Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ pteripmM&Mí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNIOG LYFJAVERÐ HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur hækkað hlutdeild neyt- enda og sjúklinga í greiðslu lyfjakostnaðar. Áfram greið- ir Tryggingastofnun ríkisins þó stærstan hluta kostnaðar við lyf og hámarksupphæðin, sem sjúklingur greiðir fyrir lyf, verð- ur óbreytt. Eft.ir að frjálsræði var aukið í lyfsölu á nýliðnu ári hafa nýj- ar lyfjaverzlanir verið settar á stofn og veitt eldri apótekum harða samkeppni. Að hluta til felst sú samkeppni í bættri þjón- ustu frá því, sem áður var, en einnig hafa Iyfjaverzlanir veitt neytendum afslátt af hlutdeild þeirra í verði lyfja. Afslátturinn hefur numið allt að 99%. Stundum hefur neytend- um hreinlega verið' gefinn þeirra hluti af lyfjaverðinu. Þessi afsláttur hefur hins vegar verið lyfjaverzlunum ódýr, vegna þess að ríkissjóður greiðir eftir sem áður langstærstan hluta lyfjaverðsins. Þannig hefur samkeppni lyfjaverzlana eðli málsins samkvæmt ekki farið fram á sömu forsendum og þar sem verið er að selja venjulega vöru á fijálsum markaði. Ríkissjóður hef- ur heldur ekki fengið sama afslátt af hlut almennra skattgreið- enda í lyfjaverðinu. Með því að lækka svo mjög kostnað neytenda af lyfjakaupum er ýtt undir að einhveijir misnoti kerfið og meira sé keypt af lyfjum en fólk þarf í raun á að halda. Það er til merkis um þetta, að lyfjareikningur til Tryggingastofnunar hefur aldrei verið hærri en í október síðastliðnum, en þá stóð verðstríð lyfja- verzlana sem hæst. Þessi reikningur er auðvitað sendur áfram til skattgreiðenda. Með því að hækka kostnaðarhlutdeild neytenda er heilbrigðis- ráðuneytið í raun að ná í vasa skattgreiðenda hluta af þeirri verðlækkun, sem samkeppni apótekanna hefur skilað. Um leið er reynt að draga úr hættunni á ofnotkun lyfja, sem kosta skatt- greiðendur háar fjárhæðir. Meðalvegurinn í þessum efnum er vandrataður, en svo virðist sem ákvörðun heilbrigðisyfirvalda sé skynsamleg. ÁVÖXTUN OG VARZLA LÍFEYRIS SPARNAÐAR LÍFEYRISSJÓÐIR voru lengi vel nánast eini peningalegi sparnaður landsmanna. Aðild að þessum sjóðum og ið- gjaldagreiðslur til þeirra áttu að tryggja afkomu hlutaðeigandi á efri árum. Jafnframt gegndu sjóðirnir mikilvægu hlutverki á takmörkuðum íslenzkum lánsQármarkaði. Ekki mun umtalsverð- ur ágreiningur meðal landsmanna um skylduaðild að lífeyris- sparnaði. Á hinn bóginn vex þeirri kröfu ásmegin að eigendur þessa sparnaðar hafi fijálst val um, hvar hann er ávaxtaður. Við hlið hinna almennu lífeyrissjóða byggðust upp séreigna- sjóðir þar sem iðgjaldagreiðslur eru lagðar inn á sérreikninga sparenda. í kjölfar aðildar að EES hafa og erlend tryggingafé- lög boðið upp á svonefndar söfnunartryggingar. Og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hefur nú brotið blað með nýjum samn- ingi við vinnuveitendur. Gert er áfram ráð fyrir sjóði á samtrygg- ingargrundvelli, en sjóðfélögum gefst kostur á að byggja upp fijáisan viðbótarsparnað. Þeir hafa val um, hvernig þeir tryggja sér réttindi umfram lágmarksákvæði samninga og hvort þau eru samkvæmt séreignarfyrirkomulagi eða öðru formi trygginga. Það spor, sem VR stígur nú, er til réttrar áttar fyrir sparend- ur og vegvísir fyrir önnur hliðstæð samtök. - í ljósi tiltækrar reynslu er rétt að viðhalda skylduaðild fólks að lífeyrissparn- aði. Hins vegar ber að stefna að því að sparendur hafi frjálst val um það hvar og á hvern hátt þeirra eigin sparnaður er ávaxt- aður. VIÐVÖRUN Á ELLEFTU STUNDU RANNSÓKNARNEFND flugslysa hefur sent frá sér skýrslu um atvik, er henti um 15 sjómílur suður af landinu í sept- ember síðastliðnum, er við lá að Flugleiðaþota, sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli, rækist á aðra Flugleiða- þotu, sem var að hefja sig til flugs. Hársbreidd virðist hafa munað að þoturnar rækjust saman. Nefndin telur atvikið „alvar- legt“, legið hafi við árekstri loftfara. Hver einasti lesandi Morgunblaðsins, sem las frásögn af skýrslu flugslysanefndar í Morgunblaðinu í gær, hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvort nægilegt flugöryggi sé í flugumferð við land- ið. Frásögnin í skýrslunni er svo ógnvekjandi og það munaði svo litlu að ekki yrði stórslys, að undrun sætir. Svo virðist sem megin ástæða þess að tókst að forðast árekstur hafi verið, að sjálfvirkur árekstrarvari, sem var í annarri þotunni, gaf viðvör- un. Atvik þetta sýnir að aldrei má slaka á miklum kröfum, sem gerðar eru til flugumferðarstjóra og alls öryggis er varðar flug- umferð við landið. Morgu nblaðið/Golli EINAR Oddur Kristjánsson alþingismaður í ræðustói á fundinum á Þingeyri í gær. Við hlið hans sitja Kristján Júlíusson bæjarstjóri, Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og Jónas Ólafsson, sem var fundarsljóri. HLUTI fundarmanna á Þingeyri í gær. Fremst situr Ragnheiður Ólafs- dóttir talsmaður hópsins sem boðaði til fundarins, en hún setti m.a. fram kröfu um að vinnsia í frystihúsi bæjarins hæfist án tafar. Orlög atvinnu á Þingeyri skýrast á næstu vikum Slæmt atvinnuástand hefur ríkt á Þingeyri frá því í byrjun ágúst þegar fiskvinnsla Fáfnis dró mjög úr allri starfsemi. Áhyggjufullir íbúar boðuðu í gær til fundar með þingmönnum á Vestfjörðum og bæjarstjóm Isafjarðarbæjar og fylgdist Sindri Freysson með fundinum. INGMENN kjördæmisins lýstu allir sem einn yfír miklum áhyggjum yfir stöðu mála, og ítrekuðu að afstaða þeirra til vandans skiptist ekki í póli- tísk hom. Einhugur ríkti um að úrbóta væri þörf í atvinnumálum byggðarlags- ins en vandinn væri hins vegar viða- meiri en svo að þar kæmu til einfaldar lausnir. Einar Guðfínnsson alþingismaður og stjómarmaður í Byggðastofnun rakti erfiðleika Fáfnis seinustu ár og sagði að á haustdögum 1995 hefðu fyrst komið fram með opinberum hætti upp- lýsingar um hversu alvarlegt atvinnu- ástandið væri á Þingeyri, um hálfu ári eftir að Fáfnir gekk í gegnum mikla fjárhagslega endurskipulagningu og formlegir nauðasamningar fóru fram. Því hafi ekki verið hægt að fara þá leið að nýju, sem hafi sett úrlausnum miklar skorður. Frá 1995 hafi staðið yfir látlausar umleitanir í þá veru að tryggja rekstur fyrirtækisins og hafi fjölmargir komið að henni. Ekki hafi verið pólitískur ágreiningur um málið. Öll tiltæk ráð reynd „Við höfum tvímælalaust verið þeirrar skoðunar að til að finna mætti frambúðarlausn á vanda atvinnulífsins í Dýrafirði, væri mikilvægt að þessi atvinnustarfsemi yrði hluti af öflugri og stórri einingu sem gæti staðið fjár- hagslega styrkum fótum. Þetta hefur verið skoðun stjórnarmanna í Byggða- stofnun, sveitarstjórnarmanna að því ég best veit og fulltrúa þeirra fyrir- tækja sem rætt hefur verið við,“ sagði Einar og benti á samruna fyrirtækja á svæðinu í því sambandi. Byggðastofnun fékk síðastliðið haust rekstrarráðgjafa til liðs við sig til að gera tillögur um málefni fyrir- tækisins og var niðurstaða þeirra sú að skynsamlegast væri að selja eignir Fáfnis hf. til nýs sameinaðs fyrirtæk- is á svæðinu og ganga síðan til óform- legra og fijálsra nauðasamninga um þær skuldbindingar sem eftir stæðu. Byggðastofnun hafi verið tilbúin til að veita nauðsynlegt fé til að fjár- magna slíka skuldalækkun, en þessi áform hafi hins vegar runnið í sandinn. Um miðjan nóvember síðast- liðinn hafi stjórn stofnunarinnar sam- þykkt tillögu um að veita Fáfni á Þing- eyri 18,2 milljóna króna styrk til að greiða forgangskröfur, 11,6 milljóna styrk til að greiða fyrir frjálsum nauðasamningum og breyta tæplega 12 milljóna króna lánum í hlutafé, eða alls ríflega 40 milljónir króna. Skilyrðin fyrir þessum styrk væru að frjálsir nauðasamningar takist þannig að allt að 20% krafna greiðist og félagið nái að fjármagna þá að fullu með styrk stofnunarinnar, tryggt verði að at- vinnustarfsemi í fiskvinnsluhúsum Fáfnis haldi áfram með aðild félagsins að nýju fyrirtæki eða sölu á eignum félagsins til öflugs útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækis og að samningar við veðkröfuhafa séu frágengnir. Eftir þessum tillögum sé nú unnið og muni skýrast á næstu vikum hvort þær nái fram að ganga. Einar nefndi þessu til viðbótar að stofnunin hefur á und- anförnum mánuðum lagt fram um 12 milljónir króna til að reyna að tryggja starfsemi á staðnum á meðan reynt væri að vinna að úrbótum. „Það er búið að reyna með öllum tiitækum ráðum að skapa skilyrði til að hægt sé að treysta atvinnulífið en það hefur ekki tekist ennþá. Lyktir þessara málaleitana verða hins vegar innan tíðar," sagði Einar. „Mér er ekki kunnugt um að opinberar stofn- anir hafi gert þetta áður, að minnsta kosti ekki á síðustu árum, að standa að slíkri fjármögnun sem undirstrikar alvöru málsins í augum okkar.“ Þingmenn ekki staðið sig Ragnheiður Ólafsdóttir talsmaður þeirra sem að fundinum stóðu, lagði áherslu á það í máli sínu að hún teldi núverandi kvótakerfi einn mesta skað- vald þjóðarinnar um þessar mundir. Hún taldi biýnt í þessu sambandi að þingmenn og aðrir skoruðu á ríkis- stjórn að breyta fiskveiðistjómunar- kerfínu og afnema kvótabrask. Hún kvaðst líta svo á að þingmenn og bæjarstjórn hefðu ekki staðið sig sem skyldi varðandi tjáskipti við heima- menn, sem eigi kröfu á upplýsingum um gang mála. „Við biðjum ekki um kraftaverk heldur athafnir," sagði Ragnheiður. Hún setti fram kröfugerð í ellefu liðum, þar sem meðal annars kom fram skilyrðislaus krafa um að vinnsla hæf- ist í fiystihúsinu að nýju og afli yrði fullunninn í landi, auk þess sem hún gerði kröfu um fullan stuðning þing- manna og bæjarstjómar við nýtt fyrir- tæki um vinnsluna sem þyrfti minnst 100 tonn af afla til vinnslu. Sigurður Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Fáfnis sagði tafarlausra aðgerða þörf, enda væri ærin ástæða til að íjalla um málið. Hann benti á að Kaupfélag Dýffírðinga, sem er eig- andi mikils meirihluta hlut- afjár í félaginu, hefði afskrif- að háar fjárhæðir vegna Fáfnis og nefndi í því sam- bandi rúmar 130 milljónir kfóna um áramótin 1994- 1995. Hann kvað mikla nauðsyn á að breytingar á rekstri Sléttaness, sem félagið gerði út til skamms tíma, ylli ekki enn verra at- vinnuástandi en við sjónum blasti og hann teldi mjög miður að meirihluti eignaraðildar að útgerðarfélagi Slétta- ness væri í höndum annarra aðila en heimamanna. Sigurður kvað miklar tilraunir hafa verið gerðar til að efla fyrirtækið en rangt væri að vilji hafi verið fyrir að tengja Fáfni við sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækja á Vestfjörðum. Raunar hafí verið ljóst frá upphafí að hans mati, að aldrei hafi verið haft í hyggju að Fáfnir tæki þar þátt, sem hafí vald- ið forráðamönnum félagsins miklum heilabrotum og vonbrigðum. Hann rakti tilraunir til að fá fyrir- tækið Vísi í Grindavík til að taka þátt í rekstri fískvinnslu á Þingeyri og milli- göngu Byggðastofnunar þar um, en þær hafí runnið í sandinn þar sem fyrirtækið þar hafí viijað frekari stuðning frá stofnuninni en samþykki fékkst fyrir. Eftir þessar málalyktir allar hafi félagið ekki átt annarra úrkosta en grípa til uppsagna sem hafí verið afar þungbært, en ekki hafí verið annarra kosta völ miðað við stöðuna. Sigurður gat þess einnig að í september síðastliðnum hefðu for- sætisráðherra og utanríkisráðherra fengið erindi með bón um aðstoð ríkis- stjómar við atvinnulíf á Þingeyri, en engin svör hafí borist sem komið hafí honum mjög á óvart í ljósi þess hvem- ig vandinn væri vaxinn. „Það hefur of linlega verið tekið á okkar málum sem hefur að mínu mati komið niður á árangri okkar og valdið því að ástandið á Þingeyri er eins slæmt og raun ber vitni,“ sagði Sigurður. Þorsteinn Jóhannesson forseti bæj- arstjómar ísafjarðarbæjar kvaðst telja mikilvægt að skrattinn væri ekki málaður á vegginn í sambandi við þessi mál, en þess í stað ætti fólk að snúa bökum saman til að fínna lausn. Hann bað fólk um að tengja atvinnu- mál á Þingeyri ekki um of hörmungar- sögu Fáfnis og hugsanlegt væri að hans mati að tengslin við þá sögu hafí verið of sterk í gegnum tíðina. Þorsteinn sagði hins vegar ljóst að bæjarsjóður hefði ekki til umráða nægilega ijármuni til að breyta at- vinnumálum í Dýrafirði til hins betra með því að opna frystihúsið án tafar. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur," sagði hann og kvað rangar ásak- anir um hið gagnstæða. Engin loforð yrðu hins vegar gefin um úrbætur miðað við núverandi ástand mála. Hann lýsti að lokum eftir hugmyndum íbúa um atvinnusköpun í byggðarlag- inu og kvað frumkvæði þeirra mikils- verðast í því sambandi. Styrkur stofnunar einsdæmi Einar Oddur Kristjánsson þingmað- ur kvaðst hafa fylgst grannt með málefnum Fáfnis um langt árabil, allt frá þeim tíma sem það stóð styrkum fótum, en að beiðni heimamanna sett fram tillögur um úrbætur þegar syrta tók í álinn fyrir nokkrum misserum. Hann vísaði á bug ásökunum um ábyrgð þingmanna á ástandi mála á Þingeyri og kvaðst sjálfur hafa lagt sitt af mörkum til að farsæl lausn fynd- ist. „Eftir því sem ég best veit hefur Byggðastofnun gengið lengra í sínum tillögum til móts við fyrirtækið Fáfni en nokkur dæmi eru um og um það höfum við allir þingmennimir verið sammála," sagði hann. Einar sagði að trú sín á að hægt væri að bjarga fyrir- tækinu færi minnkandi með hverri vik- unni sem líður og þótt hann vonaði að vel færi, teldi hann að batavegurinn væri ekki fljótlegur, ekki auðveldur og ekki sársaukalaus. Erfíðleikamir í bol- fískvinnslu væru vissulega miklir en eins og reikningar Fáfnis sýndu að hans mati, væri vandi fyrirtækisins í engu samræmi við þá erfíðleika. „Jafn- vel þótt öllum skuldum fyrirtækisins hefði verið létt af því um þarseinustu áramót, væri reksturinn enn með þeim hætti að eina krónu og þijátíu aura kostaði að framleiða fyrir eina krónu og þannig gengur enginn atvinnurekst- ur,“ sagði hann. Sigurður Kristjánsson mótmælti því harðlega að staða Fáfnis væri óeðlilega slæm miðað við ástandið í heild og fullyrðingar í þá vem væru tilhæfu- lausar með öllu. Stuðningur þingmanna væri hins vegar mikilvægur en físk- veiðistjómunarkerfið hefði valdið mikl- um vanda. Guðmundur Ingvarsson stjómar- formaður Fáfnis lýsti þungum áhyggj- um yfír ástandi atvinnumála á Vest- fjörðum og væri það hrikalegt að hans mati. Þótt myrkur væri meira á Þing- eyri en annars staðar í þessum lands- hluta, væri alls staðar ófagurt um að litast og hann neitaði að trúa því að bæjarstjóm ísafjarðarbæjar ynni ekki að því að Fáfnir yrði hluti af sameining- armálum fyrirtækja á Vestfjörðum. Algert siðleysi væri að skilja byggðar- lagið eftir kvótalaust. Seinasta dóms að vænta Sighvatur Björgvinsson þingmaður kvaðst sammála öðrum þingmönnum um leiðir til úrbóta vegna atvinnu- ástandsins á Þingeyri og enginn ágrein- ingur væri um að ástandið væri afar alvarlegt og þörf væri á úrræðum sem sneru þróuninni við. Hann minnti fund- argesti á að þingmenn væru ekki kjöm- ir til að stjóma einkafyrirtækjum og þeir hefðu ekki vald til að heimta upp- lýsingar frá þeim um gang mála, þótt svo að þingmenn kjördæmisins hefðu vitað lengi að erfíðleikar væru á ferð. Sighvatur sagði ljóst að Fáfnir þyrfti á ijórðu hundr- að milljónir króna til björgunar, en samt myndi fyrirtækið tapa fé áfram og slík upphæð yrði uppurin á tiltölu- lega skömmum tíma. „Við vitum öll hvað gerist ef þessi úrslitatilraun tekst ekki. Eg segi ekki að þetta byggðarlag muni hrynja, en það geta liðið margir mánuðir áður en einhver hreyfíng verði á,“ sagði hann og kvaðst vona að allir hlutaðeigendur legðu sitt af mörkum til að hægt yrði að afstýra slíkri niður- stöðu. Langt gengið til móts við Fáfni Plássið skilið eftir kvótalaust LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 29 Niðurstöður úr könnun Félagsvísindastofnunar Fátækt á árinu 1996 og samanburður við fyrri ár Inngangur VEGNA umræðu um vax- andi fátækt á íslandi að undanförnu birtir Fé- lagsvísindastofnun hér með niðurstöður úr könnun stofn- unarinnar á tekjum og lífskjörum fjölskyldna sem gerð var í lok nóvember 1996. Niðurstöðurnar gefa þokkalega vísbendingu um umfang fátæktar á seinni hluta ársins, m.v. hin skilgreindu fátækt- armörk. Gögn Félagsvísindastofn- unar gera kleift að bera saman nið- urstöður frá fyrri árum við niður- stöður nýjustu könnunar stofnunar- innar frá nóvember sl: og fást þann- ig vísbendingar um þróun fátæktar á árinu 1996, sem deilt hefur verið um. Á undanförnum misserum hefur stofnunin unnið úr gögnum sínum frá sl. 10 árum og birti á síðasta ári í skýrslu Norrænu ráðherra- nefndarinnar fyrstu niðurstöður um þróun fátæktar á íslandi frá 1986 til 1995 (Den nordiska fattigdom- ens utveckling och struktur, ritstj. A. Puide; TemaNord 1996:583, 186 bls.). Úrdráttur úr þeirri skýrslu var birtur í Morgunblaðinu sl. haust. Sú aðferð sem notuð er í rann- sóknum Félagsvísindastofnunar hefur verið þróuð af ijölþjóðlegum rannsóknarhópi sem gengur undir heitinu „Luxembourg Incomes Study Group“ og hefur gengist fyr- ir víðtækum samanburðarrann- sóknum á fátækt og tekjuskiptingu á Vesturlöndum. Fátæktarmörk eru skilgreind afstætt sem 50% af með- alfjölskyldutekjum á einstakling. Tekjuhugtakið er því heildarfjöl- skyldutekjur síðasta mánaðar fyrir könnunartímann (allar atvinnutekj- ur fjölskyldumeðlima, bótatekjur, námslán, eignatekjur og aðrar tekj- ur í mánuðinum). Til að reikna út fjölskyldutekjur á fjölskyldumeðlim er notuð vog sem felur í sér að fyrsti fullorðni einstaklingur fjöl- skyldunnar fær 1,0 í vog, maki fær 0,7 og hvert barn 0,5. í könnuninni frá nóvember sl. voru fátæktarmörkin 44.000 krón- ur fyrir einstakling, 31.000 krónur fyrir maka og 22.000 krónur fyrir hvert barn. Þetta þýðir að einhleyp- ingar sem eru með minna en 44.000 kr. í könnunarmánuðinum teljast vera undir fátæktarmörkum. Hjón eða sambúðarfólk með minna en 75.000 eru undir fátæktarmörkum, par með eitt barn þarf að hafa meira en 97.000 til að ná yfir fá- tæktarmörk, par með tvö börn þarf að hafa meira 119.000 og einhleypt foreldri með eitt bam telst vera undir fátæktarmörkum ef það hefur minna en 66.000 krónur á mánuði í heildarfjölskyldutekjur. Eins og að ofan greinir eru þessi fátæktarmörk afstæð og taka mið af meðaltekjum í þjóðfélaginu á könnun- artímanum. Slík mörk eru mikið notuð í fátæktar- rannsóknum í ríku þjóðfé- lögunum nú á dögum. Þeir sem lenda undir slík- um fátæktarmörkum á íslandi nú búa hins vegar flestir við mun betri kjör en almenningur almennt bjó við t.d. á fyrri hluta þessarar ald- ar, og einnig búa þeir við mun betri aðstæður en þorri íbúa þriðja heimsins. Meginhugsunin á bak við þessa afstæðu skilgreiningu er sú, að slík fátæktarmörk gefí vísbend- ingu um stærð þess hóps í þjóðfé- Svo virðist sem fækkað hafí á þessu árí í hópi þeirra sem búa við lökust kjör hér á landi. Þetta kemur fram í greinargerð sem Stefán Ólafsson forstöðumaður Félagsvísinda- stofnunar HÍ og Karl Sigrirðsson sérfræðingur hjá sömu stofnun hafa tekið saman um niðurstöður úr könnun stofnunarinnar á tekjum o g lífskjörum fjölskyldna. Fátækt í einstökum þjóðfélagshópum árið 1996 Allir Karlar l 18-29 ára 30-39 ára 40-49 ára [^4% 50-64 ára □4% 65-75 ára Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Einhleypir Einstæðir foreldrar Barnlaus hjón/pör Hjón/pör með börn Verkafólk Skrifstofufólk Nemar Lífeyrisþegar Atvinnulausir Landbúnaður Fiskveiðar Fiskvinnsla Iðnaður 13% 12% 5% Opinber þjónusta M4% Verslun og þjónusta l .Jii 10% Mynd2 Tímabundið ástand hjá umtalsverð- um hluta laginu „sem á erfitt með að taka fullan þátt í lífi síns samfélags" og á þar af leiðandi erfitt með að veita börnum þokkaleg uppeldisskilyrði. Slík viðmiðun getur aldrei orðið öðruvísi en afstæð og hún hlýtur að taka nokkurt mið af aðstæðum í þjóðfélaginu hveiju sinni. Rétt er einnig að benda á að fyrir umtals- verðan hluta þeirra sem lenda undir fátæktar- mörkum í slíkum könnun- um er um að ræða tíma- bundið ástand, sem ef til vill gefur ekki rétta mynd af lífs- kjörum viðkomandi til lengri tíma (t.d. getur þetta átt við um þá sem lenda í atvinnuleysi til skemmri tíma). Gildi slíkra rannsókna á fá- tækt í ríku þjóðfélögunum er því takmarkað og þarf að fylgja því eftir með ítarlegri athugun á raun- verulegum lífsskilyrðum þeirra sem lenda undir fátæktarmörkum. Til indastofnun notar. Á árinu 1995 voru rúmlega 12% þjóðarinnar und- ir þessum mörkum en nú teljast um 9,9% undir mörkunum. Margt bend- ir til þess að umfang fátæktar sé að nokkru leyti háð umfangi at- vinnuleysis í þjóðfélaginu, enda jókst hlutfall fátækra samhliða vexti atvinnuleysis frá og með 1992. Á síðasta ári dró einmitt aftur úr atvinnuleysinu og hefur samkvæmt ofangreindu fylgt því fækkun í hópi fátækra. Ef fátæktarmörkin eru dregin 25% neðar (fátæktarmörk sett við 33.000 kr.) benda niðurstöð- urnar til þess að fækkunin í hópi Þróun fátæktar frá 1986 til 1996 1986 '87 '88 ‘89 '90 '91 '92 '93 94 95 96 dæmis má nefna að umtalsverður hluti þeirra sem lenda undir fátækt- armörkum í könnunum Félagsvís- indastofnunar frá fyrri árum segj- ast vera ánægðir með fjárhagsaf- komu §ína, og á það sérstaklega við um aldrað fólk. Eitt mikilvægasta gildi slíkra mælinga á fátækt er hins vegar samanburð- ur yfír tíma, og má þann- ig fá vísbendingar um árangur í viðleitni þjóð- anna til að bæta lífskjör þegnanna og tryggja öli- um þegnunum einhveija skilgreinda lágmarksafkomu. Niðurstöður könnunar í nóvember 1996 og samanburður við fyrri ár Eins og sjá má af mynd 1 hefur fækkað á árinu 1996 í þeim hópi sem telst vera undir fátæktarmörk- um, skv. aðferð þeirri er Félagsvís- Fækkaðíhópi þeirra sem við lökust kjör búa þeirra sem allra lægstu tekjumar hafa hafi jafnvel verið hlutfallslega meiri. Vísbendingin er því sú, að fækkað hafi á árinu 1996 í hópi þeirra sem við lökust kjör búa hér á landi. Ef enn fremur væri tekið tillit til tekjujafnandi áhrifa af skattakerfinu og barnabótum myndi umfang fátæktar teljast minna en 9,9% (slík áhrif námu um 2 pró- sentustigum á árinu 1995, skv. mati Félasvísindastofnunar). Mynd 2 sýnir umfang fátæktar eftir þjóðfélagshópum í nóvember sl., þ.e. sýnt er hve stór hluti við- komandi þjóðfélagshóps hefur fjöl- skyldutekjur á mann undir hinum skilgreindu mörkum. Þar kemur fram svipað mynstur og var á tímabilinu 1986 til 1995. Fleiri konur lenda undir fátæktar- mörkum en karlar (einkum ein- f hleypir foreldrar og aldraðar konur § sem lifa lengur en karlar). í yngstu aldurshópunum er fátækt algengust *5 (atvinnulausir og námsmenn), en '. einnig hækkar hlutfall fátækra þeg- Í ar komið er á eftirlaunaaldurinn.v ", Fátækt er talsvert algengari á 1 landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Hæst hlutfall fátækra er meðal atvinnulausra (43%), en síðan koma námsmenn og bændur (39%). Saman- burður við fyrri kannanir bendir til að fátækt hafí aukist markvert meðal bænda á síðustu árum, en árið 1992 töldust um 27% bænda undir fátæktar- mörkum. Vegna þess hversu fáir eru í sumum þjóðfélagshópanna þarf að hafa mikla fyrirvara á ein- stökum niðurstöðum, enda eru skekkjumörk, til dæmis á hópi at- vinnulausra og einhleypra foreldra, mjög mikil. Niðurstöður fýrir ein- staka þjóðfélagshópa í nóvember- könnun einni og sér ber því einung- is að taka sem vísbendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.