Morgunblaðið - 04.01.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.01.1997, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C 2. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mestu vetrarhörkur í Evrópu í þrjátíu ár hafa nú staðið 1 ellefu daga 160 látnir vegna kuldanna London. Reuter. NÆR160 manns hafa týnt lífi í Evrópu vegna kuldakastsins undanfarna 11 daga sem er hið skæðasta í þrjá áratugi. Að sögn Haralds Eiríkssonar hjá Veður- stofunni bendir flest til að litlar breytingar verði á veðrinu næstu daga, áfram verði há- þrýstisvæði austan við Island og þrýstir það köldu lofti úr norðri, að einhverju leyti frá Síberíu, suður yfir Evrópu. Mest hefur manntjónið orðið í Póllandi og Rúmeníu þar sem útigangsfólk hefur víða frosið í hel. Fljót hefur lagt og er engin skipaumferð á Dóná frá Þýska- landi um Austurríki til Slóvakiu, ferjuskipstjórar á fljótum og skipaskurðum milli Þýskalands, Hollands og Belgíu biðu eftir aðstoð ísbijóta í gær og skurðir í Frakklandi eru margir ófærir vegna íss. Enn er þó hægt að sigla upp Rin allt til Basel i Sviss. Þjóðveiji á níræðisaldri, sem var í ferðamannarútu í Malata- verne í Suðaustur-Frakklandi, fékk hjartabilun vegna kuldans og lést og eru þá fórnarlömb kuldakastsins í landinu orðin 23. Enn kaldara er víða í Þýska- landi og austar í álfunni, í BÍLSTJÓRI mokar snjó af vegi nærri Baqueira Beret á Spáni til að komast leiðar sinnar. Öngþveiti hefur skapast víða á vegum í Evrópu vegna snjóa. Reuter Gardelegen mældist rúmlega 26 stiga kuldi. Kalt er um nær alla álfuna, á Norður-Ítalíu hefur a.m.k. tylft manna farist af völdum veðurfarsins en á Sikil- ey var þó sól og blíða í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja að enn séu meira en 30 manns fastir inni í jarðgöngum í Kákasus sem lokuðust fyrir viku vegna snjóflóða. Spáð var miklum kulda í Bretlandi um helgina, jafnvel 15 stiga frosti. Tempsá fraus í fyrsta sinn frá stríðslokum í grennd við Marlow.um 40 km vestan við London. Ákaft er nú veðjað um það hvort áin muni fijósa í sjálfri miðborginni. ■ Flóð í Bandaríkjunum/16 • • Oryggi á flugvöll- um slakt London. Reuter. ÖRYGGISMÁLUM er ábóta- vant á ijölda fiugvalla víða um heim, samkvæmt niðurstöðum athugunar breska neytendarits- ins Holiday Which?. Segir í því, að dag hvern séu um 8.000 „munaðarlausir" pinklar settir um borð í flugvélar. Afar fá ríki hafa sett iöggjöf sem kveður á um gegnumlýs- ingu alls farangurs í alþjóða- flugi. „Ein helsta hindrunin - að frátöldum rökum á borð við kostnaðarauka og seinkun ferða - hefur verið sú, að engin al- þjóðastofnun hefur vald til þess að knýja á um öryggisstaðla eða halda úti reglulegu eftirliti með því að þeir væru haldnir,*1 segir í ritinu. Á fjölda flugvalla hefur ekki verið komið upp búnaði til að finna plastsprengiefni. Þá hefur sprengjuleitarbúnaði af þeirri gerð, sem bandarísk flug- máiayfirvöld hafa talið full- nægjandi, aðeins verið komið upp á fjórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Að sögn Holiday Which? eru að jafnaði aðeins 5-10% far- angurs, sem fer í lestar, gegnumlýst á mörgum evr- ópskum flugvöllum. Blaðið lýsti þeirri afstöðu sinni, að gera ætti stjórnvöld fremur en flug- félög ábyrg fyrir öryggismálum flugvaila. Serbíustjórn viðurkennir kosningaósigur í níu bæjum ÖSE ósátt við svar stjórnar Serbíu Belgrad. Vín, Washington. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Serbíu sagðist í gær myndu halda áfram mótmælum sínum, þrátt fyrir að þarlend stjórnvöld viðurkenndu í gær að stjómarandstöðuflokkarnir hefðu sigrað í kosningum til níu bæja og borga sem heyra undir höfuðborgina Belgrad. Það kom fram í bréfi sem serbneski utanrík- isráðherrann, Milan Milutinovic, sendi Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE). Hins vegar treysta serbnesk stjórnvöld sér ekki til að segja til um úrslitin í öðrum borgum að svo stöddu, þar á meðal næst- stærstu borg landsins, Nis. ÖSE hvatti Serbíustjórn í gær að fara að fullu að tilmælum stofnunarinnar um að virða úrslitin og Bandaríkja- stjórn sagði bréf stjórnarinnar inni- halda „innantómar tryggingar". Bréfið var svar serbnesku stjórn- arinnar við skýrslu ÖSE, sem nefnd undir forsæti Felipe Gonzales, fyrr- verandi forsætisráðherra Spánar, Stjórnarandstað- an hyggst halda mótmælum áfram skilaði fyrir jól. Tekið er að hluta til undir yfirlýsingar ÖSE um sigur stjórnarandstöðunnar í níu bæjum en óskað er eftir frekari upplýsing- um um kosningar í sex til viðbótar. Ekki minnst á Belgrad Ljubisa Rajic, lektor í norsku í Belgrad, sagði í samtali við Aften- posten, að viðurkenning stjórn- valda hafi litla þýðingu í raun. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, hafi ekki viðurkennt sigur stjórnar- andstöðunnar í kosningum til borg- arstjórnar Belgrad, sem sé mun mikilvægara en kosningar til ein- stakra bæjarráða sem heyri undir borgina. Ekki er minnst á borgar- stjórn Belgrad í bréfinu til ÖSE. Zoran Djindjic og Vuk Dras- kovic, leiðtogar stjórnarandstöð- unnar í Serbíu, sögðu í gær að í bréfinu höfnuðu stjórnvöld í raun tilmælum ÖSE. Ekki væri hægt að sætta sig við lausnir að hluta til. Sagði Draskovic bréfið innihalda eintómar lygar og að í því reyndi Milosevic að slá ryki í augu þjóða heims. Mótmæli stjórnarandstöðunnar í Serbíu vegna ógildingar bæjar- og sveitarstjórnakosninganna í nóvember hafa nú staðið í 47 daga og sagði Djindjic að ekki yrði látið af þeim fyrr en stjórnvöld lýstu kosningarnar gildar. Vísaði Djindjic ennfremur á bug ótta margra um að borgarastyijöld kunni að vera í uppsiglingu í land- inu. Sagði hann að svo mjög hefði dregið úr valdi Milosevic, að lítil hætta væri á öldu ofbeldis. Ekki væru nógu margir Serbar reiðu- búnir að heyja stríð fyrir forsetann. Reuter ÞRÖNG var á þingi í sal þjóðminjasafnsins er fulltrúadeild bosn- íska þingsins kom saman í fyrsta sinn í gær. Fremst silja f.v.: Alija Izetbegovic, Kresimir Zubak og Momcilo Krajisnik. Tortryggnin allsráð- andi á Bosníuþingi Sanyevo. Reuter. FYRSTA þingið í Bosníu eftir að stríðinu lauk var sett í gær og hétu múslimar, Króatar og Serb- ar að vinna að varanlegum friði í landinu. Það leyndi sér þó ekki, að grunnt er á því góða með þjóð- arbrotunum. Fulltrúadeildin, skipuð 42 þingmönnum, sem kjörnir voru í september, kom saman í litlum sal í þjóðminjasafninu í Sarajevo og kunnu rnargir því illa að sitja við hlið fyrrum fjandmanna sinna. Fyrsta verk þingsins var að skipa alríkinu stjórn en fyrir henni fara músliminn Haris Silajdzic og Serbinn Boro Bosic. Alija Izetbegovic, formaður forsætisnefndar þingsins, hvatti menn til að standa við Dayton- samkomulagið. í máli Serbans í forsætisnefndinni, Momcilo Krajisnik, komu fram efasemdir um Bosníu sem fullvalda ríki. Sagði hann, að fallist hefði verið á, að svæði múslima og Króata annars vegar og Serba hins veg- ar væru „tvö ríki“ en hnýtti því þó við, að Bosnía-Herzegovina „væri líka til“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.