Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 8

Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 8
8 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla unnin fyrir borgarstjóra EKKI meira leyndó framhjá „plomp teljurunum" í fyrrverandi borg Davíðs . . . Ragnar Arnalds um stj órnar skrárfrumvarp Alþýðubandalagsanna um eignarrétt á náttúruauðlindum Eðlilegar takmarkan- ir á eignarrétti SNARPAR umræður urðu á Alþingi á miðvikudag um frumvarp sex Alþýðubandalagsþingmanna um breytingar á ákvæðum stjórnar- skrár varðandi eignarhald á nátt- úruauðlindum. Ámi Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Össur Skarp- héðinsson, Alþýðuflokki, lýstu sig báðir andvíga ákvæði um að við eignarnám á landi skuli ekki greiða fullar skaðabætur. Össur sagðist þó í grundvaljaratriðum sammála frumvarpinu. Ámi sagði að með því væri vegið að rótum eignarréttarins og væra gamlar sósíalískar hug- myndir að baki. Hann sagði fram- varpið ekki gæfulegt spor meðan sameiningarviðræður jafnaðar- manna stæðu yfír og leiddi að því líkur að það myndi halda sósíal- demókrötum og sósíalistum að- greindum svo sem verið hefði. Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðu- flokki, sagði Áma óttast samein- ingu vinstri manna og sú hræðsla væri áberandi meðal sjálfstæðis- manna um þessar mundir. Framvarpið sjálft er gamalt að stofni til og var fyrst lagt fram fyrir um tuttugu árum en hefur oft komið fyrir þingið síðan. í því er kveðið á um að öll verðmæti í sjó og á sjávarbotni innan efnahagslög- sögunnar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, námur, vatnsorka og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi skuli teljast sameign þjóðarinnar. Einnig er tekið fram að þegar eignarnám sé gert í landi sé ekki skylt að taka tillit til verð- hækkunar sem stafí af uppbygg- ingu þéttbýlissvæða í næsta ná- grenni eða öðrum ytri aðstæðum. Sósíalismi frá 1917 Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna- lista, lýsti stuðningi við frumvarpið, en sagði að varðandi eignarrétt á jarðhita mætti vel hugsa sér önnur mörk en hundrað metra dýpi. Össur Skarphéðinsson sagðist ósammála sumu í frumvarpinu en að mörg grandvallaratriði væru í samræmi við baráttumál Alþýðuflokksins. Árni Mathiesen kenndi það við gamlan sósíalisma. „Sósíalismi Ragnars Arnalds og félaga hans er ekki dauður,“ sagði Ámi. „Hann er sá sami og var fyrir tuttugu áram og líkast til sá sami og sósíalisminn árið 1917, þó sumt sé öðravísi í útfærslunni. Framvarp þeirra er bylting sem íslendingar munu ekki sætta sig við. Þetta frumvarp vegur að rótum eignarréttarins." Bændur gerðir að leiguliðum Ámi sagði það farsælast að eign- arhald á náttúraauðlindum væri sem líkast eignarhaldi á öðram hlutum. Hann sagði að ef verðgildi lands hefði í fleiri tilfellum verið látið ráð- ast af markaðnum væri gróður víða betur farinn. Ennfremur sagði hann að með frumvarpinu væra bændur gerðir að leiguliðum að tilteknum gæðum landsins og ef landið væri nýtt í opinbera þágu væri óhjá- kvæmilega gengið á rétt þeirra. Hann gagnrýndi sérstaklega ákvæði um breytingar á bótum vegna eign- amáms. „Hvemig skyldi standa á því að þéttbýli myndast á tilteknum svæðum. Það er vegna þess að gæði landsins era þannig að hagstætt er að nýta landið í þessum tilgangi. Þar með myndast verðgildi, alveg á sama hátt og landið öðlast verðgildi vegna þess að það er fagurt, eða ef það gefur af sér jarðargróður.“ Enginn heimskommúnismi Ragnar Amalds sagði það mis- skilning að verið væri að aftengja almennan eignarrétt með frum- varpinu eða að bændur væru gerðir að leiguliðum. „Ég tel að með þessu framvarpi verði eignarréttur nákvæmlega sá sami og hann er í dag samkvæmt túlkun og margítrekuðum skilningi Hæstaréttar. Það er einungis verið að skilgreina í hverju eignarréttur bænda á afréttum er fólgin. Hann er óbeinn og takmarkaður eins og Hæstiréttur hefur sagt í sínum dómum. Það er enginn stórkostleg- ur heimskommúnismi að menn geri tillögur um að takmarka eignar- rétt. Það hefur Sjálfstæðisflokkur- inn margsinnis gert og ýmiss konar takmarkanir era í löggjöf. Það þarf hins vegar að skilgreina eignarrétt með skýrari hætti en gert er í dag. Það er ekki langt síðan fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna kallaði rit- stjóra Morgunblaðsins síðasta sós- íalistann vegna þess að hann leyfði sér að ítreka þá skoðun sína að tryggja þyrfti sameign þjóðarinnar á auðæfum sjávar. Auðvitað era til þeir menn í Sjálfstæðisflokknum sem líta á það sem sósíalisma að minna á sameign þjóðarinnar. Ég er sósíalisti, það er hárrétt." Ragn- ar sagðist vonast til að fleiri hefðu skilning á þeim sósíalísku sjónar- miðum að gæta jafnræðis í þjóðfé- laginu. Ragnar benti á að varðandi eign- arnám væri fordæmi frá Noregi fyrir því greiddar væru sanngjarnar frekar en fullar bætur. Rannveig Guðmundsdóttir, Al- þýðuflokki, sagði að sjá mætti fjöl- mörg dæmi um verðhækkanir á landi vegna þéttbýlisþróunar á suð- vesturhominu síðustu áratugi. Hún benti á að þess konar verðhækkan- ir yrðu ekki fyrir atbeina landeig- endanna heldur þéttbýlisins sjálfs. „Það hefur gerst á síðustu áram að sveitarfélög og Fasteignamat ríkisins hafa fallið í það að meta jarðir út frá ytri aðstæðum.“ Loðnuveiðar við ísland Loðnustofn- inn í lægð á 8-10árafresti Hjálmar Vilhjálmsson LOÐNUVEIÐAR við ís- land gengu fremur brösulega í sumar og haust, þrátt fyrir að loðnu- stofninn hafi sjaldan eða aldrei verið talinn stærri. Slæmt tíðarfar hefur sett strik í reikninginn en Hjálm- ar Vilhjálmsson, fískifræð- ingur á Hafrannsóknastofn- un, segir að sumar- og haust- vertíðin hafi gengið fremur illa allt frá árinu 1988. Hann segir ennfremur að frá því að farið var að fylgjast skipulega með loðnunni árið 1966 hafi komið lægðir í stofninn á 8-10 ára fresti. - Hvernig stendur á að veiðarnar á sumar- oghaust- vertíð hafa gengið jafn illa og raunin er, þrátt fyrir að stofninn sé talinn mjög stór? „Það er erfitt að fínna eina ákveðna skýringu á því. Þeg- ar sumar- og haustveiðar á loðnu hófust á miðjum áttunda áratugn- um og alveg fram undir 1988, fengu menn oft góðan afla norður í hafi yfir sumarið þegar eitthvað var af loðnu á annað borð. Jafn- framt var oft góð veiði þegar vel gaf til sjós á haustin, alveg frá miðjum október fram í janúarlok. Eftir að loðnan er komin upp að ströndinni hefur yfírleitt alltaf verið góð veiði. En sumarið 1988 gekk ioðnan ekki norður í íslands- hafíð á milli Grænlands og Jan Mayen í ætisleit, heldur hélt sig vestarlega í Grænlandssundi og djúpt úti af vestanverðu Norður- landi. Það má líklega rekja til mikils sjávarkulda úti af norðan- verðu landinu utan við land- grunnsbrúnina, allt austur fyrir Langanes og langt austurúr. Loðn- an hélt sig norður undir græn- lenska landgrunnskantinum, suð- ur og suðaustur frá Scoresby- sundi og var þar yfír sumarið og fram í byijun nóvember en gekk þá inn á venjulegar slóðir út af Norðurlandi. Éftir það var ágætis veiði, einnig í janúar 1989. Síðan hefur veiðin verið fremur stopul á sumar- og haustvertíð- inni, þó komið hafi kaflar þar sem veiðin hefur gengið vel, burtséð frá því hvað mikið er af loðnu, að því er virðist. Eftir 1988 hefur loðna ekki gengið norður í haf í ætisleit með reglubundnum hætti eins og var á áranum 1976 til 1987, jafnvel þegar hvað minnst var af henni um og uppúr 1980. Á þessu hef ég ekki viðhlítandi skýringar en einnar þeirra er trú- lega að leita í vistfræði íslands- hafs þar sem enn skortir þekkingu. Aflabrögð á sumarvertíð eru mjög háð því að loðnan gangi norð- ur í íslandshaf í ætis- leit. Tímabilið frá því í seinni hluta október og út janúar er nokkuð annars eðlis. Þá safnast stóra loðnan gjarnan í torfur í landgrunnsbrúnina norð- anlands og austan. Á þessum slóð- um og tíma hefur loðnuveiði líka verið stopul um árabil, gagnstætt því sem var á árum áður. A þessu hafa heldur ekki fundist viðhlít- andi skýringar. Umhverfisaðstæð- um virðist ekki um að kenna en loðnusjómenn benda gjarnan á að minna af þorski fylgi loðnunni nú en áður og því séu torfur gisnari. Ennfremur kunni fjölgun stórhvala, einkum hnúfubaks, að hafa sömu áhrif. Eflaust hefur hvort tveggja sitt að segja en óyggjandi lausnar verður að bíða enn um sinn.“ ►Hjálmar Vilhjálmsson er fæddur 25. september á Brekku í Mjóafirði, S-Múlasýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum að Laugarvatni 1957. Hann lauk B.Sc. prófi frá háskól- anum í Glasgow í Skotlandi árið 1965. Hjálmar varði doktorsrit- gerð sína um íslensku loðnuna við háskólann í Björgvin í Nor- egi árið 1994. Hjálmar hefur starfað hjá Hafrannsóknastofn- un frá árinu 1965, aðallega við loðnu- og sildarrannsóknir en tók sér rannsóknarleyfi við Northwest Atlantic Fisheries Centre í St. John’s á Nýfundna- landi í Kanada árin 1989-90. Kona Hjálmars er Kolbrún Sig- urðardóttir, deildarstjóri. - Nú er loðnan fremur viðkvæm fyrir breyttum skilyrðum í hafinu og stofninn sveiflukenndur. Má jafnvel búast við hruni stofnsins í nánustu framtíð? „Vöxtur og viðgangur loðnunn- ar er mjög háður umhverfis- aðstæðum. Enda þótt vaxtarhrað- inn sé að nokkru háður hitastigi er það ætisframboðið sem úrslitum ræður. Það ræðst hinsvegar af tvennu, það er átumagninu sjálfu og stærð loðnuárganganna. Árif árgangastærðar eru þó ógreinileg nema í undantekningartilvikum eins og til dæmis 1983, en sá ár- gangur bar uppi stórveiði á tveim- ur vertíðum, 1986-7 og 1987-8. Við höfum hinsvegar ekki stofn- stærðarmælingar nema frá árinu 1978. Það er nokkuð öruggt að árið 1970 var mjög lítið af loðnu sem meðal annars lýsti sér í því að hún gekk ekki vestur fyrir Dyrhólaey. Um 1980 kom síðan fram önnur mjög áber- andi lægð þegar stofn- inn nánast hrundi og síðan aftur í kringum 1990. Nú verður að gæta þess að þessi ferill sem við höfum er afskaplega stuttur en á þessu rúmlega 30 ára tímabili virðast hafa komið lægðir með um 10 ára millibili. Hvað það er sem veldur því, veit enginn. En eitt af því sem maður hefur reynt að skoða, er hvort þessar lægðir tengist veiðun- um með einhveijum hætti. En það er ekki að sjá mikla samsvörun þar á milli. En við skulum bíða og sjá til með tíu ára sveifluna. „Illt er að treysta merinni," sagði Grettir forðum, við skulum bíða og sjá,“ segir Hjálmar Vilhjálms- son. Veiðar skaða ekki loðnu- stofninn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.