Morgunblaðið - 01.07.1997, Page 10

Morgunblaðið - 01.07.1997, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Viðamestu breytingar á löggæslumálum í áratugi með nýjum lögreglulögum RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI - BogiNilsson Þórir Oddsson vararikislögreglustjóri T æknirannsóknadeild Bjarni J. Bogason aðstoðaryfirlögrþj. Samanburðarrannsóknir á sönnunargögnum Leiðsögn um vettvangsrann- sóknir, töku sönnunargagna, meðferð þeirra o.þ.h. Aðstoð við vettvangsrannsókn Fingrafara- og Ijósmyndasafn Alþjóðadeild Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Interpol SIRENE Baltcom Lögreglufræði / rannsóknir Málefni Lögregluskóla ríkisins B HörðurJóhannesson yfirlögregluþjónn Rannsóknadeild Gisli Pálsson aðstoðaryfirlögregluþj. Aðstoðar lögregluumdæmin við rannsókn brota Rannsakar kærur á hendur lögreglumönnum vegna brots í starfi Rannsakar landráð, brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Fíkniefnastofa Bjöm Halldórsson Upplýsingamiðstöð í fíkniefnamálum Safnar saman, vinnur úr og miðlar upplýsingum með það að markmiði að styrkja og styðja lögregluumdæmin við að upplýsa ávana- og fíkniefnamál. Almennt svið Jón M. Gunnarss. aðstoðaryfirlögrþj. Tölvumál og skráasöfn lögreglu Starfsmannamál lögreglu Upplýsingar / eftirlit Útlendingaeftirlit lögreglustjóra ID-mál Forvarnir CJón Bjartmarz yfirlögregluþjónn Öryggismál Sérsveitarmál Björgunarmál Lögreglustöðvar Öryggismál og búnaður lögreglu Ökutæki lögreglu Fatnaður lögreglu Umferðarmál Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri Skrifstofa Fjármálastjórn og bókhald Áætlanagerðir Útgáfustarfsemi Skjalavarsla Útlendingaeftirlitið Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri Jón H. Snorrason saksóknari Efnahagsbrotadeiid ArnarJensson Rannsakar alvarleg og umfangsmikil fjármunabrot þar með talin skattalagabrot hvar sem er á landinu og annast saksókn í málum sem hún rannsakar nema ríkissaksóknara beri að höfða málið samkvæmt fyrirmælum laga um meðferð opinberra mála. Rannsóknir og saksókn færast til embættanna Yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra STÆRSTU breytingarnar sem ný lögreglulög hafa í för með sér eru stofnun rík- islögreglustjóraembættis samfara niðurlagningu Rannsóknarlögreglu ríkis- ins og færsla rannsókna brotamála til lögreglu- stjóraembætta landsins. Mest breyting verður hjá lögreglunni í Reykjavík, sem tekur yfir um 80% þeirra verkefna sem RLR hafði með höndum, og hjá Jón Friðrik Bjartmarz Jón H. Snorrason Yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra gerði grein fyrir nýjum lögreglulögum á blaðamannafundi í gær. lögreglunni í Kópavogi og lögregl- unni í Hafnarfirði. 26 starfsmanna RLR færast til lögreglunnar í Reykjavík, 2 til lögreglunnar í Kópavogi, 2 til lögreglunnar í Hafn- arfirði og 16 verða starfsmenn hins nýja embættis ríkislögreglustjóra. Auk þess að hafa með höndum rannsókn brotamála verður saksókn einnig að mestu í höndum einstakra lögreglustjóraembætta. Á blaðamannafundi, sem Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra efndi til í gær í tilefni af gildistöku laganna, sagði hann að lagasetning þessi væri umfangsmesta skipulags- breyting á stjóm löggæslu í landinu í langan tíma. Hann sagði að með breytingunum ætti að nást það markmið laganna að gera feril rann- sókna og ákæru hraðari og skilvirk- ari en verið hefði. Þannig yrði stór hluti mála í höndum sama embættis frá upphafi rannsóknar til málflutn- ings fýrir dómi. Hann sagði að sú sérþekking sem hefði byggst upp á þeim 20 árum sem RLR hefði starf- að myndi flytjast til annarra emb- ætta og nýtast áfram. Yfirstjórn löggæslu styrkist Þorsteinn sagði að með stofnun ríkislögreglustjóraembættisins væri verið að styrkja yfirstjórn lögregl- unnar í landinu. Það myndi taka yfir mörg verkefni sem hingað til hefðu verið í dómsmálaráðuneytinu, samræma störf löggæslunnar i landinu og innleiða nýjungar. Skv. lögunum er eitt meginhlutverk rík- islögreglustjóra að miðla upplýsing- um innan lögreglunnar og fylgjast með og vinna að því að hinum póli- tísku ákvörðunum æðstu handhafa ríkisvaldsins, sem lúta að löggæslu, verði fylgt eftir. Egill Stephensen Guðmundur Guðjónsson Stefán Hirst Varalögreglustjóri Haraldur Johannessen LÖGREGLUSTJÓRI -BöðvarBragason Aðalstöð lögreglu GeirJón Þórisson ---------1------- Stjórnst./Fangageymsla Jónas H. Hallsson Fullnustudeild Breiðholtsstöð Grafarvogsstöð Miðborgarstöð Mosfellsbæjarstöð Seltjarnarnesstöð Forvama- og fræðslud. Karl Steinar Valsson Auðgunarbrot Guðjón Magnússon Sigurlaug Jóhannsdóttir Auðgunarbrot Ómar Smári Ármannsson Fíkniefnabrot - stoðdeildir lögreglu Jóhann Hauksson Kolbrún Sævarsdóttir Fíkniefnabrot Ómar Smári Ármannsson Ofbeldisbrot Elin Hallvarðsdóttir Hildur Njarðvik Ofbeldisbrot Sigurbjörn Viðir Eggertsson Ýmis sérrefsilagabrot Sturla Pórðarson Þorsteinn Skúlason Sérrefsilagabrot Sigurbjörn Viðir Eggertsson Almenn deild Akæru- og lögfræðisvið Rannsóknardeild Skrifstofudeild Jónmundur Kjartans son Egill Stephensen Guðjón Guðmundsson Stefán Hirst yfirlögregluþjónn saksóknari yfirlögregluþjónn skrifstofustjóri Almenn afgreiðsla Birgðavarsla - bílabanki Bókhald - fjármál Húsvarsla Leyfaútgáfa Mötuneyti Síma- og tölvuumsjón Starfsmannahald Þjónustuverkst. ökutækja Umferðardeild Almenn lögfræðistörf Stoðdeildir lögreglu Hilmar Þorbjörnsson Signý Sen Friðrik G. Gunnarsson Helstu önnur hlutverk ríkislög- reglustjóra eru talin upp í 5. grein laganna. Nefna má miðlun upplýs- inga frá lögreglunni til dómsmála- ráðherra. I athugasemdum með frumvarpi til lögreglulaga segir að til þess að geta sinnt því hlutverki verði ríkislögreglustjóri m.a. að halda eða hafa yfirumsjón með og viðhalda miðlægum upplýsinga- kerfum sem lögreglustjórar beina upplýsingum til með öilu því sem máli skiptir varðandi starfsemi lög- reglunnar í landinu. Á blaðamanna- fundinum í gær kom fram hjá Boga Nilssyni ríkislögreglustjóra að upp- bygging upplýsingakerfa gengi vel og um þessar mundir væri verið að nettengja síðustu lögregluembætt- in. Hann tók upplýsingar um afbrot og afbrotamenn sem dæmi um upp- lýsingar sem skráðar og varðveittar yrðu með skipulegum hætti. Lögreglusfjórum veittur stuðningur Bogi vakti sérstaka athygli á skýrari ákvæðum um hiutverk lög- reglunnar í landinu en verið hefðu í lögum hingað til. Þá nefndi hann að ríkislögreglustjóri myndi hafa eftirlit með því að framkvæmd lög- gæslu yrði í samræmi við lög og embættið myndi veita lögreglustjór- um stuðning. Ríkislögreglustjóri annast einnig alþjóðasamskipti á sviði löggæslu og sinnir yfirstjórn einstakra löggæsluverkefna á Iand- inu. Samkvæmt lögunum skal ríkis- Iögreglustjóri starfrækja sérstaka rannsóknardeild sem rannsakar skatta- og efnahagsbrot. Þá verður við embættið stoðdeild sérhæfðra rannsóknarmanna til að aðstoða einstök lögregluembætti við rann- sóknir erfiðra brotamála; rannsókn- arstofa til að sinna skjalarannsókn- um, fingrafararannsóknum og slík- um tæknilegum rannsóknum. Þá gera lögin ráð fyrir að við embætti lögreglustjórans í Reykjavík verði rekin tæknideild fyrir iandið allt til að sinna eða aðstoða við rannsókn- ir á vettvangi og aðrar slíkar. Konum auð- velduð innganga Aðrar nýjungar í lögunum eru t.d. lögfesting ákvæða um skyldur lögreglumanna, valdbeitingarheim- ildir, handtökuheimildir, leit á mönnum og önnur afskipti af borg- urunum; lögfesting reglna um með- ferð kæra á hendur lögreglumönn- um vegna ætlaðra refsiverðra brota við framkvæmd lögreglustarfa og lögfest er hvetjir hafi lögregluvald. Þá er gert ráð fyrir breytingum á skipulagi Lögregluskóla ríkisins. Þær fela m.a. í sér að í stað þess að lögreglustjóraembætti sendi nema í skólann er auglýst eftir nemum og valið í skólann af sér- stakri valnefnd. Þá eru nokkur ný- mæli í lögunum til þess fallin að auðvelda konum inngöngu í lög- reglu. 80% verkefna RLR til Reykjavíkur Mjög miklar breytingar verða á embætti lögreglustjórans í Reykja- vík í dag. Nýtt embætti varalög- reglustjóra hefur verið stofnað og deildaskiptingu hefur verið gjör- breytt. 26 menn færast frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins til lögregl- unnar í Reykjavík og tekur hún yfir um 80% þeirra verkefna sem RLR hefur sinnt. Auk þess færist saksóknari, Egill Stephensen, frá embætti ríkissaksóknara til lögregl- unnar í Reykjavík. Starfsmenn embættisins eru 353. Þeir skiptast þannig að í almennri deild eru 210, á ákæru- og lögfræði- sviði eru 11, í rannsóknardeild 70 og 60 á skrifstofu. Þegar embættið tekur við nemum úr Lögregluskól- anum í haust bætast u.þ.b. 18 manns við almenna deild. Meðfylgjandi eru skipurit lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík og skipurit sem sýnir meginvið- fangsefnasvið embættis ríkislög- reglustjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.