Morgunblaðið - 01.02.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 01.02.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 31 AÐSENDAR GREINAR úru landsins, en upphlaup æsinga- hópa sem allt vilja banna mega ekki koma í veg fyrir alla framþró- un og nýtingu auðlinda landsins. Með Búrfellsvirkjun og bygg- ingu álvers í Straumsvík á sínum tíma, var fullyrt að verið væri að gefa útlendingum yfírráð yfír landinu og leggja Hafnarfjörð í eyði með mengun. „Ráðhús og fuglar“ Líklega hefur þó aldrei verið teflt fram eins sterku stórskotaliði og þegar átti að koma í veg fyrir útrýmingu fuglalífsins á Tjörninni með því að stöðva byggingu ráð- hússins. Fullyrt var að það tvennt, fugla- líf og ráðhús, gæti alls ekki farið saman. Þeir sem muna norðurenda Tjarnarinnar eins og hann var áður, geta dæmt um hvort nú sé þar fátæklegra fuglalíf og hvort færri njóti þess nú en áður. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. í dag finnst okkur þessi sjálfsagða breyting, segir Oskar Jóhanns- son, hafa átt sér stað fyrirhafnarlaust. ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum. Fundinum bárust stuðningsyfír- lýsingar frá Kvennadeild Verka- lýðsfélags Akraness, stjóm stúd- entaráðs, Arkitektafélaginu, Sam- Tuttugu ár frá lokun mjólkurbúðanna tökum ungra kommúnista, Sókn, Rauðsokkahreyfíngunni, þjóðfé- lagsfræðingum við Háskóla ís- lands og Fylkingunni. Rétt er að taka fram að starfs- stúlkur Samsölunnar tóku lítinn sem engan þátt í baráttunni og þessi mikli gauragangur hafði engin áhrif á framvindu mála, og engin af hrakspám „Frelsishreyf- ingarinnar“ rættist. Væru húsmæður í Reykjavík betur settar í dag ef hópnum hefði tekist ætlunarverk sitt? „Skrattaveggjamálarar" Fjölmörg dæmi mætti nefna um hópa sem rokið hafa upp, málað skrattann á vegginn og talið hrekklausu fólki trú um að vondir menn séu að stefna þjóðfélaginu í mikinn voða með fyrirhuguðum framkvæmdum og það sé heilög skylda þjóðarinnar að hafa vit fyr- ir þeim og koma í veg fyrir glap- ræði þeirra. Öll viljum við að sjálfsögðu gæta varúðar í umgengni við nátt- MÓTMÆLI gegn lokun mjóikurbúða: Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 1977 - 1. FEBRÚAR - 1997 Óskar Jóhannsson ÞANN 1. febrúar 1977 hætti Mjólkur- samsalan í Reykjavík rekstri mjólkurbúða sinna, en þá féllu úr gildi rúmlega 40 ára gömul lög varðandi mjólkursölu og önnur nútímalegri gengu { gildi. Matvöruverslan- ir tóku að sér alla smasölu mjólkurvara. í dag þætti okkur undarlegt að verða að fara í sérstakar búðir til að kaupa mjólkur- vörur. Þó þurfti margra ára baráttu til að fá lögunum breytt og á Alþingi áttu sér stað mikil og hörð átök um breytingar laganna. Kaupmenn og samsölumenn undirbjuggu breytingarnar og gekk sú samvinna með ágætum. Þó var ekki öll andstaða kveðin niður. „Þjóðfrelsishreyfingin“ Seinni hluta sumars 1976 reis allt í einu upp mikil mótmælaalda gegn lokun mjólkurbúðanna. Hér virtist vera fámennur en harðsnú- inn hópur á ferðinni, sem hafði sérstaklega góðan aðgang að fjöl- miðlum. Efnt var til mótmælastöðu, mótmælagangna, mótmælafunda og mótmælaundirskrifta. Opnuð var skrifstofa. Beðið var um pen- inga. Beðið var um stuðningsyfir- lýsingar úr öllum áttum. Hér virtist vera um eins konar „þjóðfrelsishreyfingu“ að ræða sem ætlaði að bjarga mjólkurbúð- unum og sjá til þess að um ókomna framtíð fengjust mjólkurvörur aðeins keyptar í sér- stökum verslunum. Þjóðinni skyldi forðað frá mikilli ógæfu hvort sem henni líkaði það betur eða verr. Hver hann var þessi mikli voði sem „Starfshópur um lok- un mjólkurbúða“ ætl- aði_ að afstýra? í texta undirskrifta- skjalsins, er slegið fram nokkrum fullyrð- ingum um þær afleið- ingar sem lokun mjólkurbúðanna og sala kaupmanna á mjólkurvör- um hefði í för með sér og eru það forsendur mótmælabaráttunnar. 1. „Verri þjónusta við neytend- ur. Útsölustöðum mun fækka“. 2. „Lakara vörueftirlit, eldri og lélegri vörur“. 3. „Útsöluverð mun hækka, vegna hærri dreifingarkostnaðar“. 4. „167 konur missa atvinnu sína og hafa enga tryggingu fyrir annarri atvinnu". Listamir voru látnir liggja frammi á afgreiðsluborðum mjólk- urbúðanna og með auglýsingum var húsmæðrum talin trú um að ef þær skrifuðu ekki undir, væru þær beinlínis að óska eftir að þeirra ágætu kunningjar, af- greiðslukonurnar yrðu reknar út á gaddinn. Hámark „Frelsisbaráttunnar“ var fundur sem haldinn var í Austurbæjarbíói í september 1976 og fékk hann að sjálfsögðu i f | Hver hlýtur Nýsköpunar- verðlaun forseta Islands? NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta íslands verða veitt í annað skipti í dag. Um verðlaunin keppa námsmenn á háskólastigi sem hlot- ið hafa styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Dómnefnd hefur þeg- ar valið sex verkefni sem tilnefnd eru til verðlaunanna. Þau eru hvert um sig framúrskarandi, stuðla að nýsköpun og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum námsmannanna. Það hefur verið einkar fróðlegt að fylgjast með þróun verkefnanna frá því að fyrstu umsóknir bárust til Nýsköpunarsjóðs námsmanna sl. vor þar til að lokaskýrslur verkefn- Námsmenn sem leitað hafa til Nýsköp- unarsjóðs, segir Baldur Þórhallsson, hafa stuðlað að nýsköpun og skapað verðmæta þekkingu. anna lágu fyrir nú um áramótin. Tæplega 200 nemendur á háskóla- stigi hlutu styrki frá sjóðnum og hafa þeir lagt ómælda vinnu á sig við verkefnin, náð mikilvægum fræðilegum árangri og stuðlað að nýsköpun í atvinnulífínu. Verkefnin sex sem hlotið hafa tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna forseta ís- lands og þeir 11 náms- menn sem að þeim standa, bera því glöggt vitni. Þau sýna einnig hversu fjölbreytt verk- efni Nýsköpunarsjóður styrkir. Tvö verkefnanna Úalla um viðhorf er- lendra ferðamanna annars vegar til nátt- úru og umhverfísmála á íslandi og hins vegar til Reykjavíkur og hafa þau hlotið mikla um- fjöllun í fjölmiðlum undanfarna daga. Þau sýna svo að ekki verð- ur um villst að fræði- legar úttektir á ferðaþjónustu hér á landi eru löngu tímabærar og eru verðugar fjárfestingar fyrir ferða- þjónustu framtíðarinnar. Tvö verk- efnanna felast í beinni hönnun á nýrri vöru. Annað felst í hönnun á hitaveiturörum, þ.e. plaströrum sem taka ekki upp súrefni, og í niðurstöðum verkefnisins felst bæði fræðileg nýsköpun og ný vara sem framleiðsla getur hafist á. Hitt verkefnið felur í sér hönnun á flöktmæli sem nemur flökt í raf- spennu. Flöktmælinn má nota m.a. til að meta ljósaflökt frá rafmagn- sveitum. Síðustu tvö verkefnin fel- ast í rannsókn og flokkun Reykja- víkurbréfa frá 19. öld, sem ítarlega er greint frá í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðsins, og rannsókn á stofnun, viðhorfi og móttökum almennings og þingmanna á ríkis- útvarpinu á árunum 1924 til 1940. Námsmenn sem leit- að hafa til Nýsköpun- arsjóðs hafa sannað að þeir eru færir um að stuðla að nýsköpun og skapa verðmæta þekk- ingu þegar þeir fá tækifæri til þess, eins og ofantalin verkefni sýna. Þetta hafa yfír- völd menntamála og Reykj avíkurborgar skynjað og hafa bæði menntamálaráðherra og borgarstjóri lagt sjóðnum ríkulega lið. Anægjulegt er einnig að sjá stóraukinn áhuga fyrirtækja á sjóðnum og leita þau í auknum mæli eftir styrkjum til að ráða námsmenn til nýsköpunarverkefna yfír sumarmánuðina. Fyrirtækjum, sem og einstakl- ingum, gefst nú í 6. skipti tækifæri á að sækja um styrki til að ráða námsmenn á háskólastigi til ný- sköpunarverkefna. Það er von mín að forsvarsmenn fýrirtækja og fræðimenn í skólum á háskólastigi leggist á eitt með námsmönnum og sendi inn hugmyndir að verkefnum sem geta stuðlað að nýsköpun, bæði í atvinnulífinu og innan þeirra fjölmörgu fræðigreina sem menn leggja stund á hér á landi. Höfundur er stjómmálafræðingur og formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Baldur Þórhallsson /\cw</^X\y\V - Gœðavara Gjaíavard malar orj kaflislell. Allir veróllokkar. ^ /)v/(\\Á VERSLUNIN Heimsfræqir honnuðir m.a.Gianni Versace. l.nugavegi 52, s. 562 42L4. CLINIQUE 100% ilmefnaJaust Nýjung frá Clinique. Moisture On-Line fyrir þurra og viðkvæma húð. Ný árangursrík leið fyrir þurra húð. Öflugur rakagjafi sem vinnur stöðugt að því að metta húðina af raka og eflir eiginleika hennar til að varðveita hann. Dregur úr fínum línum, sléttir og frískar. Spornar gegn skaðlegum áhrifum frá umhverfinu. Moisture On-Line 50 ml verð kr. 2.925. Hefur þú þörf fyrir Moisture On-Line? Athugið heimasiðu Clinique á alnetinu http://www.Clinique.com. Getur þurr húð komist í gott form? * t i j * r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.