Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR A MORGUIM Guðspjall dagsins: Flóttinn til Egyptalands. (Matt. 2.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Berg- ur Sigurþjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organ- leikari Bjarni Jónatansson. Kammer- kór Dómkirkjunnar syngur. Guðs- þjónusta kl. 14 á vegum Oddfellow- stúkunnar Sigríður. Forsetafrú Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir prédikar. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 11. Ferming, altaris- ganga. Fermdur verður Helgi Guð- jónsson. Prestursr. HalldórS. Grönd- al. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Anna S. Pálsdóttir, guðfræðingur, prédikar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Tómas Guðmunds- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur III) syngur. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir guðsþjónustu. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rós Matthíasdóttur. LAUGARNESKIRKJA: Lesmessa kl. 11. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf: Sameiginleg fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar- dóttir. Organisti Viera Manasek. Barnastarf á sama tíma. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kristín G. Jónsdótt- ir. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa fellur nið- ur í dag vegna endurbóta á kirkjunni. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Barna- guðsþjónusta kl. 13 í umjsón (risar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna fríhelgi starfsfólks kirkjunnar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Kór Seljakirkju syngur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnu- dag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánu- daga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. Mánudaginn 6. janúar kl. 18 biskupsmessa. MARIUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Örn Leó Guðmundsson. Allir hjart- anlega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Jólafagn- aður fyrir börn kl. 14 sunnudag í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Sr. Örn Bárð- ur Jónsson talar. MOSFELLSPREST AKALL: Guðs- þjónusta í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðsprest- ur, messar. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðs- son. Bragi Guðmundsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Greg- orsk messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Brúðhjón Allur borðbiínaöur Glæsileij gjafavar a Bniðarlijdna lislar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1997. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau." Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur ertilog með 28. febrúar 1997. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka (slands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 569 9600. Reykjavík, 30. desember 1996. Þjóðhátíðarsjóður. I DAG SKAK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á Guð- mundar Arasonar mótinu fyrir jólin. Arn- ar E. Gunnars- son (2.230) var með hvítt, en Kristján O. Eðvarðsson (2.200) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 21. f3— f4 sem reyndist vanhugsað. 21. - Hxe2! 22. Rxe2 — Re4 23. Df3 - Rf2+ 24. Kgl — Bg4 (Nú verður hvítur að láta drottninguna af hendi) 25. Dxf2 - Bxf2+ 26. Kxf2 - Dh4+ 27. Kfl - Bxe2+ 28. Kxe2 - Dxh2 29. Re3 — He8 og svartur vann auðveldlega á liðsmun- inum. SVARTUR leikur og vinnur. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Tapað/fundið Kuldajakki tapaðist SVARTUR kuldajakki var tekinn í misgripum föstu- dagskvöldið 27. desember sl. á skemmtistaðnum Tunglinu. Sá sem kannast við þetta er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 555-0053. „Hall“ í Háskólabíói SIGFÚS Gunnarsson hringdi í Velvakanda og var óhress með að salir í Háskólabíói væru kallaðir „hall“ í staðinn fyrir salur, honum þætti gaman að heyra hvaða skýringu forráðamenn Háskólabíós hefðu á þessu. Pennavinir Með morgunkaffinu ÞRÍTUGUR bandarískur karlmaður með áhuga á golfi, hestum, sundi, úti- vist, ferðalögum, bók- menntum, bréfaskriftum og tungumálum: Harald Martin, 265 South Avenue 51, Los Angeles, Califomia 90042- 4549, U.S.A. KANADÍSKUR háskóla- stúdent vill eignast ís- lenska pennavini til að fræðast um land og þjóð: T. Mack Petors, 321 University Avenue, Apartment 2, Fredericton, New Brunswick, E3B 4H9, Canada. COSPER ALLT stórkostlegt að frétta af mér, en hvernig gengur hjá þér? TM Reg U.S Pat. Otl — ail righls roserved (c) 1996 Los Angeies Times Syndicate ÞAÐ biðja allir á skrif- stofunni að heilsaþér, en alla langar líka að vita hvað í ósköpunum þú sagðir við nýja fram- kvæmdastjórann. ÉG vinn á barnaheimili og ef þú tekurþennan hörmu- lega vasa ekki aftur, kem ég með 25 kolvitlausa krakka og leyfi þeim að leika lausum hala í búðinni hjá þér. Víkverji skrifar... VÍKVERJI furðaði sig á því er hann sótti guðsþjónustu í einni af kirkjum borgarinnar á gamlárskvöld að lítið barn fékk að hlaupa um í kirkjunni og hafa alla þá háreysti, sem því sýndist. Víkverji er allra sízt að amast við því að foreldrar taki börn sín með í kirkju — það er einmitt um að gera að venja þau snemma við kirkjusókn. Mörgum er mikils virði að geta haft börnin með í kirkju og alls staðar er þeim vel tekið. En þá verður líka að hafa aga á smáfólkinu, þannig að það trufli ekki aðra kirkjugesti og spilli stemmningunni, sem skap- ast í vel heppnaðri guðsþjónustu. I þessu tilviki gerði kirkjugestur- inn ungi heiðarlegar tilraunir til að yfirgnæfa bæði prestinn og kórinn, alla messuna út í gegn. Víkveiji getur ekki ímyndað sér að foreldrarnir hafi notið guðs- þjónustunnar — og barnið var greiniiega ekki með hugann við guðsorðið heldur. Það hefði verið þetra fyrir alla ef foreldrarnir hefðu sussað á afkvæmið eða ein- faldlega látið sig hverfa og mætt aftur þegar barnið hefði komizt í rólegra skap. SKAMMSTAFANIR á heitum alþjóðastofnana og -samn- inga valda oft ruglingi, ekki sízt þegar margar stofnanir nota sömu skammstöfunina. Geimferðastofn- un Evrópu og Eftirlitsstofnun EFTA nota t.d. sömu skammstöf- un, ESA. í ensku skammstafa menn líka Evrópska efnahags- svæðið og Umhverfisstofnun Evr- ópu eins, EEA. Það er því ekki alltaf nóg að nota skammstöfunina eintóma, þótt slíkt færist í vöxt. Við leit á alnetinu fyrir skemmstu áttaði Víkveiji sig á því að Frí- verzlunarsamtök Evrópu eru ekki ein um skammstöfunina EFTA. Til eru samtök, sem starfa í mörg- um ríkjum Evrópu og kalla sig EFTA (European Fair Trade Association). Markmið samtak- anna er að beijast fyrir „sann- gjarnari" viðskiptum við þriðja- heimslönd, þ.e. að verkafólk, sem framleiðir t.d. kaffi og vefnaðar- vöru, fái meira í sinn hlut af því verði, sem hinn vestræni neytandi greiðir fyrir vöruna. Þriðju sam- tökin, sem kalla sig EFTA, eru hins vegar af sérhæfðara tagi og koma evrópsku samstarfi ekkert við. Þetta er Eastern Fat Tyre Association, sem eru samtök eig- enda fjallahjóla á austurströnd Bandaríkjanna! xxx EIR, sem vilja hafa heimilis- bókhaldið á hreinu, yfirfara greiðslukortakvittanirnar sínar og yfirlitið frá bankanum til að ganga úr skugga um að þeim beri sam- an. Það vekur athygli þeirra, sem stunda þessa iðju, hversu mislæsi- legar greiðslukortakvittanir eru. Strimlarnir, sem hefðbundnir „posar“ prenta út, eru auðlæsileg- ir; dagsetningin er í efstu línu og upphæðin, sem verzlað var fyrir, auðkennd með stærra letri. Þetta eru þær upplýsingar, sem mestu máli skipta á strimlinum. Hjá sum- um fyrirtækjum eru hins vegar allar tölurnar á strimlinum í einum hrærigraut og með sama letri, þannig að miklu erfiðara og tíma- frekara er að lesa úr þeim. Um leið og nöldrað er yfir þessu, vill Víkveiji ekki láta hjá líða að ergja sig yfir því hversu lítið pláss er ætlað fyrir eiginhandaráritun korthafa aftan á greiðslukortun- um. Þetta er afar pirrandi fyrir fólk með víðáttumikla undirskrift.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.