Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 31 AÐSENDAR GREINAR Fall og hrösun á jafnsléttu 1994 Sjúkrah. Reykjavíkur: Fall 3.255 Hrösun á jafnsléttu 4.938 Samtals 8.193 1994 Fj. sjúk.hús Akureyri: 643 856 1.499 1995 Sjúkrah. Reykjavíkur: 2.734 5.215 7.949 1995 Fj. sjúk.hús Akureyri: 500 828 1.328 Samtals: 7.132 11.837 18.969 Á TVEGGJA ára tímabili leit- uðu 18.969 manns sér læknisað- stoðar á Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítali) og Fjórðungs- sjúkrahús Akureyrar vegna falls eða hrösunar á jafn- sléttu. SJÁ TÖFLU: Samkvæmt þessum tölum má ætla að á milli 20.000 og 30.000 manns leiti sér lækn- isaðstoðar vegna falls eða hrösunar á jafn- sléttu á landinu öllu. Það samsvarar á milli 10.000 til 15.000 manns árlega. í þess- um tölum eru m.a. slys sem verða er ein- staklingur dettur í hálku og á það bæði við utandyra sem inn- andyra. Slysavarnafé- lag Islands hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálina við að fækka slysum sem verða vegna fyrrgreindra orsaka. Slysavarnir í hálku Á stjórnarfundi Slysavamafélags íslands, sem haldinn var 9. nóvem- ber sl., var samþykkt að félagsein- ingar Slysavarnafélagsins bjóði fólki, sérstaklega öldruðum, aðstoð við að nálgast mannbrodda og stama skósóla til að auðvelda því að komast ferða sinna áfallalaust í hálku og slæmri vetrarfærð. Að detta er algengt vandamál hjá öldruðum. Tölulegar upplýs- ingar hvaðanæva sýna að ein algengasta or- sök slysa hjá öldruð- um má rekja til þess að einstaklingurinn hefur dottið. Orsökin getur verið af ytri að- stæðum t.d. hálku eða af líffræðilegum ein- kennum sem hefur með jafnvægi að gera, t.d. sjón og heyrn. Hálka úti Á veturna má alltaf búast við snjókomu eða ísingu. Hvoru tveggja skapar hált undirlag og eiga þá margir erfitt með að fóta sig. Það er árviss viðburður að við heyrum í fréttum að komum á slysadeildir fjölgar er frystir úti og margir hljóta beinbrot er þeir hrasa. Hvað er til ráða? Fyrirbyggjandi aðgerðir Mannbrodda er hægt að kaupa af ýmsum gerðum, og eru þeir ómissandi undir skó í hálku. Skó- vinnustofur og skóverslanir víða um land selja þennan útbúnað. Verðið er mismunandi eftir gerð- um. Sem dæmi má nefna að mann- broddar sem smokrað er upp á skó kosta frá kr. 790 - 1800. Mann- broddar með klóm á hjörum sem festir eru við hæl kosta frá kr. 1350. ákomnir. Nýtt íslenskt skó- sólaefni, „svarti demanturinn“, er Á tveggja ára tímabili leituðu um 19.000 manns, segir Signrður G. Sigurðsson, lækn- is- aðstoðar vegna hrösunar á jafnsléttu. mjög stamur gúmmísóli sem kost- ar ákominn frá kr. 2.990. Broddar á staf og hækjur kosta frá kr. 580. Best er að ræða við sölufólk um hvað henti hverjum og einum. Hálka í heimahúsum Hvað varðar hálku innandyra má nefna bleytu á baðgólfi, i bað- körum og sturtubotnum, nýbónuð gólf og lausar mottur. FÍestir telja sig örugga heima hjá sér en stað- reyndin er sú að árlega slasast fjöldi manns í heimahúsum vegna þess að þeir fá slæma byltu af fyrrgreindum orsökum. Hvað er til ráða? Fyrirbyggjandi aðgerðir Bleytu á gólfi skal ávallt þurrka strax upp. Það er góð venja sem getur komið í veg fyrir marga byltuna. í baðkör og sturtubotna er hægt að setja stamar gúmmí- mottur með sogskálum eða líma þar til gerð gúmmískraut inní sjálft baðkarið. Á vegg við baðkar eða sturtu má festa handföng sem hægt er að halda sér í. Stamar gúmmímottur má líka setja á bað- gólf. í dag er ekki þörf á því að bóna gólf eins og gert var áður Sigurðsson fyrr. Nú á tímum er hægt að kaupa náttúrulegar sápur til að þrífa gólfin sem mynda ekki hált undir- lag. Varðandi lausar mottur er hægt að fá stamar gúmmímottur til að setja undir þær og gera þær -? stöðugar. Þá hluti sem nefndir hafa verið er hægt að kaupa t.d. í byggingavöruverslunum. Lokaorð Að lokum skal á það bent að hér eru engan veginn tæmandi I upplýsingar um „hrösun“ í hálku heldur aðvörun til að vekja fólk ' til umhugsunar um hætturnar sem leynast víða. Allir eiga möguleika ' á að bregðast við þeim á einn eða annan máta. Auk þess er slysa- varnafólk úti um allt land tilbúið . að aðstoða þig, lesandi góður. Þess vegna hvet ég hvern og einn til að ræða við slysavarnafélaga í í sinni heimabyggð og leita eftir stuðningi til að nálgast þau hjálp- í artæki sem að framan greinir. Slysavarnafélag Islands ásamt áhugahópi sjúkraþjálfara í öldrun- arþjónustu og framkvæmdasjóði aldraðra gaf út bækling sem heit- ir Ganga styrkir fætur sterkir forða. falli. Hægt er að nálgast þennan bækling hjá Slysavarnafé- lagi íslands á Grandagarði 14. Bæklingurinn tekur á ýmsum þátt- um hvað varðar „dettni" og hvern- ig best er að bregðast við. Gleði- - _ legt ár. Höfundur er deildarstjóri slysa varnadeildar _ Slysavarnafélags Islands. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 882. þáttur „Fásinna væri að loka augum fyrir því, að svo kann að fara, að íslendingum verði gert ólíft án þess að gangast undir meiri eða minni efnahags- og stjórn- arfars-afskipti valdfrekra og gráðugra stórvelda, hvað sem af kann að leiða. Fari svo, er aðeins ein leið til að varðveita sjálfstæða íslenzka menningu, og það er verndun þjóðtungunnar. Viðbúið er, að maklegt stolt af fegurð landsins hrykki skammt til þjóð- hyggju, ef ekki kæmi til dýrmæt- ur menningararfur, sem umfram allt er fólginn í tungu vorri og sögu. Reyndar á saga þjóðarinn- ar og bókmenntir fornar og nýjar ekki lítinn þátt í ást íslendinga á landi sínu.“ (Helgi Hálfdanar- son). ★ Orðinu karakter bregður fyrir í íslensku allar götur frá 17. öld að minnsta kosti. Það mun vera komið til okkar úr dönsku, en er ættað úr grísku kharaktér og merkir þar mót, eftirmynd eða sérkenni. Þetta nafnorð er leitt af samkynja sögn = rista, móta, og tilsvarandi sögn í litháísku táknar að skafa eða klóra. Fátt er annars um góð samanburðar- dæmi í germönskum málum. Orðið karakter (e. character) hefur þanist mjög út að merk- ingu. í ensku eru greind um tutt- ugu mismunandi afbrigði merk- ingar. Og þá er komið að okkur ís- lendingum. Ég held við notum þetta erlenda orð óþarflega mikið. Oft væri okkur hollt að láta reyna á móðurmálið, áður en við slett- um. En hvað merkir karakter meðal okkar? Ég nefni hér það helsta sem mér er kunnugt um; orðabækur eru fátækar í þessu efni: 1) galdrastafur, 2) eigin- leiki, 3) skaphöfn, skapgerð, 4) skapstyrkur, 5) manngerð, per- sónuleiki, 6) maður (sérkennileg- ur, sálstyrkur). Niðurstaða mín í bili er sú að við ættum að spara tökuorðið. Við gætum sagt til dæmis: 1) Liðið sýndi mikinn skap- styrk og vann leikinn, þó að það væri komið fjórum mörkum undir. 2) Þetta er merkileg mann- gerð. 3) Skaphöfn hans er styrk. 4) Hann er merkilegur (sér- kennilegur) persónuleiki. Þarna höfum við unnið tvennt: haft móðurmálið í heiðri og unnið gegn orðafátækt. ★ 1) Ásta Sóllilja Kristjánsdótt- ir fæddist vestur í Dýrafirði í jan- úar 1892. Hún var fermd 1906 og fullt nafn hennar letrað skýr- um stöfum með hinni settlegu rithendi sr. Janusar Jónssonar í Holti í Önundarfirði. Allt um þetta hefur nafnið Sóllilja ekki ratað inn í prentaða útgáfu Hagstofunnar 1915 á alls- herjarmanntalinu 1910, enda þótt Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir væri bráðlifandi. Eftir skrám Þorsteins Þor- steinssonar hagstofustjóra var engin mær skírð Sóllilja 1921-50. En nú eru í þjóð- skránni að minnsta kosti sex sem heita Sólliya síðara nafni. Ekki efast ég um að Halldór Kiljan Laxness hefur heyrt getið Ástu Sóllilju Kristjánsdóttur, er hann tók til við Sjálfstætt fólk. 2) Viðmælandi útvarpsstöðv- ar: „Það hefur komið upp á borð hjá mér að kíkja á tennur í dýr- um.“ Er ekkert lát á smekkleys- unni? 3) Að ganga milli bols og höfuðs er gamalt myndhverft orðtak sem notað er í merking- unni að gjörsigra eða uppræta. Líkingamálið þarf held ég ekki skýringa. [Má ég skjóta því hér inn að maður bargst einu sinni naumlega á stúdentsprófi með því að segja þó, að „mænan væri í bolnum“]. Hitt er ástæðulaus breyting, sem heyrðist nýlega í fréttum, að „ganga til bols og höfuðs“, þótt það kunni að vera framkvæmanlegt. 4) „Ríki íslenskunnar er að vísu ekki víðáttumikið í rúmi, hún hefur ekki lagt undir sig löndin, en hún hefur lagt undir sig ald- irnar. . . . Egill Skallagrímsson, víkingurinn, og Matthías Joc- humsson, klerkurinn, gætu skipst á hendingum yfir tíu aldir og skilið hvor annan til fulls. Svo mikill er kraftur hins íslenska orðs, að tönn tímans hefur aldrei unnið á því - og skal aldrei gera.“ (Árni Pálsson, 1878- 1952). 5) Ólafur á Syðri-Reykjum ver það tal „að ganga milli Pontíusar og Pílatusar“ og segir að það tíðk- ist t.d. í Þýskalandi. 6) Afdráttarháttur (sparar rúm og prentun): Kveina margir. Kvíða haldna kvonarleysi dapurt hijáir. 7) Bókin Orðalykill eftir Árna Böðvarsson er mjög nytsamleg, t.d. um landafræðiheiti. Hér eru nokkur dæmi: Kantaraborg, EF. Kantara- borgar Englandi, e. Canterbury Kap Fai’vel Hvarf Kap Verde -*• Grænhöfðaeyj- ar Kara Deniz Bogaz -* Sævið- arsund Karaíbahaf, Karabíska haf -»• Karíbahaf Karelía -»■ Kirjálaland Kargeyja einnig ritað Kharg, íran, Persaflóa Karíbahaf (kennt við Karaíba eða Karíba, frumbyggja Mið-Amer- íku) Karaíbahaf, austur af Mið- Ameríku. 8) Þá háttvísi er að lofa, þegar lamar af slensíu og dofa nú skríða SÞ (horfin frægð þeirra forn) á sínum fjórum í Annan Kofa. (Hárekur úr Þjóttu). 9) Vestmanneyingi á Húsavík, sem var óvanur renningi(=skaf- renningi) sagði að sér líkaði ekki þessi sífelldi „dregill“. Orð í tíma töluð MIG undrar andvaraleysið í fólki gagnvart sínum eigin málefnum, en ég hef talað við fjölda fólks sem hefur sýnt að það vilji hafa sam- stöðu í málefnum öryrkja og aldr- aðra. En það er nú einu sinni svo að ekkert er hægt að gera nema með samstöðu en það gerum við eingöngu með því að ganga í félag eldri borgara þvi þar er margur góður maðurinn sem vill og getur unnið að okkar málefnum. Þetta eru sameigin- leg hagsmunamál okk- ar og skiptir engu máli hvaða stjórnmála- skoðanir við höfum og því síður í hvaða flokki við erum. Við vitum öll, hveijir eru and- stæðingar okkar eru; því þurfum við að snúna bökum saman til að mynda samstöðuhóp sem sinnir okkar þörfum. Sterkasta vopn aldraðra eru atkvæðin, segir Skúli Einarsson, sem hvetur fullorðið fólk til samstöðu. Helstu vopn okkar eru atkvæðin okkar, að þau fari í réttar hendur. Það er það eina sem þessir herrar skilja, því þótt þeir séu með falleg fyrirheit fyrir kosningar þá vill það oft verða svo að lítið fer fyrir fram- kvæmdum þegar á reynir. Og oft er það nú þannig að forystumenn verða að fórna sínum pólitísku skoðunum til að geta unnið að þess- um sjálfsögðu hagsmunamálum. Við vitum að það er sami rassinn undir öllum þessum þingmönnum, með fáum undantekningum og tel ég þetta samstarf við Framsókn mjög slæman kokkteil (og hristist vel). Vil ég biðja alla að grand- skoða þetta fólk vel áður en því verður afhent umboð okkar. Því við verðum að hindra að þau kom- ist í þá aðstöðu sem leyfir þeim að fremja frekari kjaraskerðingar á okkur, við erum nefnilega í út- rýmingarhættu að völdum stjórn- valda. Kannski bíður seðlabankinn eftir Páli og Ingibjörgu. Þau verða kannski verðlaunuð fyrir léleg störf í þágu smáborg- aranna, samanber flokksbróðir þeirra Steingrím. Ég skil ekkert í þessum bless- uðu tréhestum, sem eru að hnýta í eftir- launafólk og öryrkja. Þetta hlýtur að vera vanþroski. Myndi það vilja skattleggja tekjur sínar æ ofan í æ, af þessum fátæklega líf- eyri sem fólki er skammtað eftir langan starfsdag. Unga fólkið ætti að vita af því að það tekur ekki við slæmu búi af okkur ellilífeyrisþeg- um. Eignir þjóðarinnar eru 1.200 til 1.400 milljarðar en skuldir 230 milljarðar, þrátt fyrir ýmis áföll og bruðl. Geri aðrir betur! Mörg minni hagsmunafélög hafa haft sín mál fram með því að sýna festu. Það er einmitt það sem við verðum að gera. Ég vil að endingu biðja fólk að gegnumlýsa þing- mennina okkar vel, áður en þeim er afhent umboð okkar til að spila < með, því eins og ég sagði áðan þá er það okkar eina vopn. Ég vil líka benda ykkur á að skoða grein eftir Margréti H. Sigurðardóttur, út- reikning jólagjafanna í ár, sem birt- ist í Mbl. þann 3. desember síðast- liðinn. Höfundur er ellilífeyrisþegi og fyrrv. matsveinn. Kjarvalsstaðir Skúli Einarsson 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.