Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 27 MÚRARAFÉLAG REYKJAVÍKUR 80 ÁRA EYSTEINN Jósepsson lauk sveinsprófi árið 1963. „Eg byij- aði í múrverki 16 ára gamall árið 1955 í Keflavík en svo teygðist úr náminu, maður var á sjó á vetrum það var ekki svo mikið að gera í múrverkinu þá. Ég lauk því ekki námi fyrr en 1963 við Iðnskólann í Reykja- vík,“ segir Eysteinn. „Mikið var byggt í Keflavík þegar ég var að byrja í múr- verkinu, þá var herinn á fullu og stöðugt byggt á Vellinum og eins flutti margt fólk til Keflavíkur sem vann hjá hern- um,“ heldur Eysteinn áfram. „Mest vann ég við íbúðarhús. Vinnuaðstaða var þó nokkuð misjöfn en yfirlejtt mun lakari en hún er í dag. Ég fór að læra múrverk vegna þess að ég fékk vinnu við það og fór beint í múrverkið sjálft, ef ég hefði byrjað sem handlangari hefði ég sennilega ekki lært. Ég fékk Indælismenn í múrverki vinnu hjá múrara- meistara, Guðmundi Þengilssyni, sem leigði hjá systur minni, hann var frá Ólafsfirði. Ég missti móður mína þegar ég var 15 ára gam- all og varð eftir það að bjarga mér tals- vert mikið sjálfur en bjó hjá systur minni. Ég fór ekki á samn- ing hjá Guðmundi enþegar égfórí Iðnskólann fékk ég metið það starf sem ég hafði unnið hjá honum og þurfti ekki að vera nema tvö samningi í Reykjavík. Eysteinn Jósepsson ar a Minn meistari var Sveinn Pálsson. Eftir að ég lauk námi fór ég að vinna í mínu fagi. Ég hef lengst af unnið með öðrum múrurum og við margvíslegustu verkefni. Eftir- minnilegasta verk- efnið sem ég hef unnið að er Kringl- an, verslunarhús- næði Hagkaups. Við vorum sex í hóp sem lögðum terrasó á gólfin. Ég hef upp á síðkastið unnið mest við flísalagnir. Við lærðum ekki flísalagnir í Iðn- skólanum, það var ekki farið að kenna slíkt þá, en það er kennt núna. Ég lærði flísalagn- ir af öðrum múrurum. Mér finnst ekki hafa orðið tiltakanlegar breytingar frá ég fór að vinna sem múrari, þetta er að mestu leyti sama puðið. Það eru komnar ýmsar vélar en það er ekki síður erfitt að vinna með slík tæki en með múrskeiðina. Launakjör hafa versnað. Ég hef alltaf unnið I uppmælingu. Við eigum að láta mæla öll þau verk upp sem hægt er að mæla, en ýmis verk, svo sem við- gerðarvinnu að ýmsu tagi, er ekki hægt að mæla. Þá vinnum við eftir lágum tímavinnutaxta. Ég kvæntist árið 1961 og það var ekki síst að frumkvæði konunnar, Kristínar Guð- mundsdóttur, sem ég lauk sveinsprófi í múrverkinu. Þá vorum við búin að eignast fyrsta barnið af þremur og það þurfti að tryggja framtíðina eins og hægt var. Ég vann okk- ar fyrstu búskaparár einn fyrir heimilinu og tókst það þokka- lega. Nú yrði það miklu erfið- ara. Ef ég væri ungur maður í dag og væri að velja mér at- vinnu þá myndi ég hugsa mig vel um áður en ég tæki upp múrskeiðina. Þótt ég hafi þolað ágætlega þetta starf hvað heilsufarið snertir er eigi að síður ýmislegt við það óhollt, svo sem efnin sem við vinnum með og og rykið úr sementinu. Ég þó sáttur við mitt lífsstarf og vildi ekki skipta núna. Ég hef unnið með góðum félögum, það eru indælismenn í múr- verki.“ Leiddist aldrei múrverkið „ÁSTÆÐAN fyrir því að ég valdi múrverk sem lífsstarf var að ég réð mig sumar eitt í vinnu hjá Kornilíusi Sigmundssyni bygg- ingarmeistara og var í steypu og járnabind- ingum, m.a. í Sjó- mannaskólanum, seg- ir Matthías Jónsson múrari í samtali við Morgunblaðið. „Síðar fór ég í vinnu til Tóm- asar Vigfússonar hjá Byggingarfélagi verkamanna og var að vinna hjá honum í tvö ár í steypu og járnabindingum, m.a. í Melaskólanum. Hjá honum var múrarameistari Hjálmar Jóhannsson og mér fannst eðlilegt að fara að læra hjá honum múrverk, af því að steypan og járnin tilheyrðu múr- verkinu.“ „Ég var 18 ára þegar ég fékk vinnu hjá Kornilíusi," heldur Matthías áfram frásögn sinni. „Þetta var á þeim árum þegar alls staðar vantaði menn, þetta var á stríðsárunum. Ég mætti hjá Kornilíusi eftir auglýsingu og lík- að vel bæði við hann og starfið. Ég er fæddur í Súðavík og kom hingað suður 1928 og hef átt hcima hérna síðan. Ég var sex ára þegar ég flutti suður. Faðir minn var sjómaður, ég var eitt sumar á síld í Siglufirði en lang- aði ekki að verða sjómaður til langframa. Eg lauk sveinsprófi í múrverki árið 1949 eftir fjögurra ára nám hjá meistara og í Iðnskólanum. Námið í skólanum fór fram á kvöldin og svo vann maður á dag- inn. Þetta var að vísu erfitt en maður var ungur. Við unnum til klukkan fjögur, þá var hlaupið heim og skipt um föt og farið í skólann. Helgarnar fóru í að læra og ganga frá teikningum. Ég hugsa að margir myndu kippa sér upp við þetta í dag. En fólk var vanara meiri vinnu þá en núna og kreppan var fólki þá enn svo ofarlega í huga. Ég ólst upp á kreppuárunum og sá sem einu sinni hefur lifað verulega kreppu gleymir henni aldrei, hann er merktur til lífstíð- ar. Ástandið hér í Reykjavík var mjög slæmt hjá fjölda fólks. Pabbi var alltaf á sjónum og átti sitt hús svo mín fjölskylda fór ekki svo illa út úr kreppunni en ég sá hvernig ástandið var þjá mörgum. Eftir að námi lauk fór ég að vinna almenna múrvinnu. Starfið þá var fjölbreyttara en það er í dag, við vorum bæði í múrverki, járna- vinnu og steypu. Mér líkaði þó alltaf best við múrverkið, enda starfaði ég við það alla tíð síðan, þar til ég hætti eftir 50 ára starf árið 1994. Mér finnst hafa orðið töluvert miklar breytingar síðan ég hóf störf sem múrari. Það er múrað minna en áður, fínpússning- in er svo til horfin og það er mikið til hætt að múra loftin, eins og gert var áður. Áður fyrr voru hús slétthúðuð eða stein- uð að utan en nú er mjög lítið orðið það. Ég vann oft við stein- ingu og það var skemmtilegt. Steiningin var samansett úr marmara, hrafntinnu og glimmer oftast nær. Þetta efni hefur reynst mjög endingargott en það er nokkrum erfiðleikum bundið að endurnýja það. Seinni árin vann ég ekkert við járnabindingar en ég vann þess í stað talsvert við flísalagnir. Ég lærði að leggja flísar hjá meistar- anum. Þá var unnið með postul- ínsflísar eins og núna, nema hvað úrvalið var minna og flísar voru aðallega lagðar í múr, þá fengust ekki þessi flísalím sem fást í dag. Ég vann alltaf í uppmælingu. Launakjör múrara á stríðsárun- um og á árunum eftir stríðið voru mun betri en gerist í dag. Það var líka mikil yfirvinna, allir voru að byggja. Það má segja að ég ynni öll kvöld og oft líka um helgar bæði sumar og vetur. Ég tók varla sumarfrí. Ég vann í 25 ár með skólafélaga mínum Pétur Guð- jónssyni, við iuku prófi í múrverki saman vorið 1949 og vorum starfsfélagar öll þessi ár þjá ýms- um meisturum. Eftir að þeirri samvinnu lauk vann ég að mestu leyti einsamall og þá breyttust líka verkefnin. Eg hætti þó aldrei í múrverkinu þótt ég ynni meira viðflísalagnirnar. Ég er mjög sáttur við að hafa valið þetta starf. Mér hefur aldrei leiðst múrverkið og ég þoldi þessa vinnu vel. Mér fannst þægilegt að vinna akkorðsvinnu, þá er maður fremur sjálfs síns herra, getur farið frá ef maður vill - bara ef verkinu er lokið á réttum tíma. Ég var líka vel sáttur við að hætta störfum þegar þar að kom. Ég vildi hliðra til fyrir öðr- um, það var atvinnuleysi í stétt- inni þegar ég hætti og ég var búinn að ijúka mínum tíma.“ Matthías Jónsson ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 886. þáttur ÖRNÓLFUR Thorlacius hefur enn sent mér bréf í vinsemdar og skemmtunar skyni, og koma hér tveir kaflar úr: „Þegar ég samdi og dæmdi landspróf miðskóla í náttúru- fræði fól ég nemendum einu sinni að rekja ævisögu álsins. Þá var að hefjast orkufrek stór- iðja í Straumsvík. í einni úr- lausninni stóð: „íslendingar borða ekki mikið af ál en bræða hann til útflutnings.“ Annar nemandi orðaði sömu hugsun svona: „Állinn kemur að landi við SV-ströndina (Straumsvík).“ (Það er að sjálfsögðu hagkvæmt að reisa iðjuverið sem næst upp- sprettu hráefnisins.) Á landsprófi í sögu var spurt um framfarir í heilbrigðismálum á Islandi. Einn nemandinn skráði að helsta framför í þeim efnum á 19. öld væri að „tekist hefur að útrýma silkiorminum“. Hér mun ruglað saman silki og bandi, enda hugtökin skyld. Sama ár var á landsprófi í náttúrufræði spurt um bólusetn- ingu. í einni úrlausninni stóð: „Pasteur bólusetti við hundapest og silkiormi." Hér þóttist ég sjá merki þess að nemandinn hefði misskilið viðbótarfróðleik frá kennara. Hundapestin er sjálf- sagt hundaæði og ein fyrsta rannsókn Pasteurs á eðli smit- sjúkdóma beindist að skæðri plágu í silkiormum." „Um þessar mundir voru ný- lega komin út „Stærðfræðileg formúluljóð". Við Þorsteinn hóf- um að yrkja „efnafræðileg form- úluljóð“ og höfðum nokkur not af reglum Jóns. Hér skal eitt dæmt nefnt. Um sýrustyrk (pH) í svonefndum bufferlausnum (sem ég vil nefna jafnalausnir, þar sem náttúra þeirra er að draga úr sveiflum á sýrustyrk) gildir Henderson-Hasselbachs- jafna: pH = -pK + log (Csal,/Csýra). Ljóðið er svona: pH jafnan ekval er upptölunni rýru: Fremst oss pota pK ber, plús log brots þess eftir fer: Konsentrasjón saltsins deilt með sýru. Þetta sungu höfundar undir sama lagi og „Keisari nokkur mætur mann“, en því er ég því miður búinn að gleyma." [Þor- steinn var lífefnafræðingur frá Húsafelli]. ★ Málstefna Ríkisútvarpsins er fyrir skömmu birt í blaðinu Tungutak, og þar sem ég þyk- ist vita að margir vilji kynna sér hana, birti ég hana hér alla með leyfi ritstjóra, Margrétar Páls- dóttur málfarsráðunautar: „Ríkisútvarpið skal sam- kvæmt lögum efla_ íslenska tungu og menningu. Útvarpsráð telur að stofnunin hafi mikil- vægu fræðslu- og uppeldishlut- verki að gegna á þessu sviði. Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar, og allt sem frá stofnuninni kemur, á vandaðri íslensku, flutt með góð- um framburði. Erlend orð sem ekki verður komist hjá að nota, ber að sam- ræma lögum íslenskrar tungu, eftir því sem fært þykir og góð venja býður. II. Um einstök atriði 1) Vandað mál er markvisst og felst í góðu orðavali, réttum beygingum, eðlilegri orðskipan, skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls. Starfsmenn Ríkisútvarpsins eiga að leggjast á eitt til að málfar í útvarpi og sjónvarpi sé til fyrirmyndar. 2) Þeir sem vinna að dagskrárgerð, skulu jafnan gæta þess að málfar sé vandað og svo auðugt sem skynsamlegt er eftir aðstæðum. Þeir bera ábyrgð á að texti sá sem flytjandi fær í hendur, sé réttur og fullnægi þessum skilyrðum. 3) Flytjendum dagskrárefnis ber að vanda framburð sinn og flutning á alla lund. Þeir eiga að gæta þess eftir mætti að málfar textans fullnægi ofangreindum skilyrðum. Málvillur eiga þeir að leiðrétta en mega ekki breyta málfari að öðru leyti án samráðs við ábyrgðarmann textans. Verkstjóra ber að sjá um að hlutaðeigandi starfsmaður dagskrár fái hið fyrsta upplýsingar um vangá sem hann hefur gert sig sekan um í þessu efni. 4) Aðsent efni á að fullnægja eðlilegum kröfum um málfar. 5) Auglýsingar skulu vera á gallalausri íslensku og fluttar með góðum framburði. Ef sérstök ástæða er til, getur útvarpsstjóri þó leyft að sungið sé eða talað á erlendu máli í auglýsingu. 6) Ríkisútvarpinu ber stöðugt að gefa starfsmönnum sínum kost á að auðga íslenskukunn áttu sína og bæta málfar sitt og framsögn, bæði á nám- skeiðum og með einstaklings- fræðslu. Starfsmönnum er skylt að nýta sér slíka fræðslu ef málfarsráðunautur telur það nauðsynlegt. Málfarsráðunautur hefur umsjá með þessari starfsemi stofnunarinnar." ★ Til sín bauð, sá býtir auð, bestu hauðurs mönnum; slátrin sauð, en bakar brauð og byrlar á rauðum könnum. Erindi þetta er úr Rímum af Gissuri jarli eftir Svein lögmann Sölvason á Munkaþverá (1722-1782). Enn er þetta ferskeytluætt I, ferskeytla, en rímið leynir sér ekki, bæði langsetis og' þversetis, allt aðalhendingar: auð. Þetta glæsilega afbrigði fékk nafnið oddhenda. í erindinu er að því ættareinkenni Haukdæla vikið, að þeir voru manna veislu- prúðastir. Hauður er land. Sveinn Sölvason var háskólagenginn lögfræðingur og samdi mikið, bæði bundið og óbundið. Hann var auðugur, gáfaður, glaðlyndur og vínhneigður, stundum stríðinn við of. Hann setti saman annál, og er hann stórskemmtilegur á köflum. Þar er meðal annars sagt frá háembættismanni sem var settur af, þar sem hann var drykkfelldur til mikilla lýta. Segir þá lögmaður: „Sama ár [1749] var landfógetinn Christian Drese suspenderaður fyrir galinskap og annan ódugnað." Frægust vísna Sveins Sölvasonar mun vera þessi: Týnd er æra, töpuð er sál, tunglið veður í skýjum. Sunnefu nú sýpur skál sýslumaðurinn Wíum. ★ Stolið „Við erum víst alltaf að deyja,“ sagði í alvöru Skeggstaða-Freyja, „uns við enda á nauð við erum steindauð og öldungis hætt við að deyja.“ (Þorbjörg hólmasól). Auk þess fá gulrófnabændur stig fyrir vel orðaðar auglýsingar. Og umsjónarmaður vekur athygli á greininni Islenskan er dýr hér í blaðinu á sunnudaginn var.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.