Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ iM m m áSi ******* ko Br.frá fyrraári % mest seldu fólks- . | r | bílategundirnar | í janúar 1995 Fjöldi % 1. Hvundai 50 18,2 13,7 2. Toyota 49 17,8 15,4 3 Nissan 37 13,5 -0,4 4 Volkswaqen 36 13,1 139,3 5. Opel 27 9,8 375,0 6. Mitsubishi 11 4,0 -50,6 7. Renault 11 4,0 14,7 8. Volvo 10 3,6 -1,5 9. Jeep 8 2,9 -35,4 10. Lada 4 1,5 -17,4 Aðrar teg. 32 11,6 -57,9 Samtals 275 100,0 -22,3 Innflutningur bifreiða í janúar 1994 og 1995 275 1993 1994 - FÓLKSBILAR, nýir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 1993 1994 Mest selt af Hyundai f janúar NÝSKRÁNINGUM fólksbíla fækkaði um 22% í janúar sl. saman- borið við janúar á síðasta ári. Þá voru skráðir 354 fólksbílar en 275 í síðasta mánuði. Ýmsar ástæður geta legið þarna að baki og ekki hægt að spá fyrir um þróun mála næstu mánuði út frá þessum samdrætti. Þegar salan er jafnlítil og raun ber vitni duga bílakaup einstaka bílaleigu, svo dæmi sé tekið, til þess að sala milli mánaða sveiflist töluvert. Eins og sjá má á myndinni voru 50 Hyundai bílar skráðir í síðasta mánuði og 49 af Toyota gerð. Alls voru fimm söluhæstu bilategundirnar með 72% markaðshlutdeild í janúar sl. Stjóm Veitustofnana Reykjavíkur Yfirtekur aftur lögfræðiinnheimtu STJÓRN Veitustofhana Reylqavíkur ræddi á fundi sínum í vikunni mögu- leika á að breyta innheimtu Hitaveit- unnar og Rafrnagnsveitunnar með það að markmiði að draga úr kostnaði við- skiptavina vegna vanskila. Jaftiframt var rætt um að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða til að draga úr líkum á því að kröfur tapist í gjaldþrotum. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sú hugmynd hefði verið til umræðu að hætta að senda kröfur til innheimtu til lög- fræðinga úti í bæ. „í staðinn mynd- um við ráða lögfræðinga á tímakaup sem kæmu t.d. einu sinni í viku til að sinna þessum málum. Þetta hefði í för með sér að viðskiptavinir þyrftu einungis að greiða lágmarksgjald vegna vanskila. Það eru dæmi um að höfuðstóll reiknings hafi fímm- faldast í innheimtu og ég man eftir 15 þúsund króna reikningi sem hækkaði í 80-90 þúsund krónur.“ Alfreð sagði að Hitaveitan og Rafmagnsveitan töpuðu um 40 millj- ónum á ári vegna gjaldþrota við- skiptavina. Rætt hefði verið um að bjóða viðskiptavinum í sérstökum áhættuhópum, einkum í verslun og veitingarekstri, sérstaka kortamæla vegna raforkukaupa. Þeim yrði þann- ig gert að greiða rafmagnsreikninga sína fyrirfram. Þessir aðilar þyrftu að kaupa kort sem gilti fyrir ákveðna notkun en gætu síðan endurnýjað það eftir þörfum. Alfreð sagði hins vegar að einnig væri möguleiki á því að fyrirtæki sem vilja stofna til við- skipta verði látin leggja fram ein- hveq'ar tryggingar. A Agreiningur Skandia og Gísla Arnar Lárussonar Ekki verður boðað til hluthafafundar Á Gísli Örn 35,7% í 12 eða 152 milljónum? STJÓRNARFOEMAÐUR Vá- tryggingarfélagsins Skandia hf., Ragnar Aðalsteinsson, ætlar ekki að boða til hluthafafundar föstu- daginn 19. febrúar nk. eins og Gísli Örn Lárusson hefur farið fram á. Krafa Gísla Arnar um hluthafa- fund kom í kjölfar niðurstöðu gerð- ardóms 20. janúar sl. Þar voru ógiltir samningar frá desember 1992 milli Gísla Arnar og Skandia í Svíþjóð, þar sem m.a. er kveðið á um sölu Gísla Arnar á hlut sínum í Vátryggingarfélaginu Skandia til Skandia í Svíþjóð. Samkvæmt þessari niðurstöðu gerðardóms tel- ur Gísli Öm sig eiga áfram 35,7% hlutafjár í vátryggingarfélaginu. „Þarf sönnunargögn“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær, mun Gísli Örn leita eft- ir aðstoð Hlutafélagaskrár við boð- un hluthafafundarins verði boðun- in ekki staðfest í síðasta lagi í dag, föstudaginn 10. febrúar. „Ég get ekki orðið við slíkum kröfum utanaðkomandi aðila án sönnunar- gagna,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. „Viðkomandi verð- ur fyrst að sanna hlutafjáreign sína.“ Hlutafjáraukning Ógilding gerðardóms á samn- ingum milli Gísla Arnar og Skan- dia í Svíþjóð frá því í desember 1992 leiddi til þess að eldri hlutha- fasamningur milli þessara sömu aðila, frá júní 1991, er aftur í gildi. Samkvæmt þeim samningi á Gísli Örn 35,7% hlutafjár í Vátrygging- arfélaginu Skandia hf. Á þeim tíma sem Gísli Öm seldi Skandia í Svíþjóð 35,7% hlutafjár, í desemer 1992, var heildarhlutafé félagsins 12,6 milljónir króna og hlutur Gísla þar af um 4,5 milljón- ir. Síðan hefur Skandia aukið hlut- aféð um 140 milljónir í 152,6 millj- ónir. Aðilar sem Morgunblaðið ræddi við eru ófúsir til þess að tjá sig opinberlega um hvaða áhrif hlutafjáraukningin gæti haft á eignaraðild Gísla Arnar. Almennt er sagt að húr. gæti orðið allt frá 3% þ.e. 4,5 milljónir af 152,6 millj- ónum, upp í 35,7% eins og hann túlkar það sjálfur. Viðurkenning á túlkun Gísla Arnar á hlutafjáreign hans í Vá- tryggingarfélaginu Skandia var eitt af þeim málum sem taka átti fyrir á hluthafafundi félagsins, en til hans segist Ragnar Aðalsteins- son ekki boða fyrr en hann fær sönnun fyrir eignaraðild Gísla að félaginu. Vátryggingarfélagaskrá skoðar málið Gísli Örn hefur farið þess á leit við Vátryggingafélagaskrá að þar verði skráður eignarhlutur hans í Vátryggingafélaginu Skandia upp á 35,7%. Hjá Vátryggingafélaga- skrá fengust þær upplýsingar að verið færi að skoða málið, en ákvörðunar væri ekki að vænta strax. FYRIRTÆKI í ORKUGEIRANUM Markaðshlutdeild 1993 samkvæmt skýrslu Samkeppnisráðs Raforkuframleiðsla Landsvirkjun 2% Andakílsárvirkjun Raforkudœifing § 2 Rafmagnsveitur ríkisins Rafmagnsv. Reykjavíkur Orkubú Vestfjarða 4% Rafveita Akureyrar fyrirtæki Hitaveitur s $ Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Suðurnesja og vatnsv. Akureyrar > Hitav. Akran. og Borgarfj. Únnur fyrirtæki 3: to «j í skýrslu Samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í atvinnulífinu er gerð nokkur grein fyrir stöðu mála í orkufyrirtækjum, sem öll eru í opinberri eigu. Landsvirkjun hefur einkarétt á að reisa og reka virkjanir sem eru stærri en 5 megawött. í raforkudreifingu voru 19 fyrirtæki á árinu 1993 sem hafa svæðisbundna einkasölu. Helst er að finna samkeppni frá hitaveitum þar sem jarðhita er að finna. Á árinu 1993 voru 54 hitaveitur í landinu og þar er sömuleiðis um að ræða svæðisbundna einkasölu. Samkeppni frá öðrum orkugjöfum er engin, segir jafnframt í skýrslunni. Frábærir HANKOOK vetrarhjólbarðar á einstöku verði! 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 175R14 185R14 -5^3Ö~' -4t786~ -StÁOO- -5^66- ^rSTO- -fy430~ -&430- 3.130 stgr 2.860 stgr 2.980 stgr 3.215 stgr 3.340 stgr 3.480 stgr 3.850 stgr 3.850 stgr 4.280 stgr 185/60R14 195/60R14 175/70R14 185/70R14 195/70R14 205/75R14 165R15 185/65R15 195/65R15 205/60R15 -7^90- -QrZeQ -emo ■&v94d- -7t830 vmv -&30ö" SS40 9&2€r 3.990 stgr 4.160 stgr 4.690 stgr 5.460 stgr 3.780 stgr 4.470 stgr 5.300 stgr 5.770 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235 / 75 R 15 kr.T030O- kr.7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10v550 kr,7.912stgr 31-10,50 R 15 kr.íTSSO kr.8.960 stgr 33-12.50 R 15 kr.14.440 kr.10.830 stgr Vörubíladekk 25% afsl. 12 R 22,5 /16PR kr.03;700 kr.25.275 stgr 315/80 R22,5 kr.38.980 kr.29.235 stgr SARBilNF. SKUTUVOGI 2 SÍMI 68 30 80 Málmverð styrkist aftur eftir hrun London. Reuter. VERÐ á málmum er orðið stöð- ugra eftir hrunið fyrr f vik- unni. Talið er að staða þeirra sé enn veik, en lágmarksverði kunni bráðlega að vera náð. „Ég sé fyrir mér að staða kopars og áls styrkist," sagði sérfræðingur í London, þar sem álverð lækkaði um 100 dollara á miðvikudag. í gær seldist ál á um 1,950 dollara tonnið miðað við 1,845 dollara í fyrradag. I gær höfðu kopar og ál lækkað um 250 dollara síðan um miðjan janúar þegar báðir málmar seldust á hæsta verði í tæp sex ár. Verð á kopar var 2,850 doll- arar tonnið í gær og lækkunin nemur um 8.0%, en lækkun á álverði 11.5%. Báðir málmar hafa hins vegar hækkað um 75% síðan hækkanir hófust fyrir 15 mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.