Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Sannleikurínn er sagna bestur Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur Ásdísi Frímannsdóttur og Ester Sveinbjarnardóttur: SAMTÖKIN Lífsvog hafa nú í tæp tvö ár stutt við bakið á fólki er telur sig hafa orðið fyrir mistökum í læknismeðferð. Þessi tími hefur svo sannarlega orðið starfsfólki Lífsvogar lærdómsríkur, þ.e. við höfum komist að raun um aðferða- fræði við rannsókn mála á sér vart hliðstæðu á öðrum sviðum samfé- lagsins. Því miður virðist nokkurn veginn sama hvað miður fer, af hálfu lækna eða heilbrigðisþjónustunnar í heild. I mjög mörgum tilvikum finna rann- sóknaraðilar ekki neitt aðfínnslu- vert varðandi hin ýmsu atvik og ferliverk er sjúklingur undirgengst af hálfu og á ábyrgð þeirra hinna sömu aðila, er einnig standa að rannsókn mála. Landlæknisembættið lætur síðan í ljós undrun sína yfir dómum Hæstaréttar varðandi læknamistök, en virðist ekki eygja sýn í þá veru, að það er þeirra, embættismann- anna, að skapa fordæmi, varðandi faglega viðurkenningu þeirra hinna sömu mistaka. Á sama tíma rembast menn eins og rjúpan við staurinn að láta í það skína hversu óskaplega mikinn tíma það taki fyrir embættið að sinna fólki er óskar eftir aðstoð gegnum Samtökin Lífsvog. Við vitum það hjá Samtökunum Lífsvog að það tekur tíma að skrifa bréf, þar sem almenn kurteisi og virðing þarf alltaf að fylgja erindum sem slíkum. Ef menn hafa ekki van- ist því að sinna erindum bréflega er eins gott að halda einhver endur- menntunamámskeið því nú eru að taka gildi lög er skylda menn til þess að skrá öll erindi við hið opin- bera, hvetju nafni sem þau nefnast. Formaður og varaformaður Lífs- vogar eru kvenkyns, því hefur emb- ætti Landlæknis m.a. reynt að draga upp persónugeringu í mál- fiutningi, þ.e. til þess að vita hvort konur detti ekki alveg ofan í tilfinn- ingapyttinn. í raun hafa Samtökin Lífsvog verið vel uppi á bakka þess pytts. Það væri hins vegar ef til vill athugunarefni, hvort embættis- menn Landlæknisembættisins, ættu ekki að hoppa út í tilfínningapytt- inn, þó ekki væri nema til þess að geta sett sig í spor þess fólks er gengur og hefur gengið þrauta- göngu varðandi viðurkenningu al- gjörlega ófullnægjandi meðferðar í „besta heilbrigðiskerfi í heimi“, þar sem almenn skynsemi, ásamt þekk- ingu á læknisfræði getur sagt loka- orð um niðurstöðu mála, svo fremi að menn séu ekki að veija markaðs- lega hagsmuni stéttarinnar í heild. Til allrar hamingju höfum við er störfum í Lífsvog, merkt viðhorfs- breytingu hvað varðar málefni þessi. Almennt er fólk nú upplýst- ara um hvað einföld aðgerð á líkam- anum getur haft í för með sér, enda læknar nú ögn duglegri að upplýsa um slíkt fyrir aðgerðir. Samt sem áður virðist ekki enn sjá fyrir endann á hamagangi þeim er tilkominn virðist vegna „sparnaðar- hugmynda ýmiskonar". Biðlistar eru óþarfir hér á landi og auka ekki hagkvæmni til lengri tíma lit- ið. Við hjá Lífsvog fáum til okkar fólk er hefur undirgengist slíkan Ijölda aðgerða að með ólíkindum er. Ef aðgerð misheppnast í fyrsta skiptið virðist svarið bara að gera aðgerð aftur og aftur og aftur. Á meðan bíða aðrir er þurfa einnig á slíku að halda og lifa af á verkjalyfj- um er kosta skildinginn. Við höfum ítrekað bent á ýmsa endurskoðun mála innan heilbrigð- isgeirans, s.s. fjárhagslega ábyrgð lækna á rekstri sinna deilda. Við teljum að það þurfi að greina á milli hvort læknar séu starfsmenn íslenska ríkisins eða sínir eigin herr- ar með rekstur á einkastofum. Sam- bland af hvoru tveggja teljum vð til dæmis ekki geta samræmst hin- um siðfræðilegu og læknisfræðilegu forsendum er byggja fyrst og fremst á því að hagsmunum sjúkl- inganna sé best borgið. Það kom fram á málþingi Siðfræðistofnunar Háskólans, varðandi réttindi sjúkl- inga, að heilbrigðisráðuneytið hefur nú rannsóknarþátt Landlæknis- embættisins til skoðunar í ráðu- neytinu. Skrifstofustjóri svaraði þingmanni Alþýðuflokksins, Össuri Skarphéðinssyni, varðandi fyrir- spurn þess efnis, hvort landlæknir gæti setið beggja vegna borðsins. Við fögnum því að heilbrigðisráð- herra hafi mál þessi til skoðunar og væntum aðgerða í kjölfarið, en orð eru til alls fyrst og umræða og upplýsing er af hinu góða og til þess fallin að vekja almenning til umhugsunar um líf og heilsu á tutt- ugustu öldinni, öld tækninnar sem hver ætti svo sannarlega að vega og meta á vogarskálum eigin lífs. F.h. Samtakanna Lífsvogar, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR, ESTER SVEINBJARNARDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Glæsilegur samkvæmisfatnaður fyrir öll tækifæri. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, ^565 6680. Opiö frá kl. 9 - 18 og 10 - 14 á laugardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.