Morgunblaðið - 04.01.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.01.1997, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brunnurinn Víti bilaði BILUN varð í heitasta brunni Hitaveitu Reykjavíkur í gær en hann er á homi Kringlumýrar- brautar og Hamrahlíðar. Brunnurinn gengur undir nafninu Víti þar sem vatnið í honum er 120 gráðu heitt. Þéttingar við krana brunns- ins leka en fresta varð viðgerð þar sem mikinn gufumökk lagði yfir Kringlumýrarbraut þegar lúgan á brunninum var opnuð. „Gufan tefldi bílaum- ferð í tvísýnu og því verður að bíða hagstæðari veðurskilyrða, til dæmis smágjólu svo hægt verði að gera við brunninn. Annar möguleiki er að vinna að næturlagi þegar umferð er lítil,“ sagði Kristján Örn Jóns- son verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Háhitaæð, sem liggur um brunninn, hefur verið gerð óvirk meðan á viðgerð stendur, en að sögn Kristjáns Arnar kemur það ekki að sök því út- lit er fyrir áframhaldandi hlý- indi í Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell GUÐNI Skúlason starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur skríður ofan í Víti til að kanna ástandið. Viðræður um gerð nýrra kjarasamninga fara í gang á ný eftir helgi Lífeyrisréttindi í brennidepli FORYSTUMENN launþegasamtaka innan ASÍ eru þeirrar skoðunar að aukinn mismunur líf- eyrisréttinda sé að verða eitt af stóru málunum í kjaraviðræðunum. Breytingar þær sem sam- þykktar hafa verið á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og nýgert samkomulag um breytingar á lífeyrisréttindum starfsmanna ríkisbankanna hafa valdið því að lífeyrismálin eru að verða eitt af forgangsmálunum í tengslum við end- umýjun kjarasamninga. „Opinberir starfsmenn, bankamenn, alþingis- menn og ráðherrar virðast vera komnir með sæmilega góð lífeyrisréttindi. Í framleiðslu- störfum úti í atvinnulífínu, þar sem atvinnuör- yggi er takmarkað og launahækkanir oft minni em menn hins vegar ekki tilbúnir að lagfæra neitt í lífeyrismálum. Þarna er bara verið að skipta þjóðinni ennfrekar upp í ríka og snauða. Þetta mál er meðal þeirra sem em í brennidepli í þessum samningum,“ segir Öm Friðriksson, formaður Samiðnar. „Það er engin spuming að þetta hefur áhrif á samningagerðina. Þetta hljóta að vera skila- boð til almenna markaðarins, nema menn ætli að ganga út frá því að það eigi að vera tvær þjóðir í þessu landi,“ segir Magnús L. Sveins- son, formaður Verzlunarmannafélags Reykja- Allir kjarasamningar stéttarfélaga og vinnuveit- enda lausir um áramót víkur. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins, segir að lífeyrismálin hafí gífurleg áhrif á viðhorf launþegasamtakanna til kjaramálanna í heild því þar sé nú verið að auka mismun milli þegna þjóðfélagsins. Hann segir að Verkamannasambandið vilji einnig horfa á fleiri mál í þessu samhengi eins og skattahækkanir og tryggingamál, m.a. vegna aukinnar greiðsluþátttöku sjúklinga í lyfja- kostnaði. Hækkun iðgjalda minnkar svigrúm til launahækkana „Áherslan sem við fínnum í þessum kjaravið- ræðum er á að auka kaupmátt launateknanna núna en ekki eftir 30 ár,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. „Það kæmi mér mjög á óvart ef að okkur yrði beint kröfum um aukningu á greiðslum í lífeyrissjóði því það myndi minnka svigrúm til beinna launa- hækkana um nákvæmlega jafn mörg prósentu- brot og svaraði til aukinna á greiðslna til lífeyr- issjóða," segir Þórarinn. Ekki bjartsýnn Gildistíma allra almennra kjarasamninga lauk um áramót ef undan eru skildir kjarasamn- ingar starfsmanna sem vinna við Hvalfjarðar- göng, en þeir taka reyndar mið af þeim launa- hækkunum sem verða á samningstímanum. Kjaraviðræður hafa staðið frá því í október um gerð nýrra samninga og hafa níu hópar vísað kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara og eru fundir með deiluaðilum hafnir þar. Viðræðuhlé var gert fyrir jól og er gert ráð fyrir að viðræð- ur heijist að nýju eftir helgi. „Ég er ekki bjartsýnn á að næstu dagar eða tvær vikur skili mönnum áleiðis. Það ber ein- faldlega það mikið á milli. Nú þegar fyrir ligg- ur skattahækkun og sú staðreynd að vinnuveit- endur og ráðamenn tala um 2'/2-3% kauphækk- un, í álíka mikilli verðbólgu, þá er bara verið að bjóða upp á kjaraskerðingu," segir Öm Frið- riksson. Samiðn hefur einnig átt í viðræðum við ríkið um samræmdan kjarasamning fyrir þá starfsmenn aðildarfélaganna sem starfa hjá ríkinu og segir Örn að þar hafí málum miðað þokkalega vel áfram í mörgum efnisatriðum. Líkfundur við Krýsuvíkurveg Vísbendingar borist HÓPUR íslendinga sem búsettir eru í sjávarútvegsbænum Liideritz í Namibíu hafði íslenska jóla- og ára- mótasiði í hávegum yfir hátíðirnar. Létu þeir meðal annars reykja fyrir sig hamborgarhryggi og hangikjöt af namibísku sauðfé að séríslensk- um hætti og steiktu laufabrauð. Á fímmta tug íslendinga eru um þessar mundir búsettir í Luderitz. Gunnar Jörgensen, skipstjóri hjá Seaflower Whitefísh sjávarútvegs- fyrirtækinu í Luderitz, segir að Is- lendingarnir hafi fengið verslunar- keðju til að reykja fyrir sig kjötið og tókst það með ágætum. „Það er ágætis kindakjöt hérna þó það jafnist ekki á við íslenska kjötið. Heimamenn þekktu ekki þessa að- ferð en þeir eru farnir að læra þetta af okkur og fínnst þetta mjög gott. Svo komum við saman allir Islend- ingarnir og vorum með áramóta- brennu á gamlárskvöld og skutum upp flugeldum. Það skapaðist mikil og góð stemmning og var mjög skemmtilegt. Heimamenn tóku þátt í þessu og fannst þetta stórsniðugt. Hér hafa menn ýmislegt fyrir stafni. Islensku krakkarnir eru til dæmis með kór og syngja við hvert tæki- færi,“ segir Gunnar. Slæm tíð Slæmt tíðarfar og óvanalega vindasamt hefur verið við nam- ibísku ströndina að undanförnu og því lítið að gera hjá Seaflower. Töluverð óvissa er hjá fyrirtækinu en gripið hefur verið til þess ráðs að selja tvo af fjórum togurum vegna niðurskurðar á kvóta og bíða starfsmenn nú þess að nýr fram- kvæmdastjóri verði ráðinn að fyrir- tækinu og ákvarðanir teknar um framhaldið. RANNSÓKNARLÖG- REGLA ríkisins sleppti á mánudagskvöld úr haldi manni sem var handtekinn á sunnu- dag og yfírheyrður vegna rannsóknar á voveiflegu andláti Hlöðvers S. Aðal- steinssonar er fannst látinn við Krýsuvikur- veg síðastliðinn sunnu- dag. Maðurinn sem var yfirheyrður er á þrí- tugsaldri, búsettur í Hafnarfirði og höfðu komið fram vísbend- ingar um að hann kynni að búa yfír vitneskju um ferð- ir hins látna eftir klukkan íjögur að morgni sunnudags. Aðrir hafa ekki verið handteknir vegna máls- ins. Samkvæmt upplýsingum frá RLR hafa þegar borist nokkrar ábendingar um ferðir bifreiðar hins látna, Lada Sport UH 748, í Hafnarfírði snemma á sunnudagsmorgun. Samverkandi orsakir Hörður Jóhannesson yfírlögregluþjónn RLR segir allnokkrar vís- bendingar hafa borist í tengslum við málið og miði rannsókn sæmi- lega. Of snemmt sé hins vegar að skýra frekar frá gangi hennar. Dánarorsök Hlöð- vers samkvæmt niður- stöðum krufningar eru nokkrir samverkandi þættir, svo sem mikill blóðmissir vegna skotsárs eftir haglabyssu á handlegg og lost- ástand af hans sökum, auk þess að staðfest hefur verið að hinn látni var veill fyrir hjarta. íslendinganýlendan í Liideritz Reyktu kjöt og voru með áramótabrennu Hlöðver S. Aðalsteinsson Stóra fíkniefnamálið Maður sett- ur í gæslu- varðhald LÖGREGLAN handtók tvo karl- menn á gamlársdag í tengslum við stóra fíkniefnamálið sem kom upp um miðjan síðasta mánuð. Gerð var krafa um gæsluvarðhald yfír báðum mönnunum. Annar var úrskurðaður í varðhald til 17. janúar, en gæslu- varðhaldsúrskurði yfír hinum manninum var hafnað. Nú eru í haldi vegna þessa máls hollenskt par og tveir íslenskir karlmenn. Að sögn Björns Halldórssonar, yfírmanns fíkniefnadeildar lögregl- unnar, hefur lögreglan, í tengslum við þessa sömu rannsókn, lagt hald á bifreið sem talið er að notuð hafi verið til flutnings á fíkniefnum til landsins í haust. Rannsókn málsins er mjög um- fangsmikil og hvergi nærri lokið að sögn Bjöms. Léstá nýársdag MAÐURINN, sem lést í Sandgerði að morgni nýársdags, hét Siguijón Júníusson. Siguijón heitinn var 32 ára gam- all, fæddur 23. september árið 1964. Hann var búsettur að Brekkustíg 12 í Sandgerði. Siguijón lætur eftir sig sambýlis- konu, Báru Magnúsdóttur, og son frá fyrra sambandi, Stefán Henning Siguijónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.