Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 23 AÐSENDAR GREIIMAR Heiður þeim sem heiður ber NÚ nýlega var birtur ríkisreikn- ingur fyrir árið 1993, ásamt athuga- semdum þingkjörinna yfírskoðunar- manna. í þeim athugasemdum kom fram að innheimtuárangur var mjög misjafn milli hinna einstöku emb- ætta. Þar voru í hæsta flokki emb- ætti sýslumannanna í Ólafsfírði, Akureyri, Borgarnesi, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum svo einhver séu nefnd. Nú er það svo að slíkrar pró- sentutölur segja ekki alla söguna, því engin tvö innheimtuembætti eru Þess gætir meira að segja, að skattayfírvöld haldi áfram að áætla gjöld á fyrirtæki, segir Kristján Torfason, sem illu heilli hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. eins hvað varðar íbúafjölda, atvinnu- líf og staðhætti svo einhvað sé nefnt. í Morgunblaðinu þann 28. janúar sL var rætt við núverandi sýslumann í Ólafsfirði vegna góðs árangurs þess embættis við innheimtu gjalda. Það vakti athygli mína að ekki var hægt að lesa út úr því viðtali annað enn að árangurinn væri fyrst og fremst að þakka röggsömum aðgerðum þess sýslumanns við innheimtu og stjóm- un. Ríkisreikningur sá, sem til umijöll- unar hefur verið að undanfómu, er vegna ársins 1993, en frá 1. ágúst 1989 var Kjartan Þorkelsson bæjar- fógeti í Ólafsfirði.og síðar sýslumað- ur þar eftir 1. júlí 1992, þar til hann var skipaður sýslumaður á Blönduósi um mitt síðastliðið ár. Sá góði inn- heimtuárangur er náðist árið 1993 á Ólafsfirði er því fyrst og fremst hon- um að þakka og því starfsfólki sem vann með honum að þessum málum. Það verður að viðurkennast að sumir starfsbræður Kjartans dáðust að því Frá fundi ferðaklúbbsins Úrvals-fólks. ■ FERÐAKL ÚBB URINN Úrvals- fólk, ferðaklúbbur Úrvals-Útsýnar fyrir alla 60 ára og eldri, hélt sinn fyrsta fund á árinu sunnudaginn 29. janúar. Fundurinn var haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu, og mættu yfír 500 manns. Da'gskrá var fjölbreytt og var Ferðaalmanak Úrvals-fólks kynnt en sífellt fleiri ferðamöguleikar bjóðast nú eldri borgurum. Eftir að ferðir höfðu verið kynntar söng kór eldri borgara, Söngvinir frá Kópa- vogi, undir stjóm Sigurðar Braga- sonar. Stjóm sl. árs var þökkuð góð störf og tveir nýir fulltrúar bættust í hópinn, annar frá Kópavogi og hinn frá Keflavík. Eftir kaffíhlé vom dregnir út ferðavinningar til Mall- orca, Portúgals og Kanaríeyja. Síðan sýndu eldri borgarar frá Dansskóla Sigvalda dans og að endingu var stiginn dans við dillandi harmoniku- tónlist þartil fundi lauk um kl. 17.30. Fundarstjóri var Haukur Helgason en undirbúning og skipulagningu annaðist Rebekka Kristjánsdóttir, fulltrúi Úrvals-fólks hjá Úrvali- Útsýn, en hún er fararstjóri Úrvals- fólks á Mallorca í sumar. einbeitta liði sem hann hafði við hlið sér við innheimtustörfin og hjálpaði honum að ná þessum feiknagóða árangri í innheimtunni. Nú efa ég ekki að núverandi sýslumaður á Ól- afsfírði sé dugandi innheimtumaður, enda alinn upp til margra ára af Elíasi Elíassyni sýslumanni á Akur- eyri sem er annálaður fyrir góðan embættisrekstur og innheimtu. Sem bæjarfógeti í Vestmannaeyj- um fékkst ég við innheimtustörf í tæp nítján ár og mér er það full ljóst að umfagnsmikilar breytingar á inn- heimtuárangri nást ekki á skömmum tíma. Hafa ber í huga, eins og ég veit að starfs- menn fjármálaráðu- neytis gera sér vel ljóst, að mikið átak þarf til að bæta innheimtuna um hvert prósentustig þegar innheimtuárang- ur nálgast 90%. Er yfirskoðunar- menn ríkisreikningsins fjölluðu um þessi mál- efni í fréttum sjónvarps kom fram að þeim óx mjög í augum afar háar fjárhæðir sem væru óinnheimtar af álögðum gjöldum og töldu það tákn um að innheimtumenn stæðu sig ekki sem skyldi í störfum sínum. Þama finnst mér að ómaklega hafí verið veist að innheimtu- mönnum, sem leggja sig fram við að sinna skyldustörfum sínum enda þótt eflaust megi finna einstök dæmi þess að ekki hafí málum ver- ið fylgt fram af nægi- legri festu. Ég hefði vænst þess að starfs- menn fjármálaráðu- neytisins gerðu opinber- lega grein fyrir því að þessar óinnheimtu millj- ónir stafa að mestu af því að þar er um að ræða álagningar á fyrir- tæki og einstaklinga sem illu heilli hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Gætir þess meir að segja, að skattayfirvöld haldi áfram að áætla gjöld á fyrirtæki sem löngu eru orðin gjaldþrota. Gera verður kröfu til þess að grein sé gerð fyrir þessum atriðum og hversu háar inn- heimtanlegar kröfur séu í raun, svo þjóðin fái ekki þær ranghugmyndir að unnt sé að bjarga fjárhag ríkis- sjóðs snarlega með því einu að inn- heimtumenn ríkissjóðs bæti árangur viðinnheimtu. Ég vil óska hinum nýja sýslu- manni þeirra Ólafsfírðinga þess, að honum takist að viðhalda þeim góða innheimtuárangri sem Kjartan Þor- kelsson náði með góðri samvinnu við starfsfólk sitt og með því að afla sér virðingar fyrir góð vinnubrögð hjá gjaldendunum. Höfundur er dómstjórí við Héraðsdóm Suðurlands og þar áður bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Kristján Tórfason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.