Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bonino valin „Evrópumaður ársins" | t&rtuKlD Morgunblaðið/Ásdis FRÁ undirritun samnings um yfirtöku þriggja sveitarfélaga á málefnum er varða þjónustu við fatlaða. Sitjandi eru talið frá vinstri: Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Ein- ar Njálsson, bæjarsljóri á Húsavík, Páll Péturssson félagsmála- ráðherra og Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. Standandi eru talið frá vinstri: Hera Einarsdóttir, Elsa Valgeirs- dóttir, Sturlaugur Tómasson, Elín Blöndal, Árni Gunnarsson og Hallur Magnússon. Samið við þrjú sveitar- félög um yfírtöku málefna fatlaðra Borgarstjóri um Skýrr Vissum um áhuga erlendis INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að við undirbúning að sölu á 51% hlut í Skýrr hf. hafi eigendur fyrirtækisins skynjað að talsverður áhugi væri á því á markaði. „Við vissum þegar við veltum þessu fyrir okkur að það væru erlendir aðilar sem mundu sýna fyrirtækinu áhuga og e.t.v. eru ekki öll kurl enn komin til grafar um það,“ sagði borgarstjóri. Aðspurð um viðbrögð við áhuga bandaríska fyrirtækisins CSC á Skýrr hf sagði Ingibjörg Sólrún að það væri sama hvaðan gott kæmi en það væri ekki eina verkefnið að fmna kaupendur að fyrirtækinu; þeir yrðu líka að setja fram verðhug- myndir. Hún vildi hins vegar að svo stöddu engu spá um hvert markaðs- verðmæti 51% hluta í Skýrr hf. yrði. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisins undirritað samn- ing við Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar um yfirtöku sveitarfélaganna þriggja á mál- efnum er varða þjónustu við fatlaða. Að sögn Árna Gunnarssonar, aðstoðarmanns félagsmálaráð- herra, mun Hornafjörður sjá um rekstur málefna fatlaðra í A-Skaftafellssýslu og Húsavík mun sjá um reksturinn fyrir Þingeyjarsýslur. Samtals er um að ræða um 70 milljóna króna kostnað í þessum málaflokki hjá sveitarfélögunum þremur, en á síðasta ári var undirritaður sambærilegur samningur við Akureyri og hafa því fjögur sveitarfélög á landinu yfirtekið rekstur á málefnum varðandi þjónustu við fatlaða. Menningarverðlaun VISA Sannfæring er nauðsynleg í leikhúsi Morgunblaðið/Kristinn Baltasar Kormákur Baltasar Kormákur hefur verið at- hafnamikill á sviði leiklistar frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands 1990 og milli jóla og ný- árs voru honum afhent menningarverðlaun VISA, 300 þúsund krón- ur. Verðlaunin fékk hann fyrir framlag sitt til menningarmála og ekki síst fyrir að halda úti öflugasta einkaleikhúsi landsins, Loftkastalan- um, ásamt Ingvari Þórð- arsyni og Halli Helga- syni. - Hvað ætlar þú að gera við þessa peninga? „Borga VISA-reikn- inginn.“ - Hvenær kviknaði áhugi þinn á leiklist og hvaðan er þessi áhugi sprottinn? Eru nokkrir leikarar í fjölskyldunni? „I kringum mig er aðallega myndlistarfólk og engir leikar- ar. Sá eini sem hefur fengist eitthvað við leiklist er móðurafi minn, Guðni Guðbjartsson, og ætli áhuginn sé ekki bara kom- inn frá honum. Annars kviknaði leiklistaráhuginn þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík og tók þátt í leiksýningum Herranætur. Þar reyndi ég bæði fyrir mér við leik og gerð leikmyndar. Á þessum tíma var ég raunar að velta fyrir mér að læra dýralækningar og stefndi frekar í þá átt en á leik- listina. Eftir stúdentspróf stóð ég á krossgötum og sótti um í tveimur ólíkum skólum, dýra- læknaskóla_ í Englandi og Leik- listarskóla íslands. Ég fékk inni í báðum og valdi leiklistina." - Hvers vegna langaði þig að læra dýralækningar? „Ég hef alltaf átt hross og haft mikinn áhuga á þeim en meðal annars hef ég unnið fyr- ir mér sem tamningamaður. Áhugi minn á dýralækningum tengist því áreiðanlega hesta- mennskunni." - Þú ert þekktur fyrir margt annað en að sitja auðum hönd- um. Hvað ertu að gera þessa dagana? „Nú er ég að æfa aðalhlutverk í tveimur leikritum í Þjóðleik- húsinu, Listaverkinu, sem Guðjón Pedersen Ieikstýrir, og Kettiáheitu blikk- þaki, sem Hallmar Sigurðsson leikstýrir. Síðan tek ég þátt í rekstri Loftkastalans og Kaffi- barsins. Á kvöldin vinn ég við handritsgerð og er núna að undirbúa kvikmyndahandrit upp úr bók Hallgríms Helgason- ar, 101 Reykjavík. Bókin fékk misjafna dóma hjá gagnrýnend- um, en mér finnst hún mjög góð og margt í henni frábært. Mér finnst hún henta vel til kvikmyndagerðar og sé fram á að kvikmyndin þurfi ekki að vera allt of dýr, því hún er um nútímamann í Reykjavík nútím- ans.“ - Finnst þér, sem eiganda leikhúss og leikstjóra, ekki erf- ► Baltasar Kormákur fæddist á Selfossi 27. febrúar 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og útskrifaðist frá Leik- listarskóla íslands 1990. Hann tók þátt í uppfærslum Herra- nætur Menntaskólans í Reykja- vík þijú ár í röð og skólaárið 1984-1985 var hann formaður Herranætur. Baltasar Kor- mákur hefur nýhafið leiksljórn en hann hefur leikið hjá Þjóð- leikhúsinu frá árinu 1990. Auk þess rekur hann Loftkastal- ann, Kaffibarinn og sinnir handritsgerð. Hann er kvænt- ur Lilju Pálmadóttur. itt að vinna í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn annarra? „Ástæða þess að ég fór út í rekstur Loftkastalans og leik- stjóm er sú að ég sóttist eftir meira athafnafrelsi umfram það að leika í Þjóðleikhúsinu. Hins vegar finnst mér mjög gott og alls ekki erfítt að vinna undir leikstjórn annarra, ekki síst i Þjóðleik- húsinu.“ - Áhyggjuraddir hafa heyrst um að þú sért á leið úr landi, er eitthvað til í því? „Tíminn verður að leiða það í ljós.“ - Hvað vilt þú helst sjá sjálf- ur þegar þú ferð í leikhús? „Þá vil ég sjá sannfæringu. Ég vil sjá eitthvað persónulegt og ég vil sjá af hveiju leikstjóri sá ástæðu til að setja verkið á svið. Ef lagt er af stað með sýningu af metnaði er í raun ásættanlegt þótt sett markmið náist ekki. Hins vegar finnst mér óbærilegt þegar jafnvel leikarar eru á sviði án þess að vita í raun af hveiju þeir eru þar. Sjálfur geri ég það sem ég tek mér fyrir hendur af sann- færingu og geri sömu kröfur til annarra sem vinna í leik- húsi.“ Er að gera kvikmynda- handrit upp úr 101 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.