Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.02.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 35 kirkju, og með mínum skemmtileg- ustu minningum frá dvölinni á Sámsstöðum eru þær, þegar Jón og bömin hans þijú æfðu fyrir kirkjusönginn og sungu fjórraddað í fjósinu á meðan mjaltir stóðu yfir. Síðan var gjaman haldið áfram að syngja inni í betri stofu eftir að mjöltum var lokið og þá oft langt fram eftir kveldi. Bömin þijú, sem þá voru uppkomin, Ey- jólfur, Sigurður og Guðbjörg, höfðu greinilega öll sótt það til föður síns að vera söngelsk, og þau sungu hvert sína röddina í kirkjukórnum. Eg á margar aðrar kærar minning- ar úr sveitinni, og minnist ég ekki, að nokkurn tíma hafí slegið skugga á ánægju mína og vellíðan meðan ég var á Sámsstöðum. Magnúsína og Jón bjuggu í sárri fátækt í upphafi búskapar á Sáms- stöðum. Þau þurftu, eins og þá var algengt, að vinna myrkranna á milli til að hafa ofan í sig og á. Með mikilli eljusemi og dugnaði tókst þeim að eignast Sámsstaðina og koma sér upp góðu búi. Jón sagði mér oft frá þeim miklu örðugleikum, sem þau áttu í, þegar þau voru að eignast jörðina, og hve litlu munaði, að þau misstu hana. Magnúsína og Jón voru ákaflega samhent hjón. Magnúsína var stór- brotin manneskja og afar raunsæ. Hún var orðlögð fyrir hreinskilni og skörungsskap. Hún átti þó til mikla hlýju, og fór ég ekki var- hluta af því. Þau hjónin báru virð- ingu hvort fyrir öðru og áttu afar vel saman. Aidrei varð ég var við sundurþykkju eða deilur á Sáms- staðaheimilinu. Eftir að ég hætti að dvelja sem sumarstrákur á Sámsstöðum, hélt ég góðu sambandi við Sámsstaða- fjölskylduna og kom þangað í fjöl- mörg skipti eftir að ég varð fullorð- inn. Mest hefur samband mitt að sjálfsögðu verið við Magnúsínu og Jón en einnig sérstaklega við Guð- björgu dóttur þeirra og mann henn- ar Kristján. Þegar Magnúsína og Jón brugðu búi fyrir u.þ.b. 30 árum, fluttu þau til Guðbjargar, sem hafði þá flust til Búðardals. Það var mikið lán fyrir þau að eiga góða dóttur og tengdason, sem töldu það ekki eftir sér að hafa foreldrana hjá sér og veita þeim alla þá bestu umhyggju, sem hugs- anleg var. Biggá og Diddi, eins og þau eru kölluð í daglegu tali, sýndu einstakan kærleika og umhyggju- semi með því að taka gömlu hjónin til sín, en Magnúsína og Jón voru bæði líkamiega útslitnar mann- eskjur eftir 45 búskaparár á Sáms- stöðum og það að mörgu leyti eft- ir erfiðan búskap. Þau voru bæði með slæma slitgigt, þegar þau brugðu búi, og mun það hafa átt þátt í því, að þau hættu tiltölulega snemma búskap. Eyjólfur, elsti sonur þeirra, tók við Sámsstaða- jörðinni, sem er bæði stór og gjöf- ul jörð. Hann hefur búið þar síðan ásamt konu sinni, Ólöfu. Nú er þríbýli á Sámsstöðum, en ásamt Eyfa og Lóu, búa tvö börn þeirra þar, Sigurður og Jófríður Anna, ásamt mökum sínum. Sigurður, næstelsta barn Magnúsínu og Jóns, fluttist norður í land og býr nú á Húsavík ásamt konu sinni, Karenu. Eins og áður segir var Jón ein- staklega léttur í skapi og hafði gaman af að vera í góðum félags- skap. Hann sótti gjarnan manna- mót, einnig á efri árum, og þau voru mörg þorrablótin og hesta- mannamótin, sem hann sótti í Döl- unum allt fram undir síðustu ár. Það var alltaf ánægjulegt að heim- sækja Jón í Búðardal, og mér var það stöðugt ánægjuefni að sjá, hve vel fór um hann hjá Biggu og Didda, enda lét hann alltaf sérlega vel af sér. Hann skipti nánast aldr- ei skapi, enda hefur hann áreiðan- lega fengið sitt góða skap í vöggugjöf. Góður vinur er nú horfínn sjón- um okkar um stund. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum vel, og er það vissulega þakkar- vert. Eg kveð hann um leið og ég þakka honum samfylgdina og óska honum alls hins besta. Guðmundur S. Jónsson. SIGFÚS BERGMANN VALDIMARSSON + Sigfús Berg- mann Valdi- marsson fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu 5. desember 1911. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 22. janúar síðastliðinn. Sigfús Bergmann var elst- ur í fjögurra systk- ina hópi og eini bróðirinn, sonur hjónanna Valdi- mars Jóhannssonar og Sigríðar Helgu Jónsdóttur. Systur Sigfúsar Bergmanns eru Helga, fædd 22. september 1913, látin, Sigurlaug Jóhanna, fædd 18. ágúst 1915, og Jónína Guðrún, f. 29. nóvember 1916. Hinn 8. júli 1945 giftist Sig- fús Guðbjörgu Salóme Þor- steinsdóttur, fædd 8. janúar 1919, frá Hörgshlíð í Mjóafirði vestra. Börn þeirra eru Sigríð- ur Helga, fædd 17. maí 1946, snyrtifræðingur á Patreksfírði, gift Birni Gíslasyni byggingar- meistara og eiga þau tvö börn á lffí, íngibjörg Elín, fædd 21. mars 1949, útibússljórí á Suð- ureyri, gift Jóni Víði Njálssyni, verkamanni, og eiga þau þijú börn, Þorsteinn, fæddur 10. janúar 1953, svæðisstjóri Orku- bús Vestfjarða á Hólmavik, kvæntur Rósu Kjartansdóttur og eiga þau tvö börn á lífi, Jó- hann Guðmundur, fæddur 21. ágúst 1954j stýri- maður á Isafirði, kvæntur Svanfríði Arnórs kaupkonu og eiga þau þrjú börn. Sonur Sigfús- ar af fyrra þjóna- bandi er Hermann Valdimar, fæddur 29. júní 1937, sjó- maður i Vogum á Vatnsleysuströnd, kvæntur Ósk Ósk- arsdóttur og eiga þau fímm böm á lífí. Frá tíu ára aldri bjuggu foreldrar Sigfúsar á Blönduósi þar sem hann stund- aði barnaskólanám. Um tvitugt fór Sigfús Bergmann til sjós fyrst frá Grindavík en siðan lengst af frá Vestmannaeyjum. Árið 1946 fluttu Sigfús Berg- mann og Guðbjörg Salóme til ísafjarðar þar sem Sigfús stundaði ýmsa verkamanna- vinnu. Hann var jafnframt einn af stofendum Hvítasunnukirkj- unnar Salem og stofnaði þetta sama ár Sjómannastarf Salem sem hann sinnti ötullega allt fram á síðasta mánuð sem hann lifði. Allt starf Sigfúsar í safn- aðarstarfi ' Hvítasunnumanna svo og í Sjómannastarfí Salem var unnið í sjálfboðavinnu en hann hafði frelsast á Siglufírði 1933. Útför Sigfúsar fer fram frá ísafjarðarkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá Landssambandi Gídeonfélaga Nú hefur Guði föður okkar og skapara og Drottni Jesú frelsara okkar mannanna þóknast að kalla þjón sinn Sigfús B. Valdimarsson frá ísafirði heim til eilífra sælu- funda við sig. Og mikið hafði Sig- fús hlakkað til að líta frelsarann, augliti til auglitis. Sigfús var ný- lega 85 ára þegar kallið kom. Þeg- ar ég hugsa til Sigfúsar koma mér þessi orð ritningarinnar í huga: „Guð hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum, en hefur nú birst við komu frelsara vors Krists Jesú. Hann afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og ófor- gengileika með fagnaðarerindinu." (II. Tím. 1:9-10). Sigfús kynntist frelsara sínum Kristi Jesú snemma á lífsleiðinni. Þeir sem fylgdust með Sigfúsi þurftu ekki að vera í vafa um að hann var kallaður af Guði vegna náðar hans en ekki eigin verðleika. Sigfús átti ekki einungis frelsarann að vini heldur gekk hann með hon- um, var í honum og beygði sig undir hans vilja. Frelsarinn Jesús Kristur var honum allt. Sigfús var ekkert venjulegur maður, slíka óbilandi trú átti hann, þjónustulund, áhuga og starfs- krafta. Hann vissi að ekkert af þessu var frá honum sjálfum kom- ið heldur Guðs náð og gjöf, köllun sem hann ætlaði ekki að bregðast. Hann sinnti þjónustunni dag og nótt í orðsins fyllstu merkingu. Hann fór í skip og báta með Nýja testamentið eða trúarrit og jafnvel jólapakka þegar þannig stóð á. Hann ferðaðist svo áratugum skipti með féjögum sínum í Gídeondeild- inni á ísafirði um oft og tíðum ill- færa Vestfírðina til þess að heim- sækja skólana og gefa nemendum 5. bekkjar Nýja testamentið eða til að koma orðinu fyrir á hótelum, gistiheimilum, sjúkrahúsum ogelli- heimilum. Þetta átti hug hans all- an. Hann vissi af og lifði í orðunum í I. Korintubréfi 15:58: „Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni." Sigfús, þótt aldraður væri, sótti nær alla sameiginlega fundi á veg- um Landssambands Gídeonfélaga og landsmót félagsins ásamt sinni góðu og trúföstu eiginkonu frú Guðbjörgu S. Þorsteinsdóttur. Hann hafði óendanlegan áhuga á málefninu, eljan og krafturinn í Sigfúsi og þeim hjónum var með ólíkindum. Nú siðast voru þau með okkur á landsmóti félagsins í Skál- holti fyrstu daga júnímánaðar á sl. ári. Já, þau létu sig sko ekki vanta og um þau munaði svo sann- arlega. Við liðsmenn Gídeonfélagsins erum afskaplega þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast Sigfúsi og fyrir að hafa fengið að njóta starfa hans og fyrir að hafa átt hann að vini. Hann var sannarlega ekki aðeins liðsmaður Gídeonfélagsins því hann starfaði og helgaði hvíta- sunnuhreyfingunni krafta sína, Salem á Isafírði og sjómannastarf- inu, sem aðrir kunna betur frá að greina en ég. Þótt Sigfús helgaði Guði líf sitt allt og krafta var lífið honum ekki auðvelt. Hann mátti sjá á eftir nánum ástvinum, fleirum en ein- um. Hann var ekki efnamikill á veraldlegan mælikvarða og sjálf- sagt hefur hann oft þurft að mæta spotti og háði, því að hann var sannarlega ekkert venjulegur Guðs maður. Þótt hann særðist og hlutirnir og lífíð væru ekki alltaf eins og hann hefði kannski kosið, þá var hann ávallt glaður í Drottni Guði frelsara sínum. „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúf- lyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð." (Fil. 4:4-6). Sigfús B. Valdimarsson treysti Drottni og fól honum allt, jafnvel þótt hann skildi ekki alltaf ráðstaf- anir Guðs, þá bað hann glaður um hans vilja, fól sig Guði á vald í einu og öllu. Mættum við sem eft- ir lifum biðja Guð þó ekki væri nema um brot af því trausti, þeirri trú, von og kærleika, sem Sigfúsi var gefið. Sigfús lifði og starfaði um lang- an aldur svo eftir var tekið. Hann fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarer- indið heldur leitaðist við að gjöra mönnum það kunnugt. Það er ljóst að enginn fer í skóna hans Sigfús- ar hvað þetta varðar. Og ekki þýð- ir að gráta „Björn bónda" heldur verður að safna liði. Biðja Guð að kalla sem fiesta verkamenn til starfa því það er víst að það þarf marga venjulega menn til að sinna þeim verkum sem Sigfús gerði á langri ævi. F.h. Gídeonféiagsins á íslandi færi ég þér, Guðbjörg mín, okkar innilegustu þakkir og kveðjur fyrir dýrmætar samverustundir og fyrir að deila manni þínum með okkur í sameiginlegri þjónustu okkar við' Guð og menn. Guð blessi þig ævin- lega, og okkur sameiginlega minn- ingu um stórbrotinn þjón Guðs, Sigfús B. Valdimarsson, sem nú hvílir sáttur og glaður í Drottins skauti. Sigurbjörn Þorkelsson. í dag kveðjum við hinstu kveðju bróður okkar Sigfús Bergmann Valdimarsson. í dag kveðjum við bróður sem í gegnum tíðina hefur verið okkur hinum hetja og for- dæmi. Fordæmi sem gerir okkur hinum skömm til. Sigfús flutti til ísafjarðar árið 1946 og var það ár einn af stofn- endum Hvítasunnusafnaðarins Salem. Síðan þá hefur starfið átt hug hans og hjarta. En ekki ein- asta var hann einn af stofnendum safnaðarins heldur kom Sigfús á fót trúboði meðal sjómanna. En það starf hefur borið hróður hans og safnaðarins um víða veröld. Þegar Sigfús hóf sjómannastarfið Salem fyrir um fimmtíu árum var hann ekki ókunnur aðstæðum og starfsháttum sjómannanna þar sem hann hafði verið einn slíkur um árabil. Guð kallaði hann inn í þessa þjónustu og köllun sinni var hann trúr, já trúr allt til dauða. Atorkusemi hans og ósérhlífni var stórkostlegt vitni um samfélag hans við Drottin Jesú Krist. Athafnasemi hans og trúfesti birtist í ýmsum myndum. Hún kom fram í eljusemi og kærleika til þeirra sem ekki áttu það sem Sig- fús var svo ríkur af, friði og fögn- uði þeim sem frelsarinn einn getur gefið. Hún kom fram í göngu hans inn í ísafjarðardjúp, þar sem fara þurfti yfir óbrúaðar ár og vaða ís og vatn. Tilgangurinn, jú hann var að flytja öðrum það fagnaðarerindi sem hafði gjörbreytt hans eigin lífi. Hún kom fram í hálum og klaka- brynjuðum landgönguprömmum sem báru stígvélin hans Sigfúsar þegar hann ótrauður kom smárit- um og öðru efni til sjómanna í bátum af öllum stærðum og gerð- um. Ekki síst kom hún fram í ótelj- andi jólapökkum í þágu þeirra sjó- farenda af ýmsu þjóðerni, sem ekki nutu jólahátíðar í faðmi íjöl- skyldunnar. En ef allt ætti til að telja þá dygðu ekki síður blaðsins til þess enda veit ég að hann Fúsi hefði ekki viljað lofræður um sjálf- an sig. En eftir stendur, samt sem áður, óþekktur fjöldi þakklátra ein- staklinga sem upplifðu hvernig kærleiksverk Krists unnið með höndum Sigfúsar lýstu upp annars dapra tilveru. Við, sem í dag kveðj- um hann Sigfús okkar, minnumst með gleði viðmóts hans og kær- leika til allra manna. Við minnumst þrautseigju hans og staðfestu, en ekki síst minn- umst við óbifanlegrar trúar hans og trausts á frelsaranum Jesú Kristi. Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja í miklum missi hana Guðbjörgu okkar og öll þeirra börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnaböm og aðra aðstand- endur. Við blessum minningu hans og þökkum honum yndislega sam- fylgdina í gegnum árin. Hvítasunnukirkjan Salem á ísafirði, G. Theodór Birgisson. „Sæll er sá maður, er gjörir Drottin að athvarfi sínu.“ (Davíðs- sálmur 40:5.) Þessi orð koma upp í hugann þegar kvaddur er kær vinur. En svona var hann Fúsi einmitt þann tíma sem við þekktum hann. Hann var sæll og hann gjörði Drottin að athvarfí sínu. Reyndar var Drottinn honum meira en athvarf, hann var honum allt, hann var honum lífíð sjálft. Allt sem Fúsi gerði, var gert til þess að breiða út orðið um lausn- arann hans, orðið um Jesú Krist. Margir breiða út orðið um Jesú Krist, en Fúsi gekk flestum mönn- um lengra og var þannig fyrirmynd okkur hinum. Og Fúsi lét ekki ís- lenskuna nægja í útbreiðslustarfínu sínu, heldur var hann með rit og^ annað efni á flestum tungumálum heimsins. Með sjómannatrúboðinu í Salem náði Fúsi vinur okkar til fólks af öllum mögulegum þjóðern- um. En Fúsi var ekki einstakur fyrir þær sakir einar. Fyrir tæpum fjórum árum flutti ég hingað á ísaQörð. Og auðvitað kynntist ég þeim heiðurshjónum Sigfúsi og Guðbjörgu. Ég hafði reyndar hitt þau fyrr en hér kynnt- ist ég þeim fyrst. Ég man eftir því að Fúsi var sérstaklega óþreytandi að bjóða mér í heimsókn. Hann spurði gjaman hvort ég ætlaði nú ekki að fara að kíkja í tesopa. Til að byija með fór ég lítið en þegar'* ég byijaði að kíkja til þeirra lærði að þekkja þau og meta sem aldrei fyrr. Þau kynni hafa yljað mér um hjartarætumar og er ég þakklátur fyrir það. Ég hafði ánægju og gam- an af kynnum mínum af Fúsa. Hann vissi alltaf hvað hann vildi og fékk sínu framgengt. Ég hafði gaman af því í fyrravetur, en þá kom hann stundum til mín og spurði mig í lok sunnudagssamkomu hvort ég væri á bíl. Ég játti því og þá fékk hann mig til að renna með sér«r niður að höfn. Þar var líka hugur hans lengst af. Hjá þeim sem aðrir ekki sinntu. Minningamar um slíkar ferðir eru huggun og styrkur á sorgarstund. Að sjá og fylgja hon- um um borð í rússneska togara var mér lærdómur. Þar gaf hann áhöfn- inni gjaman Nýja testamenti og biblíur og í kaupbæti fylgdu oft snældur með söng og vitnisburði. Tungumálakunnáttan eða hugsan- legur skortur á henni var honum enginn farartálmi, en það sem mestu máli skipti komst vel til skila; það var kærleikur hans til annarra. Frá hans bæjardyrum séð virtust engir farartálmar eða vandamál til, einungis viðfangsefni. Og viðfangs V* efnin voru mörg. í einu þeirra var Sigfús einnig driffjöður, en það var hann víða. Við sem störfuðum með honum í Gídeonfélaginu áttum góð- ar stundir og höfum mikið misst. Síðast í október, þar sem stund kom milli stríða vestur á Patreksfirði, fór Sigfús um allt og gaf 5. bekk- ingum Nýja testamentið. Ekki var hægt að sjá að þar færi maður á 85. aldursári, sýktur af krabba- meini. Nei, af raust söng hann fyr- ir bömin og hvatti þau til að treysta Drottni fyrir öllu sínu lífi. Við Gídeonfélagar erum ekki þeir einu sem mikið hafa misst við andlát Sigfúsar. Mest hefur hún Gugga misst, hún hefur misst félaga o^* ástvin til margra áratuga, en þau vora svo sannarlega samrýnd og hlý hjón. En einnig hafa bömin, tengdabömin, bamabömin og bamabamabömin misst frábæran pabba, tengdapabba og afa. Við hin sem þekktum Sigfús misstum vin og bróður sem ávallt var fyrstur til að gera öðram gott. Við hjónin finn- um til söknuðar og trega en huggun okkar felst í fullvissunni um að við hittum hann aftur á þeim stað sem Drottinn hefur fyrirbúið okkur. í millitíðinni biðjum við Guð afPt' styrkja hana Guggu og hugga hana í sinni sorg. Við biðjum algóðan Guð að vera einnig með öllum öðr- um aðstandendum sem í dag kveðja góðan dreng í hinsta sinn. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Davíðssálmur 37:5.) Kristinn og Ásta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.