Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 39 ELÍSABET MARÍA JÓHANNSDÓTTIR + Elísabet María Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri 10. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu 29. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinbjörg Sigurð- ardóttir, f. 16. nóv- ember 1905, d. 3. október 1981, og Jóhann Jóhannsson, f. 28. ágúst 1909, d. 20. desember 1943. Bróðir Elísa- betar sammæðra er Friðbjörn Gunnlaugsson, f. 15. janúar 1933, sérkennari I Reykjavík. Hann var kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, f. 17. júlí 1932, d. 5. maí 1990. Saman áttu þau fjögur börn. Núver- andi sambýliskona hans er Hjördís Hjörleifsdóttir, f. 7. apríl 1932. Hinn 30. desember 1960 gift- ist Elísabet eftirlifandi eigin- manni sínum, Oskari Karli Þór- hallssyni skipstjóra á Arney KE 50, f. 4. ágúst 1940. Foreldrar hans voru Þórhallur Karlsson skipstjóri á Húsavík, f. 5. sept- ember 1908, d. 13. maí 1979, og kona hans Hrefna Bjarna- dóttir, f. 12. september 1905, d. 9. mars 1989. Börn Elísabetar og Óskars eru: 1) Hrefna Björg, vigtarmaður í Sandgerði, f. 16. júlí 1959, hennar börn eru: Elías Mar og Iðunn Una. 2) Þórhallur, nemi í Keflavík, f. 30. júlí 1961, ^hans börn eru: Óskar Örn, Júlíana Kristbjörg og Rebekka Lísa. 3) Karl Einar, stýri- maður í Sandgerði, f. 2. ágúst 1963, kona hans er Anna Pálína Árnadóttir sjúkraliði, f. 13. jan- úar 1964, þeirra börn eru: Sveinbjörg Anna og Þórhallur. 4) Kristinn, nemi í Keflavík, f. 10. maí 1969, kona hans er Steinþóra Eir Hjaltadóttir grunnskólakennari, f. 3. janúar 1972, þeirra sonur er ísak Ernir. Árið 1973 stofnuðu Elísabet og Óskar ásamt Degi Ingi- mundarsyni fyrirtæki um rekstur vélbátsins Arneyjar KE 50 og útgerð honum tengda. Hafði Elísabet helgað starf sitt fyrirtækinu og í seinni tíð starf- að sem aðalbókari þess. Útför Elísabetar Maríu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) í dag er til moldar borin mín ástkæra tengdamóðir Elísabet María eða amma Elsa eins og hún var kölluð af okkur í fjölskyldunni. Eg kynntist henni fyrir rúmum 11 árum er ég hitti son hennar. Elsa amma var mikii atorkukona og hafði hún alltaf í nógu að snú- ast, þar sem hún sá um allt bók- hald og marga snúninga fyrir út- gerðina er þau hjón ráku saman ásamt Degi Ingimundarsyni og Eddu Jóhannsdóttur. Ef ég þurfti að fá hjálp frá henni við saumaskap tók hún verkefnið alltaf að sér og gerði það sjálf. Alltaf var Elsa amma til staðar ef á þurfti að halda, ef hún var ekki heima hjá sér eða úti í fískverkun var farið að leita að henni þar sem okkur fannst það sjálfsagður hlutur að ganga að henni vísri. Ef við fór- um eitthvað í burtu, t.d. í ferðalag innanlands eða utan vildi hún alltaf að hringt væri í sig og hún látin vita að allt væri í lagi með okkur. Þar sem minn maður er sjómaður hef ég alloft þurft á henni að halda til að gæta barna minna hvort sem það var stund úr degi eða um nótt og aldrei var það neitt mál. Ég tel að það sé ekki of mælt að Elsa hélt vel utan um fjölskyldu sína og hélt henni þétt saman. Eftir að amma Elsa veiktist kom Óskar afi í land og var hjá henni og var það mér mjög kært að sjá hvað þau stóðu vel saman. Óskar afí þurfti nú yfirleitt ekki að gera neitt á heimilinu þar sem hann var alltaf úti á sjó eða eitthvað að snú- ast í kringum bátinn, en eftir að hann kom heim í októberbyijun og var að brasa við að elda mat ásamt Þórhalli syni sínum skildi hann ekk- ert í því hvað eldhúsverkin tóku langan tíma. Eg vil þakka þér, Elsa mín, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Megi guð geyma þig. Þín tengdadóttir, __ Anna Pálína Árnadóttir. Burt frá böli hörðu, burt frá tára jörðu lít þú upp, mín önd. Trúan ástvin áttu einn, sem treysta máttu, Guðs við hægri hönd. Jesú hjá er hjálp að fá, hann þér blíður huggun bíður, hvíld og lækning meina. (H. Hálfd.) Sunnudaginn 29. desember, á hátíð ljóss og friðar, fengum við þær fregnir að Elsa hafði látist um morguninn. Elsa var okkur hjónunum mjög kær og á hún sérstakan sess í hjarta okkar. Við eigum henni og Óskari manni hennar svo margt að þakka að of langt væri upp að telja. Elsa var mjög góð kona og stóð heimili þeirra hjóna ávallt öllum opið. Það voru ófáir kaffíbollarnir sem við hjónin drukkum þar í eld- húsinu og það var eins og hægt væri að leysa öll heimsins mál þar við eldhúsborðið. Elsa var einstaklega barngóð og þegar hún kom í kaffi til okkar, gaf hún sér ávallt tíma til þess að spjalla við dætur okkar um það sem þeim lá á hjarta, enda kalla þau hana Elsu ömmu. Með Elsu er gengin ein sú hjart- besta kona og besti vinur sem unnt er að eignast. Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn Guðs sálu mína mun taka’ í vöktun sína. (Hallgr. Péturss.) Að lokum viljum við votta Ósk- ari, Ebbu, Þórhalli, Kalla, Kristni, tengdadætrum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Bjarki og Kolbrún. Elsku mamma mín, mikið sakna ég þín. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú sem hefur alltaf verið til staðar fyrir mig^ alltaf haft lausn á öllum málum. Eg hef alltaf leitað til þín með alla hluti og aldrei brástu mér. Ég sagði svo oft við þig áður en ég eignaðist mín börn: „Eg get aldrei orðið mamma því ég veit ekki allt, get ekki allt og kann ekki allt eins og þú.“ En þú sagðir bara: „Það lærist þegar þú þarft að gera hlutina." En ég lærði það aldrei, því að þú hélst alltaf áfram að gera allt fyrir mig. Elsku mamma mín, þú varst bara nokkrum árum eldri en ég, þú varst ekki bara mamma mín, heldur besta vinkona mín líka. Þér gat ég sagt allt og treyst fyrir öllu. Þú varst svo góð manneskja, svo réttsýn og heiðarleg. Þú máttir ekkert aumt sjá og hvar sem þú gast réttir þú hjálparhönd. Þú barst svo mikla umhyggju fyrir börnunum þínum og barnabörnunum og vildir allt fyrir okkur gera, ég vona bara að þú vitir hvað við elskUm þig óendan- lega mikið. Einhvern veginn bjóst ég aldrei við að ég þyrfti að kveðja þig, ég hélt að þú yrðir alltaf hjá mér, en nú ertu farin og ég bið góðan Guð að geyma þig þar til við hittumst á ný. Þín Ebba. Elsku amma mín, ég sakna þín, þú varst svo skemmtileg, þú varst skemmtilegasta amma í öllum heiminum. Ég elska þig, amma mín. Þinn nafni, Elías Mar. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við fráfall og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁSBJÖRIMS VIGIMIS HJALTASONAR. Hulda Gunnþórsdóttir, Jónína Ásbjörnsdóttir, Lára Dögg Ásbjörnsdóttir, Hilmir Þór Ásbjörnsson, Svava Hlín Hákonardóttir, Ásbjörn Huldar Hilmisson. t Útför móður okkar, MARGRÉTAR JÓHANNESDÓTTUR frá Varmalandi við Reykholt, Borgarfirði, er andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 28. desember sl., verður gerð frá Reykholtskirkju í dag, laugardaginn 4. janúar, kl. 14.00. Elín, Sveinn, Ólöf og Jóhanna. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, ÍSLEIFS A. PÁLSSONAR. Sér í lagi þökkum við skólasystkinum úr Verzlunarskóla íslands 1942. Ennfremur þökkum við starfsfólki gjör- gæsludeildar Landspítalans fyrir frá- bæra hjúkrun og umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Jóhann ísleifsson, Ólafur ísleifsson, Örn ísleifsson. + Innilegar þakkir til allra, er sýnt hafa samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTBERGS JÓNSSONAR frá Kjólsvík, Skeljagranda 3, Reykjavík. Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÖNNU MARÍU GEORGSDÓTTUR, Álftalandi 11, Reykjavik. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur, Grensásdeild og Fossvogi. Óli Pétur Olsen, Jenný Björk Olsen, Reynir Jóhannesson, Gísli Ottó Olsen, Fanney Karlsdóttir, Georg Kristjánsson, Dórothea Gunnarsdóttir, Ingibjörg Eiriksdóttir, Vaka Ingibjörg Georgsdóttir. ATVINNUAUGIYS/NGAR Atvinna Bifreiðasmiður eða maður vanur réttingum óskast til starfa sem fyrst. Bílasprautun Suðurnesja, sími421 3500. „Au pair“ - Spáni „Au pair“ vantar til Barcelona til að gæta stúlku sem er 10 mánaða og aðstoða við heimilisstörf í 6 mánuði frá miðjum janúar. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 561 1541. Mótasmiðir óskast 2 til 3 smiðir óskast í mótasmíði á Reykjavíkursvæðinu. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Vandvirkir - 223.“ Barnapössun Óskum eftirtveimur barngóðum konum (ekki yngri en 20 ára) á líkamsræktarstöðina Þokkabót í vesturbænum. Vinnutími mán., mið., fös. frá kl. 9-15.30 og þri. og fim. frá kl. 9-14.30. Upplýsingar í síma 561 3535 frá kl. 10-14 alla virka daga. Heilsugæslustöð Fáskrúðsfjarðar Staða læknis við Heilsugæslustöð Fáskrúðs- fjarðar er laus til umsóknar. Helst er óskað eftir sérfræðingi í heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 15. jánúar 1997. Upplýsingar í síma 475 1225. Einnig er laus til umsóknar staða hjúkrunar- forstjóra á sama stað. Sú staða er laus frá 9. mars 1997. Upplýsingar í síma 475 1225. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.