Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Öllum þeim mörgu, sem glöddu mig og heim- sóttu í tilefni 70 ára afmœlis míns, 3. febrúar, meö stórum gjöfum og heillaóskum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan, þakka ég af alhug og biÖ Guö að blessa ykkur öll. Bogi Pétursson. INNRETTINGATILBOÐ 40% AFSLÁTTUR Nú rýmum við fyrir 11 nýjum Profil innréttingum og seljum nokkrar sýningainnréttingar í eldhús og á bað með miklum afslætti. Ennfremur bjóðum við nýju innréttingarnar á sérstöku kynningarverði. Nú er tækifærið að gera góð kaup. Nýbýlavegur 12, sími 55-04-011. Mibstöft fólksins Svæðanudd Slökunarmeðferð Heilun Blómadropar Reiki Allt í einum pakka á tilboðsverði Mibstöb fólksins hefur opið hús á mánudags- og miðviku- dagskvöldum kl. 19.30. Reikimeistarar og fólk með reiki 2, 2+ og 3 gefa heilun. Hugleiðsla kl. 22.00. Allir velkomnir. Heilunarstöb meistaranna. Þribjudagskvöld: Leshringur um meðvirkni. Reikinámskeib: Ódýru reikinámskeiðin í notalegu umhverfi. Bryndís Sigrún Sigurbardóttir, svæðanuddari og reikimeistari s. 581-4216 & 552-8860. Áhrifamáttur ALOE VERA jurtarinnar er nú á allra vitorði. Reynsla þeirra, sem nota ALOE VERA snyrti- og hreinlætis- vörur frá JASON, er ótrúlega góð. ALOE VERA 24 tíma rakakrem með 84% AL0E gel/safa hefur sótt- hreinsandi eiginleika (gegn bólóttri húð, frunsum, fílapenslum og óhreinindum í húð) og færir húðinni eðlilegan raka, næringu og líf. 84% ALOE VERA rakakrem frá JASON hentar öllum í fjölskyldunni. 84% ALOE VERA rakakrem frá JASON er án litar- og ilmefna. 84% ALOE VERA snyrti- og hreinlætisvörur fást í apótekinu. V;4 'f Nýsköpun í smáiðnaði - styrkveitingar- Eins og undanfarin þrjú ár áformar iðnaðarráðherra að veita styrki, hvern að upphæð 100-600 þúsund krónur, til nýsköpunar í smáiðnaði. Samstarf er haft við Iðntæknistofnun, Byggðastofnun, iðn- og atvinnuráðgjafa um allt land. Styrkirnir eru fyrst og fremst til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, framleiðsluundirbúningi svo og markaðssetningu nýrra afurða. Þeir eru ætlaðir þeim, sem hafa þegar mótuð áform um slíka starfsemi og leggja í hana eigið áhættufé. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá iðn- og atvinnuráðgjöfum svo og Iðntæknistofnun. Umsóknarfrestur er til 10. mars næstkomandi. Iðnaðarráðuneytið, 9. febrúar 1995. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Til varnar sérfræðingum FYRIR tæplega tuttugu árum var ég ung móðir úti á landi. Við hjónin höfðum eignast okkar þriðja barn, en eitthvað var að. Við lýstum áhyggjum okkar við heim- ilislæknana vikum og mánuðum saman, en töluðum fyrir daufum eyr- um. Barnið leit vel út, þyngdist eðlilega og var á að líta alveg eins og heil- brigt barn, nema það hreyfði sig ekki, lá bara og horfði út í loftið. Við höfðum verulegar áhyggj- ur, enda með reynslu af tveimur sprækum krökk- um fyrir og sáum vel að ekki var allt með felldu. Ég held að það hafí ekki verið af neinni vonsku sem okkur var aftur og aftur vísað heim með bamið, heldur miklu fremur vanþekkingu og því að menn nenntu ekki að setja sig inn í málin, enda voru hér ör lækna- skipti á þeim tíma. Okkur var sagt að bamið „væri bara rólegt og sumir krakkar væra nú seinni til en aðrir“. Við fóram loks til Reykjavikur með barnið og fengum þá tilvísun á bamalækni fyrir kunn- ingsskap og sá sérfræð- ingur lagði bamið um- svifalaust inn og hóf þar með áralangar rannsóknir og leit að leiðum til úr- bóta fyrir þeta bam sem greindist alvarlega þroskaheft og stórkost- lega hreyfihamlað. Og við það situr enn eftir öll þessi Fjallahjól tapaðist ELDRAUTT nýtt Cann- ondel-fjallahjól með svört- um dekkjum og gjörðum hvarf frá Gullsmiðjunni í Mjódd sl. þriðjudag. Viti einhver hvar hjólið er að finna er hann vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 74511 á daginn eða 672571 á kvöldin. Jón Tryggvi. ár, en það sem situr enn í mér er þegar sérfræðing- urinn spurði af hveiju við hefðum ekki komið fyrr, en barnið var þá rúmlega sjömánaða. Ég veit að þeir eru margir sem hafa svipaða sögu að segja og maður spyr hvort það sé eitthvað þessu líkt sem fólk þarf að standa frammi fyrir ef tilvísunarkerfi verður komið á aftur? Það er nefnilega ekki bara það að fá tilvísun, það er ekk- ert víst að heimilislæknir- inn láti þig fá hana, það verður hans mat. Við höfum haft greiðan aðgang að sérfræðingum vegna bamsins okkar undanfarin ár og það sem meira er, við höfum haft frelsi til að velja og það finnst mér mergurinn málsins. Þá má ekki gera svo lítið úr sjúkiingum að þeim sé ekki treyst til að velja vilji þeir það á annað borð. Ég furða mig á lélegum rökum heilbrigðisráð- herra um skil sérfræðinga á skýrslum til heimilis- lækna. í okkar tilfelli, sem er ekkert einsdæmi, þá brást það varla að í þeim óteljandi ferðum sem við þurftum að fara til Reykjavíkur með barnið vom skýrslur um það, sem hafði verið gert, oftar en ekki komnar heim á und- an okkur. í dag er til heil bók um þetta barn hjá heilsugæslustöðinni. Mér finnst aðdróttanir ráðherra í garð sérfræð- Næla tapaðist GULLNÆLA tapaðist síð- ustu helgi á leiðinni frá Vesturgötu 6 að Óðins- götu. Nælan er módel- skartgripur, um 4 cm á lengd, líkust óreglulegu V-i með gráandarfjöð- mm. Skilvís finnandi hringi í síma 18492. Fundarlaun. inga afar ósmekklegar svo ekki sé meira sagt og ég get ekki séð annað en stóraukinn kostnað við þetta kerfi, sem bitnar fyrst og fremst á sjúkling- um. Það má líka benda á að álag á heimilislækna eykst stórlega og þykir nú mörgum nóg samt. Þar sem ráðherra ber mest fyrir sig eru léleg skil á skýrslum frá sérfræðing- um, þá er mér spum; hefði ekki verið einfaldast að bæta þau skil fremur en að stokka upp ágætt fyrir- komulag? Jafn ósmekk- legt fínnst mér að nota þau rök að sérfræðingar séu bara að veija eigin hagsmuni með mótmæl- um sínum af því þeir græði svo mikið! Og síðan beitir ráðherr- ann sjúklingum fyrir sig, mjög svo lævíslega. En fleiri læknasögur. Fyrir nokkram árum fékk ég á mig útbrot „hist og her“ um skrokkinn. Heim- ilislæknirinn skar sýni og sendi í ræktun/skoðun. Ekkert kom út úr því. í nærri heilt ár var ég til- raunadýr misviturra heimilislækna og eyddi þúsundum króna í gagns- laus smyrsl. Ég ákvað sjálf að svona gæti þetta ekki gengið og vaidi mér húðmeinafræðing sem eftir rannsóknir úrskurð- aði í málinu og ég fékk viðeigandi meðferð. Einn er sá þáttur í starfi sérfræðinga sem ekki má gleyma. A undan- förnum árum hefur þjón- Karatebuxur og úr töpuðust KARATEBUXUR og úr með reiknitölvu undir skíf- unni töpuðust á karatemóti í Hveragerði sl. helgi. Skilvís finnandi vinsa- lega hringi í síma 653613. Gleraugu fundust GYLLT hornspangargler- usta þeirra við íbúa lands- byggðarinanr stórbatnað með því að færa þjón- ustuna til fólksins. Sér- fræðingamir eru nú orðn- ir hreyfanlegir og er það vel. Þeir koma reglulega út á land íbúunum til mik- illar hagræðingar og fyrir þð ber að þakka. Hingað koma augn- læknar, kvensjúkdóma- læknar, bæklunarlæknar o.fl. Verður þessari þjón- ustu framhaldið ef tilvís- unarkerfi kemst á? Fer ekki bara allt í sama gamla farið og fólk verður aftur að sækja þjónustuna með öllum þeim kostnaði sem því fylgir? Já, talandi um kostnað, hvað kostar svo að koma þessu kerfí á? Er spamað- urinn 100 milljónir fyrir eða eftir kostnað? Að lokum, ég þurfti á sérfræðingi að halda fyrir skömmu en kannaðist ekki við neinn í faginu. Mér óaði við öllum nöfn- unum á gulu síðunum svo ég hringdi í heimilislækn- inn og bað hann að benda mér á einhvem. Hann gerði það snarlega og lét mig hafa nokkur nöfn, en þótt undarlegt megi virð- ast hvarflaði ekki að hon- um að spyija um ástæður eða hvort eitthvað væri að. Kannski vissi hann sem var, að hann fengi skýrslu frá sérfræðingnum innan tíðar. Vegna efni bréfsins óska ég nafnleyndar. Áhyggjufull. augu með rauðu á endun- um fundust á bílastæðinu fyrir utan Sólheima 27 fyr- ir u.þ.b. viku. Upplýsingar í síma 33461. Motta fauk af svölum PERSNESK motta fauk af svölum í Hátúni 10. Upplýsingar í síma 13758. Tapað/fundið Yíkverji skrifar... 'l/’íKVERJI hefur oft undrast T niðurröðun efnis á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Gott dæmi um ranga niðurröðun mátti nýlega sjá hjá Stöð 2. Klukkan 23.50 var á dagskránni myndin Andlit morð- ingja. Hún fjallaði um ungan mann sem varð vitni að hrottalegu mafíumorði og því vildi mafían hann feigan. Spennumynd sem var að sjálfsögðu stranglega bönnuð börnum. Strax á eftir var mynd sem hét Sítrónusystur, ljúf gaman- mynd um þijár æskuvinkonur. Að sjálfsögðu hefði verið skynsam- legra að hafa gamanmyndina á undan. Og fyrst Víkveiji er byijaður að ræða sjónvarpsstöðvarnar er ekki úr vegi að hvetja þær enn einu sinni til þess að samræma hljóðstyrk sinn. RÚV sendir nú út á töluvert meiri styrk en Stöð 2 og því þurfa sjónvarpsáhorfend- ur að hækka og lækka í hvert skipti sem þeir skipta á milli stöðv- anna. Þetta hlýtur að vera hægt að samræma. xxx VÍKVERJI verður að játa að bikarleikurinn milli KA og Vals á dögunum tók fram öllum þeim spennukvikmyndum sem hann hefur séð um ævina. Vík- veiji var svo heppinn að fara á leikinn og skynja kynngimagnaða trylling sem var í Höllinni þennan dag. Svona eiga leikir að vera! Það óvenjulega við leikinn var að KA-menn höfðu eiginlega unn- ið hann þrisvar. Fyrst gátu þeir tryggt sér sigurinn með því að skora úr vítakasti eftir að leiktíma lauk en mistókst. í öðru lagi höfðu þeir þriggja marka forystu þegar innan við tvær mínútur voru eftir af fyrri framlengingunni en mis- tókst að halda þeirri forystu. En allt er þegar þrennt er og í ann- arri framlengingu tókst þeim að sigra. Á engan er hallað þegar þessi sigur er fyrst og fremst eignaður þjálfara liðsins, Alfreð Gíslasyni. Alfreð hefur um langt skeið verið í hópi okkar beztu og vinsælustu handknattleiksmanna. Sigurinn hlýtur að teljast einstök kveðjugöf þessa frábæra handknattleiks- manns. xxx A ISLENZKIR kraftakarlar hafa verið að reyna fyrir sér í hnefa- leikum í Bandaríkjunum, núna síð- ast Andrés Guðmundsson. Sam- kvæmt fréttum íþróttasíðunnar í vikunni telur umboðsmaður Andr- ésar að hann sé höggþyngri en núverandi heimsmeistari í þunga- vikt, George Foreman! Þetta finnst Víkveija heldur ólíklegt, en engu að síður verður spennandi að fylgj- ast með gengi Andrésar í þessari erfíðu sjálfsvarnaríþrótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.