Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR HARALDSSON + Sverrir Haralds- son fæddist í Hofteigi í Jökuldal 27. mars 1922. Hann lést 26. janúar síðast- liðinn á Borgarfirði eystra. Sverrir var sonur hjónanna Margrétar Jakobs- dóttur og Haraldar Þórarinssonar, sókn- arprests. Hann átti eina systur, Svövu, hjúkrunarkonu, f. 1. febrúar 1920, d. 16.1. 1191, og hálfbróður, Eggert Eggertsson, fyrrum aðalgjald- kera ÁTVR í Reykjavík, látinn. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdótt- ir, f. 30. júlí 1921. Börnum Sigríð- ar frá fyrra hjónabandi gekk Sverrir í föðurstað. Sverrir lauk stúdentsprófi frá MA 1945 og embættisprófi í guð- fræði frá Háskóla íslands 1954, en samhliða námi stundaði hann kennslu, blaðamennsku og fékkst við þýðingar og ritstörf. Árið 1963 varð Sverrir sóknarprest- ur í Desjamýrar- prestakalli og þjón- aði því prestakalli alla sína starfsævi en hann lét af störf- um sjötíu og tveggja ára gamall. Sverrir stundaði kennslu í Borgarfirði, var for- maður barna- verndarnefndar Borgarfjarðar um árabil og starfaði jafnframt sem fréttaritari Morgun- blaðsins. Sverrir gaf út þijár ljóðabækur á árunum 1950-1982 og átti sálma í sálma- bók þjóðkirkjunnar. Eftir Sverri liggja einnig þýðingar á ýmsum skáldsögum og leikritum. Hann hlaut rithöfundalaun árin 1953 og 1984, og viðurkenningu úr Tónmenntasjóði kirkjunnar 1983. Útför Sverris fer fram frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er séra Sverrir Haraldsson, fyrrum prestur í Desjamýrar- pestakalli í Borgarfirði eystra. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Jak- obsdóttir og séra Haraldur Þórarins- son prestur í Hofteigi á Jökuldal og síðar í Mjóafirði. Var Sverrir annað tveggja bama þeirra hjóna, en Svava Haraldsdóttir hjúkrunarkona lést fyr- ir fáum árum. Auk þess áttu þau Sverrir og Svava hálfbróður sam- mæðra, Eggert Eggertsson, fyrmrn aðalgjaldkera ÁTYR í Reykjavík, sem lést 1969. Sverrir var fæddur í Hof- teigi en alinn upp í logninu í Mjóa- firði þangað sem hugur hans hvarfl- aði löngum því þar átti hann góða daga. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og prófí í guðfræði frá Háskóla ís- lands 1954. Um árabil fékkst Sverrir við kennslu, blaðamennsku, þýðingar og önnur ritstörf en vígðist prestur að Desjamýri 1. júní 1963. Árið 1966 gekk hann að eiga sæmdarkonuna Sigríði Ingibjörgu Eyjólfsdóttur, bókavörð frá Borgarfírði, og bjó hún Sverri gott heimili. En eins og andlát hans var hægt og hljótt var allt hans líf hljóðlátt því Sverrir Haraldsson var hógvær maður og af hjarta lítillátur. í fjallræðunni segir frelsarinn: Sælir era hógværir því að þeir munu landið erfa. Sé það rétt hefur séra Sverrir erft landið, enda lét hann sér annt um land sitt og þjóðina og þá ekki síst tunguna, því að hann var landvamarmaður og sósíalisti eins og þeir urðu bestir með- an þau orð höfðu einhveija merkingu - pg hann var skáld. í formála að ljóðasafni sínu 1982, Að leikslokum, segir Sverrir Haralds- son: „Á áranum upp úr 1940 kom til Reykjavíkur skólapiltur með þann fasta ásetning að verða skáld. Tók ARNI SIGURÐSSON + Árni Sigurðsson var fæddur á Hellum 29.10. 1902. Hann lést á Dvalar- heimilinu Klaust- urhólum á Kirkju- bæjarklaustri hinn 21. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurður Björnsson, f. 1858, d. 1934, og Halldóra Árnadóttir, f. 1862, d. 1950. Systkini Árna voru Kristín, f. 1892, Björn Guð- laugur, f. 1895, Gísli, f. 1898, þau eru látin, og Þuríður, f. 1908, og býr hún á Klausturhólum. Árni kvæntist Eyjólfínu Eyjólfs- dóttur, f. 1907, d. 1985. Börn þeirra: 1) Þórunn, f. 1.4. 1935, maki Rafn Jónsson. Þau eiga sjö börn. 2) Halldóra, f. 19.8. 1937, maki Rafn Valgarðsson, þau eiga fimm börn. 3) Guðrún Áslaug, f. 1939, maki Pálmi Andrésson, þau eiga fimm börn. 4) Einar Eyjólfur, f. 1941, d. 1942. 5) Elín Gíslína, f. 1943, maki Kris- tjón Guðbrands, hann lést 1994. Þau eiga fjögur börn. Árni og Eyjólfína bjuggu í Hólmi á Síðu frá 1940-1950, síðan í Heiðarseli frá 1950 til ársins 1982, þá fluttu þau að Klausturhólum á Kirkju- bæjarklaustri. Útför Árna fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. P.) Árni Sigurðsson frá Heiðarseli á Síðu, seinast til heimilis á Kirkjubæj- arklaustri, er látinn. háaldraður. Mig langar að þakka Árna fyrir ailan hlýhug í minn garð. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í sveit í Heiðar- sel til Árna og Eyjólfínu sjö ára gamall. Þau voru mér sem bestu foreldrar allan þann tíma sem ég var hjá þeim og ávallt síðan og dætur þeirra eins og systur mínar. Ég hef fylgst með íjölskyldunni frá Heiðarseli fram á þennan dag. Alltaf var jafn gaman að hitta þetta ágæta fólk. Ég þakka Guði fyrir Árna og Eyjólfínu. Guð blessi fjölskylduna er saknar þín, Árni minn. Nú færð þú frið og hvíid við hliðina á Eyjóifínu og öðr- um látnum ástvinum þínum. Þinn einlægur, Gísli Már Helgason. hann fljótt upp þann sið þáverandi ungra skáldmenna að sitja löngum með kollegum sínum á kaffihúsum og sötra molakaffi, hafa hár í síðara lagi og tileinka sér dulúðugan svip. Skáldmenni þetta gaf út ljóðakver árið 1950, sem bar heitið „Við bak- dyrnar", og annað tveimur áram síð- ar og nefndi það „Rímuð ljóð á atóm- öld“. Að sjálfsögðu ollu þessi kver engum aldahvörfum í íslenskri ljóða- gerð, m.a. vegna þess að höfundurinn hélt fast við hina gömlu íslensku ljóðahefð meðan flest ungu skáldin kepptust við að kasta rími og formi fyrir róða. Hins vegar gerðust þau undur að bæði þessi kver seldust mjög fljótlega upp. Fyrir sérstakan velvilja og dirfsku koma nú þessi ljóð út í einni bók ásamt öðrum sem orð- ið hafa til síðar. Eins og nafn bókar- innar bendir til er nú leiknum lokið og þarf enginn að óttast fleiri ljóðabækur frá minni hendi.“ Þessi orð séra Sverris lýsa draumi ungs manns að verða skáld og þau bregða einnig upp svipmynd af lífí skáldmenna á áranum eftir síðari heimsstyijöld, en úr orðum hans má líka lesa kímni þá sem Sverrir bjó yfír í ríkum mæli ásamt hógværð sem þó væri ef til vill réttara að kalla feimni. Löngum hef ég fjöldann flúið, fjarri lífsins ys og glaumi. Gjafmild hefur veröld verið venjulegast helst í draumi. Djúp og næm tilfínning fyrir lífinu og skilningur á kjöram þeirra, sem minna mega sín, kom víða fram í ljóð- um Sverris en þó einkum sorg og tregi enda er eitt höfuðeinkenni skálda að kenna til og lifa. En í kvæð- um Sverris kemur þó fram trú og von: Verk þín, drottinn, vald þitt sanna, visku þína, ást og náð. Faðir lífsins, mæddra manna máttugasta hjálparráð. Á þér byggist öll vor trú. Allt er blekking nema þú. Okkar sekt með gjaldi greiddir, glatað mannkyn heim svo leiddir. í einu síðasta ljóði sínu segir séra Sverrir: Nú er ég að leggja í nýstárlega fór, naumast veit ég sjálfur hvað stefnu ber að taka. Með óvissuna framundan ég ýti því úr vör og enginn veit hvort nokkurntíma kem ég heim til baka. Nú er Sverrir Haraldsson, frændi okkar og fornvinur, kominn heim. Við þökkum honum samfylgdina. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason. Verður þetta enn eitt árið þitt eða færðu lífsins reikning kvitt? Verður þetta ár þér enn til hags eða fyrirboði hinsta dags? (A.B.S.) Fyrir nokkru er nýtt ár hafíð, og nýir einstaklingar fæðast fóstuijörð- inni, því að lífíð heldur áfram, enda- laust að því er virðist. En lífíð er líka alltaf að slokkna. Á hveijum degi sem guð gefur yfír hverfa um fímm ein- staklingar, sem sett hafa svip sinn á umhverfí sitt undanfama áratugi þessarar aldar, sem senn er öll. Þessi öld hefur fætt af sér marga nýta þegna, sem skilað hafa góðu verki. Margir hafa aflað sér staðgóðrar menntunar, sem skilað hefur viðkom- andi fram á veg. Einn af þeim hefur nýlega lokið göngu sinni hér á jörðu, og hverfur nú inn í söguna, í „skugg- anna §ölmenna ríki“, eins og Jón Helgason í Kaupmannahöfn nefndi ríki dauðans í einu ljóða sinna (í Áma- safni). Sverrir Haraldsson var Austfirðing- ur, fæddur á Hofteigi á Jökuldal, þar sem faðir hans var sóknarprestur um nokkurt árabil. Sverrir ólst þó ekki upp þar, því að hann var aðeins tveggja ára, er faðir hans fékk Mjóa- jörð. Þar ólst síðan Sverrir upp til fullorðinsára. Hann gekk menntaveg- inn, eins og eðlilegt mátti teljast, son- ur embættismanns. Menntaskólinn á Akureyri varð fyrir valinu. Skólafélagi Sverris á þessum árum hefur sagt mér, að prestssonurinn frá Mjóafirði hafí sýnt áberandi hæfileika til rit- starfa. Stílar hans báru af og voru iðulega lesnir upp af kennurunum. Þá var og vitað, að skáldgáfa byggi í honum, þó að hann flíkaði lítt ljóðum sínum á menntaskólaáranum. Að vonum lagði Sverrir stund á guðfræði, að loknu stúdentsprófí, 1945. Hann var alinn upp við guð- rækni og helgihald. Nokkuð dróst, að hann lyki embættisprófí í guð- fræði, en það gerði hann 1954. Sverr- ir tók að leggja stund á ljóðagerð, samhliða því sem hann stundaði þýð- ingar og blaðamennsku, mest hjá Morgunblaðinu. Hann sendi frá sér tvær ljóðabækur á háskólaárum sín- um Við bakdyrnar (1950), og Rímuð ljóð á atómöld (1952). Síðar kom frá hendi sr. Sverris ljóðasafnið Að leiks- lokum (1982), og var þar, auk fyrr- greindra ljóðabóka, safn nýrri ljóða. Um útgáfu ljóðasafns þessa sá skóla- bróðir Sverris, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari. Sverrir var skáld gott, en lét lítt á sér bera á þeim vett- vangi, eins og raunar í öllu lífí sínu og starfí; hélt sig mest heima við, á Borgarfirði eystra. En hvernig stendur á því, að ég rita eftirmæli um þennan látna prest á Austurlandi? Til þess liggja þær orsakir, sem hér á eftir fara. Haustið 1980 réðst ég sem skólastjóri að grannskólanum að Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Þar þekkti ég aðeins einn mann, er mig bar þar að garði, ásamt konu minni danskri. Með þeim manni hafði ég unnið bygg- ingarstörf í Reykjavík á skólaáram mínum hálfum fjórða áratug fyrr. Fljótlega lögðum við hjón leið okk- ar til séra Sverris og Siggu, Sigríðar Eyjólfsdóttur frá Bjargi, konu hans. Okkur var tekið eins og aldavinum. Eitthvað höfðum við heyrt hvors ann- ars getið. Ég hafði fyrst heyrt Sverr- is getið, er mér var bent á hann af skólafélaga mínum, á Hressingarská- lanum í Austurstræti, og sagt að þama væri um ungt upprennandi skáld að ræða. Síðan las ég ljóð eft- ir hann í „Eimreiðinni“, en það tíma- rit var lengi vettvangur þeirra, sem voru að koma sér á framfæri á ritvell- inum. Ljóðið Gamall maður kemur heim, sem þar birtist 1948, hreif mig mjög, sökum átthagaástar þeirrar, sem þar birtist. Ungur maður yfirgef- ur sveitina, kemur þangað aldinn að árum og ásakar sig fyrir að hafa brugðist æskubyggð sinni. Þar stend- ur þetta á einum stað í ljóðinu: En þú vildir frekar flækjast flökkulífi úti í heimi, tilgangslausri eyða ævi. Útþráin þér glapti sýn. Því eru hér rofnar rústir, rokin börð og mýrarflóar, tóttarbrotin tómleg eftir, töpuð bemskupllin þín. Þegar ég fluttist frá Borgarfirði, sem var tveimur árum fyrr en ég ætlaði, en þetta nærri var þá komið að embættislokum hjá mér vegna starfsaldurs, saknaði ég þess sárlega að eiga ekki presthjónin í Ásbyrgi lengur að grönnum. En vitanlega höfðum við oft samband símleiðis, og einu sinni heimsótti ég þau. Það var sumarið 1990. Þá voru þau flutt í húsið Steinholt, sem Sigga átti. Heilsa Sverris var á niðurleið síðustu æviárin, og þurfti hann örðu hvejru að vera til lækniseftirlits vegna lungnasjúkdóms, sem þjáði hann og sem varð honum að aldurtila. Mögum hefi ég kynnst um langa ævi, en fáum heilsteyptari en séra Sverri Haraldssyni. Hann var ekki að leita að löstum í fari annarra. Hann var heilsteyptur og góður maður. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi. I dag verður hann lagð- ur til hinstu hvíldar í Borgarfjarðar- kirkjugarði. Aðstandendum votta ég samúð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum skólastjóri á Borgar- firði eystra. Með séra Sverri Haraldssyni er góður drengur genginn. Minninga- myndir frá kærum kynnum koma ein af annarri fram í hugann, leiftra og ljóma í senn. Myndir frá góðum gjöfulum stundum á heimiii þeirra hjóna, Sverris og Sigríðar, þar sem gnótt var góðra vista, ekki síður hinna andlegu. Þar áttum við alþýðubanda- lagsmenn athvarf hið bezta í heim- sóknum eða á fundaferðum og hollt var okkur að hlýða á mál þeirra hollvina sem hvergi duldu einarðar skoðanir á hveiju einu. Þó er veitul gestrisni og gefandi hlýja þeirra hjóna ætíð efst í huga. Með sárum söknuði í sinni er Sverrir kært kvaddur. Sverrir var afar vel greindur mað- ur og gjörhugull, traustur þegn og trúr sinni háleitu köllun í hvívetna. Hann kaus að iðja í lítilli byggð við útsæ yzt og festi við hana ást órofa- tryggðar. Byggðarlagi sínu var svo vænn og vammlaus drengur verð- mætur mjög, enda reyndist hann samferðafólki sínu sannur vinur, ekki sízt á erfiðum stundum. Hann var einlægur boðberi þess náunga- kærleika sem á að vera æðsta inntak trúarinnar. Hann unni hvers kyns listum og var ljóðskáld hið bezta s.s. ljóðabæk- ur hans bera glöggt vitni um, en í hljóðri hlédrægni sinni var það víðs fjarri honum að hampa sinni góðu gáfu. Þó eigum við allmargar ljóð- perla hans þar sem saman fara orð- snilld, djúp hugsun og kærleikur til alls er lífsanda dregur. Sverrir sinnti ljóðagyðjunni minna en efni stóðu til en beztu ljóð hans skipa honum hiklaust á bekk góðskálda. Sverrir var ekki hálfvelgjunnar maður, heill að allri gerð, einlægur í öllu sem hann tók afstöðu til og fátt hygg ég honum hafi þótt sér óviðkomandi. Hernaðarbrölt og hatursfullur stríðsrekstur var honum andstyggð hrein, brjótandi öll boðorð lífsins. Hann var einn einarðasti og skelegg- asti herstöðvaandstæðingur sem ég hefi kynnzt, óskorað sjálfstæði ís- lenzkrar þjóðar honum heilagt mál, öll flekkun þess, ekki sízt af her- mannahælum, þótti honum hrein svívirða. Sannfæringarhiti hans var mikill en með offorsi fór hann ekki, síður hefði ég þó viljað eiga hann að andstæðingi í orðræðum en flesta aðra. En fyrst og síðast minnist ég drengskaparmannsins mikia sem miðlaði okkur af glöggskyggni og hreinskilni sinni. Hann átti skarpa sýn til samfélags- mála enda lesinn vel og víða heima. Við hann var gott og gaman að ræða hvaðeina, gjaman vora samræður kryddaðar græskulausri kímni, en einurðin ávallt skammt undan. Sverr- ir var hinn hlýi og gefandi persónu- leiki, umvefjandi bros hans í glettnum augum gleymist ekki. Ljúfar stundir liðinnar tíðar leita á hugann og þær ber að þakka nú á kveðjustund. Þar er mælt fyrir munn okkar hjóna og samflokks- manna sem nutu þeirra stunda. Sig- ríði vinkonu okkar og hennar góða gólki eru sendar alúðarfullar sam- úðarkveðjur. Hún sem var hans lífs- gæfa mest hefur nú svo mikils misst. Sverri vin minn kveð ég með klökkri þökk, og þykir hlýða að enda á litlu lokaerindi úr ljóði séra Sverris Af moldu ertu kominn. Og dagurinn kemur. Þú deyrð að lokum og dauðanum heilsar feginn, því hann getur leyst þig frá lífsins raunum og leitt þig eilífðar veginn. Því von er: að bíði betri tímar og bjartari hinum megin. Blessuð sé björt minning séra Sverris. Helgi Seljan. Þú varst aldraður maður, sem andaðist eins og gengur. Og öllum fannst æviþráðurinn slitinn sundur. En sömu nótt fæddist lítill, lasburða drengur. Og lífið hélt áfram með kraftaverk sín og undur. Því lífið er hringur úr mannlegum örlögum ofinn og alltaf er til þess að hugsa svolítið gaman. Þó fallirðu í valinn er ferill þinn ekki rofinn þú fæðist bara aftur og tengir endana saman. (Sverrir Haraldsson) Kærar kveðjur, Guðrún, Eygló, Fanney og Rúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.