Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 11 FRÉTTIR Áttunda ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands ATTUNDA ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands hófst í Odda í gærmorgun með fyrirlestrum annars vegar um krabbameinsrannsóknir og hins vegar um augnlækningar. Ráð- stefnunni lýkur síðdegis í dag, iaugardag, með verðlaunaafhend- ingu fyrir vísindavinnu í lækna- deild HÍ síðastliðin tvö ár. Margbreytileg verkefni Á ráðstefnunni kynna vísinda- menn sem vinna að rannsóknum á vegum læknadeildar samtals 178 verkefni. Þau eru mjög marg- breytileg og snerta flestar greinar heilbrigðisvísinda. Auk rann- sókna á krabbameini og augn- sjúkdómum ber mikið á rannsókn- um í ónæmisfræði, einnig hjarta- og æðasjúkdómum, faraldsfræði, handlæknisfræði og fleiru. Verk- efnakynningarnar skiptast í tvennt; annars vegar er um að ræða 103 munnleg erindi, hins vegar eru 75 verkefni kynnt með veggspjaldasýningu. Undir liðunum ónæmis- og far- aldsfræði falla bakteríu- og sýkla- rannsóknir, sem mikil virkni hefur verið í að undanförnu. Af þeim rannsóknum hafa þær sem beinast að bakteríutegundinni „pneum- ococcus“ vakið einna mesta at- hygli, en þessi baktería á þátt í margs konar sýkingum, m.a. mun hún vera algengasta orsök eyrna- bólgu í börnum. Sýklalyfjaónæmi þessarar bakteríu er vandamál sem brugðizt hefur verið við með því að draga úr sýklalyfjanotkun og þróun nýrra bóluefna, sem eiga að verka betur sem vörn fyrir börn gegn eyrnabólgu. Krabbameinsrannsóknir eru eitt umfangsmesta rannsóknasviðið. I gær voru fjórtán verkefni á sviði krabbameinsrannsókna kynnt á ráðstefnunni. Að þessum verkefn- um hafa unnið fleiri en sextíu vís- indamenn - líffræðingar, læknar og meinafræðingar leggja þar saman krafta sína. Stofnfrumuígræðslur Meðai athyglisverðra nýjunga, sem kynntar voru, má nefna þróun nýrra aðferða við stofnfrumu- ígræðslur, sem eru vaxandi þáttur í meðferð gegn ýmsum illkynja blóðsjúkdómum, s.s. hvítblæði, og föstum æxlum, m.a. brjósta- krabbameini. Þetta meðferðar- form hefur að sögn Kristbjarnar Orra Guðmundssonar líffræðings, sem kynnti rannsóknina, að hluta til komið í stað beinmergs- ígræðslna, en þær hafa hingað til verið sú aðferð sem helzt hefur verið beitt við meðferð illkynja blóðsjúkdóma. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að líklega sé hægt að beita stofnfrumuígræðslum sem árang- ursríkri stoðmeðferð eftir sterka lyfja- og geislameðferð. Meðferð- in byggist á því, að úr blóði sjúkl- ingsins eru síaðar blóðmyndandi stofnfrumur, sem síðan eru geymdar í frysti. Þar sem hlut- fall slíkra frumna er aðeins um 0,01% í venjulegu blóði er þessi síun gerð möguleg með því að örva framleiðslu þeirra með sér- stakri lyfjagjöf, sem getur hækk- að hlutfallið í 3-4%. Þá er hægt að beita sjúklinginn sterkari lyfja- og geislameðferð en ella, og eyða stofnfrumunum í beinmergnum ásamt krabbafrumunum sjálfum. Að því loknu er með geymdu stofnfrumunum hægt ____________ að byggja upp heilbrigt blóðkerfi á ný, án bein- mergsflutnings úr skyldmenni eða öðrum líffæragjafa. Með þess- ari aðferð má auka líf- slíkur t.d. hvítblæðis- sjúklinga til muna. íslenzkir sjúklingar sem fengið hafa beinmergsígræðslu hafa Morgunblaðið/Ásdís í DESEMBER 1995 tókst að einangra annað brjóstakrabbameinsgenið svokallaða, BRCA2, ári eftir að það fyrsta uppgötvaðist. íslenzkur rannsóknarhópur við frumulíffræðideild Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði á Landspítalanum átti þátt í þeim áfanga. Á ráðstefnunni í Odda kynnti Rósa Björk Barkardóttir sameindaerfðafræðingur, sem hér sést (2. f.h.) í hópi félaga sinna í rannsóknar- hópnum, nýjustu rannsóknirnar á arfgengu bijóstakrabbameini. Hin heita (f.v.) Aðalgeir Arason, Guðrún Jóhannesdóttir, Júlíus Guðmundsson og loks Valgarður Egilsson. Mikil gróska í íslenzkri rann- sóknarvinnu Á áttundu ráðstefnunni um rann- * sóknir í læknadeild Háskóla Islands, sem hófst í gær og lýkur kl. 18 í dag, kynna vísindamenn 178 rann- sóknarverkefni, sem bera grósku íslenzkrar rannsóknarvinnu vitni. Auðunn Arnórsson hlýddi á nokkr- ar verkefnakynningar í Odda í gær. 200-300 kon- ur á „krabba- meinsaldri" í sérstökum áhættuhópi þurft að leita til útlanda, en vax- andi áhugi mun vera á því að hefja slíkar meðferðir hérlendis. „Það er í raun allt til staðar hérna núna til að fara í gang með þetta,“ segir Leifur Þorsteinsson, sér- fræðingur í ónæmisfræði við Blóðbankann. Eina hindrunin væri að þetta væri flókið ferli sem margir þurfa að koma að, og kost- aði sitt. En Leifur bendir á, að heilbrigðisráðherra hafi nýlega lýst yfir áhuga sínum á að hafinn yrði undirbúningur að því að af þessu megi verða. Fjöldi íslenzkra sjúklinga, sem ástæða er til að ætla að gætu bætt horfur sínar verulega með þvi að gangast undir meðferð af þessu tagi, er þó nokkur. Til dæmis er fjöldi bijóstakrabba- ________ meinssjúklinga, sem gagn hefði af stofn- frumuígræðslu sem við- bót við lyfjameðferð, u.þ.b. 8-10 árlega. Að sögn Leifs benda tölur erlendis til að þessi hóp- “ ur geti bætt lífslíkur úr 25-30% í 60-80%. Þessi fjöldi er þó aðeins viðbót við fjölda þeirra sem þjást af illkynja blóðsjúkdóm- um og hefðu augljós- lega mest gagn af meðferðinni. Að sögn Leifs mun með- ferðin einnig lofa góðu að því er varðar sjálfsónæmissjúk- dóma, svo sem M.S. Arfgengi brjósta- krabbameins Á síðustu árum hefur verið lögð mikil áherzla á rannsóknir á brjóstakrabba- meini. Uppgötvun bijóstakrabbameins- genanna svokölluðu (BRCAl og BRCA2) var mikið framfara- skref í bijóstakrabbameinsrann- sóknum, en íslenzkir vísindamenn áttu sinn þátt í að það tókst að einangra þessi gen. Talið er að um 5-10% bijóstakrabbameinstil- fella séu arfgeng og að rekja megi meira en helming þeirra til stökk- breytinga í bijóstakrabbameinsg- enunum. Rósa Björk Barkardóttir, sam- eindaerfðafræðingur á Rann- sóknastofu Háskólans í meina- Leifur Þorsteinsson Kristbjörn Orri Guðmundsson Haraldur Sigurðsson Andri Konráðsson íslenzku fræði, kynnti nýjustu rannsóknina á þessu sviði. Hún beinist sér- staklega að rannsókn á átta stórum ættum, sem hafa sterka tilhneigingu til myndunar krabba- meins í brjósti. Niður- staða hennar sýnir að í “ um 90% af þeim einstaklingum sem koma úr þessum fjölskyldum með háa tíðni arfgengs bijósta- krabbameins finnst stökkbreytt bijóstakrabbameinsgen. Að sögn Rósu Bjarkar má áætla af niður- stöðum skimunarátaks, sem framkvæmt var nýlega, að um 1.000 íslendingar beri slíkt stökk- breytt gen í sér, eða um 500 kon- ur. Af því megi ætla, að um 200-300 íslenzkar konur á „krabbameinsaldri“ séu í sérstök- um áhættuhópi, þar sem líkurnar á að þær sýkist af bijóstakrabba- meini fyrr eða síðar á lífsleiðinni nálgast 90%. Líkurnar eru mestar á aldrinum frá þrítugu til fimm- tugs. Tíðni augnslysa Meðal athyglisverðra erinda um augnlækningar var rannsókn á augnslysum á íslandi, sem Haraldur Sigurðsson augnlæknir kynnti. Rannsóknin fólst fyrst og fremst í að bera saman tölur um augnskaða á árunum 1987- 1993 við tölur frá tímabilinu 1971-1979, þar sem einkum var tekið tillit til eðlis og tíðni slysa. Að sögn Haraldar er athyglis- verðasta niðurstaðan úr rann- sókninni sú, að á meðan augn- sköðum barna af völdum slysa fer greinilega fækkandi stendur tíðni slíkra slysa í stað hjá full- orðnum. Á meðan fjölda barna sem urðu fyrir augnskaða af slys- förum fækkaði úr 23 á ári að jafnaði á áttunda áratugnum í 12 á árunum 1987-1993, var sambærilegur fjöldi fullorðinna 33 og fækkaði aðeins í 26; þetta er að sögn Haraldar svipað hlut- fall, þar sem á síðustu árum hafa færri verið lagðir inn vegna augnslysa. „Þessi þróun er áhyggjuefni," segir Haraldur. Algengasta or- sök- augnskaða fullorðinna hafi verið og sé enn vinnuslys. Þeim hafi ekki fækkað á undanförnum áratugum. Flestum augnsköðum valdi slys við húsabyggingar, þar sem hamrar, naglar og vírar hafa reynzt mestu skaðvaldarnir. Hvað varðar alvarlegustu slysin segir Haraldur nútíma augn- skurðlækningar hafa gert það mögulegt að bjarga t.d. augum með flísar inni í auganu eða aug- um sem skorizt þafa af odd- hvössu verkfæri. Áður fyrr hafi þurft að fjarlægja mörg þannig sköðuð augu. Á tímabilinu 1964- 1992 voru 72 augu fjarlægð vegna alvarlegra augnslysa. Hornhimnuígræðslur Hornhimnuígræðslur munu vera algengustu ígræðsluaðgerðir sem framkvæmdar eru í heimin- um, og eru jafnframt einu líffæra- flutningarnir sem gerðir eru hér- lendis, en íslenzkir læknar byijuðu að framkvæma slíkar aðgerðir árið 1981. Á ráðstefnunni var kynnt yfirlitsrannsókn á þeim hornhimnuígræðslum sem fram hafa farið hérlendis frá upphafi til ársloka 1995, en á þessu tíma- bili voru gerðar 99 ígræðslur á 73 einstaklingum, sem voru allt frá 5 til 94 ára. Algengasta ástæða aðgerðanna var arfgengur augnsjúkdómur sem kallaður er „blettótt horn- himnuveiklun". Athygli vekur, að þessi sjúkdómur er margfalt al- gengari hér en í nálægum löndum. Að sögn Andra Konráðssonar við augndeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Landakoti, sem kynnti rann- sóknina, kemur sjúkdómur þessi fram á unglingsárum og versnar _______ með aldrinum. Um þrí- tugt getur sjúklingurinn hafa tapað svo til állri sjónskerpu af sökum sjúkdómsins. Eina þekkta lækningin við honum er að skipta um hornhimnu. Árangur Hornhimnu- ígræðslur einu líffæra- flutningarnir hérlendis mældur í bættri sjónskerpu eftir aðgerð mun hérlendis vera með því bezta sem þekkist í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.