Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MARÍUS G. GUÐMUNDSSON + Maríus Guð- mundsson var fæddur á Görðum í Beruvík í Breiðuvík- urhreppi á Snæfells- nesi 14. ágúst 1917. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði aðfaranótt laugar- dagsins 4. febrúar. Foreldrar hans voru Ólöf Kristjánsdóttir og Guðmundur Brynjólfsson er bjuggu á Görðum. Þau eignuðust sex börn og eina uppeld- isdóttur og eru nú fimm þeirra látin, Kristjón, Bryiyólfur, Ólaf- ur, Sigurður og nú Maríus. Tvö þeirra eru á lifí, systirin Jóhanna og uppeldissystirin Hanna Hans- dóttir. Bamsmóðir Maríusar er Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með fáum orðum viljum við minnast afa okkar, Maríusar Guð- mundssonar, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði. Margs er að minnast Ásgerður Annels- dóttir, f. 8. október 1928. Eignuðust þau eina dóttur, Dagm- ar, gift Hólmberti Friðjónssyni. Þau búa í Garðabæ og eiga þau þijú böm. Þau era Friðjón, framkvæmdasljóri knattspyraufélags- ins Breiðabliks, gift- ur Sæunni Magnús- dóttur snyrtifræð- ingi og eiga þau tvö böm, Sylvíu Dagm- ar og Hólmbert Aron. Asgerður starfar á smá- auglýsingadeild DV og Maríus Garðar er nemi. Utför Maríusar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. og þá helst þegar við vorum yngri og heimsóttum hann í KR-heimilið, en þá bjuggum við í Keflavík. Þeg- ar við fluttum til Reykjavíkur kom afí stundum og sótti okkur og fór með okkur í bíó eða í heimsókn á Melavöllinn til bróður síns, Sigurð- ar, þar gátu þeir setið og teflt tím- unum saman. Það var líka gaman að því þegar Maríus „litli" fæddist, hvað afi gat oft gantast með hvað nafni væri að gera og að nafni væri svo góður og klár, en auðvitað hélt hann mikið upp á Malla litla. Afi var einstaklega ljúfur og kátur og stríðinn með eindæmum. Þegar hann komst inn á Hrafn- istu og var við góða heilsu talaði hann alltaf um að hann byggi á hóteli í Hafnarfirði og lýsir það vel hve kíminn hann var. Heilsu afa hafði hrakað mjög undanfarið og var hann allur orðinn mjög máttfar- inn og virðist það hafa gert útslag- ið þegar hann féll og lærbrotnaði og náði hann sér aldrei eftir það. Elsku afl, við erum viss um að þar sem þú ert núna gerast hótelin ekki betri. Við viljum biðja Guð að blessa og varðveita afa og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Blessuð sé minning hans. Friðjón, Ásgerður og Maríus. Maríus Guðmundsson föðurbróð- ir minn eða Malli frændi eins og ég kallaði hann, bjó með frænku minni í móðurætt, Ásgerði Annels- dóttur, og áttu þau eina dóttur, Dagmar Sæunni. Þau slitu samvist- um. Dagmar er gift Hólmbert Frið- jónssyni og eiga þau þijú böm og tvö barnaböm. Amma hélt heimili eftir að afí dó með hálfbróður sínum, Guðgeiri Guðmundssyni, og bjó Malli alla tíð með þeim, þar til amma fór á Hrafn- istu í Reykjavík. Þá flutti hann líka suður. Bjó hann sér þá heimili „auð- vitað í Vesturbænum", gerðist hús- vörður hjá KR og þar með var hann orðinn KR-ingur allt til dauðadags. Hann var mjög glettinn maður og spaugsamur. Mér var hann allt- af sérstaklega góður. Þegar ég var krakki fyrir vestan hitti ég hann aldrei öðmvísi en að hann rétti eitt- hvað að mér. Árið sem ég var sex ára ákvað hann að best væri að ég lærði að synda. Ekki veit ég hvort það var af umhyggju fyrir mér eða að sundkennarinn var ung og falleg kona, en mér hefur aldrei verið fylgt eins eftir í nokkru námi. í nokkur ár bjó Malli með vin- konu sinni Lilju Gunnlaugsdóttur. Hún á tvö böm sem þá bjuggu í Svíþjóð. Veit ég að þau ferðuðust nokkrum sinnum til þeirra og fannst honum það mjög gaman. Varð gott samband á milli hans og barna og barnabama hennar. Urðu þau ár sem þau þjuggu saman allt of fá, því hann hefur eflaust fundið hvert stefndi þegar hann tók þá ákvörðun að fara á Hrafnistu svona ungur. Kæru aðstandendur, ég vil votta ykkur samúð mína. Megi minningin um hann verða ykkur að ljósi. Ólöf Sigurðardóttir. Maríus Guðmundsson, sá sóma- maður, er nú farinn héðan úr þess- um illa heimi og er allt miklu tóm- ara á eftir. Sjómaður dáðadrengur með gleði á tungu og huggun og styrk fyrir alla, sem þjáðust. Tilver- an er öll fátækari á eftir og vona ég bara að þú lítir til okkar hér sem eftir hokmm, elsku vinur. Björgvin M. Óskarsson. Hann var orðin hvítur fyrir hær- um þegar ég sá hann fyrst og þá næturvaktmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Þar sat hann inni í kompunni fyrst á kvöldin, dvalar- gestir röbbuðu við hann, og hann var hress, óhræddur við að láta allt flakka bæði um menn og málefni; það sem aðrir hugsuðu, fauk út úr Maríusi. Hann sagði mér frá starf- inu, að gamla fólkið dytti oft fram úr rúminu sínu og væri villuráfandi frammi á gangi, og þá hjálpaði hann hjúkkunni að koma fólkinu aftur í ró. Það væri ekkert til að skammast sín fyrir, þetta' væri gangurinn í lífínu, einn hjálpaði öðmm í lífsins hrærigraut. Sjálfur var hann búinn að vera fjörutíu ár til sjós, fór í land, þegar bakið bilaði, þá var kölkunin orðin svo mikil. Ekkert annað að gera. Fæddur úti á túni í Bárðarbúð á Hellnum á Snæfellsnesi í miðjum heyslætti; honum lá svo mikið á að móðirin hafði ekki tíma til að bregða sér til bæjar og fæða. Hann fædd- ist þarna einhvers staðar milli þúfn- anna í brakandi þerri. Og ólst upp á nesinu langa undir þokubólstrum Jökuls við úfnar þúfur og kolgrænt fyssandi haf. Hjá fólki, sem talaði og sagði sína meiningu í léttum dúr, velviljað fólk. Þar sem bæði var eldað og sofið í sömu stofu. Þar sem baráttan fyrir matnum var allt. Þama lágu ræturnar og síðan var farið á sjóinn 16 vetra sem fullgidl- ur háseti og þrælað. Þá var annað- hvort að duga eða drepast. Standa vaktina, sex og sex, í fjömtíu ár, ætli maður harðni ekki á því. En ég kynntist Maríusi þegar hann var hættur þessu þræleríi. Sjómannsárin höfðu meitlað þennan síðasta móhíkana frá Snæfellsnesi. Hann lét alla heyra hvað sér bjó í brjósti, gaf frá sér launfyndnar en meinlausar athugasemdir við okkur hin fákunnandi. En það kom líka brátt í ljós hver öðlingur þessi mað- ur var; þegar ég kom til landsins frá útlöndum fjórhjólalaus, lánaði hann mér bílinn sinn umbúðalaust, fékk mér bara lyklana eins og ekk- ert væri sjálfsagðara og sagðist ekkert þurfa að hreyfa sig. Samt var þessi bíll hjartað í bijósti hans og stolt. Eða þegar ég fór að byggja hús og skrapa timbur, þá var Mar- íus maðurinn sem dró út nagla, þrátt fyrir bogið og kalkað bak. Það var ekkert af sér dregið. Ég þakka þér, Maríus Guðmundsson, þakka þér af auðmýkt fyrir velvildina og hlýjuna, sem þú skenktir af sjálfum þér. Þórhildur Jónasdóttir. OLAFUR SÆVAR SIG URGEIRSSON + Guðrún Ey- jólfsdóttir fæddist í Reykja- vík 2. ágúst 1926 og ólst þar upp. Hún lést á Land- spítalanum 4. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin María S. Jóhannsdóttir og Eyjólfur Run- ólfsson múrari. Systkini hennar voru Jóhann, sem dó í æsku, og Hrafnhildur, sem er búsett í Reykjavík. Guðrún giftist eftirlifandi manni sín- um Sigurði J. Helgasyni for- sljóra 19. desember 1947. Böm þeirra em: María, sem á tvo syni, Helga, gift Maríusi Ólafssyni, þau eiga þijú böm, og Jóhann Þór, kvæntur Júlí- önu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú böm. Útför Guðrúnar Eyjólfs- dóttur fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 10.30. SÁRT er að sjá á bak góðum vini sem þátt hefur tekið í gleði og starfí með okkur um langt skeið. Guðrún Eyjólfsdótt- ir, eða Dúna eins og vinir hennar kölluðu hana, hefur með hátt- vísi og rósemi sinni gefið okkur í leikhús- klúbbnum gott for- dæmi sem við kunnum að meta. Fyrri u.þ.b. 25 árum kom til tals milli sex kunningja- hjóna hvort við ættum ekki að fá okkur ár- smiða í Þjóðleikhúsið og voru allir því sam- mála. Sá klúbbur sem þama var stofnað til er enn starfandi, en höggvið hefur verið skarð í raðir hans. Dúna er þriðja konan sem fellur frá síðan klúbburinn var stofnaður. Margs er að minnast og endur- minningamar koma uppí hugann. Við höfum ferðast víða saman og skipst hefur verið á að halda eina klúbbhátíð á ári heima hjá hveiju öðru. Á síðastliðnu hausti áttum við því láni að fagna að fara saman í skemmtiferð til Lúxemborgar og Þýskalands. Var þá ferðast fyrst og fremst um Moseldalinn og hluta af Rínardalnum, þetta er okkur öllum sem í ferðina fómm ógleymanlegt. Núna gemm við okkur grein fyrir því að Dúna var sárlasin í þessari ferð en hún lét á engu bera frekar en endranær og fór með okkur í allar skoðunarferðir sem farnar vom. Dúna hafði sér- stakan áhuga á að ferðast og skoða merka og fallega staði, það má segja að hún hafí unnað öllu sem fagurt er svo sem tónlist, leiklist og lestri góðra bóka. Þessir góðu eiginleikar hennar komu hvað best fram þegar við áttum þess kost að ferðast með þeim hjónunum, því hún var óþreytandi að miðla okkur af fróð- leik sínum. Margt væri hægt að rifja upp eftir öll þessi ár, en okk- ur er efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina á liðnum árum. Við í leikhúsklúbbnum sendum Sigurði, börnum þeirra og öðmm ættingjum, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir hönd leikhússklúbbsins. Ragnheiður og Björn. + Ólafur Sævar Sigurgeirs- son fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1952. Hann lést í Reykjavík 2. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 9. janúar. MEÐAN lífsklukkan tifar eignumst við vini og samferðamenn og miss- um. Þegar okkur barst andlátsfrétt góðs vinar okkar, Ólafs Sigurgeirs- sonar, var eins og lífsloginn okkar flökkti svolítið og óstöðugleiki ein- kenndi athafnir okkar. Við kynntumst Óla þegar við nokkrar félagar hófum að spila golf og stofnuðum lítinn klúbb. Á hveiju ári vora haldin mót og tókst mönnum misvel að handleika kylf- umar. Þó leið ekki á löngu þar til sumir urðu betri en aðrir og var Óli meðal þeirra metnaðarfullu, hann var kappsfullur og yfírvegað- ur og náði fljótlega nokkru forskoti á okkur hin. Þessar samvemstundir á golfvellinum veittu okkur mikla ánægju og var Óli hrókur alls fagn- aðar. Óneitanlega gerðist margt skemmtilegt á golfvellinum og sög- ur voru sagðar. Fáir gæddu sögur þessar meira lífí en Oli og þá var oft hlegið dátt. Óli hefur um nokkura ára skeið starfað sem innkaupastjóri á Bog- arspítalanum og nú nýlega einnig fyrir Landakot. Starfi sínu sinnti hann af kostgæfni, gerði miklar kröfur til sjálfs sín, enda farsæll í starfi. Hann var harður í horn að taka en þó sanngjarn og náði iðu- lega góðri lendingu. Óli minntist oft upprana síns og var afar hreykinn af því að vera Vestmanneyingur og vildi gjaman að litli klúbburinn okkar spilaði þar. Fyrir fáeinum dögum hittumst við félagarnir ekki langt frá æsku- stövðum Óla og héldum okkar ár- legu uppskeruhátíð og áttum saman góðar stundir. Það var afar létt yfir mannskapnum í gönguferð sem farin var í björtu og fallegu veðri, þar sem sólin baðaði Hekluhlíðar sindrandi geislum og við golffélag- amir lögðum á ráðin fyrir komandi sumar. Það verður erfítt að fylla upp í það skarð sem nú er komið í litla klúbbinn okkar og á þessari stund þökkum við Óla vináttu og samfylgd. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem) Við vottum Auði, bömum og öðmm ástvinum dýpstu samúð. Golffélagar, GAB. GUÐRUN EYJÓLFSDÓTTIR Ertu ekki búinn að tryggja þér númer í Happdrættinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.