Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir EYSTANKÓRINN frá Runavík flutti nokkur lög. FRÁ opnun Lómatjarnargarðs. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ásamt Sigrúnu Theodórsdóttur, garðyrkjustjóra Egilsstaðabæjar. VÍÐA sáust konur uppáklæddar í íslenskum þjóðbúningi í tilefni forsetaheimsóknarinnar og eins og sjá má á myndinni voru það jafnt háir sem lágir. I II.KV \ \ I \ (; UiVI A I.M I.NN I Skl I.DAIJItr. I AÚTBOI) HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Byggingarsjóður verkamanna, kt. 460169-2329 Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Útboðsfjárhæð: 1.000.000.000 kr. Útgáfudagur 1. janúar 1996 Fyrsti söludagur 1. júlí 1997 Flokkur______Lánstími___Fyrsti gjalddagi_Uppliæð nú* 1. fl. 1996 24 ár 01.01.1999 500.000.000 2. fl. 1996 42 ár 01.01.1999 500.000.000 *Heildarútgáfa flokkanna er óákveðin. Skuldabréfin bera fasta vexti 2,7% Skuldabréfin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala 174,2 stig. Frekari upplýsingar um útgefanda má nálgast hjá söluaðilum. Ávöxtun: 1. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hverjum tíma miðuð við meðaltal kaupávöxtunarkröfu í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., að frádregnum 0,02%. 2. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hverjum tíma miðuð við meðaltal kaupávöxtunarkröfu í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., að frádregnum 0,30%. KAUPÞING HF Alhliða verðbréfaþjónwita NORÐURLANDS HF Lómatjörn - nýr skrúðgarður opnaður á Egilsstöðum Egilsstaðir - Laugardagur þeirra forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur á Egilstöðum hófst með heim- sókn á elliheimili og sjúkrahús að loknum morgunverði. Þá var Félagsmiðstöð aldraðra að Mið- vangi heimsótt, en þar stendur yfir handverkssýning frá tóm- stundastarfi aldraðra. Því næst opnaði forsetinn formlega nýjan skrúðgarð á Egilsstöðum er hlotið hefur nafnið Lómatjarnargarður. Á svæði því sem sá garður er nú, óx hér áður fyrr villtur gróður og þar var Lómatjörn sem mikið var notuð sem skautasvell á vetrum. Fyrir 10 árum var efnt til samkeppni um skipulag þessa svæðis og bar Þóra Guðmunds- dóttir arkitekt á Seyðisfirði sig- ur úr bítum. Fyrir tveimur árum var síðan það skipulag endur- skoðað og vinna eftir því nýja hafin af krafti með það fyrir augum að opna garðinn form- lega á 50 ára afmæli bæjarins. Hefur svæðið umhverfis tjörn- ina verið lagfært og villtur gróð- urinn fengið að njóta sín sem mest. Veg og vanda af allri þeirri framkvæmd hefur garð- yrkjustjóri Egilsstaðabæjar Sig- rún Theodórsdóttir haft. Þar næst var haldið til félags- miðstöðvar unga fólksins Nýj- ungar, en þar var skoðuð sýn- ing nokkurra unglinga í Egils- staðabæ sem hafa notað frí- stundir sínar vel í vetur við gerð ýmissa muna úr ýmsum efnum. Hefur Lára Vilbergs- dóttir verið leiðbeinandi ungl- inganna við þessi verkefni. Því næst var Golfvöllur Fljótsdals- héraðs í Fellahreppi heimsótt- ur, en þar hófst kl. 10 um morg- uninn golfmót í boði Kaupþings í tilefni 50 ára afmælis Egils- staðabæjar. í hádeginu snæddu forseta- hjónin með for- manni bæjarráðs, Einari Ragnari Haraldssyni og konu hans Guð- laugu Ólafsdóttur. Kl. 14 hófst síðan hátíðarsamkoma á íþróttavellinum. Hófust þau hátíðar- höld með ávörpum Helga Halldórsson- ar bæjarstjóra, Þuríðar Bachmann forseta bæjar- stjórnar og forseta íslands Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Einnig undirrituðu þeir Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra og Helgi Halldórsson afsal vegna kaupa Egilsstaða- bæjar á landi rikisins sem bær- inn stendur á. Flutt voru margvísleg skemmtiatriði sem stóðu til dag- skrárloka um kl. 16. Hátíðar- kvöldverður með bæjarstjórn, afmælisnefnd, þingmönnum og ráðherrum hófst síðan í Vala- skjálf kl. 18.30 og að lionum loknum voru forsetahjónin gest- ir á Jasshátíð Egilsstaða, en þetta laugardagskvöld var jafn- framt síðasta jasskvöld þeirrar hátíðar að þessu sinni. Forseta- hjónin flugu síðan aftur til síns heima á sunnudagsmorgun kl. 10. Lauk þar með þessari fyrstu heimsókn forsetahjónanna til Egilsstaða. W. KEITH Reed söngkennari á Egilsstöð- um flutti lagið „I got plenty of nothin“ úr Porgy og Bess, ásamt syni sínum Jó- hanni Keith Schram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.