Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stéttarfélagsfargjöld 5.000 sæti verða seld FULLTRÚAR launþegahreyfing- arinnar og Samvinnuferðir-Land- sýn skrifuðu í gær undir samning um ráðstöfun á 5.000 sætum fyrir meðlimi stéttarfélaga til tólf áfangastaða Flugleiða í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Sala farmiðanna hefst mánu- daginn 13. janúar og stendur til 8. mars en um er að ræða flug á tímabiiinu 8. maí til 15. september. Meðaltalshækkun á verði er inn- an við tvö prósent frá i fyrra að sögn Helga Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Samvinnuferðar- Landsýnar. Þannig kostar far til Kaupmannahafnar fyrir fullorð- inn með sköttum kr. 23.480, til Glasgow kr. 20.100 og til Balti- more kr. 38.400. Flugmiðinn gildir minnst í viku en mest í einn mán- uð. Httitwin't int/rt Morgunblaðið/Ásdís FRÁ undirritun samnings um ráðstöfun á 5.000 flugsætum til tólf áfangastaða Flugleiða. Frá vinstri Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, Simon Pálsson, forstöðumaður söludeildar hjá Flugleiðum, Pétur Maack frá Verslunarmannafélagi íslands, Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi íslands, Olga Herbertsdóttir hjá Farmanna- og fiskimannasantbandinu, Anna Finnboga- dóttir hjá Sambandi íslenskra bankamanna og Hilmar Ingólfsson frá Kennarasambandi íslands. 1.670 not- aðir bílar fluttir inn FLUTTIR vom inn rúmlega átta þúsund nýir fólksbílar til landsins á nýliðnu ári og hafa ekki verið fluttir inn fleiri nýir fólksbílar frá árinu 1991. Innflutningur notaðra bíla hefur aukist um 55% miðað við meðaltal síðustu ára og ef litið er til meðaltals síðustu fimm ára er um meira en þreföldun á innflutn- ingi notaðra bíla að ræða. Samkvæmt yfirliti Bílgreinasam- bandsins var innflutningur fólksbíla í fyrra svipaður og meðaltal undan- farinna 15 ára og er heildarfjöldi fólksbíla hér á landi nú um 120.000. Alls vom fluttir inn 1.670 notað- ir bílar á árinu 1996 og í desember sl. var innflutningur þeirra yfir fjórðungur af samanlögðum fólks- bílainnflutningi. Erill á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á nýársnótt Kínverjar sprungn í höndum fólks NOKKUÐ var um að fólk leitaði á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á nýársnótt vegna bruna, sem hlut- ust af flugeldum og sprengjum. Meiðsli voru þó í flestum tilvikum smávægileg og engin dæmi um al- varlega augnskaða. Alvarlegustu meiðsli þessi áramót reyndust því vera vegna líkamsárása. Einar Hjaltason, læknir á slysa- deild, sagði í samtali við Morgun- blaðið að í nógu hefði verið að snú- ast á nýársnótt. „Til allrar ham- ingju voru meiðslin í flestum tilvik- um minni háttar útlimabmnar, en engir augnskaðar, sem oft hafa verið alvariegir um áramót. Þar virðist áróður hafa skilað sér, fólk gætt betur að sér en áður og notað hlifðargleraugu.“ Bannaðar sprengjur sprungu Einar sagði að þrátt fyrir að svo- kallaðir kínverjar væm bannaðir þá hefðu allnokkrir komið á slysadeild með brunasár eftir þá. „Það var nokkuð um að kínverjarnir sprungu í höndunum á fólki, sem kveikti ef til vill í þeim með stjörnuljósi og áttaði sig ekki á því hvenær kveik- urinn á sprengjunni fór að loga. Þá brenndust nokkrir af því að þeir gættu ekki að sér og fóru of snemma aftur að flugeldum, sem ekki skutust strax upp.“ Einar sagði að meiðsli fólks, sem leitaði á slysadeildina á nýár- snótt, væru í fæstum tilvikum al- varleg. ------»-».♦----- Eina málið sinnar tegundar MÁL skipstjórans á Gunna RE-51, sem var sýknaður af ákæmm um að kasta 2-300 kg af margra nátta netafiski fyrir borð, er eina opinbera málið sem höfðað hefur verið á gmndvelli reglugerðar sem skyldaði báta til að koma með allan afla að landi. Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að reglugerðin hafi ekki haft lagastoð og á því byggðist sýknudómurinn. Lög um umgengni um nytjastofna sjávar voru sett 3. júní 1996, og eftir það hafa mál komið upp sem em til meðferðar í kerfinu og em rekin á gmndvelli nýju laganna, að sögn Hilmars Bald- urssonar, lögfræðings hjá Fiskistofu. 5521150-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON. FRAMKVÆMDASTJÓRi JÓHANIV ÞÓRBARSON, HRL. LÖGOILTUR fASTEIGNASALI. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Gnoðarvogur - Grettisgata - lækkað verð 3ja herb. íbúðir í reisulegum steinhúsum. Góð lán fylgja. Lækkað verð. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Tilboð óskast. Glæsilegt raðhús - vinsæll staður Skammt frá Árbæjarsundlauginni með mjög rúmgóðri 6-7 herb. ibúð á tveimur hæðum. Kjallari: Gott vinnu- eða föndurhúsnæði. Skipti möguleg. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Traustir fjársterkir athafnamenn óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg - Bankastræti - nágrenni. Byggingarlóð eða gamalt hús til niðurrifs eða endur- eða viðbyggingar kemur til greina. Rétt eign verður greidd við kaupsamning. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. • • • Opið í dag kl. 10-14. Sérhæð óskast í Hlíðum, við Stóragerði og raðhús í Smáíbúðahverfi. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Andlát SVEINN A. SÆMUNDSSON SVEINN A. Sæ- mundsson blikksmíða- meistari lést að heimili sínu í Kópavogi 2. jan- úar sl., áttræður að aldri. Sveinn fæddist á Eiríksbakka í Bisk- upstungum 24. nóv- ember 1916. Foreldrar hans voru Arnleif Lýðsdóttir og Sæ- mundur Jónsson. Sveinn stundaði nám í Bændaskólan- um á Hvanneyri 1936-38, lauk sveins- prófi í blikksmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1947 og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein 1950. Auk þess sótti hann ýmis námskeið í stjórnun og rekstri fyr- irtækja. Á sínum yngri árum vann Sveinn við landbúnaðarstörf. Hann stofnaði ásamt fleirum Blikksmiðjuna Vog árið 1949 og veitti henni forstöðu til 1983. Sveinn var formaður Félags blikksmiða 1948-49, sat í stjórn Félags blikksmiðjueigenda í tutt- ugu ár og var formaður þess í tíu ár. Einnig sat hann í stjórn Sam- bands málm- og skipasmiðja í sex ár, þar af sem varafor- maður í fjögur. Hann var í stjórn Norður- landasambands blikksmíðameistara í tíu ár, þar af formað- ur í tvö ár. Sveinn var stofnfélagi í Rotary- klúbbi Kópavogs og sat í stjórn Framfara- félags Kópavogs frá 1950. Hann söng í Karlakór iðnaðar- manna, Karlakór Reykjavíkur, Árnesingakórnum og Kór aldr- aðra í Kópavogi. Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Guðrún Kristjánsdóttir, klæðskerameist- ari og húsmóðir. Hún lést árið 1980. Börn þeirra eru Alda, for- stöðumaður Dagdvalar aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi, og Ólína Margrét, rekstrarstjóri Spari- sjóðs Kópavogs. Seinni kona Sveins var Jónína Rannveig Þor- finnsdóttir kennari. Hún lést árið 1992. Andlát ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR ELÍN Guðmundsdótt- ir lést á dvalarheimil- inu Seljahlíð í Reykja- vík 1. janúar síðastlið- inn, 102 ára að aldri. Elín var fædd að Fossi við Arnarfjörð 30. nóvember 1894. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jónatans- dóttir og Guðmundur Einarsson. Hún flutt- ist ásamt foreldrum sínum að Hóli við Bíldudal árið 1899, þar sem þau bjuggu fram til ársins 1905, en þá settust þau að á Isafirði. Árið 1910 fluttist fjölskyldan svo til Bolungarvíkur. Eiginmaður Eiinar var Jens E. Níelsson frá Flateyri við Önundar- fjörð. Þau bjuggu í Bolungarvík til 1938 er þau fluttu til Reykjavíkur, þar sem heimili þeirra var síðan. Jens var barna- kennari í Bolungar- vík, við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík og síðast við Austurbæj- arskólann. Jens lést árið 1960. Þau hjónin eignuð- ust þrjá syni; Guð- mund, rafvélavirkja- meistara, Skúla, }ög- fræðing, og Ólaf, verkfræðing. Eiín var alla tíð virk í félagsmálum. Þannig tók hún til dæmis virkan þátt í störfum Góð- templarareglunnar, Kvenfélags Hallgrímskirkju og Kvenfélags Háteigskirkju. Síðustu árin dvald- ist Elín í Seljahlíð í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.