Morgunblaðið - 01.02.1997, Page 6

Morgunblaðið - 01.02.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Banda- ríkin borga ekki meira Þeir tímar eru að baki er Bandaríkjamenn tóku umyrðalaust á sig kostnað vegna borgaralegs flugs á * Keflavíkurflugvelli, skrifar Olafur Þ. Stephensen. Bandaríkjamenn hyggjast ekki taka á sig nein aukaútgjöld vegna fyrirhugaðrar stækkunar Leifsstöðvar eða aukinnar flugumferðar. BANDARÍSKI flotinn hefur tekið ákvörðun um að taka ekki á sig neinn nýjan kostnað vegna fyrirhug- aðrar stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eða annarra framkvæmda á Kefla- víkurflugvelli, sem kunna að verða nauðsynleg- ar vegna aukinnar borgaralegrar flugumferðar um völlinn. Þessi afstaða Bandaríkjamanna kemur í raun ekki á óvart, enda hafa þeir lengi lagt áherzlu á að ísland greiddi stærri hluta kostnaðar vegna borgaralegs flugs um Keflavíkurfiugvöll og tæki þátt i að finna leiðir til spamaðar í rekstri vallarins. Hins vegar eru Bandaríkin skuldbundin, samkvæmt samningum við ís- land, að standa straum af rekstri og viðhaldi flugvallarins. Það þarf því að semja um það með einhveijum hætti að Bandaríkin taki ekki á sig aukinn kostnað. Greiða rekstur og viðhald Samkvæmt viðauka við vamarsamninginn, sem samið var um á sjötta áratugnum, skömmu eftir komu vamarliðsins hingað, eiga Bandarík- in mest af byggingum og tækjum á flugvellin- um og bera allan kostnað af viðhaldi flug- brauta, akbrauta og flugvélastæða og af snjó- hreinsun, hálkuvörnum og viðhaldi ljósabúnað- ar. Þá standa Bandaríkin undir öllum kostnaði af slökkviliði flugvallarins. Þetta samkomulag er ekki opinbert plagg, samkvæmt upplýsing- um frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Árið 1974 var gert annað samkomulag, þar sem Bandaríkin skuldbundu sig til að greiða kostnað af því að nútímavæða tækjabúnað flugvallarins á tíu áram, til þess að hann full- nægði kröfum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Um leið tóku Bandaríkjamenn að sér að greiða fyrir því að aðskilja starfrækslu farþegaflug- stöðvarinnar og herflugsins. Þannig skuld- bundu þeir sig til að greiða umtalsverðan hluta kostnaðar við byggingu Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar og kosta „lagningu aðkeyrslubrauta fyrir flugvélar, byggingu flugvélastæða, lagn- ingu vegna, þar með talinn nýr bílvegur, svo og endumýjun á kerfi því, sem flytur elds- neyti að flugvélum,“ eins og þar segir. Þegar upp var staðið greiddu Bandaríkin um tvo þriðjuhluta heildarkostnaðar við byggingu Leifsstöðvar og aðrar framkvæmdir vegna aðskilnaðar herflugs og farþegaflugs. Undanfarin ár hefur ísland staðið straum af kostnaði við flugumferðarstjóm og síðast, er ný blindlendingartæki voru keypt, vora þau greidd af íslenzku fé. Kostnaður Islands vegna rekstrar Flugmálastjómar á Keflavíkurflug- velli var rúmlega 250 milljónir króna á síðasta ári og hefur hann hækkað nokkuð á undanföm- um áram, en árið 1992 var hann um 200 millj- ónir. Kostnaður Bandaríkjamanna af rekstri og viðhaldi flugbrautanna hefur verið á bilinu fimra til þrettán milljónir Bandaríkjadala , (345-900 milljónir króna skv. núverandi gengi), eftir því hversu miklar viðhaldsframkvæmdir hafa verið. Á seinni árum hefur Mannvirkja- sjóður NATO greitt hluta kostnaðar vegna við- halds á flugbrautum en þó ekki nema um 65% - Bandaríkjamenn hafa þurft að greiða af- ganginn, sem hefur að stóram hluta verið kostnaður vegna borgaralegs flugs, sem Mann- virkjasjóðurinn hefur ekki talið koma sér við. Meðan á kalda stríðinu stóð voru Bandarík- in tilbúin að greiða áðumefndan kostnað umyrðalaust. Bandaríkjamenn litu svo á að hann væri hluti af fómarkostnaði, sem yrði að inna af hendi til að tryggja aðstöðu þeirra hér á landi, líkt og sá aukakostnaður sem fylgdi einokunarkerfi í verktöku á Keflavíkurflug- velli. Á síðustu áram hafa forsendurnar hins vegar breytzt. Árið 1992 settu Bandaríkjamenn fram kröfur um „réttláta og sanngjarna" skipt- ingu kostnaðar vegna reksturs Keflavíkurflug- vallar. Þeir vitnuðu þá til þess að eftir að kalda stríðinu hefði lokið væru rúmlega 40% umferð- ar um völlinn borgaralegt flug og íslendingar hlytu því að taka aukinn þátt í kostnaði við rekstur hans. ísland tilbúið í sparnað, en ekki kostnaðarþátttöku Af hálfu íslenzkra stjómvalda kom þá fram að gera yrði greinarmun á spamaði (cost sa- ving) og kostnaðarþátttöku (cost sharing). ís- Iendingar væra til viðræðu um það fyrrnefnda, en ekki það síðamefnda. íslenzk stjórnvöld hafa síðan staðið fast á þessari afstöðu. Þessi mál voru mjög til umræðu er fram- kvæmd varnarsamningsins var endurskoðuð á árinu 1993 og aftur á síðasta ári. í fyrra tilfell- inu var sett í sameiginlega bókun íslands og Bandaríkjanna, sem undirrituð var í janúar 1994, ákvæði um að báðir aðildar samþykktu að gera það, sem í þeirra valdi stæði til að draga úr kostnaði við rekstur Keflavíkurstöðv- arinnar. Hins vegar var hvergi kveðið á um kostnaðarþátttöku. í framhaldi af þessu var skipuð kostnaðarlækkunarnefnd vamarliðsins og íslenzka ríkisins, sem átti að gera tillögur um spamað. Sú aðgerð nefndarinnar, sem mestu hefur skilað, er lokun einnar flugbraut- ar á Keflavíkurflugvelli. Lokunin sparaði kostn- að við dýrt viðhald, sem ella hefði þurft að ráðast í, og talið er að rekstrarsparnaður sé á bilinu 30-40 milljónir króna á ári. í viðræðum um endurnýjun samkomulagsins frá 1994 knúðu Bandaríkjamenn enn á um kostnaðarþátttöku íslendinga vegna Keflavík- urflugvallar og fengu enn þvert nei. Hins veg- ar var sett í nýja samkomulagið, sem undirrit- að var í apríl í fyrra, að halda áfram viðleitni til að lækka kostnað við reksturinn og því ætti kostnaðarlækkunarnefndin að halda áfram störfum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur nefndin þó ekki komið saman frá því í apríl á síðasta ári, er nýja bókunin við varnar- samninginn var undirritað. Meirihluti umferðar vegna borgaralegs flugs Bandaríkjamenn túlka bókunina þannig að samkomulag sé um að kostnaður þeirra við rekstur flugvallarins hækki ekki, heldur lækki. Að undanförnu hefur yfirmönnum varnarliðsins verið gerð grein fyrir áformum um að stækka Leifsstöð vegna aukinnar flugumferðar um Keflavíkurflugvöll, enda ber íslenzkum stjórn- völdum og varnarliðinu að hafa samráð um allar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Hefja átti framkvæmdir við stækkunina á þessu ári, en þeim hefur nú verið frestað. Gert hefur verið ráð fyrir að íslenzka ríkið greiddi stækk- un flugstöðvarinnar, en Bandaríkjamenn telja að nýr kostnaður gæti engu að síður hlotizt af henni i rekstri og viðhaldi vallarins. Þeir hafa því séð ástæðu til að koma þeirri afstöðu sinni á framfæri að þeir muni ekki taka á sig neinn aukakostnað vegna stækkunar flug- stöðvarinnar eða annarra framkvæmda vegna aukinnar flugumferðar. Morgunblaðinu er kunnugt um að Boyington flotaforingi, yfir- maður vamarliðsins, hefur rætt þessi mál við utanríkisráðuneytið. Engar frekari viðræður munu þó hafa átt sér stað. Hlutur borgaralegs flugs í umferð um Kefla- víkurflugvöll hefur aukizt verulega á síðustu áram. Arið 1992, er Bandaríkjamenn töidu hlut borgaralegs flugs vera um 40%, voru lend- ingar borgaralegra flugvéla á veilinum 6.300 talsins, samkvæmt tölum frá Flugmálastjóm, og 756.000 farþegar fóra um völlinn á því ári. Árið 1995 vora lendingar hins vegar 7.300 og farþegar 930.000. Þeir fóru yfir milljón á síðasta ári og lendingum fjölgaði enn. Á sama tíma hefur herflugið dregizt saman, enda hefur flugvélum Bandaríkjamanna í Keflavíkurstöðinni fækkað úr tæplega 30 árið 1992 í 17 nú. Ekki er ljóst við hvað Bandaríkja- menn miðuðu árið 1992, er þeir sögðu 40% umferðar um völlinn vegna borgaralegs flugs og 60% vegna herflugs. Samkvæmt tölum frá Flugmálastjóm vora „hreyfingar" á Keflavík- urflugvelli samtals 61.878 á síðasta ári. Inni í þessari tölu eru allar lendingar, flugtök, snertilendingar og lágaðflug. Af þessum „hreyfingum" á borgaralega flugið 31.665, eða 51%, en herflugið afganginn, eða 49%. Gera má ráð fyrir að borgaralega flugið haldi áfram að auka hlut sinn. Bandaríkjamenn geta bent á að aukning borgaralegrar flugumferðar skili Flugmála- stjórn tekjum af lendingargjöldum, sem geri íslendingum auðveldara að bera aukinn kostnað. Hjá bandarískum heimildarmönnum kemur fram að t.d. aukinn kostnaður við rekstur nýrra flughlaða, sem þurfi að bæta við á Keflavíkur- flugvelli, sé eingöngu vegna borgaralegrar umferðar og óeðlilegt að Bandaríkjamenn taki þátt í kostnaði við t.d. hreinsun þeirra eða við- hald. Bandaríkjamenn hafa lengi verið ósáttir við að bera ábyrgð á flughlöðum, sem ein- göngu era til borgaralegra nota. Bæði herflug- vélar og aðrar flugvélar nota hins vegar flug- brautirnar sjálfar. Viðkvæmt og erfitt mál Það er ekki einfalt mál hvað á að gera í framhaldinu. Ef báðir aðilar era sammála um að kostnaður Bandaríkjamanna af rekstri flug- vallarins eigi að lækka, en ekki hækka, og að þeir taki ekki á sig nýjan kostnað, virðist tvennt koma til greina. í fyrsta lagi er að koma á skilgreindri kostnaðarskiptingu á borð við þá, sem Bandaríkin hafa áður krafizt. Það myndi hins vegar útheimta nákvæma sundurliðun á því hvaða kostnaður fellur til á Keflavíkurflug- velli vegna herflugs og hvað vegna borgaralegs flugs, en markalínan þar á milli er ekki alltaf skýr. Einnig myndi þetta væntanlega þýða endurskoðun samkomulagsins um greiðslu kostnaðarins vegna vallarins, en íslendingar hafa ajltaf hafnað kröfum um kostnaðarþátt- töku. íslenzk stjórnvöld telja málið því afar viðkvæmt og erfitt. í öðra lagi gætu einhvers konar kaup kaups komið til greina; að Bandaríkin samþykki að sjá áfram um rekstur flugvallarins að öllu leyti, jafnvel með einhveijum viðbótum, en íslending- ar verði þá á móti að taka að sér að greiða einhver önnur verkefni til þess að heildarkostn- aður Bandaríkjamanna af rekstri Keflavíkur- stöðvarinnar lækki. Bandarískir heimildarmenn telja að taka verði á þessu máli fljótlega. Það gefur þó lengri frest til að leysa það að stækkun Leifsstöðvar skuli hafa verið skotið á frest. Tugmillj ónatj ón þegar Bátastöðin í Neskaupstað brann tíl grunna „Eldurinn stóð 15-20 metra upp í loftið“ „ELDURINN stóð 15-20 metra upp í loftið og eldhafið var mikið. Þarna var óhemju eldsmatur og við vissum ekki hvað af honum gæti sprangið, t.d. gaskútar, en þeir sprungu sem betur fer ekki,“ segir Benedikt Sig- uijónsson slökkviliðsmaður í Nes- kaupstað, sem gerði viðvart um eld í Bátastöðinni í fyrrinótt. í byggingunni var trésmíðaverk- stæði og lagerhús. Ekki er ljóst um eldsupptök, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. Báta- stöðin var í eigu Síldarvinnslunnar og er talið að tjónið nemi á milli 30 og 40 milljónum króna, en það verð- ur metið til fulls innan skamms. „Ég heyrði einhver óvenjuleg hljóð um nóttina og hélt fyrst að köttur væri að krafsa undir glugganum hjá mér. Tíu mínútum áður en ég varð var við eldinn Ieit ég út en sá ekk- ert, en þegar hávaðinn ágerðist gægðist ég aftur út og sá þá að reyk- ur stóð upp úr byggingunni. Ég hélt raunar fyrst að kviknað hefði í öðra, húsi sem er á milli mín og Bátasmiðj- unnar,“ segir Benedikt Siguijónsson, sem gerði viðvart um eldinn. Fjölmennt slökkvilið Slökkviliðsmenn og nágrannar tóku þátt í slökkvistarfínu, alls um 35-40 manns þegar mest var, með tólf brunaslöngur og var sjó dælt yfir húsið. W.xmkMÆ'wm m y f W& | ■ i'qj ttC Æ 1 i /V fm JHLJi < m Morgunblaðið/Ágúst Blöndal MIKILL eldsmatur var í Bátastöðinni og þrátt fyrir atbeina fjölmenns slökkviliðs tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins áður en húsið brann til kaldra kola. „Þarna era örfáir metrar í sjó og menn sáu strax að ekki þýddi að vera með tæknilegar aðferðir við slökkistarfið, heldur þyrfti að ausa eins miklu vatni og hægt væri yfír húsin, ekki síst til að koma í veg fyrir að hann bærist yfir í nærliggj- andi byggingar. Næsta hús er aðeins um sex til sjö metra í burtu og ef ekki hefði verið stafalogn hefði orðið gríðarlegt tjón,“ segir hann. Erfiðlega gekk að ná tökum á eld- inum, meðal annars vegna þess að húsið var einangrað með píasti og sagi og í því geymt timbur og máln- ing, svo eitthvað sé nefnt. Slökkvi- starfi lauk formlega um hádegi, eftir um átta stunda baráttu við eldinn. Bátastöðin var um 800 fermetrar að stærð og var um gamalt timbur- hús að ræða, sem tvö stálgrindarhús höfðu verið byggð við. Á árum áður fór þar fram bátasmíði en í seinni tíð hefur trésmíðaverkstæði og lager verið þar til húsa, auk þess sem þar hefur verið aðstaða fyrir starfsmenn slippsins í Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.