Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 VIÐSKIPTI URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Aukinn útflutningur Sólar-Víking til Grænlands og Færeyja Svalinn langvinsæl- asta tegundin SÓL-VÍKING hf. hefur náð umtals- verðum árangri í útflutningi á ís- lenskum ávaxtadrykkjum til Fær- eyja og Grænlands. Eru að jafnaði flutt út 35 tonn af drykkjum í hveij- um mánuði og nemur verðmæti þeirra um fjórum milljónum króna. Fjórar drykkjartegundir Sólar eru einkum seldar til Færeyja og Græn- lands; Svali, Brazzi, Trópí og Sólrík- ur. Svali er vinsælasta vörutegund- in í þessum útflutningi og nemur hún yfirleitt um 75% af hverri send- ingu, bæði í verðmæti og magni. Ávaxtadrykkir frá Sól og nú Sól-Víking hafa verið seldir til Færeyja frá 1984 en útflutningur til Grænlands hófst á þessu ári. í febrúar síðastliðnum fóru nokkrir íslenskir útflytjendur til Nuuk á vegum útflutningsráðs í tengslum við NUUREK vörusýninguna þar sem íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. í ferðinni komst á samband milli Sólar og græn- lensku verslunarkeðjunnar KN- Brugsen. Jón Scheving Thorsteins- son, markaðsstjóri hjá Sól-Viking, segir að í fyrstu hafi drykkirnir ein- ungis verið til sölu í þremur verslun- um keðjunnar í höfuðstaðnum Nuuk en á næstunni verði þær boðnar í öllum níu verslunum hennar víðs vegar um landið. Jón Scheving segir að forsend- urnar fyrir góðum árangri á Græn- lands- og Færeyjamarkaði séu örar og reglulegar samgöngur þangað annars vegar og öflugt markaðs- starf hins vegar. „Royal Arctic Line og Eimskip eru í samstarfi um Grænlandsflutninga og fer nú skip á þriggja vikna fresti þangað. Þess- ar öruggu samgöngur eru lykillinn að velgengni íslenskra útflytjenda þar. Er skemmst frá því að segja að Sól-Víking hefur sent vörur í hverri ferð. Nemur magnið nú um 15 tonnum á mánuði og verðmætið um 1,5 milljónum króna. Önnur ís- lensk fyrirtæki hafa einnig selt vör- ur til Grænlands og má þar nefna Frón, Emmess ís, Mjólkursamsöl- una og Ágæti.“ Jón Scheving segir að útflutning- urinn til Færeyja hafi gengið afar vel undanfarið og vaxið um rúmlega 20% frá síðastliðnu ári. „Við seljum aðallega ávaxtasafa til Færeyja en einnig nokkuð af smjörlíki og við- biti. Nú seljum við vörur þangað fyrir 2-3 milljónir króna á mánuði en vaxandi sölu þökkum við öflugri markaðsherferð. Teiknimyndaaug- lýsingin með Svalabræðrum hefur t.d. vakið mikla athygli i færeyska sjónvarpinu. Þá höfum við verið heppnir með umboðsaðila en það er fyrirtækið PM-heildsöla, sem sér um alla mjólkurdreifingu á eyjunum." Samtök verslana í Evrópu Þjónustugjöld af greiðslu- kortum kærð Italir fagna met- sölu á Eni- bréfum Róm. Reuter. ÍTALIR munu hagnast um 7,8 milljarða dollara á þriðja áfanga sölu sinnar á hluta- bréfasölu í risaorkufyrirtæk- inu Eni eftir einhver mestu tilboð, sem um getur í heimin- um, að sögn ítalska fjármála- ráðherrans, Carlo Azeglio Ciampi. Ciampi sagði að miðað við framboð hefðu þrisvar sinnum of margir skrifað sig fyrir hlut- afé. ítalska fjármálaráðuneyt- ið gerir nú ráð fyrir að hlutur þess í Eni minnki í 51,5% úr 69,,1% nú. ítalir ætluðu upphaflega að minnka hlut sinn í 54,6%. „Salan hefur gengið stór- kostlega vel,“ sagði Ciampi. Um 830,000 ítalir skrifuðu sig fyrir Eni hlutafé og einnig kom fram mikill áhugi fjár- festingastofnana víða um heim. „Þetta er eitthvert mesta söluátak, sem fram hefur farið í heiminum," sagði ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, Mario Draghi. Þjóðverjar vantrúaðir á evró Bonn. Reuter. FLESTIR Þjóðverjar telja ekki að sameiginlegur evrópskur gjaidmiðill verði tekinn í notk- un eftir áætlun 1. janúar 1999 samkvæmt skoðanakönnun. Sextíu af hundraði þeirra sem spurðir voru fyrir frétta- tímaritið Der Spiegel kváðust ekki tetja að áætlunin mundi hefjast á réttum tíma, en 39% höfðu trú á því. SAMTÖK verslunarinnar, Félag ís- lenskra stórkaupmanna, hafa ásamt öðrum félagsmönnum EuroCommerce, hagsmunasamtaka evrópskra fyrirtækja í milliríkja- verslun, smásöluverslun og vöru- dreifingu, hafa lagt fram kæru til Samkeppnisstofnunar Evrópusam- bandsins, European Commission’s Competition, vegna gjaldtöku banka og greiðslukortafýrirtækja á þjónustugjöldum vegna greiðslu- kortaviðskipta. Að sögn Stefáns S. Guðjónsson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunarinnar, Félags íslenskra stórkaupmanna, hafa aðildarfélög innan EuroCommerce samtakanna þungar áhyggjur af gjaldtöku banka og greiðslukortafyrirtækj- anna á þjónustugjöldum vegna greiðslukorta þar sem ekki hefur verið hægt í aðildarlöndunum, að Danmörku undanskilinni, að heim- færa kostnaðinn yfir á kortanotend- ur. Heldur hafa þjónustugjöldin bitnað á öllum neytendum þar sem verslanir hafa neyðst til að velta þeim út í verðlagið. „Við viljum gera allt til þess að verja vöruverð- ið þannig að það sé sem minnst háð fjármögnunarhreyfingum viðkom- andi fyrirtækis. Enda kom það fram í könnun, sem EuroCommerce stóð m.a. fyrir, að gjaldtaka bankanna og greiðslukortafyrirtækjanna fyrir þessa þjónustu er mjög há og hún er í sumum tilvikum hærri heldur en sem nemur hagnaði af viðskipt- um með greiðslukort. EuroComm- erce samtökin hvetja því til þess að skýrari reglur verði settar um þjónustugjöldin og þau gerð gegn- særri þannig að þau bitni ekki á þeim neytendum sem nota ekki greiðslukort." Stefán segir að FÍS hafi lengi barist fyrir því að fyrirkomulagi um gjaldtöku þjónustugjalda verði breytt. „Við tókum meðal annars þátt í gerð tillögu að frumvarpi til laga um greiðslukortaviðskipti sem gerði ráð fyrir breytingu á gjaldtöku fyrir þessa þjónustu. Þetta frum- varp tók mið af þeim reglum sem gilda um þessi mál í Danmörku en þar eru þjónustugjöldin ekki sett út í verðlagið heldur þurfa korthafar að greiða þau þegar viðskipti með kortum eiga sér stað. FÍS kynnti ásamt fleiri samtökum tillöguna fyrir viðskiptaráðherra fyrir nokkr- um árum en því miður bólar ekkert á viðbrögðum viðskiptaráðuneytis- ins. Gjaldtaka þjónustugjalda er mjög óeðlileg í ljósi þess að það eru bank- arnir sem hafa mest hagræði af notkun greiðslukorta og okkur sýn- ist að þeir séu að taka mjög ríflega þóknun fyrir þá þjónustu sem veitt er. Nýlega lækkaði VISA þjónustu- gjöldin um eina krónu en við höfum ekki samið um neina breytingu á þjónustugjöldum enda viljum við ekki ijúafa samstöðu verslunarinn- ar í Evrópu sem fram kemur í kæru EuroCommerce samtakanna. Við fögnum að sjálfsögðu þessari lækkun á þjónustugjöldunum en því miður er þetta gjald enn allt of hátt,“ segir Stefán S. Guðjónsson. græn: Islenski loðnuveiðlflotinn leitaði VNVaf Kolbeinsey Kolbeinsey Norski loðnuveiðifloiinn beið átekta við ath.stað A 67 3Ó’N 10WV ISLAND Fiskistofa gaf út leyfi fyrir 30 norsk loðnuskip Loðnuveiði mátti hefjast á miðnætti LOÐNUVERTÍÐIN hófst um mið- nætti og voru 34 íslensk skip við loðnuleit í gærdag. Flest skipin leita nú á stóru svæði norðvestur úr Kolbeinsey en lítið hafði fundist þegar síðast fréttist. Fiskistofa gaf í gær út veiðileyfi fyrir 30 norsk skip innan íslensku lögsögunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni höfðu 25 norsk skip „bókað“ sig til veiðanna um miðjan dag í gær. Skipin biðu þá öll við athugunarstað Á en héldu inn í lög- söguna um leið og tilkynning um leyfisveitingu Fiskistofu hafði bor- ist frá norskum stjórnvöldum. íslenski loðnuskipaflotinn er nú nánast allur kominn á miðin en veið- ar máttu hefjast um miðnætti í gær. Oddgeir Jóhannesson, skip- stjóri á Hákoni ÞH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lítið hefði fundist af loðnu á miðunum. Þó hefði Bjarni Ólafsson AK fundið torfu langt norður úr Horni en hún hafí verið lítlfjörleg. Hann sagði ein- hver skip hafa leitað langt norður og norðaustur af landinu en lítið séð. „Veiðin byrjaði í fyrra mun aust- ar, langt norður úr Langanesi. Það hafa nokkur skip leitað þar núna en ekkert fundið. Við mættum fær- eysku skipi sem var að koma norð- austan að, en hafði ekkert séð enda sjávarkuldi mikill á þessum slóðum. Við höfum verið að þvælast hér í ís og því erfitt við þetta að eiga,“ sagði Oddgeir. Biðu eftir grænu ljósi Fiskistofa gaf út leyfi í gærmorg- un fyrir loðnuveiðum 30 norskra skipa innan íslenskrar landhelgi í einu. Fleiri skip mega þó vera innan lögsögunnar svo framarlega sem þau séu ekki að veiðum. Skipin þurfa að sigla í gegnum sérstaka athugunarstaði á leið sinni í lögsög- una og biðu um 25 norsk skip við einn þeirra um miðjan dag í gær og biðu þess að tilkynning bærist frá norskum stjórnvöldum þess efn- is að íslensk stjórnvöld hefðu gefið grænt ljós á veiðarnar. Gert er ráð fyrir að á bilinu 80-90 norsk skip muni sækja á íslandsmið á loðnu- vertíðinni. Á síðustu loðnuvertíð máttu einnig vera 30 norsk skip að veiðum innan landhelginnar í einu en veiðarnar voru þá ekki bundnar sérstöku leyfi Fiskistofu líkt og nú. Fengu síld Sigurður VE var í gær á síldveið- um innan lögsögu Jan Mayen en Sunnuberg GK fékk þar síld um helgina. Skipin fóru nokkuð á und- an öðrum á miðin til að kanna möguleika á síldveiðum á svæðinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var engin veiði hjá skipun- um í gær. Gott útlit á mörkuðum Mjög góðar markaðshorfur eru nú á sölu loðnuafurða og ástand á mörkuðum með því betra sem sést hefur um áraraðir, að sögn Sólveig- ar Samúelsdóttur, markaðsstjóra SR mjöls. Hún segir verð á mjöli svipað og á síðasta ári, um 405 pund tonnið eða um 47.400 íslensk- ar krónur. Á móti komi að pundið hafí hækkað mikið frá því í fyrra. Verð á lýsi sé hins vegar um 100 dollurum hærra en á síðasta ári og sé nú um 550 dollarar tonnið eða um 38.500 krónur. Sólveig segir birgðir í landinu litlar og markaði mjög sterka. Lítil veiði hefur verið í Suður-Ameríku og segir Sólveig það hjálpa mikið til á mörkuðum, bæði hvað varðar mjöl og lýsi. Byggðastefnan í Noregi Auknir styrkir til nýsmíða á skipum FRÁ og með þessum mánaðamótum á norski fiskiskipaflotinn kost á fjárfestingarstyrkjum úr þróunar- sjóði atvinnuveganna en tilgangur sjóðsins er meðal annars að efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggð- inni. Styrkirnir eiga að renna til ný- smíði eða breytinga á skipum, sem fengið hafa smíðastyrk, og í ein- staka tilfelli er leyfilegt að veita þá til kaupa á notuðu skipi. Það á þó aðeins við um Finnmörk og Norður-Troms. Skip, sem veiða á grunnslóð og eru á bilinu 15 til 34 m löng, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um þessa styrki en hvað stóru skipin varðar, sem sækja lengra, skulu skip með aflahlutdeild hafa forgang. Það á einnig við um skip, sem reyna að vinna betur úr auka- afla og úrgangi. Auk þessa hefur verið opnað fyr- ir áhættulán og tryggingar vegna nýsmíða þar sem ekki er um smíða- styrk að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.