Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 11 Almenningsvagnar Rekstrar- halli 191 milljón REIKNAÐ er með að tekjur af rekstri Almenningsvagna bs. verði 127,3 milljónir króna á þessu ári, en rekstrargjöldin verði 318,5 milljónir króna. Mismunurinn greiðist af þeim sveitarfélögum sem að fyrir- tækinu standa eða samtals 191,2 milljónir króna. Að sögn Péturs U. Fenger, framkvæmdastjóra Almenn- ingsvagna bs. er markmiðið að tekjurnar af rekstrinum standi undir helmingi rekstrar- gjaldanna og hefur heldur þok- ast í þá átt frá því starfsemi fyrirtækisins hófst haustið. Að rekstri Almennings- vagna bs. standa Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Hafn- arfjörður og Álftaneshreppur, en tveir verktakar annast allan akstur. Þegar fyrirtækinu var komið á laggirnar var mark- miðið að árlegur farþegafjöldi gæti orðið um tvær milljónir. Það markmið hefur hins vegar ekki náðst ennþá, að sögn Péturs, en á síðasta ári var farþegafjöldinn um 1,8 millj- ónir. Á þessu ári verður aukið við leiðakerfi Almenningsvagna bs. í nýjum hverfum í Kópa- vogi og Hafnarfirði. 2. áfangi Rimaskóla Tilboði ístaks verði tekið STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar leggur til við borgarráð að tilboði ístaks hf. verði tekið í byggingu ann- ars áfanga Rimaskóla, en ís- tak var lægstbjóðandi í lokuðu útboði. ístak bauð rétt rúmar 180 milljónir króna í verkið, sem er 84,78% af kostnaðaráætlun. Næst lægst var Álftárós hf. sem bauð tæplega 500 þúsund krónum hærra í verkið eða 85,26% eftir yfirferð tilboða. Tvö önnur tilboð bárust í verk- ið frá Ármannsfelli hf. sem bauð 87,32% af kostnaðar- áætlun og frá Sveinbirni Sig- urðssyni hf. sem bauð 87,52%. 4. áfangi Breiðholtsskóla Tilboði Yöl- undarverks verði tekið STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur lagt til við borgarráð að tilboði Völundarverks hf. verði tekið í fjórða áfanga Breiðholts- skóla, með fyrirvara um að verktrygging hækki í 15% af tilboðsverði. Völundarverk var lægst- bjóðandi í verkið eftir yfirferð tilboða og bauð 59.950.381 krónu, sem er 78,27% af kostnaðaráætlun. Alls bárust fimmtán tilboð í verkið og var tilboð Viðars hf. næstlægst, 62.627.880 kr., sem er 81,77% af áætluðum kostnaði. ____________________FRÉTTIR____________________________________ Niðurstaða könnunar um viðhorf til launa kennara og verkfallsboðunar Laun of lág en verkfall slæmt RÚMLEGA 63% þeirra sem tóku afstöðu í þjóð- arpúlskönnun Gallups á viðhorfum landsmanna til kennara og hugsanlegs verkfalls þeirra telja að laun þeirra séu of lág miðað við fjölda vinnu- stunda. Um 76,1% svarenda voru hins vegar andvígir því að kennarar í grunn- og framhalds- skólum fari í verkfall nú á vorönn til að knýja fram launahækkanir. Enginn munur kemur fram eftir kynjum en eftir því sem fólk er eldra, því andvígara er það verkfalli. Hins vegar er mikill munur á afstöðu fólks til þessa máls eftir stjórnmálaskoðunum. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá þessu. Fæstir andstæðingar verkfalls, eða tæp 41%, styðja Alþýðubandalagið, en flestir andstæðing- ar verkfalls kennara, eða um 87%, eru meðal stuðningsmanna Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Rúmlega 76% framsóknar- manna kváðust andvíg verkfalli, rúmlega 70% kjósenda Þjóðvaka og helmingur stuðnings- manna Kvennalistans. Flestir hlynntir sömu hækkunum Einungis tæplega 2% þeirra sem svöruðu töldu laun kennara of há, en tæplega 35% fannst laun þeirra hæfileg. Um 24% svarenda telja að laun kennara hafi dregist það mikið aftur úr að það gefi tilefni til meiri launahækkana til þeirra en annarra stétta, en 76% voru á ann- arri skoðun og söguðust ekki telja að kennarar eigi að fá meiri launahækkanir en aðrar stéttir í landinu. Hlutfallslega fleiri konum en körlum, eða tæplega 68% kvenna á móti tæplega 59% karla, finnst laun kennara of lág. Hlutfallslega flestum stuðningsmönnum Kvennalistans finnst laun kennara of lág miðað við vinnustundir, eða rösk- lega 84%, tæplega 76% alþýðubandalagsmanna, rúmlega 68% fylgjenda Framsóknarflokks, rúm- lega 61% stuðningsmanna Þjóðvaka og 50% fylgjenda Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Taktu markvissa stefnu i spamabi i 995 Fjölbreyttir möguleikar í sparnaöi á Sparileiöum Islandsbanka Megineinkenni Sparileiöa íslandsbanka er aö ávöxtun eykst eftir því sem sparifé stendur lengur óhreyft. Sparifjáreigendum bjóöast fjölbreyttir val- kostir. Verötryggöar Sparileiöir Hœgt er aö velja um Sparileiöir fyrir sparnaö sem getur staöiö óhreyföur í Í2, 24 eöa 48 mánuöi, allt eftirþví hvaö hentar hverjum og einum. Langtíma- sparnaöur nýtur þess öryggis sem verötrygging veitir. Óbundnar Sparileiöir Fyrir þá sem kjósa aö hafa greiöan aögang aö sparifé sínu bjóöast einnig óbundnar Sparileiöir. Þœr henta vel fyrir sparnaö sem standa á skemur en eitt ár. Ef þú gerir samning um reglubundinn sparnaö á Sparileiöum 12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupp- hæöin laus aö loknum binditíma reikningsins. Öll upphæöin nýtur verötryggingar óháö því hvaö hvert innlegg hefur staöiö lengi á reikningnum. Ánœgjuleg „útgjöld" Þaö ánœgjulega viö reglubundinn sparnaö er aö jafnvel smáar upphæöir eru fljótar aö vaxa ef þœr eru lagöar reglulega til hliöar. Þaö hefur því reynst fólki vel aö gera sparnaöinn aö föstum, ófrávíkjan- legum hluta af „útgjöldum" hvers mánaöar. Þaö er auöveldara en margur heldur. Nú er rétti tíminn til aö taka markvissa stefnu í sparnaöi. Reglubundinn sparnaöur kemur sér vel Til þess aö láta drauma sína rœtast eöa til aö eiga fyrir óvœntum útgjöldum er nauösynlegt aö sýna fyrirhyggju og spara reglubundiö. ÍSLAN DSBAN Kl - í takt viö nýja tíma!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.