Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Þrettánda- gleði Þórs ÁRLEG Þrettándagleði íþróttafé- lagsins Þórs verður haldin á félags- svæði þess við Skarðshlíð næstkom- andi mánudag, 6. janúar og hefst hún kl. 20. Furðuverur af ýmsu tagi verða á kreiki, álfakóngur og drottning koma á svæðið, jólasveinar, tröll, púkar og álfar. Kveikt verður í bálkesti og boðið upp á skemmtiatriði, m.a. syngur Óskar Pétursson nokkur lög, Lilli klifurmús kemur og spjallar við krakkana og Skralli trúður verður á ferðinni. Kirkjukór Glerárkirkju syngur fyrir skrúðgöngunni og mun hann syngja nokkur lög. -----»" »• ■»- Fær reikn- inginn sendan heim Atvinnuleysisbætur til félagsmanna tíu stéttarfélaga í Eyjafirði Mun lægri upphæð í bætur á liðnu ári MUN lægri upphæð var greidd í atvinnuleysisbætur á vegum Verkalýðsfélagsins Einingar á nýl- iðnu ári en var árið 1995. Félagið greiddi á síðasta ári, eða til 26. desember síðastliðinn, út atvinnu- leysisbætur til félagsmanna í tíu stéttarfélögum, samtals að upp- hæð um 160,5 milljónir króna, en árið 1995 voru bæturnar greiddar til félagsmanna átta stéttarfélaga og námu þá rúmum 182 milljónum króna. Tvö félög bættust við milli ára, Félag byggingamanna og Félag verslunar- og skrifstofufólks. At- vinnuleysisdagar voru samtals 107.376 hjá félagsmönnum þess- ara tíu félaga á liðnu ári. Atvinnuleysisdagar hjá félags- mönnum Verkalýðsfélagsins Ein- ingar í Eyjafírði voru tæplega 60 þúsund og námu atvinnuleysis- bætur samtals 98,3 milljónum króna, en árið áður voru þær tæp- ar 139 milljónir króna. Greiðslur til félagsmanna Fé- lags verslunar- og skrifstofufólks námu tæpum 27 milljónurm króna á liðnu ári og voru atvinnuleysis- dagar um 17 þúsund. Félagsmönn- um í Iðju, félagi verksmiðjufólks, voru greiddar um 18 milljónir króna í atvinnuleysisbætur og voru atvinnuleysisdagar 10.725 talsins. Árið á undan voru um 22 milljón- ir króna greiddar í atvinnuleysis- bætur til Iðjufélaga. Atvinnuleysisdagar hjá félögum í Sjómannafélagi Eyjafjarðar voru tæplega 16 þúsund og námu bæt- ur um 8,5 milljónum króna, en voru tæpar 11 milljónir árið áður. Hjá Sjómannafélagi Ólafsfjarðar voru atvinnuleysisdagarnir 183 og bætur að upphæð tæplega 370 þúsund voru greiddar út, en voru rúm hálf milljón árið áður. Tæp- lega 1,7 milljónir króna voru greiddar í atvinnuleysisbætur til félagsmanna í Skipstjóra- og stýri- mannafélagi Norðlendinga, en var 1,9 milljónir árið á undan, en at- vinnuleysisdagar á liðnu ári voru 851. Helmingi lægri upphæð var greidd til félaga í Verkstjórafélag- inu á nýliðnu ári miðað við árið á undan, eða um 1 milljón á móti um 2 árið 1995. Betra atvinnuástand hjá málmiðnaðarmönnum Mun lægri upphæð var greidd út til félagsmanna í Félagi málm- iðnaðarmanna, sem árið 1995 var um 4 milljónir en um 1,1 á nýliðnu ári. Atvinnuleysisbætur til félaga í Vélstjórafélagi íslands, Eyjafirði, námu rúmum 800 þúsund krónum í fyrra en voru um 2 milljónir ári fyrr. Hjá Félagi byggingamanna voru atvinnuleysisdagar samtals 1.867 og voru greiddar út 3,6 milljónir króna í atvinnuleysisbæt- ur til félagsmanna. UNGUR maður kleif upp í topp á jólatrénu á Ráðhústorgi snemma á nýársdagsmorgun. Áð sögn varðstjóra lögreglunn- ar neitaði maðurinn að koma nið- ur úr trénu og hótaði að stökkva niður. Hópur fólks niðri á torginu hrópaði að piltinum og manaði hann til að stökkva niður. Lög- regla kallaði til körfubíl slökkvi- liðsins, þar sem ekki var hægt að taka þá áhættu að hann skaðaði sig. Þegar aðstoð barst þverneit- aði maðurinn að koma upp í körf- una, en hún var hífð dálítið yfir hann og hann hálfhrakinn niður úr trénu. Datt hann niður nokkra síðustu metrana, en slökkviliðs- menn tóku á móti honum í stökk- púða sem þeir héldu úti undir trénu. Að sögn varðstjóra verður unga manninum væntanlega sendur reikningur vegna útkalls slökkvi- liðs og körfubils auk þess sem hann er bótaskyldur fyrir skemmdum sem hann olli á trénu og Ijósaseríum. Hrint gegnum rúður Líflegt var í miðbæ Akureyrar á nýársnótt, fjöldi fólks var á ferli fram til kl. 9 um morgunin og höfðu lögreglumenn í nógu að snúast. Meðal þess sem þeir höfðu afskipti af var að tvívegis var ungum piltum hrint á verslunar- glugga, rúðurnar brotnuðu og flytja þurfti piltana á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Flestir þeir sem voru á ferli í miðbænum voru þó í þokkalegu áramótaskapi að sögn varðstjóra. Morgunblaðið/Benjamin KÖRFUBÍLL slökkviliðs var sendur eftir ungum manni sem klifraði upp í jólatréð á Ráðhústorgi, en hann neitaði að koma niður og hótaði að stökkva. — Stuðningur við þróun og nýsköpun í matvælaiðnaði á Norðurlandi Þann 8. janúar næstkomandi býðst fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum á Norðurlandi einstakt tækifæri til að kynna sér þjónustu ýmissa aðila, sem veita aðstoð vió að koma á fót samstarfsverkefnum og sækja um styrki sem íslendingar eiga möguleika á í tengslum við Evrópusambandið. Haldinn veróur kynningarfundur undir heitinu Stuóningur við þróun og nýsköpun í matvælaiónaði á Noróurlandi á Hótel KEA miðvikudaginn 8. janúar frá kl. 12-14. Eftirtaldir aðilar standa aó fundinum: Háskólinn á Akureyri, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, Landsskrifstofa Leonardó, Euro Info skrifstofa Útflutningsráðs og Upplýsingastofu SÍTF. Á fundinum er lögð áhersla á að fulltrúar atvinnulífs, menntastofnana, sveitarfélaga, hagsmunasamtaka og fjármálastofnana fái yfirsýn yfir þá möguleika sem í boði eru á sviði rannsókna- og nýsköpunarverkefna, starfsmannaskipta og starfsþjálfunar, og ráð- gjafar við útflutning og markaðssetningu. Nánari upplýsingar gefa: Þórleifur Björnsson Háskólanum á Akureyri, í síma 463 0900 og Sigurður Tómas Björgvinsson, Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, í síma 525 4900. Aðgangur að fundinum er ókeypis. hAskúunn A AKUHEVRI Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar Konráð endur- kjörinn formaður KONRÁÐ Alfreðsson var endurkjörinn formaður Sjómannafélags Eyja- fjarðar til tveggja ára á aðalfundi félagsins milli jóla og nýárs. Þá var Gylfi Gylfason kjörinn varaformaður í stað Sveins Kristinssonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Kjaradeila sjómanna og útgerð- armanna er komin til ríkissátta- semjara og segir Konráð að deiluaðilar hafi verið boðaðir til fundar hjá honum 9. janúar nk. „Það hafa engar viðræður farið fram ennþá við útgerðarmenn og í raun er ósköp lítið að gerast. Á aðalfundi okkar var samþykkt til- laga þess efnis að félagar í Sjó- mannafélagi Eyjafjarðar muni sýna samninganefnd Sjómanna- sambands íslands fullan stuðning og jafnframt hlýða kalli um verk- fall, ef til þess kemur.“ Erfiðir samningar framundan Konráð segist ekki hafa mikla trú á að deiluaðilar nái saman fljótt og örugglega. „Miðað við viðbrögð útgerðarmanna við okkar kröfum á ég ekki von á öðru en þetta verði mjög erfitt. Það kvað við neikvæðan tón hjá útgerðarmönn- um við öllum okkar kröfum og það er ekkert í spilunum af útgerðar- innar hálfu. Eg hef heyrt í kolleg- um okkar víða um land og það er greinilegt að menn eru tilbúnir til að beijast fyrir því að kveða niður óréttlætið og um leið fyrir bættum kjörum.“ Sjómenn hafa gert kröfu um að allur fiskur fari á markað og að verðmyndunin fari fram á upp- Verkmenntaskólinn á Akureyri NEMENDUR! Stundaskrár verða afhentar á skrifstofu skólans miðvikudaginn 8. janúar kl. 13.00-17.OO. Kennsla hefst fimmtudaginn 9. janúar skv. stundaskrá. Skólameistari p tirpmM&Mli - kjarni málsins! boðsmarkaði. Þá segir Konráð að taka þurfi á þátttöku sjómanna í kvótakaupum. MESSUR AKUREYRARPRESTA- KALL: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 5. janúar kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkj- unni á morgun, sunnudag- inn 5. janúar kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20. á morgun, sunnudaginn 5. janúar. Allir eru hjartanlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 11 á morgun, sunnudag. Vakn- ingasamkoma sama dag kl. 14. Bænasamkomur verða í kirkjunni frá 7. til 10. janúar kl. 20. öll kvöld. Allir hjartan- lega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN; Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, messa kl. 11 á morgun, sunnudaginn 5. janúar og kl. 18. mánudaginn 6. jan- úar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.