Morgunblaðið - 04.01.1997, Page 18

Morgunblaðið - 04.01.1997, Page 18
18 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Stjórn ísraels klofin í deilunni um Hebron Ovíst að þingið sam- þykki samninginn ÓVÍST er að Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, geti tryggt stuðning meiri- hluta þingmanna við hugsanlegan samning um brottflutning ísraelskra hermanna frá borginni Hebron á Vesturbakkanum. Nú er svo komið að alls tíu ráðherrar af 18 í stjórn hans segjast ætla að greiða atkvæði gegn samningnum eða sitja hjá. Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten gæti Netanyahu þurft að mynda nýja samsteypustjórn með Verkamannaflokknum vilji hann knýja samn- inginn í gegn og halda áfram friðarviðræðum við araba. Lengi hefur verið vitað að sjö ráðherranna myndu annaðhvort sitja hjá eða hafna hugs- anlegum samningi um Hebron. Þrír ráðherrar bættust við í þennan hóp á fimmtudag, þeirra á meðal einn af dyggustu stuðningsmönnum Netanyahus, Tzahi Hanegbi dómsmálaráð- herra. Hann lýsti yfir því að hann myndi greiða atkvæði gegn samningnum ef hann fæli í sér að ísraeiskir hermenn yrðu fluttir frá sveitum á Vesturbakkanum eins og kveðið var á um í Óslóarsamkomulaginu. ísraelskir fjölmiðlar skýrðu ennfremur frá því að tveir ráðherrar úr flokki heittrúaðra gyðinga, Shas, sem studdi samninginn í fyrstu, hefðu ákveðið að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn samningnum. Þeir skiptu um skoðun eft- ir að trúarlegur leiðtogi þeirra, Ovadia Yosef rabbíni, lét svo um mælt að þingið ætti að tryggja öryggi gyðinga á Vesturbakkanum. Aftenposten segir að geti Netanyahu ekki lengur reitt sig á stuðning meirihlutans á þingi kunni hann að íhuga möguleikann á myndun nýrrar stjórnar með Verkamannaflokknum. Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur sagt að hann sé hlynntur þeirri hug- mynd ef forsætisráðherrann slaki á harðri afstöðu sinni tii viðræðna við araba. Fregnir herma að samningamenn ísraeia og Palestínumanna hafi þegar náð samkomu- lagi um að mestur hluti Hebron verði færður undir stjórn Palestínumanna en styrinn standi nú um þá kröfu Palestínumanna að ísraelar framfylgi næsta áfanga Óslóar-samkomulags- ins og flytji hermenn sína frá sveitum á Vest- urbakkanum ekki síðar en í september. Því hefur stjórn ísraels hafnað. Gyðingar mótmæla Samningurinn um Hebron hefur einnig mætt harðri andstöðu gyðinga á Vesturbakk- anum. Hópur gyðinga flutti sjö færanleg hús á hæð nálægt borginni Ramallah í fyrradag til að krefjast þess að stjórnin stæði við loforð um að stækka byggðir gyðinga á Vesturbakk- anum. Gyðingarnir urðu síðan í gær við beiðni ísraelsku stjórnarinnar um að þeir flyttu hús- in af hæðinni þegar í stað. Palestínskir bændur segjast eiga umrædda hæð og palestínskir embættismenn urðu ókvæða við aðgerð gyðinganna. Yasser Araf- at, leiðtogi palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna, sagði hana „alvarlega ógnun við friðarferlið". Reuter HEITTRÚAÐIR gyðingar biðja við hús sem þeir fluttu á hæð nálægt Ramallah á Vesturbakkanum sem palestínskir bændur gera tilkall til. Gyðingarnir urðu við tilmælum ísraelsstjórnar um að færa húsin af hæðinni vegna mótmæla Palestínumanna. Reuter Tilræðið í Damaskus fordæmt STJÓRN ísraels fordæmdi í gær sprengjutilræðið í Damaskus á þriðjudag og sagði ekkert hæft í ásökunum sýr- lensku stjórnarinnar um að ísraelskir útsendarar hefðu verið að verki. „Ásak- anirnar ... eru algjör lygi. Við tengj- umst á engan hátt hermdarverkum á Sýrlandi og sýrlenska stjórnin veit það,“ sagði í yfirlýsingu frá ísraelsku stjórn- inni. Níu manns biðu bana og 44 særðust í sprengjutilræðinu. Á myndinni er einn þeirra sem særðust með hjúkrunarkonu á sjúkrahúsi í Damaskus. I I Frakkar styðja EMU París. Reuter. FRANSKUR almenningur styð- ur áformin um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), að því er niðurstöður skoðana- könnunar Ifop sýna. Vikublaðið L’Express birti niðurstöður könnunarinnar. Af 803 svarendum sögðust 62% vona að undirbúningi fyrir gildistöku EMU eftir rétt tvö ár yrði haldið áfram, en 35% vildu láta hætta slíkum undir- búningi. Juppé óvinsæll Alain Juppé forsætisráðherra hefur aflað sér óvinsælda meðal almennings, meðal annars vegna aðhalds í ríkisrekstri sem er nauðsynlegt eigi Frakkar að uppfylla skilyrði fyrir aðild að EMU. í könnuninni segjast 66% vilja að Juppé segi af sér emb- ætti á árinu, þótt kosningar séu ekki fyrr en á næsta ári. Rétt 30% sögðust vilja að Juppé sæti áfram. Ahtisaari í áramótaávarpi Hæstu laun- Þarf að skoða áhrif af að vera utan EMU MARTTI Ahtisaari, forseti Finnlands, sagði í áramóta- ávarpi sínu á nýársdag að Finnar yrðu að skoða áhrif þess að vera utan Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU), ekki síður en afleiðingar að- ildar að mynt- bandalaginu. Forsetinn sagði í ræðunni að EMU myndi snerta hag allra Finna og markmiðið með myntbandalaginu væri að skapa stöðugan efnahagsleg- an grundvöll fyrir heilan heimshluta. Ef Finnar ákvæðu að ganga í EMU, væri mikilvægt að þeir væru vel undirbúnir. „Þingið mun þegar þar að kemur ákveða hvort Finn- land verður eitt af fyrstu aðildarríkjum EMU. Ákvörðun- in verður mikilvæg, og þingmennirnir munu í þessu sambandi þurfa að taka tillit til mjög margslunginna þátta,“ sagði Ahtisaari. „Þetta er ekki bara spuming um afleiðingar aðildar, heldur þarf í sama mæli að skoða hvað ákvörðun um að taka ekki þátt í EMU að lokum myndi hafa í för með sér fyrir okkur. Við vitum nú þegar að ekki verður aftur snúið til nákvæmlega sama efnahagsumhverf- is og áður eftir að EMU verður kom- ið á fót. Breytingar eru óhjákvæmi- legar, og á því verðum við að átta okkur í tíma.“ Stærra og sterkara ESB bezti bandamaður Rússlands Forsetinn sagði að forsenda stækk- unar Evrópusambandsins til austurs væri að framkvæm- dageta sambandsins yrði aukin á ríkjaráðstefnunni, sem nú stendur yfír. „Þá getum við líka tekið á skilvirkan hátt þátt í baráttunni gegn nýjum ógnunum við öryggi [Evrópu], nánar tiltekið hættum sem tengjast úreltum kjarnorkuverum, glæpastarfsemi, verzlun með fólk og fíkniefnum," sagði Ahtisaari. „Stærra og sterkara Evr- ópusamband er einnig bezti bandamaður Rússlands og annarra stórra aðila í samfélagi þjóðanna.“ Martti Ahtisaari in hjá ESB 1,1 milljón | Brussel. Reuter. ) HÆSTU grunnlaun, sem greidd eru embættismönnum Evrópu- sambandsins, hækkuðu um ára- mótin og eru nú 537.296 belgísk- ir frankar á mánuði, eða sem samsvarar rúmlega 1,1 milljón íslenzkra króna. Þetta eru grunnlaun æðstu . embættismanna ESB, til dæmis j fastráðinna yfirmanna stjórnar- deilda framkvæmdastjórnarinn- * ar. I Byrjunarlaun embættismanns í „A-stöðu“, þ.e. stöðu sem krefst háskólamenntunar, eru 142.178 frankar eða rúmlega 297.000 krónur. Lægst launuðu starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar fá um 153.000 krónur í mánaðarlaun. Ritarar hafa á bilinu 170.000 til | 320.000 krónur í laun á mánuði. i Embættismenn ESB fá auka- greiðslur ofan á grunnlaun sín, I til dæmis staðaruppbót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.