar sjónvarpsveislu. í fjölmiðlum í Perú var látið líta svo út sem forsetinn hefði skipulagt aðgerðina og birtar voru myndir af honum þar sem hann, klæddur skotheldu vesti og hinn vígalegasti í hvívetna, gaf fyrirskip- anir til hermanna í gegnum talstöð. Myndir voru birtar af forsetanum þar sem hann stóð við lík hins fallna leið- toga skæruliðanna og á blaðamanna- fundi sem boðað var til eftir árásina tók forsetinn að sér að útskýra í smáatriðum hvernig staðið hefði ver- ið að frelsun gíslanna. Þetta hreif og landsmenn fylltust lotningu og aðdáun en erlendir fulltrúar fjölmiðla og sendimenn í Perú kváðust aldrei hafa orðið vitni að viðlíka lýðskrumi. Sljórnarskráin til vandræða Stjórnarhættir Fujijnoris hafa löngum sætt gagnrýni. Í aprílmánuði árið 1992 lýsti hann yfir því að stjómarskrá landsins hefði tíma- bundið verið felld úr gildi og vísaði til þess að öryggi landsins væri ógn- að innan frá. Þetta virtust landsmenn geta liðið ekki síst þar sem stjórnar- hernum tókst loks að handtaka heim- spekinginn hámenntaða Abimael Guzmán, leiðtoga skæruliðasamtak- anna „Skinandi stígs" (Sendero Lum- inoso), sem staðið höfðu fyrir fjöl- mörgum sprengjutilræðum og ill- virkjum er kostað höfðu mikinn flölda mannslífa. Forsetinn þráaðist lengi við að leiða stjórnarskrána í flugfelag lslánds FWGfélAG ÍSIANDS Aðalskrifstofa sími 570 3000 • Bókanir simi 570 3030 • Fax 570 3001 • www.airiceland.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.