Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■+• Hrólfur Jakobs- * son var fæddur á Neðri-Þverá í Vesturhópi 27. apríl 1911. Hann lést á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar á Skaga- strönd hinn 27. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Gísli Gíslason, f. 20. apríl - r 1864 á Mástöðum í Vatnsdal, d. 26. mars 1922 á Neðri- Þverá, _ og Sigur- björg Arnadóttir, f. 10. júní 1865 á Undirfelli í Vatnsdal, d. á Blönduósi 25. febrúar 1932. Systkini Hrólfs sem upp komust voru þrettán, níu bræður og þrjár systur. Öll eru þau nú látin nema Asgeir, f. 15. sept- ember 1905. Hin voru Þorlák- ur, f. 1888, d. 1975, Árni Björn, f. 1889, d. 1938, Ingvar Helgi, f. 1891, d. 1939, Liya Guðrún, f. 1892, d. 1981, Jórunn, f. 1894, d. 1969, Ágúst Frímann, f. 1895, d. 1984, Þórhallur Lárus, f. —' 1896, d. 1984, Ingibjörg, f. 1898, d. 1975, Gísli Emil, f. 1900, d. 1988, Guðmann, f. 1902, d. 1934, og Jakob Sigur- Að kvöldi föstudagsins 27. des- ember sl. sat sá er þetta ritar inni í stofu. Jólin höfðu verið ánægjuleg og hjá okkur höfðu dvalið góðir gestir. Þá hringdi síminn og flutti þá fregn að Hrólfur Jakobsson, frændi minn og vinur, væri látinn. Andlátsfregn kemur alltaf á óvart óg veldur sársauka í sálinni. Maður fer að hugsa um dauðann, þann mikla rukkara sem engum gleymir. Þar er erfitt að glíma lengi við björn, f. 1907, d. 1980. Sigurbjörg bjó eitt ár á Neðri-Þverá eft- ir lát Jakobs en fór með Hrólf til Blöndu- óss haustið 1923 og gekk hann í barna- skólann þar næsta vetur. Næsta ár var Hrólfur til heimilis á Ánastöðum hjá Þór- halli bróður sínum og var eitthvað í barnaskólanum á Hvammstanga vetur- inn 1924-1925. Hann fermdist í Kirkjuhvammskirkju vorið 1925 en fór strax eftir fermingu að Geitafelli á Vatns- nesi til Gunnlaugs Skúlasonar og Auðbjargar Jakobsdóttur og var þar í þijú ár. Næst lá leið Hrólfs til Skaga- strandar og var hann næstu árin til heimilis hjá Helga Gíslasyni föðurbróður sinum og Maríu konu hans og síðar Axel Helga- syni. Eftir að Hrólfur kom til Skagastrandar vandist hann allri algengri vinnu bæði á sjó og landi. Hann fór svo að fara suður til vertiðarstarfa og var fyrstu vertíð sína 1933 í Grindavík. Alls var hann sjö vetrarvertíðir fyrir dýpstu ráðgátu tilverunnar og fá engin svör. Þá er gott að líta yfir farinn veg og leita í sjóði minning- anna. Allar minningar mínar um Hrólf eru Ijúfar og góðar. I hugann kem- ur lítið atvik. Hrólfur er að leiða mig um gólfíð í baðstofunni á Ána- stöðum. Svo sest hann á eitt rúmið og setur mig á hné sér. Hann hoss- ar mér hærra og hærra og það er ákaflega gaman. Svo hverfur allt í MINNIIMGAR sunnan, þar af fimm í Vest- mannaeyjum. Sjö sumur stund- aði hann síldveiðar við Norður- land, fyrst 1935 og síðast 1941. Upp úr þessu fór Hrólfur að vinna við byggingu frystihúss- ins á Hólanesi og vann svo í því húsi til vorsins 1948. Þá hafði hann fengið full fiskmats- réttindi og gerðist verksljóri í frystihúsi Kaupfélags Skag- strendinga. Hrólfur var svo verkstjóri við það hús til árs- loka 1969, að undanteknum þremur árum sem hann vann önnur störf. Þá voru Kaupfélag Skagstrendinga og Kaupfélag Húnvetninga sameinuð. Varð Hrólfur þá starfsmaður þess félags og vann við ýmis af- greiðslustörf þar til hann hætti störfum að fullu árið 1980. Hrólfur stofnaði heimili með Sigríði Björnsdóttur, f. 14. sept- ember 1920. Bjuggu þau fyrst í húsi Björns Þorleifssonar og Vilhelmínu Árnadóttur, en þau voru foreldrar Sigríðar. Þá voru þau nokkur ár í húsi er nefnt var Goðhóll. Þau keyptu svo árið 1952 húsið Sóllund og var þar heimili þeirra þar til Sigríður dó langt um aldur fram 17. júní 1979. Þau Hrólfur og Sigríður eignuðust eina dótt- ur, Sylvíu, f. 1. september 1943. Maður hennar er Pétur Eg- gertsson og eiga þau þrjá syni. Útför Hrólfs fer fram frá kirkjunni á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. móðu gleymskunnar. Þegar þetta var hef ég áreiðanlega verið mjög ungur. Svo líður tíminn og önnur mynd og skýrari blasir við. Það er haust. Ég kem út á bæjarhlaðið. Norðan- næðingurinn þyrlar þokunni fram með brúninni og Strandafjöllin eru hulin mistri. Þetta verður leiðinlegur dagur. Þá er mér litið suður á tún- ið. Þarna kemur maður og gengur rösklega. Ég þekki brátt að þarna kemur Hrólfur frændi. Við heils- umst og ég fínn þessa hlýju sem einkenndi þennan mann alla ævi. Við fylgjumst að inn í bæinn og eftir að hafa heilsað fólkinu fer hann fljótlega að segja frá ýmsum atvikum sem gerst höfðu þegar hann var á síldinni um sumarið. Ég drekk þetta allt í mig. Allt breyttist þegar Hrólfur kom. Þetta verður skemmtilegur dagur. Á þessum árum kom Hrólfur stundum vestur í sýsluna á haustin til að hitta skyldfólk sitt og kunn- ingja. Hann stoppaði þó sjaldan lengi á heimili foreldra minna því víða þurfti hann að koma. Öllum þótti gaman að fá þennan myndar- lega og skemmtilega mann í heim- sókn og vildu halda í hann sem lengst. Þessum ferðum hans fækk- aði eftir að hann stofnaði heimili en alltaf hafði hann þó gott sam- band við skyldfólk sitt því hann var mjög frændrækinn maður. Ég sem þessar línur rita vann við hafnargerðina á Skagaströnd sum- arið 1945 og 1946. Þá kynntist ég Sigríði Bjömsdóttur konu Hrólfs. Að loknum vinnudegi lagði ég stundum leið mína til þeirra hjóna. Þangað slæddust líka oft ýmsir kunningjar þeirra úr þorpinu. Þá var oft glatt á hjalla í eldhúsinu hjá Sigríði, sagðar gamansögur og farið með hnyttnar vísur. Kvöldin voru þá oft fljót að líða. Þessi sumur kynntist ég Skagstrendingnum tölu- vert. Mér fannst fólkið yfirleitt við- kunnanlegt og skemmtilegt og margir höfðu yndi af vísum og ljóð- um. Og enn líða árin. Hrólfur sinnti störfum sínum af lipurð og kost- gæfni því skyldurækni var honum í blóð borin. Þau Sigríður keyptu íbúðarhús 1952 og áttu þar mörg góð ár. Allt virtist leika í lyndi. En svo kom áfallið. Sigríður veiktist af banvænum sjúkdómi og lést eftir harða baráttu vorið 1979. Ekki sást í fljótu bragði mikil breyting á Hrólfi við þetta áfall. En væri dýpra skyggnst sást að kominn var á and- litið einhver raunasvipur sem ekki HROLFUR HERBERT JAKOBSSON hafði sést þar áður og lítið gerði hann að því að ferðast til kunningj- anna fyrstu árin eftir lát Sigríðar. Þetta átti þó eftir að breytast nokk- uð aftur. Hann fór að fara í heim- sóknir til skyldfólks síns og virtist hafa ánægju af. Þijú haust kom hann hér suður og dvaldi hjá okkur Halldóru nokkra daga í hvert sinn. Ásgeir bróðir hans og Sigurður Árnason systursonur hans óku hon- um um borgina og fóru með honum í heimsóknir til kunningjanna. Hrólfur hafði ekki gert víðreist um ævina. Hann hafði til dæmis aðeins einu sinni komið til Þingvaila og þá í mjög slæmu veðri. Okkur fannst því tilvalið að sýna honum staðinn. Daginn sem við fórum þangað var veður einstaklega gott, logn og sól- skin. Við námum staðar við útsýnis- skífuna á barmi Almannagjár. Við okkur blasti dásamleg sjón. Vatnið var eins og spegill og komnir haust- litir á gróðurinn. Við stóðum þarna góða stund og nutum fegurðarinn- ar, sem naumast verður lýst með orðum. Við dvöldum síðar á Þing- völlum lengi dags en ókum síðan heim í kvöldkyrrðinni. Mér fannst Hrólfur njóta mjög vel þessarar ferðar. Mig minnir að Hrólfur hafi farið norður daginn eftir. Það var eins og hann gæti aldrei verið lengi fjarri heimahögunum. Til Skagastrandar kom hann á unglingsárum og festi þar fljótt rætur. Eftir það var þetta litla þorp við Húnaflóann hans stað- ur og íbúarnir hans fólk. Þar var hans starfsvettvangur meginhluta ævinnar og þar kynntist hann bæði gleði og sorg. Þar kaus hann að eyða ellidögunum og þar vildi hann ganga til móts við dauðann. Hrólfur vinur okkar er nú horfinn af torgi mannlífsins. Við Halldóra þökkum honum tryggð og vináttu á liðnum árum og óskum honum góðr- ar ferðar til nýrra heimkynna. Sylvíu, Pétri og sonum þeirra, svo og öðrum vandamönnum sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur Þórhallsson. SIGFÚS HALLDÓRSSON + Sigfús Halldórsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1920. Hann lést á Landspítalanum 21. desember síðastiiðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 2. janúar. Það dýrmætasta’ í heimi er það einfaldasta’ um leið: Einlæg vinátta og barnsleg gleði. Og ekkert jafnast á við það að magna söngvaseið í sælu’ á góðri stund og blanda geði. Við söknum vinar okkar sem alltaf brosti’ og hló en er á leið til nýrra draumalanda. En hvar, sem hann er núna, eitt er víst, það veit ég þó: Hann verður áfram með okkur í anda. Að köllun hans um eilífð verður alltaf hægt að dást, * aldrei mun hún hverfa okkur sjónum: Að fylla lífið gleði og fólskvalausri ást; - að fylla lífið dásamlegum tónum. Og hvar, sem vinir mætast, er myndin tær og skýr, sem máluð var af snilld í tóna bjarta, og andi hans mun lifa eins og ljúflings- ævintýr um listamann með stórt og göfugt hjarta. Ómar Þ. Ragnarsson. Sumir menn eru þannig gerðir að þegar maður hittir þá gengur maður - af fundi þeirra léttari í spori og bjart- sýnni en fyrr. Þannig maður var Sig- fús Halldórsson. Allir fengu sama viðmótið hjá Fúsa, hvort sem í hlut áttu svokallaðir fyrirmenn, litiu böm- in, sem hann hitti á spássértúrum í Víðihvamminum, eða renglulegir táningar eins og ég var þegar fund- um okkar bar saman fyrst, vegna 1 vináttubanda minna við Gunnlaug son hans. Að koma inn á heimili Sigf- úsar og Stellu var ævintýri líkast. Allir veggir þaktir listaverkum eftir Sigfús og aðra helstu listmálara þjóð- arinnar, að ógleymdum listaverkum húsmóðurinnar sem settu ríkulegan svip á heimilið. I stofunni, þar sem flygillinn skipaði öndvegi, var setið, sprellað, spaugað og „músíserað". Sögur af mönnum sem við yngra fólkið sáum aldrei, voru sagðar af slíkri list að þeir nánast spruttu fram; Vilhjálmur frá Skáholti, Þórarinn Guðmundsson og fleiri og fleiri. Sög- ur Fúsa voru sagðar af kímni, krydd- aðar þessum smitandi hlátri hans, en allar voru sögurnar græsku- lausar. Gott skap var aðalsmerki Sigfúsar, en eins og margir, sem mikið er gefið, og mikið gefa af sjálf- um sér, átti hann sínar erfiðu stund- ir. Um tíma háði hann snerru við Bakkus konung, en hafði sigur. Það er ekki ofsagt að Sigfús hafí gefíð mikið af sjálfum sér, því verkin sem eftir hann liggja eru nánast þjóð- areign. Það má einnig segja með sanni, að ef hægt hefur verið að segja um nokkurn mann að honum hafí verið margt til lista lagt, þá átti það við um Sigfús Halldórsson. Málverkin af gömlum hverfum í Reykjavík, svo og af nánasta um- hverfí hans í Kópavoginum, eru ekki einasta listaverk heldur einnig heim- ildir um veröld sem var. Og lögin, maður lifandi. Margir spakvitrir menn hafa reynt að skilgreina lögin hans Fúsa og skipa þeim á bás. Hvorki hef ég þekkingu né áhuga til að taka þátt í þeim vangaveltum, en hitt veit ég, að ekki hefur ennþá fæðst manneskja á íslandi sem ekki tekur undir þegar iögin hans eru sungin. Og annað er einnig víst. Þar sem menn koma saman og gleðjast, þar hljóma lögin hans Fúsa. Þau munu lifa meðan nokkur kemur upp hljóði hér á landi. Heillastjörnuna sína, hana Stellu, hitti Sigfús fyrst 1947, og þau giftu sig í janúar 1953. Stella var Sigfúsi allt, eiginkona, félagi, og innblástur. Sér þess og heyrir víða stað. Hún Stella er ekki margmál, en þegar hún tekur til máls, þá er hlustað, og það er alveg víst að ekki vitna ég oftar gáleysislega í Njálu meðan ég lifi, svo er henni fyrir að þakka. Eins og verða vill trosnuðu böndin milli mín og Sigfúsar og fjölskyldu hans um skeið, en fundum okkar bar saman aftur í félagsskap sem við mátum báðir mikils. Það var mér mikils virði að fá aftur að njóta leið- sagnar hans og það gladdi mig að skoðanir okkar á starfínu lágu sam- an. Það gladdi mig einnig innilega, þegar Gunnlaugur ákvað að ganga til liðs við sama félagsskap Hvarvetna þar sem leiðir Sigfúsar lágu, markaði hann eftirtektarverð spor. íþróttafélagið, sem honum þótti svo vænt um, Vaiur, gerði hann að heiðursfélaga. í frímúrarareglunni hlaut hann verðskuldaðan frama. Hann var heiðursborgari Kópavogs, þáði heiðurslaun listamanna, og síð- ast en ekki síst hlaut hann riddara- kross hinnar Islensku fálkaorðu. Þó Sigfúsi þætti vænt um viðurkenning- ar þær sem honum hlotnuðust, þótti honum vænst um viðtökur almenn- ings við verkum sínum. Hann sagði t.d. söguna af því þegar hann gekk um götur Reykjavíkur skömmu eftir að „Við eigum samleið" heyrðist fyrsta sinni opinberlega. Allt í einu heyrði hann lagið sungið tónrétt út um opinn glugga og áttaði sig þá á því að nú átti hann lagið ekki lengur einn. Þótt Sigfús sé horfinn af sjónar- sviðinu, mun hann lifa með okkur öllum í verkum sínum um ókomna tíð. Þjóðin hefur misst einn sinn besta son. Stella, Gunnlaugur, Hrefna og aðrir afkomendur Sigfúsar hafa þó misst mest. Ég bið þeim öllum bless- unar Hins hæsta og vona að minning- ar þeirra megi gera þeim sorgina léttbærari. Kæri vinur minn Sigfús. Þú hefur nú horfið í fang hins eilífa Ijóss, sem við allir leitum. Ég kveð þig að sinni. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Þorsteinn Sæmundsson. Fúsi frændi, móðurbróðir minn, er genginn á vit aftureldingarinnar. Fúsi var yngstur sinna mörgu systk- ina, móðir mín elst og 15 ár þar á milli. Alls voru systkinin átta, og eru mörg horfin af velli, blessuð sé minn- ing þeirra, en eftir lifa Nanna og Mansi eða Guðjón. Foreldrar þeirra voru Guðrún Eymundsdóttir, ættuð frá Vopnafirði, og Halldór Sigurðs- son, ættaður úr Landeyjum og undan Eyjafjöllum. Þeim hjónum var ýmis- legt til lista lagt, Guðrúnu ömmu hinar æðri og Halldóri afa handverk- ið. Bera afkomendur þeirra margir þennan arf með sér. Fúsi, yngstur systkinanna, var vafalaust auga- steinn móður sinnar með erfðir austfirskra, hvort sem það tengist frönskum áhrifum eður ei. Auk allra samskipta á uppvaxt- arárunum í stórri fjölskyldu í afa- húsi við Laufásveg lágu leiðir okkar Fúsa síðar meir stundum saman á fullorðinsárunum. Fyrst minnist ég ferðar með Gullfossi heim yfir hafið á sjötta áratugnum. Fúsi var þar skemmtikraftur og naut ég frænd- seminnar í ríkum mæli, bæði í gleð- skap og alvöru. Fúsi lét sér annt um frændfólk sitt, og var einnig kossa-fúsari en flestir aðrir. Við átt- um góðan dag í landi í Skotlandi, sem og dagana á sjónum. í leik um borð skyldi ég syngja „Litlu flug- una“, vann til þess í leik, en „Flug- an“ var víðfræg á öldurhúsum á námsárum mínum bæði í Danmörku og Þýskalandi. Fúsi bjargaði mér úr klípunni, þekkti frænda sinn að öðru góðu en lagvísi, og söng sjálf- ur. Síðasta morguninn í ferðinni, áður en bundið var í Reykjavík- urhöfn, er sérstaklega minnisstæð- ur. Þá sat Fúsi með einu af höfuð- skáldum þjóðarinnar, og tókust þeir á um hvor væri meiri meðan þeir bjuggu sig undir landgöngu. Að þeirra ósk færði ég þeim mjólk til hressingar eftir gleði ferðar, sem að því að ég minnist fór þó aldrei úr böndunum. Svona eru minningarnar ljúfar. Næst minnist ég svo 50 ára af- mælis Fúsa, það var hátíð sem við systkinabörnin mátum mikils, því veislan treysti böndin sem áður höfðu gliðnað í önnum ára frá bernsku til fullorðinsára. Síðar tókst Fúsi á við Bakkus konung og hafði betur. Þar með gaf kaffi og kökur í sextugsafmælinu. Fúsi starfaði einnig nokkurn tíma í tengslum við SÁÁ og kom þar nærri málum um hríð. Að öllu þessu loknu reis stjarna Fúsa úr dimmum dal hærra og hærra. Hann átti því láni að fagna að vera virkur í listum sínum fram undir hið síðasta, og var hann okkur hinum þannig góð fyrirmynd til verka. Auk minninganna sem ég á um Fúsa frá fundum okkar, elsku og kossa, á götum úti og í húsum inni, minnist ég í lokin sérstaklega heim- sóknar okkar konu minnar til þeirra hjóna, Stellu og Fúsa, á heimili þeirra í Kópavogi um jólaleytið fyrir ári. Hvílík upplifun að sitja með þeim hjónum í stofu og „studioi" eða vinnustofu Fúsa umvafinn hlýju listagyðjunnar, og ekki fórum við tómhent heim. Fyrst var það afmæl- isgjöf, mynd frá höfninni í Reykja- vík, síðan jólagjöf, verk frá Vopna- firði, en til þess héraðs átti Fúsi sterkar taugar, fyrir minningu um móður sína. Ég þakka Guði fyrir þessa djúpu tilfinningastund á heim- ili Steilu og Fúsa. Einnig vil ég minn- ast þess hve hlýr Fúsi var við ungu kynslóðina, sem við tekur. Börn og barnabörn minnast Fúsa af innilegri gleði. Við öll, systkinabörnin og fjöl- skyldur okkar, vottum eftirlifandi systkinum Fúsa, Nönnu og Mansa, og eiginkonu hans Stellu og börnum öllum, dýpstu samúð okkar við frá- fall hans. Fúsi lifir í börnum sínum, í listinni ljúfu sem hann lætur eftir sig, og í þrákelkni sinni með sigri á Bakkusi. Guð blessi minninguna um Fúsa frænda. Svend-Aage Malmberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.