Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR 1997 11 _____________________FRÉTTIR Stórstúka íslands og áfengisvarnaráð TiUögur ÁTVR tíl þess fallnar að auka neyslu TALSMENN bindindissamtaka og áfengisvarna- ráðs eru andvígir stefnu stjórnar ÁTVR og segja hana í andstöðu við stefnu ríkisstjómarinnar og alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þeir _ telja að meginhugmyndirnar í stefnu stjórnar ÁTVR um aukið fijálsræði í sölu á áfengi og verðlækkun á bjór og léttum vínum séu til þess fallnar að auka áfengisneyslu, sérstaklega yngra fólks. Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðunaut- ur segir tillögur stjómarinnar í beinni andstöðu við heilbrigðismálastefnu ríkisstjómarinnar og al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Það er eins og þetta fólk hafi ekki lesið það sem alþjóðaheil- brigðisstofnunin hefur gefíð út síðustu ár. Heil- brigðismálastofnunin lítur á einkasölu á áfengi sem mjög góðan kost sem hafi mikil áhrif í þá veru að draga úr tjóni af völdum áfengis. í sam- þykkt ríkisstjómarinnar frá því fyrir jól er miðað að því að draga úr neyslunni en samkvæmt tillög- um ÁTVR er stefnt að því að auka aðgengi sem þýðir að hætta er á aukinni neyslu og auknu tjóni. Okkur sýnist sem þarna sé stefnt í neysluaukn- ingu. Eitt er afar sérkennilegt í þessu málj. 70-80% telja sig vera ánægða með þjónustu ÁTVR en samt vill stjórnin lengja opnunartímann. Fyrir hvern og hvaða rök eru fyrir því?“ sagði Ólafur Haukur. Hann kveðst ekki vera fullviss um að lækkað verð á bjór og léttum vínum dragi úr neyslu á sterkari drykkjum. Dregið hefur úr neyslu sterk- ari drykkja með tilkomu bjórsins í nokkrum mæli en þó ekki meðal unglinga og sér í lagi ungra drengja. „Þeir bættu við neyslu sterkra drykkja þegar bjórinn kom. Það er ekkert sem bendir til þess annars staðar í veröldinni að dragi úr neysl- unni og yfírleitt kemur í Ijós að hún eykst þegar felldar eru niður einkasölur. Til eru bandarískar rannsóknir um þetta efni í Bandaríkjunum sem renna stoðum undir þetta. Spuming er hvort við getum gert ráð fyrir einhveiju öðru hér eða hvort ástæða er til þess að gera einhveijar tilraunir hér sem þegar hafa verið gerðar í Bandaríkjunum," sagði Ólafur Haukur. Hann segir að samkvæmt rannsókn áfengis- varnaráðs hafi dregið úr neyslu heimabruggs síð- ustu tvö ár. Menn séu þó ekki þeirrar skoðunar að dregið hafi úr henni vegna bjórsins heldur hafí neysla yfírleitt dregist saman hjá ungu fólki. Áfengisvarnaráð telur að það sé fremur að þakka foreldrum og breyttum viðhorfum þeirra og ekki síður hertum refsingum við bruggi og sölu á þvi til unglinga. Séra Björn Jónsson, stórtemplar í Stórstúku íslands, kveðst persónulega vera í stórum dráttum algjörlega eins andvígur stefnumótun stjórnar ÁTVR og hægt er að vera. „Ég fæ ekki séð annað en að þetta sé tilraun af hálfu þeirra sem þarna eru við stjómvölinn að lauma einkavæðingunni inn um bakdyrnar. Það má vera að verðlækkun dragi úr neyslu á sterkum vínum og heimabruggi en ég er mjög efíns að það verði annað en langtímamarkmið að íslendingar læri að drekkja eins og t.d. ítalir. Ég tel að ekki dragi úr áfengisneyslu og því heilsufarslega og siðferðilega böli sem er fylgifískur áfengisneyslunn- ar. Bjórinn hefur ekki orðið til góðs heldur er það greinilegt að hann hefur valdið því að miklu yngra fólk hefur drykkju verulega mikið fyrr en áður. Mín skoðun er sú að hvert ár án áfengis í lífí mannsins sé stór ávinningur," sagði Björn. Morgunblaðinu hefur borist ályktun fundar fram- kvæmdanefndar Stórstúku íslands. „Fundur fram- kvæmdanefndar Stórstúku íslands sem haldinn var í gær mótmæljr harðlega framkominni „Framtíðar- sýn stjórnar ÁTVR um dreifíngu og sölu tóbaks, áfengis og þeirri slökunarstefnu sem þar kemur fram. Framkvæmdanefndin tekur heils hugar und- ir ályktun starfsmannaféiags ríkisstofnana hjá ÁTVR þar sem segir að „Tillögur fyrirtækisins um umbyltingu á sölu og dreifíngu áfengis og tóbaks á íslandi séu órökstuddar og ábyrgðarlausar". Nefndin telur að þetta upphlaup sé í hróplegri andstöðu við yfírlýsta stefnu stjómvalda um eflingu forvama í áfengis- og öðmm vímuefnamáium." Rætt við vegfarendur um fyrirhugaðar breytingar hjá ATVR Flestir hlynntir auknu fij álsræði Hugur fólks til breyttra viðhorfa í rekstri Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins, sem stjórn fyrir- tækisins kynnti nýlega, er blendinn, ef marka má viðbrögð nokkurra vegfarenda sem Morgun- blaðið hafði tal af í gær. Flestir voru þó þeirrar skoðunar að afnema bæri einkasölu ríkisins á áfengi og færa hana út til einkaaðila. BJARNI Jónsson kvaðst vera hlynntur því að sala áfengis yrði gefin frjáls með öllu og leyft yrði að sejja áfengi í matvöru- verslunum. Hann kvaðst ekki telja að það gæti haft þau áhrif að heildar- neysla áfengis ykist. „Vín- menningu heillrar þjóðar verður ekki breytt með því einu að skipta um verslunar- form. Eg vil endilega fá að sjá áfengi við hliðina á brauð- inu og kjötinu í matvöruverslunum. Eg bjó í Þýskalandi í sjö ár og gat ekki séð að þar væru vandamál sam- fara þessu,“ sagði Bjarni. Hann kvaðst ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort verðlækk- un á bjór og léttvínum leiddi til aukinnar neyslu ungs fólks. „Eg held að á endanum verði einka- sala afnumin með öllu og ég er hlynntur því þegar til lengri tíma er litið. Það þarf ekki að hafa meira eftirlit með sölu á áfengi frekar en annarri vöru. Ég flokka áfengi með matvöru og treysti fólki til þess að hafa sjálft stjórn á sínum málum,“ sagði Bjarni. ViII svipað áfengisverð ogá Spáni Þóra Þorsteinsdóttir kvaðst vera mjög ánægð með breytt og fijálslegri viðhorf til þessara mála. „Eg vil auka frjálsræði og lækka verð á áfengi. Verðið áað vera svipað og það er á Spáni en ósk mín um það rætist aldr- ei,“ sagði Þóra. Hún lýsti yfir efasemdum um ágæti þessa að selja áfengi inni í matvöruversl- unum. „Það mætti þá vera áfengi sem er 4-5% að styrkleika, það er að segja aðeins bjór. En mér finnst að það ætti að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Hvers vegna ætti ríkið að annast sölu á áfengi? Það ætti að koma á samkeppni á þessu sviði eins og öðrum svo hægt væri að lækka verðið. Ég sé ekki heldur þörfina á miklu eftirliti með sölu á áfengi. Hvers vegna ættum við alltaf að þurfa alla þessa miðstýringu? Það er verið að stýra okkur alveg frá vöggu til grafar. Hvers vegna ættum við alltaf að bera ábyrgð á næsta manni? Auðvitað er allt- af vandamál fylgjandi áfengi en það er eins og með svo margt annað í lífinu. Verða menn ekki að takast sjálfir á við sín vanda- mál?“ Nýir og breyttir tímar í þjóðfélaginu Sólveig Berndsen sagði að það væru nýir og breyttir tímar í þjóðfélaginu og svo virtíst sem stjórn ÁTVR tæki mið af því. Hún kvaðst vera hlynnt auknu fijálsræði í sölu á áfengi vildi ekki setja sig upp á móti sölu á áfengi í matvöruverslu- num. „Ég hef búið í Englandi og hef aldrei verið bjórdrykkjumann- eskja. Ég get alveg farið inn í matvöruverslun og séð þar bjór án þess að kaupa hann. Ef ég hins vegar ætlaði mér að fá mér bjór gerði ég mér hvort eð er sérstaka ferð eftir honum. Hins vegar mætti alveg halda verðinu dálítið uppi. En ég er á þeirri skoðun að afnema ætti einkasölu ríkisins á áfengi," sagði Sólveig. Sölustaðirnir alveg nógu margir nú þegar Kristbjörn Árnason kvaðst ekki vera hrifinn af þeirri hug- mynd að selja bjór og léttvín í matvöruverslu- num. Hann sagði að það væri nú þegar búið að opna svo mikið fyrir viðskipti með áfengi að nóg væri komið. Sölustaðirnir væru orðnir alveg nógu margir þótt ekki væri verið að bæta matvöruverslununum i þann hóp. Vandamálið sé ekki að erfitt sé að nálgast áfengið. Slík ráðstöfun leiddi til aukinnar áfengisneyslu unglinga og með- ferð áfengis inni á heimilunum. „Það leiðir síðan til þess að sú menning sem er inni á heimilun- um breytist og viðhorfin til vín- drykkju breytast. Sú fyrirmynd sem foreldrar eru börnum sínum breytist í þá veru að það verður meira drukkið af víni,“ sagði Kristbjörn. Hann sagði að afar snúið að bera Island og Evrópuþjóðir saman þar sem vínframleiðsla og víndrykkja hefur verið þáttur í menningunni um aldaraðir. Evr- ópumenn eigi margir ekki kost á hreinu drykkjarvatni og ýmsar hefðir hafa náð að festa rætur í gegnum aldirnar. Slíku sé ekki til að dreifa hér á landi. „Við þurfum að fara mjög var- lega og skoða hvert skref sem við tökum. Hins vegar sé ég ekki endilega ástæðu til þess að áfengissalan sé í ríkiseinkaversl- un. Afengi getur þess vegna ver- ið selt með öðrum hætti. Það þarf ekki að minnka kröfurnar um eftirlitið með sölunni og dreifingunni. Ég sé heldur enga ástæðu til þess að verð á léttum vínum og bjór sé lækkað og er ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Ég er starfandi kennari og horfi upp á mörg vandamálin. Mér finnst að menn ættu að taka upp mun strangari stefnu varðandi sölu á víni,“ sagði Kristbjörn. Guðrún Gestsdóttir sagðist vera hlynnt því að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Einnig fannst henni tímabært að einka- aðilar aðrir en veitingasalar, fengju leyfi til sölu á áfengi. „Mér fyndist þægilegt að geta keypt bjór og léttvín um leið og ég kaupi inn í matinn. Einnig væri gott að geta skroppið út í búð á laugar- degi og keypt eina rauðvíns- flösku með kvöldmatnum. Ef haldið er rétt á málum og reglum fylgt eftir tel ég ekki vera hættu á því að fijálsræði í þessum mál- um leiði til aukinnar neyslu," sagði Guðrún. Bjarni Þóra Þor- steinsdóttir Sólveig Berndsen Guðrún Gestsdóttir '4TINNLENT 17 ára fangelsi í 31 dómi SIGURÐUR Hólm Sigurðsson, 33 ára gamall, var á fimmtudag dæmdur af Hæstarétti í 3 ára óskilorðsbundið fangelsi, fyrir misheppnaða innbrotstilraun í söluturn í Reykjavík og fyrir að hafa framið innbrot í hús í Reykjavík og stolið þar ýmiss konar rafmagnstækjum og skartgripum fyrir 455 þúsund krónur. Fyrir þennan dóm hafði mað- urinn hlotið 30 refsidóma og verið dæmdur í samtals 14 ára fangelsi, sem jafngildir sam- felldri fangelsisvist hans frá 19 ára aldri. Nú hefur hann því verið dæmdur til samtals 17 ára fangelsis með 31 dómi. í dómi héraðsdóms frá því í september, sem Hæstiréttur staðfesti og vísaði til á fimmtu- dag, segir að löngu sé fullreynt að maðurinn láti ekki skipast við refsingu og sé ekki til ann- ars að líta en hagsmuna al- mennings af því að hafa hann óskaðlegan. Björgvin syngur á ír- landi BJÖRGVIN Halldórsson söngvari tekur þátt í alþjóð- legri söngvakeppni, „The Ca- van International Song Cont- est“, 8. febrúar næst komandi á írlandi. Hann flytur þar eitt frumsamið lag og annað eftir írskan höfund. Söngvakeppni þessi er nú haldin í nítjánda skipti og hef- ur, samkvæmt upplýsingum frá Skífunni, unnið sér fastan sess í tónlistarlífí íra. Fulltrúar frá mörgum löndum taka þátt í keppninni, þar á meðal frá Tyrklandi, Ástralíu, Englandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Keppnin fer fram í Cavan- sýslu á Austur-írlandi og verð- ur sjónvarpað um allt Irland. Björgvin hefur ennfremur þeg- ið boð um að taka þátt í söngva- keppnum í Ástralíu og Egypta- landi síðar á þessu ári. Óvíst hvort Vífilfell riftir HREINN Loftsson, lögmaður Vífilfells hf., segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort kaup fyrirtækisins á Fargi hf. af Framsóknarflokkn- um eða kaup á Gamla Álafossi hf. af Framkvæmdasjóði ís- lands verði látin ganga til baka. Fyrirtækið sé að skoða alla þætti málsins og muni senda frá sér greinargerð í næstu viku. Hæstiréttur dæmdi Vífilfell til að greiða ríkissjóði 211 millj- ónir króna í skatta vegna þess að fyrirtækinu hefði verið óheimilt að nýta sér skattafrá- drátt Fargs hf. og Gamla Ála- foss hf. Egill Heiðar Gíslason, fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, sagði að þetta mál beindist gegn Vífilfelli en ekki Framsóknarflokknum. Vífilfelt hefði ekki gert neinar kröfur til flokksins og þess vegna væri ekkert tilefni fyrir hann að bregðast við þessu máli. Hann sagðist ekki hafa komið nærri sölunni á Fargi hf. og ekki hafa sölusamninginn í höndunum. Hann gæti því ekki tjáð sig um efni hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.