Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Grunaður um fisk- veiðibrot VARÐSKIPIÐ Ægir færði togar- ann Bjart frá Neskaupstað til heimahafnar í gær eftir að skipið var staðið að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi í utan- verðu Lónsdýpi. „Ég tjái mig ekk- ert um þetta mál fyrr en búið er að ijalla um það,“ sagði Birgir Sigurjónsson, skipstjóri, þegar Morgunblaðið náði tali af honum þegar hann kom til hafnar í Nes- kaupstað í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslu stöðvaði Ægir veiðar Bjarts skömmu fyrir hádegi í gær þar sem skipið var við veiðar í Lónsdýpi, í trássi við takmarkanir í reglugerð. Birgir Sigurjónsson sagðist ekki telja sig hafa verið að ólög- legum veiðum og kvaðst mundu ræða málið í landi og sagðist ekki sannfærður um að Landhelgis- gæslan fylgdi kæru sinni eftir. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða málið. Kennarafélögin senda frá sér sameiginlega ályktun Kennarar hafna tillögimi SNR að svo komnu máli KENNARAFÉLÖGIN hafna þeirri hugmynd samninganefndar ríkis- ins (SNR) að vísa samningúm um grunnlaunahækkanir til félags- manna kennarafélaganna í hugsanlegar niðurstöður af samn- ingum annarra, að því er segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem kennarafélögin sendu frá sér í gær vegna tillagna SNR um gerð kjara- samnings. í yfirlýsingunni segic að kennar- ar gangi til áframhaldandi við- ræðna við SNR eingöngu með það að viðmiði að grundvallarbreyting verði á afstöðu ríkisvaldsins um þessi mál. „Kennarafélögin hafna að svo komnu máli tillögum SNR frá 8. febrúar um breytingar á þeim köflum kjarasamninga kenn- arafélaganna sem fjalla um vinnu- tíma kennara," segir í yfírlýsing- unni. Telja kennarafélögin að í Samningaviðræður halda áfram og er búist við að kjaradeilan fari til ríkissáttasemjara í dag þessum tillögum geti falist veruleg kjaraskerðing þar sem þær ganga út á fjölgun kennsludaga o.fl. án þess að nokkrar skuldbindingar liggi fyrir frá hendi ríkisins um kjarabreytingar. Ríkissáttasemjari fylgist með viðræðunum Þórir Einarsson ríkissáttasemj- ari sat fund samninganefnda kenn- ara og ríkisins í gær og er jafnvel búist við að viðræðurnar muni færast yfír í húsnæði sáttasemjara í dag. Boðað verkfall kennara hefst eftir viku, fostudaginn 17. febrúar, hafí ekki samist fyrir þann tíma. Fundi deiluaðila lauk undir kvöld í gærkvöldi og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan 10 fyrir hádegi í dag. Þokast ekki til samkomulags Elna Katrín Jónsdóttir, formað- ur HÍK, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri hægt að segja að þokast hefði í átt til samkomulags á fundinum í gær. Af hálfu SNR hefði verið ít- rekað að nefndin væri ekki tilbúin að setja fram tilboð um sérstakar ákveðnar grunnlaunahækkanir, sem sé aðalkrafa kennara, en þess í stað hefði verið vísað í væntanleg- ar niðurstöður ógerðra samninga á vinnumarkaði. Fjölgun kennsludaga metin Elna sagði að rætt hefði verið um að fá fram skýrari mynd af hugmyndum nefndarinnar frá í fyrradag um fjölgun kennsludaga og hvort unnt yrði að meta þær hugmyndir til launabreytinga. Svo virtist sem í hugmyndunum gæti falist flölgun kennsludaga um 10-12 og væru hugmyndimar í aðalatriðum hinar sömu og lægju fyrir Alþingi í frumvarpi til grunn- skólalaga. Ljóst væri að fyrir breytingar á skólaárinu þyrfti að greiða. „Menn verða að horfast í augu við að grundvallarbreytingar á skólakerfinu munu kosta pen- inga,“ sagði Elna K. Jónsdóttir. Forsætisráðherra Belgíu hafði viðdvöl hér og ræddi við Davíð Oddsson Samvinnan við ESB var efst á baugi JEAN-LUC Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, hafði rúmlega klukku- stundarviðdvöl á Keflavíkurflugvelli í gær á leið í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra hitti belgíska forsætisráðherrann að máli í óformlegum viðræðum þar sem sam- vinna íslands og Noregs við Evrópusambandið var efst á baugi. Að loknum viðræðum við for- sætisráðherra sagðist Jean-Luc Dehaene í samtali vð blaðamenn telja að í kjölfar þess að Norðmenn "höfnuðu aðild að Evrópusamband- inu verði samstarfið á Evrópska efnahagssvæðinu virkara. Áhugi vex á samstarfi „í vissum skilningi gefur það íslandi möguleika að Noregur sagði nei,“ sagði hann, aðspurður um framtíð EES með aðeins ís- land, Noreg og Liechtenstein EFTA-megin. „Með aðeins ísland og Liechtenstein utan Evrópu- bandalagsins á EES hefði verið lítill áhugi á að taka upp virkara samstarf en nú þegar Noregur hefur sagt nei er vaxandi áhugi á nánara samstarfi og þá er EES rétti ramminn utan um það.“ Aðspurður hvort hann teldi að íslandi gæti stað- ið til boða að ganga til aðildarviðræðna við ESB samhliða Kýpur og Möltu að lokinni ríkjaráðstefnu sambandsins sagðist Dehaene ekki enn hafa heyrt íslendinga óska þess, en sagðist telja að vandamál- ið kæmi ekki til tals fyrr en að lokinni ríkjaráðstefnunni og vísaði í fyrrgreindar hugmyndir um nán- ara samstarf innan EES. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að meginefni hinna óformlegu viðræðna forsætisráðherranna hefði verið með hvaða hætti ísland og Noregur mundu sameiginlega á næstunni efla tengsl sín við Evrópu- sambandið eftir niðurstöðuna í þjóð- aratkvæðagreiðslu Norðmanna þar sem ESB-aðild var hafnað. Rætt um leiðir til að efla tengslin „Forsætisráðherra Belgíu var þeirrar skoðunar að það væri hægt að gera innan þess ramma sem samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið markar og telur að bæði megi auka hið pólitíska sam- band milli þessara landa og Evr- ópusambandsins og gera virk ákvæði samningsins um EES sem fjalla um þau mál. Hann telur að það sé einnig í þágu ESB að styrkja þetta sam- band sem EES-samningurinn opn- ar og jafnframt áréttaði hann það sem menn höfðu áður sagt hér á landi að það kæmu engin ný ríki til raunverulegra aðildarviðræðna fyrr en að ríkjaráðstefnu ESB Iyki,“ sagði Davíð Oddsson. Hann sagði að Dehaene hefði lýst það slæman kost að láta und- an þrýstingi á að víkja frá þessari ________ mörkuðu stefnu til að víkka út sambandið og veikja samrunaþróunina, eins og ákveðin ríki vildu þrýsta á um. Hann hefði lýst sig þess fýsandi að ríkjaráðstefnan tæki sem skemmstan tíma þótt þar yrði aldrei um skemmri tíma en eitt og hálft ár að ræða. Tollaviðræður hafa dregist á langinn Forsætisráðherra sagði að tolla- viðræður íslands og ESB hefði borið á góma með þeim hætti að fyrir íslands hönd hefði hann árétt- að ósk um að ESB stæði við fyrir- heit um að tollaviðræðumar tækju skamman tíma. „Okkur hefur þótt þær dragast á langinn," sagði Davíð Oddsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg AÐ loknurn óformlegum viðræðufundi ræddu forsætisráðherram- ir við blaðamenn um samskipti íslands og Evrópusambandsins. Upplagseftirlit Verslunarráðs Nýjar tölur um upplag Morgun- blaðsins í SAMRÆMI við reglur Upjr- lagseftirlits Verslunarráðs Is- lands hefur trúnaðarmaður þess, Reynir Vignir, löggiltur endurskoðandi, sannreynt upplag Morgunblaðsins í mánuðunum október-des- ember 1994. í frétt frá Versl- unarráðinu segir: „Að meðal- tali voru seld 52.375 eintök á dag. Á sama tímabili 1993 var salan 52.830 eintök dag- lega.“ Upplagseftirlit VÍ annast eftirlit fyrir þá útgefendur, sem óska eftir staðfestingu hlutlauss aðila á upplagi við- komandi blaða og rita. Morg- unblaðið er eina dagblaðið, sem nýtir sér þessa þjónustu nú. Frumvarp um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda Tekin af tvímæli um rétt skattgreiðenda RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu fjármálaráðherra um að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Með þessu er kom- ið á nauðsynlegri réttarbót gagn- vart skattgreiðendum, segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðu- neyti. Helstu réttarbætur eru þær að tekin eru af öll tvímæli um ótví- ræðan rétt skattgreiðenda á endur- greiðslu, endurgreiðslur verða með vöxtum og í sumum tilfellum eru greiddir dráttarvextir. Lagt er til að lögfest verði sú meginregla, að gjaldandi eigi rétt á endurgreiðslu ofgreiddra skatta og gjalda óháð því hvort gerður hafi verið fyrirvari um greiðslu þeirra og án tillits til þess hvort ofgreiðslan er gjaldanda sjálfum að kenna eða stafar af öðrum orsökum. Gert er ráð fyrir að vextir verði greiddir af þessum ofgreiðslum, jafnháir næstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma. Vextir þessir eru nú 3%. Dráttarvextir í sumum tilvikum Ennfremur eru ákvæði um greiðslu dráttarvaxta af ofgreiddu fé í sumum tilvikum, einkum þegar yfírvöld endurgreiða ekki oftekið fé innan tiltekins tíma. Þá samþykkti ríkisstjórnin tillögu fjármálaráðherra um breytingu á frumvarpi til laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, tékjuskatt og eignarskatt og yfirskattanefnd. Breytingamar lúta að greiðsiu verð- bóta á staðgreiðslufé sem endur- greitt er á staðgreiðsluárinu. Er þetta gert til samræmis við reglur sem gilda um endurgreiðslu eft að álagningu skatta lýkur. Frestur til árskurðar lögfestu Breyting á lögum um tekjuska og eignarskatt tekur til þess : vaxtaprósentan verður sú sama ( kveðið er á um í almenna frumvar inu og að lögfest verði ákvæði u greiðslu dráttarvaxta í þeim tilviku þegar mál fara fyrir yfírskattanefi og úrskurður er ekki kveðinn uj fyrr en eftir að lögbundnir fresi eru liðnir. Ennfremur er lagt til < í öllum tilvikum verði greiddir drát arvextir frá þeim tíma er dómsm telst höfðað vegna ágreinings u greiðsluskyldu eða fjárhæð skatts I frumvarpinu er ákvæði u breytingar á lögum um yfírskatt nefnd í þá veru, að Iögfesta ákveði fresti til úrskurðar í öllum kærumá um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.