Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SJÖFN og Þorleifur við uppskerustörf á nýársdag. Uppskerustörf á nýársdag Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. MARGIR bændur landsins verða að vinna alla daga ársins, sama hvað dagarnir heita. Garðyrkju- bændurnir Sjöfn Sigurðardóttir og Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka II voru að tína agúrkur í nýju 1.000 fm gróður- húsi sínu á nýársdag. Nýbúið er að setja öfluga lýs- ingu í húsið, 190 lampar sem eru 600 W hver. Þetta gerir það að verkum að hægt er að rækta ag- úrkur allt árið. „Það er þó háð þeim skilyrðum að við fáum raf- orkuna á hagstæðu verði,“ segir Þorleifur. „Við höfum fengið hluta af rafmagninu á um 3 krón- ur kílóvattið en annars á nærri 10 krónur en reksturinn stendur ekki undir sér ef greiða á það verð og því ekki hægt að keppa við innflutta framleiðslu. Þarna skiptir líka máli að nýta húsið til fulls, en hægt er að fá uppskeru fjórum sinnum á ári. Rafmagnið hefur verið rofið í marga klukku- tíma á sólarhring undanfarið og hefur það leitt til þess að við höf- um orðið að kaupa rafmagnið á hærri taxta. Það er mikið hags- munamál að fá raforkuna á hag- stæðu verði. Þá er hægt að fá um 50-60 tonn úr þúsund fermetra gróðurhúsi, eins og þessu, á ári.“ Engin lyf eru notuð við rækt- unina í gróðurhúsinu, aðeins líf- rænar varnir og segja þau að það skipti verulega miklu máli. Neyt- endur hafa tekið þessari vetrar- ræktun nýög vel og valið íslenska framleiðslu fram yfir þá erlendu og er það ánægjuleg þróun. E coli bakteríur finnast í bresku lambakjöti í fyrsta skipti Bakterían aldrei fundist í skepn- um hér á landi BAKTERÍUR af gerðinni E coli, sem valda matareitrun, hafa í fyrsta skipti fundist í lambakjöti, en vísindamenn á rannsóknarstofu í Sheffield í Englandi fundu bakt- eríurnar í 18 af 700 kjötskrokkum sem rannsakaðir voru og einnig fundust þær í unnum matvælum úr lambakjöti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði tímaritsins Which? sem fjallar um neytenda- mál. Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir segir það slæm tíðindi að bakteríurnar hafi fundist í lamba- kjöti, en ekki sé ástæða fyrir ís- lendinga að óttast þar sem bakter- íurnar hafi aldrei fundist í skepnum eða matvælum hér á landi. Undanfarið hafa 16 manns látist í Skotlandi af völdum matareitrun- ar sem rakin hefur verið til E coli baktería. Þær hafa hingað til aðal- lega fundist í nautakjöti, en bakt- eríurnar drepast við venjulega suðu matvæla. Brynjólfur Sandholt sagði í sam- tali við Morgunblaðið að matareitr- anir af völdum E coli hefðu á sínum tíma komið upp í Japan og það hefði valdið því að hrossakjötsút- flutningur héðan til Japans datt niður. Bakteríurnar hefðu hins vegar aldrei fundist í skepnum hér. „Þetta sýnir að innflutningur er ekki af hinu góða, en við höfum ekki flutt inn neitt kjöt frá Bret- landi nema þá svolítið af soðinni vöru. Við höfum verið lausir við þessa bakteríu hingað til og ég vona að svo verði áfram, en við flytjum ekkert inn af dýrafóðri sem inniheldur sláturafurðir. Mesta hættan gæti verið í sambandi við það,“ sagði Brynjólfur. Morgunblaðið/Kristján Hlýindi norð- an heiða BYGGINGAMENN á Akureyri hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að steypa utandyra í frosta- kaflanum að undanförnu. Nýja árið hefur hins vegar heilsað með hlýindum og hafa byggingamenn því getað tekið gleði sína á ný og steypt af krafti í vikunni. Starfsmenn SJS verktaka eru að byggja við Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar við Óseyri og þeir notuðu tækifærið í gær til að steypa. Morgunblaðið/Lárus P. Birgisson Brunaæfing á Álftanesi TVEIR jarðskjálftar, með upptök 7-8 kílómetra vestur af gosstöðvun- um í Vatnajökli, mældust í fyrri- nótt. Var sá stærri þeirra 3,7 á Richter, en hinn rétt rúmlega 3. Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræð- ingur, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekkert benti sérstaklega til gosóróa. Skjálftanna varð vart rétt fyrir klukkan 1 í fyrrinótt og að sögn Ragnars voru upptök þeirra á milli Skaftárkatla. „Við höfum mælt ýmsar hrær- ingar af og til undir jökli, frá því að gosinu þar lauk og slíkir smærri skjálftar eru eðlilegir. Þetta eru hins vegar nokkuð snarpir skjálftar og mun fjær gosstöðvunum en áður hefur mælst, svo það er full ástæða til að fylgjast með framvindu mála.“ Ragnar sagði að skjálftamir hefðu ekki verið það snarpir að þeir fyndust í byggð. „Ég býst við að þama mælist einhver virkni áfram, en ekkert hefur sést til gos- óróa á svæðinu og ekki endilega ástæða til að halda að slíkt sé á ferðinni." Ekkert óvenjulegt að sjá Jarðvísindamenn flugu yfir Vatnajökul í gær. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði að ekkert óvenjulegt hefði verið að sjá við Skaftárkatla. Þar ætti sér stað eðlileg bráðnun sem gæti skilað sér f hlaupi í Skaftá næsta haust eða næsta vetur. „Gosstöðvamar norðan við Gríms- vötn hafa verið að breytast. Það er enn töluverð bráðnun í gangi. Sig- dældirnar fara heldur stækkandi, en gosgjáin sjálf er að ganga saman. Það rennur enn talsvert mikið vatn til Grímsvatna. Vatnssöfnun þar er fimm- til tífalt meiri en við venjuleg- ar aðstæður. Þess vegna mælum við tímann í næsta Skeiðarárhlaup í mánuðum frekar en ámm,“ sagði Magnús Tumi. Magnús Tumi sagðist reikna með að hlaup kæmi úr Grímsvötnum við lægri vatnsstöðu en við venjulegar aðstæður. Ísstíflan við GrímsQall hefði lækkað um 30 m í hlaupinu í nóvember vegna bráðnunar. Því gæti hlaupið þegar Grímsvötn standa í um 1.420 m hæð, en oft- ast hefur hlaupið þegar vötnin hafa staðið í 1.450 m hæð. Hæð Gríms- vatna stóð í 1.510 m hæð fyrir stóra hlaupið í nóvember. BRUNAÆFING var hjá slökkvi- liðsmönnum í Hafnarfirði í gær, en þá kveiktu þeir í og réðu nið- urlögum elds í gömlu timburhúsi á Alftanesi sem ákveðið hafði verið að rífa. 41,6% íbúa Grafarvogsbúa em yngri en 18 ára. Uppbygging hverfisins hefur verið hröð síðustu ár. Þar búa nú 12.650 íbúar og fjölgaði þeim um 1.142 á síðasta ári. íbúum ann- arra hverfa Reykjavíkur fjölgaði aðeins um 69 á árinu. í Grafarvogi búa núna 12% borgarbúa. í Reykjavík bjuggu 105.487 1. desember sl. Þeim hefur ijölgað um 14.094 á síðustu 10 árum eða svipað og öllum íbúum Grafarvogs. Nokkur tilflutningur hefur átt sér stað í borginni á þessum tíma. Þannig bjuggu 24.409 í Breiðholti árið 1985, en þar búa nú 22.316. íbúum í Norð- urbæ og Suðurbæ hefur einnig Að sögn Haraldar Eggertsson- ar aðstoðarvarðsljóra tóku 15 slökkviliðsmenn þátt í brunaæf- ingunni, en hjá slökkviliði Hafn- arfjarðar starfa 20 slökkviliðs- menn. fækkað eilítið á þessu tímabili. Rúm- lega 20% íbúa í Norðurbæ eru eldn en 67 ára. Ellilífeyrisþegar eru einn- ig áberandi margir í Austurbænum og Norðurbænum, en tiltölulega fáir í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þar sem aðeins 2,4% íbúanna em komn- ir á ellilaun. Sem fyrr er fjölmennasta gata Reykjavíkur Hraunbær, en þar bua 2.427. Næstfjölmennasta gatan er Kleppsvegur, en þar búa 1.537. Fá- mennustu göturnar era Ánanaust, Sölvhólsgata, Súðarvogur, Stangar- hylur, Smálandabraut, Teigavegur og Arnarbakki, en í hverri þeirra er einn íbúi. Skjálftar vestur af gosstöðvum 41,6% íbúa Grafar- vogs eru böm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.