Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 41 Athuga- semd frá Eurocard MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi á íslandi - Kreditkort hf.: „í frétt blaðsins í dag um gjald- skrárhækkun Visa koma fram vill- andi ummæli frá framkvæmdastjóra þess félags. Hann segir að keppinauturinn sé með hærri gjaldskrá hvað varðar einn lið, það er skotsilfur, eða út- tektir í hraðbönkum innanlands. Þetta er ekki rétt þar sem kostnaður við peningaúttektir inn- anlands hjá Visa eru 17,7% hærri miðað við úttektir hjá Eurocard. Hjá Eurocard er gjaldskráin 50 kr. + 1,5% þóknun en hjá Visa 85 kr. + 1,35%. Þar sem úttektir eru að jafnaði um 6.000 kr. sést að gjald- skrá Eurocard er lægri.“ Taflfélagið Hellir býður upp á pizzu TAFLFÉLAGIÐ Hellir býður ungl- ingum 14-20 ára upp á svokallað „Pizzakvöld" laugardaginn 1. febr- úar kl. 18 í félagsheimili Hellis, Þönglabakka 1, Mjóddinni. A pizzakvöldunum er ekki um hefðbundnar skákæfíngar að ræða heldur er lögð meiri áhersla á félags- skapinn og að skapa skemmtilegt andrúmsloft í kringum skákina, seg- ir í fréttatilkynningu. Kvöldið hefst á fyrirlestri Jóns L. Ámasonar, stórmeistara, og að honum loknum hefst hraðskákmót. Fyrirkomulag þess ræðst af fjölda þátttakenda. Að nokkrum umferð- um loknum verður gert hlé á mótinu og þátttakendur fá að gæða sér á pizzu og gosi. Síðan verður tekið aftur til við taflmennskuna. Aðgangur að pizzakvöldunum er ókeypis fyrir félagsmenn Hellis en 500 kr. fyrir aðra. Pizza og gos er innifalið í aðgangseyrinum. LEIÐRÉTT Rangtföðurnafn RANGT var farið með föðumafn Jóhönnu Jóhannsdóttur gjaldkera í frétt blaðsins í gær um Kaffikerl- ingarnar og hún sögð Jóhannesdótt- ir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ekki VÍS RANGT var með það farið í frétt blaðsins í gær, að Kambur hf. á Flateyri hefði keypt tryggingar hjá VIS. Hið rétta er að fyrirtækið er með tryggingar hjá Tryggingamið- stöðinni og Vélbátaábyrgðafélagi ísafjarðar. Ljóst er nú að engar breytingar verða á þeim málum fyrr en um áramót, komi það til. Enn- fremur liggur ekki enn fyrir hvort Básafell mun kaupa alla olíu af Olíu- félaginu, verði sameiningin við Kamb að veruleika eða hvort við- skiptum við Skeljung verður haldið áfram. Vió erum á vaktinni lil 22.00 öfS kvöfd vikunnar * LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 FRÉTTIR Biblíudagurinn haldinn á morgxin Gamlar sovésk- ar heimild- armyndir GAMLAR sovéskar heimildarkvik- myndir verða sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 næstkomandi sunnu- dag 2. febrúar kl. 16. Myndirnar eru: Herveldi Japana brotið á bak aftur, mynd gerð í Moskvu árið 1945 undir stjórn Alex- anders Zarkhi og Iosifs Heifits. Myndin hlaut Stalínverðlaunin 1946. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Skýringar á ensku. Síðustu bréfín er mynd eftir Mik- haíl Romm, um þau áform Hitlers að nota efni bréfa sem innikróaðir hermenn Þjóðvetja við Stalingrad sendu heimleiðis, í áróðursskyni og til að reyna að efla baráttuhug með þjóðinni. Skýringar á dönsku. Ég féll við Stalingrad, er s'tutt mynd um Fjodor Gorovenko, sem talinn var hafa fallið í bardögum á Volgubökkum en bjargaðist án þess að vitneskja bærist til yfirvalda. Nafn hans var lengi á lista fallinna og skráð á minnisvarða um þá í Stalingrad. Skýringar á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýning- um MIR er ókeypis og öllum heimill. ■ ÞORRABLÓT Héraðsmanna verður haldið laugardaginn 1. febr- úar í félagsheimili Gusts við Bæj- arlind í Kópavogi. Borðhald hefst kl. 20.15. Miðaverð er 1950 kr. en verð á dansleik eftir borðhald er 1000 kr. Meðal skemmtiatriða verð- ur Jóhannes Kristjánsson, eftir- herma og skemmtatriði í umsjón þorrablótsnefndar. Hljómsveitin KOS leikur fyrir dansi. ÁRLEGUR Biblíudagur verður haldinn á morgun, sunnudaginn 2. febrúar. Guðsþjónusta, sérstaklega helguð Biblíudeginum, verður í Grensáskirkju kl. 11 f.h. Aðalfundur félagsins verður haldinn í safnað- arhejmili Grensáskirkju kl. 15.30. „Árlega er starfs Hins íslenska Biblíufélags minnst á Biblíudegi og vakin athygli á Biblíunni og mikil- vægi hennar fyrir trú og menningu. Einnig er vakin athygli á starfi Sameinuðu Biblíufélaganna sem Hið íslenska Biblíufélag er aðili að. Fram að aldamótum er eitt meg- inviðfangsefni Biblíufélagsins ný þýðing Biblíunnar og miðar því verki vel,“ segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Við útvarps- guðsþjónustu sem hefst í Grensás- kirkju kl. 11 verður starfs Biblíufé- lagsins sérstaklega minnst. Sr. Hall- dór Gröndal, predikar. Kirkjukór Grensáskirkju ásamt organistanum Árna Arinbjarnarsyni annast tón- listarflutning. Aðalfundur félagsins hefst síðan í safnaðarheimili kirkj- unnar kl. 15.30 og verður starf Sameinuðu Biblíufélaganna kynnt þar í tilefni af 50 ára afmæli sam- takanna sl. sumar. Fundurinn er öllum opinn.“ Bjóöum öll heföbundin bílalán til allt aö 84 mánaöa og tökum notaöa bíla uppí UmboösaÖilar: Akureyri: Höldur hf. • Egilsstaöir: Bíla- og Búvélasalan • Akranes: Bílver sf. VATNAGARÐAR24 S: 568 9900 Vandaðu valið - Veldíí Opið laugardaga 12-16 Komdu og ky nntu þér þessa hágæða bíla. Þeir eru * a frábæru verði. Honda Civic 1.5 LSi VTEC með 115 hestafla sparakstursvél (4,8 1/100 km) 3 dyra kr. 1.489.000,- 4 dyra kr. 1.579.000,- (0 dyra 90 hestöfl, sóllúga aukab. Kr. 1.349.000,- Civic 1 .4 Si, 5 dyra 90 hestöfl, 2 loftpú&ar Kr. 1.448.000,- 7 manna r, ABS og 2 loftpúðar Kr. 2.750,000,- Accord 2.0 LSi Sjólfskiptur, ABS og 2 loftpúðar Kr. 2.185.000, Civic 1 .4 Si, 4 dyra 90 hestöfl Kr. 1.479.000, Civic 1 .6 VTi 160 hestöfl, 15" ólfelgur, ABS 2 loftpúðar.og sóllúga Kr. 1.850.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.