Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ • • Orn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna Skattabreytingar forsenda nýrra kjarasamninga Hærri laun, lægri ráðstöfunartekjur? Laun hækka um 5%. Dæmi: Hjón með 2 börn, ein fyrirvinna FYRIR HÆKKUN Mánaðar- Ráðstöfunar- laun tekjur EFTIR HÆKKUN Mánaðar- Ráðstöfunar- laun tekjur Krónutölu- hækkun ráðst. Hlutfallsl. hækkun ráðst. Hækkun ráðst. í 2,5% verðbólgu 65.000 95.088 68.250 98.001 2.933 3,1% +0,6% 80.000 108.604 84.000 112.214 3.610 3,3% +0,8% 95.000 122.140 99.750 126.352 4.212 3,4% +0,9% 110.000 134.428 115.500 136.596 2.168 1,6% -0,9% 125.000 140.341 131.250 142.804 2.464 1,8% -0,7% 140.000 146.253 147.000 149.013 2.759 1,9% -0,6% 155.000 152.166 162.750 155.221 3.055 2,0% -0,5% 170.000 158.079 178.500 161.429 3.350 2,1% -0,4% 185.000 183.991 194.250 167.637 3.646 2,2% -0,3% 200.000 169.904 210.000 173.846 3.942 2,3% -0,2% Forsendun 1. Ekki verði breytingar á skattakerfi. 2. Ráðstöfunartekjur eru skii- greindar þannig. Mánaðariaun að frádregnum tekjuskatti, félagsgjaldi (kr. 1.800) og lifeyrissjóðsgjöldum. Við bætast barnabaetur, barnabótaauki og vaxtabætur. ÖRN Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, segir að breyt- ingar á skattalögum séu algjör forsenda fyrir gerð nýrra kjara- samninga. Eins og staðan sé í dag hverfi 65% launahækkunar til þeirra sem séu með tekjur yfir meðaltekjum, í tekjuskatt, lækkun vaxtabóta og barnabóta. Hann bendir á að árið 1995 hafi álagður tekjuskattur allra fyrirtækja í landinu sem eru í útgerð og fisk- vinnslu numið tæplega 300 millj- ónum, en á sama tíma hefðu 800 félagsmenn í Félagi járniðnaðar- manna greitt rúmar 400 milljónir í tekjuskatt. EKRUSMÁRI 17 í KÓPAVOGI Opið hús - Opið hús Nýtt 104 fm raðhús á einni hæð auk bílsk. til sölu. Verð 11,9 millj. Helga og Jósef hafa opið hús um helgina milli kl. 15-18. Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 533-4200, 892-0667, 567-1325. Hrísmóar 7 Á félagsfundi í Félagi járniðn- aðarmanna á miðvikudag var kos- in kjörstjórn til að yfirfara kjör- skrá og undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Jafnframt var samninganefnd falið að taka ákvörðun um hvenær atkvæða- greiðsla færi fram og hvaða tíma- setning yrði í tillögu um verkfalls- boðun. Fundurinn hvatti samn- inganefndir landssambanda og fé- laga til að marka sameiginlegar áherslur um hækkun lágmarks- taxta innan sambandanna, launa- hækkanir, skattalækkanir, svo og að undirbúa sameiginlegar að- gerðir til að ná fram raunveruleg- um kaupmáttarauka í næstu samningum. Krafist 4-5% árlegrar hækkunar kaupmáttar í ályktun sem var samþykkt á fundinum er mótmælt þeirri túlk- un VSI að kröfur um að færa taxta að greiddu kaupi feli í sér tugpró- senta hækkun á launakostnaði. „Kröfumar um taxta nær greiddu kaupi fela að meginefni í sér sömu launataxta og VSÍ hefur samið um sem lágmarkslaun vegna al- mennrar vinnu við Hvalfjarðar- göng. Með hækkun lágmarkstaxt- anna er stefnt að sérstakri hækk- un þeirra sem hafa lægstu launin og öryggisneti gegn launalækkun. Krafan hefur í för með sér um 1% hækkun á meðallaunakostnaði.“ , Garðabær Fundurinn ítrekaði fyrri áhersl- ur um að allar forsendur séu til að semja um 4-5% kaupmáttar- aukningu ráðstöfunartekna á ári næstu 2-3 árin. Hins vegar verði að gera breytingar á skattakerfínu því að 65% af launahækkun á kaup yfir meðaltekjum hverfi í tekjuskatt, og lækkun vaxta- og barnabóta. „Stjórnvöld hafa nýlega hækk- að tekjuskatt á launafólk, en lýsa jafnframt yfir að allar forsendur séu til skattalækkunar á launa- tekjur. Þær skattalækkanir verða að sýna í verki áður en samið er um launalið samninga, ef meta á þær til kaupmáttarauka,“ segir í ályktun fundarins. Forysta Félags járniðnaðar- manna hefur látið reikna út hvaða áhrif 5% kauphækkun hafi á ráð- stöfunartekjur fjölskyldu með tvö börn. Niðurstaðan er að launa- hækkunin leiði til 1,6-4% hækkun- ar ráðstöfunartekna. Ef verðbólg- an er 2,5% á ári dugar þessi hækk- un ekki til að halda óbreyttum kaupmætti hjá fólki sem hefur 110 þúsund krónur í laun á mánuði. Nýsköpun- arverð- laun forset- ans veitt NÝSKÖPUNARVERÐLAUN forseta íslands verða veitt í annað sinn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt námsmanni eða námsmönn- um, sem unnið hafa framúr- skarandi gott starf við úrlausn verkefnis styrkt af Nýsköpun- arsjóði námsmanna sumarið 1996. Nýsköpunarsjóður hafði 25,5 milljónir til umráða síð- asta sumar. Þar af voru 15 milljónir á fjárlögum ríkisins, 10 milljónir styrkur frá Reykjavíkurborg og 500 þús. króna styrkur frá Garðabæ. Til sjóðsins bárust 330 um- sóknir en einungis tókst að styrkja 134 verkefni. Sjóðurinn styrkir einstakl- inga, fyrirtæki og stofnanir til þess að ráða til sín nemendur yfir sumarið og hefur íjöldi námsmanna fengið tækifæri til að vinna að rannsóknum á sínu fræðisviði í gegnum sjóð- inn, segir í frétt frá Nýsköpun- arsjóði. Þau verkefni sem tilnefnd eru til verðlauna eru: „Falleg borg sem hefur allt sem þú þarfnast“ - könnun meðal er- lendra gesta í Reykjavík sum- arið 1996, PB Hitaveitulagnir, Erlent fólk í náttúru íslands, Ríkisútvarpið og íslensk menn- ing, viðhorf og mótrök, Rann- sóknir og flokkun Reykjavíkur- bréfa frá 19. öld og Flöktmælir. — opið hús Breytt meðhöndlun blóðsýna í athugun eftir að sýni voru skemmd Til sölu stórglæsileg 6 herb. íb. á 3. hæð og í risi í lítilli blokk. Eldhúsinnrétting, innihurðir og parket er nýtt og fallegt. Innbyggður bílsk. íbúð og bílskúr eru samtals 174,3 fm. Vönduð eign á eftirsóttum staö. Áhv. mjög hagst. lán 4 millj. Laus strax. Eignin er til sýnis milli kl. 14-17 í dag og á morgun. Fasteignasalan GARÐUR, Skipholti 5, sími 562 1200. rrn 1 irn rrn 1Q7f| lárusþ.valdimarsson,framkvæmdastjúhi UUL I I uU'UUL lu/ll JÖHMINÞðmWBCW.DRLLÖBGIUURFASTB&MASALI. Ný eign á fasteignamarkaöinum til sýnis og sölu: Einbýlishús í sérflokki - mikið útsýni Steinhús, um 160 fm íbúð með 6 herb. á aðalhæð. Á jarðhæð er mikið og gott húsrými til margskonar nota. Innbyggður um 40 fm bílskúr. Stór, ræktuð lóð á vinsælum stað í Skógahverfi. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Gott verð - frábær greiðslukjör 3ja herb. íbúðir í gamla Austurbænum á 3ju hæð, nokkuð endurbætt. í Vogunum 2. hæð, nýtt parket og fleira. Laus. Skammt frá sundlaug Vesturb. Sólrík, ágæt sameign. Lítið einbýlishús í gamla bænum Jámklætt timburhús á steinkj. með 3ja-4ra herb. íbúð. Mikið endurbætt. Langtimalán kr. 4 millj. Eignarlóð. Útborgun aðeins kr. 500.000 Ný-endurbyggð 2ja herb. risíbúð í reisulegu steinhúsi skammt frá Hlemmi. Nýtt eldhús, nýtt sturtubað með sér þvottakrók. Reisulegt steinhús, lagnir og leiðslur nýjar. Tilboð óskast. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast 3ja-4ra herb. góð íbúð í nýja miðbænum, sérhæðir og einbýlishús á einni hæð. Nokkrir bjóða staðgreiðslu fyrir rétta eign. Opið í dag frá kl. 10-14. Tvíbýlishús óskast í borginni. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEGl 18 S. 5521150 - 5521370 Einstakt tilvik um spillingu sýna TIL GREINA kemur að breyta meðhöndlun og flutningi blóðsýna sem tekin eru úr ökumönnum er liggja undir grun um ölvun við akstur, sökum meintrar eyðileggar á blóðsýni sem tekið var í Vest- mannaeyjum í liðnum mánuði. Reyna á að tryggja betur sýnin í flutningi en á hveiju ári eru á annað þúsund ökumanna grunaðir um ölvunarakstur hérlendis. Um er að ræða tvö blóðsýni úr tveimur ökumönnum og voru þeir báðir grunaðir um ölvunarakstur í Vestmannaeyjum í desember sl. Sýnin voru send frá lögreglustöð- inni í Vestmannaeyjum til Rann- sóknarstofu Háskólans í lyfjafræði sem rannsakar hvort áfengismagn sé í blóðinu og hversu mikið. Þeg- ar sýnin bárust til Reykjavíkur, báru þau þess merki að hafa skemmst og voru ekki tæk til rannsóknar. Talin hafa verið í örbylgjuofni Sýnin virtust hafa skemmst við mikinn hita og að sögn Gísla Páls- sonar rannsóknarlögreglumanns hafa komið fram tilgátur um að sýnin hafi verið sett í umbúðum sínum í örbylgjuofn, og slíkt komi sterklega til álita. „Leið sýnanna er frá lögreglu- stöðinni í Vestmannaeyjum á flug- völlinn, með flugi til Reykjavíkur þar sem lögreglan bíður gjarnan eftir sýnunum, og síðan eru þau flutt á rannsóknarstofuna. Á þess- ari leið eru örbylgjuofnar mjög víða. Við höfum rekið flutning sýnanna lið fyrir lið og dvalartíma þeirra á hveijum stað, en enginn hefur hins vegar verið sakaður um brot í því sambandi," segir Gísli. Hann segir hugsanlegt að sýnin hafí verið skemmd vísvitandi til að eyðileggja sannanir um ölvun ann- ars eða beggja ökumanna, en þó sé ekki hægt að útiloka skemmdar- fysn þess sem þama á í hlut. Sleppa ekki endilega Gísli segir ekki sjálfgefíð að um- ræddir ökumenn sleppi við refsingu þótt blóðsýni úr þeim hafí spillst, enda sé það svo að þegar lögreglan hafí afskipti af ökumönnum vegna gruns um ölvunarakstur, sé rann- sókn á blóði aðeins einn þeirra þátta sem skoðaðir eru áður en ákvörðun er tekin um framhaldið. Gísli kveðst telja það einsdæmi að blóðsýni úr ökumanni hafi ver- ið skemmd á þennan hátt, þótt hins vegar finnist dæmi þess að blóðsýni hafi verið eyðilagt. „Ég man eftir tilviki þar sem sýni var tekið úr ökumanni á sjúkrahúsi og lögreglan sýndi hon- um þá greiðasemi að aka honum heim að því loknu. Undir þeim kringumstæðum tókst hinum grunaða ökumanni að ná sýninu og bijóta glasið, en að það hafi gerst í flutningum eins og um ræðir í þessu máli, hef ég aldrei heyrt um,“ segir Gísli. Aðspurður um hugsanlega refs- ingu í máli sem þessu, segir Gísli það meðal annars fara eftir því á hvem spilling sönnunargagna sannast, þ.e. hvaða hlutverki við- komandi gegni í sambandi við sýnin. I : : I I Kópavogsbraut á móts við Sunnuhlíð Fallegt einbýlishús, byggt 1956, 138 fm ásamt bílskúr byg- gðum 1985, 32 fm. Húsið er með fallegu kvarsi að utan og er teiknað af Gísla Halldórssyni arkitekt.Kjallari er undir hluta hússins og býður húsið upp á möguleika á annaðhvort 5 svefn- herb. eða 3 svefnherb. og einstakl.íbúð í kjallara með sérinngangi. 1200 fm lóð. Skuldlaus eign. Verð 12,9 milij. Opið í dag 12-14. Séreign - fasteignasala, _ Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077. Viðar Friðriksson lögg. fasteignasali. if

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.