Morgunblaðið - 01.02.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 01.02.1997, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENSKUR þorramatur í trogum. #fér Þorrablót hafa verið haldin á íslandi fyrir opnum tjöldum í rúma öld, og vísast hefur Þorri verið blótaður á laun fyrr á öldum, allt frá kristnitöku árið 1000. Sveinn Guðjónsson kynnti sér sitthvað varðandi þorrablót að fornu og nýju. Hjererátveislastór, hjer er ólgandi bjór, drukkinn ákaft í skrautlegum sal. Hjererhangikjðtheitt, lýer er hnakkaspik feitt, hjer er hákarl og magála val. VÍSAN hér að framan er úr Borðsálmi, sem fluttur var á þorrablóti á Akureyri 26. janúar 1884 og talinn vera eftir Bjöm Jónsson yngri, ritstjóra á Akureyri. Lýsingin á blótinu gæti vel átt við sambærilegt samkvæmi á okkar dögum og það segir okkur að veislufóng á þorrablótum eru hin sömu og þá, enda hefur um- gjörð þorrablóta lítið breyst síðan farið var að halda þau opinberlega hér á landi fyrir rúmum 100 árum. í bók sinni Þorrablót á íslandi staðhæfir Árni Bjömsson, þjóð- háttafræðingur, að mannfagnaður á miðjum vetri hljóti að hafa átt sér stað á Norðurlöndum áður en kristin trú barst þangað og að sú hátíð kunni að hafa heitið ýmsum nöfnum eftir landsvæðum og sam- félögum, til dæmis miðsvetrarblót, þorrablót eða jólablót. Lítið er vitað hvers konar blót vom höfð í frammi áður en kristni kom til sögunnar, en orðið þorra- blót kemur að fomu fyrir í Flat- eyjarbók, í upphafi Orkneyinga sögu, þar sem segir frá Þorra, syni Snæs ins gamla: „Þorri var blót- maður mikill; hann hafði blót á hverju ári á miðjum vetri; það köll- uðu þeir þorrablót, af því tók mán- aðurinn heiti.“ Dóttir Þorra hét Góa og af öðram sem fyrir koma í þessum þætti má nefna Kára og Frosta og er því hér greinilega verið að persónugera vetrarveðrið. Árni Bjömsson telur í þessu sam- hengi eðlilegast að líta á Þorra sem einskonar vetrarvætti eða veðurguð og segir meðal annars í eldri útgáfu af riti sínu Saga dag- anna: „Tilvera orðsins þorrablót bend- ir til þess, að einhver slík sam- koma hafí einhverntíma verið til siðs, en á ritunartíma Flateyjar- bókar hafí menn löngu verið búnir að gleyma tilefninu og fyrrnefnd fornaldarsaga komin í staðinn. Og hafí þorrablót verið staðreynd í fomeskju, hefur hinn eðlilegi til- gangur þess væntanlega verið hinn sami og annarra blóta: að blíðka þann sem biótaður er. Og hafí Þorri verið vetrarvættur eða veðurguð, þá er slíkt athæfí engan veginn fjarri lagi... Þegar kristni var lögtekin, hefur auðvitað verið hannað að blóta slíkar heiðnar vættir, enda nóg af kirkjulegum stórhátíðum allt um kring. Því hlutu þorrablótin forau að falla í gleymsku. En auðsætt er þó, að þorri hefur verið blótaður á laun á venjulegum heimilum fram á okk- ardaga." AB furnum sið Nokkra eftir miðja síðustu öld er aftur tekið til við að efna til mann- fagnaðar utan heimilis sem kennd- ur er við Þorra. Munu samkomur þessar hafa farið leynt í fyrstu, svo enn sé vitnað til skrifa Ama Bjömssonar um þessi mál. Fyrsta öragga heimildin um slíkt sam- komuhald er i fúndagerðarbók Kvöldfélagsins í Reykjavík frá ár- inu 1867, þótt hugsanlegt sé að eitthvað þvílíkt hafi áður átt sér stað hjá félaginu. Samkvæmt gerðabók félagsins sóttu nítján manns blótið og vora þar sungnar „blótvísur" eftir Matthías Jochumsson. Kvöldfélagið var leynifélag með strangri þagnar- skyldu og því geta blót félagsins tæplega talist opinberar samkom- ur. Hafnarstúdentar efndu til þorra- blóts „að fomum sið“ hinn 24. janú- ar 1873 og er frá því greint í Nýj- um félagsritum, málgagni Jóns Sigurðssonar. Vora þar kveðnar gamanvísur eftir Bjöm M. Ólsen sem hétu Full Þórs. Á blótinu vora samankomnir ýmsir forkólfar sjálfstæðisbaráttu Islendinga og má Ijóst vera af umgjörð blótsins og framgöngu samkomugesta að hugmyndin er samofin sjálfstæðis- baráttunni á nítjándu öld, enda leynir sér ekki að endurvakning þorrablóta á þessum tíma er angi af hinni rómantísku sjálfstæðisvið- ÞORRABLOT með þjóðlegri reisn ÞORRABLÓT Bolvíkinga var haldið með pompi og prakt um síðustu helgi og þótti svífa þar yfir vötnum þjóðlegri reisn en víðast hvar annars staðar þar sem Þorri karlinn er blótaður. Állt frá upphafi hafa konur á Bolungar- vík haft þann sið í heiðri að mæta til leiks í þjóðbúningi kvenna, upphlut eða peysufötum, og nú bættu karl- amir um betur og margir þeirra létu sauma á sig hinn nýja íslenska hátíðarbúning og þóttu bera hann einstaklega vel að mati kvennanna. Blótið þótti enda fara vel fram, borð svignuðu undan vestfirskum þorra- mat, sem boiTnn var fram í trogum, mikið sungið á þjóðlegum nótum og dans stiginn af miklum móð fram undir morgun. Löng ag merk saga Þorrablótin í Bolungarvík eiga sér alllanga og afar merka sögu. Þar eru í heiðri hafðar venjur og siðir sem tæplega tíðkast á þorrablótum annars staðar og hefur vakið verð- skuldaða athygli víða um land. Þorrablótið í Bolungarvík, hið 51. í röðinni, var haldið síðastlið- inn laugardag í félagsheimilinu. Sem fyrr var miðað við að þorrablótið færi fram fyrsta laugardag í þorra. Að vanda var húsfyllir, eða um 280 manns. Það munu vera 53 ár síðan þorra- blótið var fyrst haldið í Bolungarvík. Engin sérstök félagasamtök standa fyrir þessari einstæðu skemmtun, heldur era það konur í bænum sem bjóða körlum sínum til blótsins. Á þorrablótum Bolvík- inga hefur sá siður lengi tíðkast að konur klæðist íslenskum þjóð- búningi. Á nýafstöðnu blóti þar vestra létu karlarnir sitt ekki eftir liggja og mættu flestir til fagnaðarins í hinum nýja hátíðarbúningi ís- lenskra karla. Upphafið má rekja til þess að nokkrar konur tóku sig til og skipu- lögðu þorrablót. Þá var ekkert fé- lagsheimili til í Bolungarvík, en samkomur fóru fram í Stúkuhúsinu svokallaða allt til ársins 1952. Þröng húsakynni settu því skorður hversu margir komust á þorrablótið, en með nýja félags- heimilinu sem var vígt árið 1952 varð þátttakan ennþá almennari. í mörg ár hefur þorrablótið verið óumdeilanlegm- hápunktur í FRÁ þorrablóti í Bolungarvík 1978. skemmtanalífi Bolvíkinga. Tvisvar féllu þorrablótin niður. Hið fyrra sinnið var árið 1949 þegar Akureyrarveikin svokallaða geisaði. En nokkrum árum síðar var ætlunin að konur sæju um þorrablót annað árið en karlar efndu til góublóts hitt árið. Það varð þó ekki að ráði heldur héldu konumar uppi merkinu af miklum myndarskap. Á þeim tíma sem þorrablótin í Bolungamk hófust, var íslenskur búningur, upphlutur eða peysufot, sparibúningur kvenna. Málin þróuð- ust síðan svo að konumar sem mættu til þorrablótsins voru skil- yrðislaust klæddar íslenskum bún- ingi og hefur það ævinlega verið svo. Það er raunar eitt þeirra skilyrða sem sett eru fyrir inngöngu á þorrablót að konur mæti á íslenskum búningi, en karlar á dökkum fótum. Engir aðrir fá inngöngu á þorrablótið en Bolvíkingar og það eingöngu hjónafólk, eða fólk í sambúð og síðan ekkjur og ekklar. Þar sem svo vel er mætt til þorrablótsins er raðað upp langborðum og þorra- blótsgestir mæta með trog sín fyrr um daginn, hlaðin venjulegum þorramat. Ekki nota menn hnífapör á þess- um þorrablótum, heldur eingöngu vasahníf og ef til vill skeið eða gaffal til þess að borða með rófustöppuna. Brjóstbirtu af öllu tagi taka menn með sér á þorrablótið, gjaman bjór og íslenskt brenni- vín, sem sumir geyma í ullarhos- um til þess að það varðveitist kalt Gríðarleg vinna er lögð í skemmtiatriðin, en þau hafa líka tekið miklum breytingum í tím- ans rás. Á fyrstu þorrablótunum munu skemmtanimar hafa líkst meira íslenskum kvöldvökum, jafnt í Bolungarvík sem annars staðar. Þar voru lesin upp, sögur og kvæði. Viðfangsefnin nú era hins vegar þættir úr daglegu lífi Bolvíkinga, í bundnu máli og óbundnu. Undir- BOLVÍSKAR konur á þorrablóti í janúar 1963. búningurinn hefst strax um jólaleytið þegar konurnar í þorrablóts- nefiidinni koma saman og leggja á ráðin, fara að semja efni, leita sér aðstoðar ef þurfa þykir og flytja síðan afrakst- urinn undantekningar- laust við sérlega góðar undirtektir. Undir lok skemmtun- arinnar sprettur ein- hver karlpeningurinn úr sæti sínu og flytur minni kvenna, en há- punktur kvöldsins er þegar tilkynnt er um næstu þorrablótsnefnd. Þar er einfaldlega byggt á því að konur fá það hlutskipti að setjast í þorra- blótsnefndina, eftir að hafa sótt' þorrablótin um einhver tiltekin ár. Engum líðst að skorast úr leik og á hverju þorrablóti er ný stjama uppgötvuð. / Á síðastliðnu hausti var það iyrir frumkvæði nokk- urra dugmikilla bolvískra karla, að íárið var að huga að því hvort ekki væri áhugi á því að karlmenn i vildu mæta á íslenska búningnum á þorrablótið. Kannaðar voru undir- tektir og reyndust þær svo góðar að ákveðið var að leita eftir því að láta sauma búning á alla þá sem áhuga hefðu. Það var saumastofan Sólin í Kópavogi sem sá um að sauma búningana og stóðu konumar þai- með miklum myndarskap að verkinu. Talið er að um 80 prósent karlanna á þorrablótinu nú hafi verið á ís- lenska búningnum og er talið að þeim muni enn fjölga að ári liðnu. HÁTTVIRTIR þingmenn Vestfirðinga, Kristinn H. Gunnarsson og Einar K. Guðfinnsson, tilbúnir ( þorrablótsslaginn í hinum nýja hátíðarbúningi ís- lenskra karla. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.