Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 13 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 300. stúdentinn brautskráður Vestmannaeyjum - Haustönn Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum var slitið skömmu fyrir jól og nemendur brautskráðir. Ellefu nemendur voru brautskráðir sem stúdentar, einn af sjúkraliðabraut, þrír af 2. stigi vélstjórnarbrautar og níu vélaverðir. Ólafur H. Siguijónsson skóla- meistari bauð gesti velkomna til útskriftarinnar og sagði að 10 ár væru frá því fyrst voru braut- skráðir stúdentar frá Framhalds- skólanum á þessum árstíma. Hann sagði að á haustönn hefði verið 271 nemandi við skólana, 65 á náttúrufræðibraut, 61 á félags- fræðibraut, 42 á viðskipta- og hagfræðibrautum, 36 í iðnnámi, 23 á sjúkraliðabraut, 18 á vél- stjórnarbraut og 26 í almennu námi. Ólafur gat þess í ræðu sinni að meðal breytinga sem framund- an væru í starfi skólans væri að Stýrimannaskólinn myndi samein- ast Framhaldsskólanum að aflok- inni vorönn og eftir það yrði allt nám á framhaldsskólastigi undir merkjum Framhaldsskólans. Hann fjallaði um ný lög um framhalds- skóla og þær breytingar sem þau hefðu í för með sér. Ólafur sagði að skólastarfið á önninni hefði gengið vel, mætingar nemenda hefðu batnað frá því á síðustu vorönn og bættur árangur fylgt í kjölfarið. Hann sagðist hafa getið þess í skólaslitaræðu sinni síðastliðið vor að tæp 40% nem- enda hefðu þá fallið á einhverju prófi en nú væri þetta hlutfall 30% og þó það væri breyting til hins betra yrði enn að herða róðurinn í þessum efnum. Ólafur sagði að fátt hefði verið meira rætt í íslensku þjóðfélagi síðustu vikur en útkoma íslenskra ungmenna í alþjóðlegri könnun á kunnáttu í raungreinum og stærð- fræði þar sem niðurstöðurnar hafi verið dapurlegar. Hann varaði við því að hlaupið væri upp til handa og fóta vegna þessa og reynt að finna sökudólg. Ástæðurnar fyrir þessum slaka árangri væru trú- lega margar og þungt vægi að ísland væri láglaunaland. „Stöð- ugt er talað um að besta fjárfest- ing okkar sé menntun barnanna. En það er í orði en ekki á borði sem sú stefna kemur fram. Stöð- ugur niðurskurður fjármagns og tíma til menntamála, myndi ekki verða notað sem rétt svar við spurningunni um vænlega fjár- festingu á hagfræðiprófi," sagði Ólafur. Margar viðurkenningar veittar Að loknu ávarpi Ólafs Hreins fór fram brautskráning nemenda. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Freyr Átlason hlaut úr frá Vélstjórafé- lagi Vestmannaeyja fyrir bestan árangur í vélfræðigreinum á 2. stigi. Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Dagbjört Stefánsdóttir og Krist- jana Margrét Harðardóttir fengu viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í þýsku. Reynir Hjálmarsson fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku og mjög góðan Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson STANDANDI frá vinstrí: Ólafur Hreinn Sigurjónsson skólameistari, Reynir Hjálmarsson, Guðrún Erlingsdóttir, Anna Hulda Ingadóttir, Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Guðfinna Ágústsdóttir, Björn Friðriksson og María Höbbý Sæmundsdóttir. Sitjandi frá vinstri: Sædís Sigurbjörnsdóttir, Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Dagbjört Stefánsdóttir og Kristjana Margrét Harðardóttir. námsárangur á stúdentsprófi, Guðrún Erlingsdóttir fékk viður- kenningu fyrir góðan árangur í verslunargreinum og Dagbjört Stefánsdóttir og Kristjana Mar- grét Harðardóttir fengu viður- kenningu fyrir góða ástundun og námsárangur. í hópi stúdentanna sem útskrif- aðir voru nú var 300. stúdentinn sem brautskráður er frá skólanum. Brautskráð er eftir stafrófsröð og var Kristjana Margrét Harðardótt- ir 300. stúdentinn sem brautskrá- ist frá skólanum og afhenti skóla- meistari henni smágjöf frá skólan- um til minningar um það. Morgunblaðið/Eyjólfur LEIKUR að ljósi gladdi marga í veðurblíðunni um áramótin. Fjölmenni við áramóta- brennu ÚTSALAN ER HAFIN 30-70% ofslóttur É P . I . igi Opið a laugardögum fra 10-16 Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147 Vogum - Vogamenn fögnuðu nýju ári og kvöddu það gamla með hefðbundnum hætti. Samkvæmt áratuga venju var kveikt í stórri áramótabrennu fyrir norðan íþróttavöllinn klukkan 20 á gamlárskvöld. Fjór- ir menn gengu með rauð blys og hentu í bálköstinn og þar með var brennan hafin. Að margra áliti hefur bálkösturinn aldrei verið stærri. Fjöldi fólks var við- staddur brennuna enda var veður kjörið til útivistar, hægur vindur og hiti yfir frostmarki. Miklum fjölda flugelda var skotið á loft, sem fylltu himininn tilkomumikilli ljósadýrð með til- heyrandi hávaða. Að sögn björg- unarsveitarmanna, sem einir hafa leyfi til að selja flugelda á staðnum og eru háðir ströngu eftirliti, urðu þeir varír við tölu- verða samkeppni úr heimahús- um. FJÖLDI fólks kom að brennunni út á Breið. Veðursæld á áramótabrennu Snæfellsbæjar Ólafsvík - í Snæfellsbæ voru góð áramót, hiti, gott veður en örlitil rigning. Áramótabrennan var að þessu sinni á milli Hellissands og Ólafsvíkur, á svonefndri Breið, í landi Sveinsstaða. Stóðu starfs- menn bæjarins að brennunni. Mikið fjölmenni var bæði frá Hellissandi og Ólafsvík við þessa sameiginlegu brennu og stóðu björgunarsveitimar að skraut- legri flugeldasýningu. 9 BOKHALDSHUGBUNAÐUR tyrlr WIND0WS Einföld lausn á flóknum málum gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 OTraarion Fólk Framkvæmda- stjóri Hús- vískrar fjöl- miðlunar hf. •KRISTÍN Erna Arnardóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Húsvískrar fjölmiðlunar hf., sem hóf sjón- varpsútsending- ar á síðasta ári undir nafninu Norðurljós. Jafnframt gefur fyrirtækið út Víkurblaðið. Kristín Erna hefur fjölþætta reynslu af dag- skrárgerð fyrir sjónvarp, sem upptökustjóri hjá Sjónvarpinu og hefur hún verið framkvæmda- stjóri fyrir kvikmyndagerð og má í því sambandi nefna myndirnar Sódóma Reykjavík og Benjamín dúfa. Kristín Erna kom til starfa skömmu fyrir áramót og var það hennar fyrsta verkefni að und- irbúa dagskrárgerð undir yfir- skriftinni „Jól og áramót á Húsa- vík“ og verður það efni sent út nú í ársbyrjun. Dreifing efnis fer fram í gegnum örbylgjusendi og er verið að vinna að uppsetningu sérstaks móttökuloftnets í því sambandi. Þess vegna eru afnot af Norðurljósum ekki enn orðin almenn. Kristín Erna er 36 ára gömul, hefur verið búsett í Reykjavík undanfarin ár, en fiyst nú til Húsavíkur ásamt 15 ára dóttur sinni. Kristín Erna Arnardóttir -■ ■ ■■■■• ■ •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.