Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MÚRARAFÉLAG REYKJAVÍKUR 80 ÁRA Stjórn Múrarafélags Reykjavíkur. Standandi f.v. Hörður Runólfsson og Gísli Magnús- son. Sitjandi f.v. Gísli Dagsson, Helgi Steinar Karlsson og Guðlaugur Karlsson. Gimli í Lækjargötu. Þetta hús lét Knud Zimsen reisa sem einskonar auglýsingaverk- efni í húsagerð. Húsið er hlaðið úr steyptum steini með fyrsta jámbenta Ioftinu sem gert var á Islandi. MÚRARAR hafa átt stóran þátt í uppbyggingu lands- ins. Með verkum sínum hafa þeir mótað svip byggðanna og þau verk vara um langa fram- tíð,“ segir Helgi Steinar sem hefur tekið saman nokkuð ítarlega grein um sögu Múrarafélagsins sem birtist senn í fréttablaði félagsins. Þegar gluggað er í þá grein verð- ur fljótlega ljóst að þar er ekki farið með staðlausa stafi. Það var þó ekki fyrr en undir síðustu alda- mót sem íslendingar tóku próf í múrsmíði. Björn Guðmundsson hét sá fyrsti sem lauk sveinsprófi í þeirri iðn. Hann tók próf sitt 1876 og var eftir það kallaður Björn múrari, löngu eftir að hann var hættur störfum sem slíkur og orð- inn kaupmaður. Annar í röð ís- lenskra múrsmiða var Guðjón Gamalíelsson, hann starfaði lengi f iðninni, mest við opinberar bygg- ingar og kenndi mörgum múr- smfði. Fyrstur til að taka sveins- próf í múrsmíði hér á landi var Kornelíus Sigmundsson og það var árið 1909. Með nýrri byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík árið 1903 voru sett ákvæði um gerð steinhúsa. Fyrsta járnbenta steypuloftið hér á landi var gert árið 1907 í klæða- verksmiðjunni Iðunni. Hús þetta varð síðar Skúlagata 42 og þar var málningarverksmiðjan Harpa til húsa. Þessi bygging var rifin árið 1989. Áður hafði verið steypt lítið járnbent loft yfir hitaklefa í húsinu Gimli við Lækjargötu, í því húsi var fyrst lagt terrassó á útitröppur og undir eldavél. Þetta var áður óþekkt í íslenskri húsa- gerð og boðaði þá þróun sem síð- ar varð. Vífilsstaðir, reistir árið 1910, var fyrsta stórhýsið sem lands- menn unnu einir við og eftir upp- dráttum gerðum af fyrsta ís- lenska_ húsameistaranum Rögn- valdi Ólafssyni. Sama má segja um Hverfisgötu 29 sem byggt var árið 1913 og nú er eign danska sendiráðsins. Loks má nefna Reykjavíkurapótek sem byggt var 1916-’18. Lengi var steypan hrærð með skóflum á palli og færð í mótin í fötum. Það var ekki fyrr en árið 1914 að notuð var vélknúin hræri- vél, þegar Bankastræti 1.3 var reist. í byggingarframkvæmdum síðari ára hefur múrvinnan orðið fjölþættari, segir í grein Helga, og oft breytileg eftir þeirri hefð Múrarar móta svip byggðanna Á morgun eru áttatíu ár síðan Múrarafélag Reykjavíkur var stofnað í Bárunni. Lengst af hafa félagsmenn þess haft yfrið nóg að starfa ____enda félagið stofnað um þær mundir sem íslenskt samfélag var að_ _____byggja yfír sig varanleg húsakynni. Síðari árin hefur dregið úr____ ____atvinnu meðal múrara. Þótt nú sé að rofa til í atvinnulífínu sýnast_ ____nokkrar blikur á lofti hvað snertir atvinnuhorfur múrara að sögn____ Helga Steinars Karlssonar formanns Múrarafélags Reykjavíkur en Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann um aðdraganda að stofnun félagsins og stöðu félagsmanna þess í dag. sem ríkjandi hefur verið í húsa- gerð á hverjum tíma. „íslendingar byggja vönduð steinhús, sem standast kröfur tímans um þægindi og gerð, þau hús verða arfur komandi kyn- slóða,“ segir Helgi í samtali við blaðamann. Hann kvað Múrarafé- laga Reykjavíkur hafa verið sam- eiginlegt félag sveina og meistara í sextán ár en frá árinu 1933 hafi það eingöngu verið sveinafé- lag. Hann kvað félagið hafa beitt sér fyrir mörgum hagsmunamál- um stéttinni til heilla á umliðnum áttatíu árum. „Lengi var það t.d. takmark félagsins að eignast sitt eigið húsnæði. Því takmarki var náð árið 1956 þegar félagið ásamt Félagi íslenskra rafvirkja keypti húseignina Freyjugötu 27,“ segir Helgi. Múrarafélagið var þar til húsa þar til í desember 1978 að það flutti sig í Síðumúla 25 þar sem félagsstarfið er enn. Árið 1943 gekk Múrarafélagið í Alþýðusamband íslands og átti það fulltrúa á þingum þess þar til skipulagsbreytingar innan ASÍ gerðu þá aðild ólöglega. Árið 1973 varð Múrarafélagið aðili að Múra- rasambandi íslands og sótti það þegar um aðild að ASÍ en var synjað um inngöngu. Múrarafélagi Reykja- víkur var endanlega vikið úr ASÍ árið 1992. Lífeyrissjóður múrara var stofnaður árið 1965 en var lagð- ur niður í lok árs 1994 og sameinaður Sam- einaða lífeyrissjóðn- um. „Eitt af forgangs- málum í starfsemi Múrarafélags Reykja- víkur hefur verið að viðhalda menntun fé- lagsmanna," segir Helgi Steinar enn- fremur. Hann kvað árlega hafa útskrifast 16 til 19 nýsveina, og nú væru milli 70 og 80 nemar á samningi hjá meisturum. Helgi lagði áherslu á nauðsyn þess að hafa verklega deild við Iðnskólann þar sem verk- efni meistara úti á vinnumarkaðin- um væru ekki nógu fjölbreytt vegna breyttra vinnuaðstæðna frá því sem áður var er einn og sami meistarinn sá um allt verkið. Á undanförnum árum hefur atvinnuástand meðal múrara oft verið slæmt. Þann 20. október 1994 vart.d. á félags- fundi Múrarafélags Reykjavíkur sam- þykkt ályktun þar sem skorað var á rík- isstjórnina að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir stór- fellt atvinnuleysi eins og ríkt hafði veturinn þar á undan. „At- vinnuástand er að lagast innan stéttar- innar en eigi að síður eru enn nokkrir múrarar á atvinnu- leysisskrá. í stöku til- vikum hafa verktakar undirboðið verk til þess að fá verkefni," sagði Helgi. Mikið hefur á síðari árum verið rætt um hollustuhætti og aðbúnað múrara. Á 5. þingi Múrarasambands íslands í júní 1982 var í ályktun mælst til að Vinnueftirlit ríkisins léti þegar í stað rannsaka sement og áhrif þess á hörund, öndunarfæri og lungu með tilliti til þess að kísil- blöndun væri orðin 7,5%. Einnig að rannsakaðar yrðu efnasam- setningar vegna ofnæmishættu á krómi. Tveimur árum síðar var Helgi Steinar Karlsson gerð könnun á húðútbrotum og ofnæmi hjá múrurum og kom í ljós að 10% af 140 múrurum voru haldin ofnæmi gegn krómi og einnig kom fram ofnæmi fyrir t.d. epoxi og gúmmíefnum. Niður- stöður könnunarinnar urðu til þess að múrarar voru hvattir til að gæta ýmissa varúðarreglna í meðferð þeirra efna sem þeir vinna með að staðaldri. Laun múrara fyrir dagvinnu á tímakaupi í einn mánuð kvað Helgi vera 98 þúsund krónur og inni í því væru kostnaðarliðir eins og verkfæragjald og fatagjald. „Laun múrara hafa staðið í stað og ekki hækkað í samræmi við verðlag," segir Helgi. Hann minnti á að Múrarafélagið héldi nú uppá 80 ára afmæli sitt í skugga kjara- deilu því samningar félagsmanna þess væru lausir eins og fjöl- margra annarra félagsmanna stéttarfélaga. Fyrir liggur frá 5. desember viðræðuáætlun milli Múrara og VSÍ gerð af Sáttasemj- ara ríkisins.„Við eigum samleið með þeim verkalýðsfélögum sem hafa í megin atriðum unnið eftir ákvæðisvinnulaunakerfi eins og múrarar hafa löngum gert,“ segir Helgi ennfremur. Varðandi framtíðarsýn sagðist Helgi eiga erfitt með að spá hvað verði upp á teningnum á næstu árum. „Það hefur dregið úr vinnu hjá múrurum vegna þess m.a. að fólk hefur farið að nota innfluttar plötukíæðningar, sú stefna er nú á undanhaldi. Fólk er farið að sjá að sementið, steypan og steinninn er það byggingarefni sem hentar best á Islandi og hefur staðið af sér allar hrakspár." Helgi kvað mikla „breidd“ vera í starfi múrara núna og benti í því sam- bandi á vaxandi notkun á flísum og steinlögnum innan húss sem utan. Hitt væri annað að ákvæðis- launakerfið hefði átt undir högg að sækja og menn hefðu ekki skilið þjóðhagslega hagkvæmni þess kerfis eins og vert væri. Loks benti Helgi Steinar á að miklu skipti hvernig færi í þeim umræðum um kjaramál sem nú væru í aðsigi. „Vonandi er skiln- ingur á því meðal ráðamanna að ekki dugir að þrengja kosti laun- þega svo að þeim verði gert ill- mögulegt að standa við skuld- bindingar sínar og eigi jafnvel á hættu að missa eigur sínar. Slíkt leysir ekki vanda þjóðfélagsins," segir Helgi að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.