Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARGRET BRYNJÓLFSDÓTTIR + Margrét Brynj- ólfsdóttir í Með- aldal í Dýrafirði fæddist 4. október 1945. Hún lést á heimili sinu 3. febr- úar 1995. Foreldrar hennar voru Bjarn- ey Margrét Jó- hannsdóttir, f. 21.09. 1909, d. 9.10. 1962, og Brynjólfur Magnús Hannibals- son, f. 29.5. 1915, d. 14.3. 1963. Hálf- bræður Margrétar sammæðra eru Kristján Andrésson, f. 1932, Helgi Andrésson, f. 1933, Gunn- ar Andrésson, f. 1935, d. 1969, og Andrés Andrésson, f. 1940. Margrét ólst upp í Miðdal til 13 ára aldurs er foreldrar hennar brugðu búi og fluttu til Akraness. Hinn 15. aprQ 1965 giftist Margrét Friðrik Rafni Kristjánssyni, f. 15.9. 1943 á Akureyri. Þau hjónin bjuggu alla tíð í Reykjavík og eiga tvö börn, Brypjar Þór, f. 13.9.1965, og Bjameyju, f. 23.8. 1967. Margrét verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. ÞAÐ syrti yfír að morgni dags 3. febrúar sl. er mér barst dánarfregn elskulegrar systur minnar, Margr- étar, sem látist hafði í svefni þá um nóttina af völdum heilablæðing- ar. Hún hafði að vísu ekki verið heilsuhraust. Eigi má sköpum renna. Magga systir var mér vissu- lega kær, enda yngst okkar systk- ina og eina systirin. Hún var fædd í Meðaldal við Dýrafjörð, eins og við eldri bræður hennar, Kristján, Helgi, Gunnar sem lést 1969 og Andrés. Magga var eina bam föður síns, Brynjólfs Hannibalssonar, sem ættaður var úr Önundafírði. Hann giftist móður okkar fáum árum eftir lát föður okkar bræðra. Magga ólst upp þar vestra til ársins 1958 er foreldmir fluttu suður á Akranes, þar sem hún átti heima til 1963. Foreldranna naut ekki lengi við, þau létust með stuttu millibili langt um aldur fram, hún í október ’62 eftir margra ára veikindi og hann varð bráðkvaddur í mars ’63. Raun- ar á líkum aldri og hún sem nú kveður þennan heim. Það er jafnan mikið áfall unglingum sem missa svo snögglega báða foreldra sína. Eftir það átti hún heimili í Reykja- vík. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Friðrik R. Kristjáns- syni. Eignuðust þau tvö böm. Brynjar Þór, fæddur 13. september 1965, og Bjameyju, fædda 3. ágúst 1967. Hafa þau bæði lokið háskóla- námi og eru sómi foreldra sinna. Magga iagði fyrir sig bankastörf, fyrst í Búnaðarbankanum, en síðan lengst í Landsbankanum þar sem hún starfaði til síðasta dags. Hún hugsaði vel um heimili sitt og var góð móðir bama sinna. Anægjulegt var þau heim að sækja, enda Magga bóngóð, rausn- arleg og matargerðin lék í höndum hennar. Gott var að vera í návist hennar. Þakka.ég kærri systur fyr- ir samfylgd liðinna ára og kveð að sinni. Bið Guð að styrkja og hugga fjöl- skyldu hennar á erfiðleikastundum. Andrés. Kæra systir. Hið snögga og ótímabæra fráfall þitt kom eins og reiðarslag. í einu vetfangi eru eiginmaður og böm svipt kjölfestu lífs síns. Að okkur öllum er mikill harmur kveðinn og hugsunin um að njóta ekki lengur návistar þinnar framkallar tóma- rúm sem ekki verður fyllt. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar lina sorg eftir- lifandi eiginmanns og bama þinna og ann- arra ástvina um ókomna framtíð. Á kveðjustundum koma gamlar minn- ingar fram í huga okk- ar. Atburðir sem ýmist tengjast sorg eða gleði standa skyndilega fyr- ir hugskotssjónum. Á örskammri stund upp- lifum við jafnvel heilan mannsaldur. Aldrei betur en þá sést hvað mannsævin er stutt. Minningar frá æskuáram era hvað gleggstar, einkum ef þær tengdust breytingum á högum manns. Er ég nú minnist látinnar systur minnar reikar hugurinn á heimaslóðir vest- ur í Dýrafírði til æskuheimilis okkar í Meðaldal. Móðir okkar missti fyrri mann sinn, Andrés Kristjánsson bónda og skipstjóra, skyndilega 1939 frá fjór- um sonum, þeim elsta sex ára en yngsta ófæddum. Með þrautseigju hélt hún íjölskyldunni saman þótt efni væra lítil. Áuk vinnumanna var á heimilinu fullorðin kona, Margrét Guðmundsdóttir, sem flutt hafði til afa og ömmu með tvo unga syni sína er maður hennar drakknaði. Margrét bjó í Meðaldal til dauða- dags og var hún okkur bræðram ákaflega kær. Svo var einnig um syni hennar, Ragnar og Guðmund Einar Guðmundssyni. Nafn þessar- ar konu átti síðar eftir að hljóma af vöram okkar sem heiti systur. Á lýðveldisári 1944 giftist móðir okkar Brynjólfí Hannibalssyni frá Kotum í Önundarfirði, miklum ágætis manni. Það vora heldur ekki lítil tíðindi fyrir okkur bræður er lítil stúlka tilkynnti komu sína 4. október 1945 í karlaveldi okkar bræðra og krafðist jafnréttis. Það mál var auðsótt. Ef til vill varð mér ekki ljóst fyrr en þá hvílíkt gæfu- spor móðir mín tók með því að eign- ast aftur maka sem gekk okkur bræðram í föðurstað og reyndist okkur sem sínum eigin sonum. Þótt þú, systir góð, værir sólargeislinn í lífi föður þíns skyggði það ekki á væntumþykju til stjúpsonanna. Þú naust þess eðlilega hlutskiptis að alast upp í ástríki foreldra og bræðra sem allt að því tilbáðu syst- ur sína. Umgjörð hinnar fögra sveitar í Dýrafirði hafði sín áhrif sem hvað best kom fram löngu síð- ar er heilsað var upp á æskuslóðir, en þá var sagt að við væram að skreppa heim en ekki vestur. Af mörgum ljúfum minningum er mér ávallt hugstætt hvað þú varst góð við öll dýr enda hændust þau að þér. Stundum þótti mér nóg um. Nærgætni við málleysingja segir hvað best til um hugarfar manna. Þegar búi var bragðið í Meðaldal 1958 fluttist þú með foreldram til Akraness. Móðir okkar var þá orðin heilsulítil og var eftir það oft í sjúkrahúsi en faðir þinn stundaði sjó. Ekki fer hjá því að slíkar að- stæður séu erfíðar fyrir stúlku á ungingsaldri sem þarf að takast á við vandamál sem upp koma á þessu þroskaskeiði. Állt þetta leystir þú vel af hendi eins og þín var von og vísa. Mikið reyndi á andlegan styrk þinn er báðir foreldramir féllu frá með fárra mánaða millibili en þú varst aðeins 17 ára. Það átti síðar eftir að verða hlut- skipti þitt að vera starfsmaður hjá Landsbanka íslands um árabil. Kæra systir. Mikið var ég mont- inn þegar þú baðst mig að leiða þig inn kirkjugólfíð 15. aprfl 1965 er þú gekkst að eiga eftirlifandi mann þinn, Friðrik Kristjánsson. Mér fannst ábyrgð mín mikil að afhenda einkasystur manni sem ég þekkti ekki mikið. Þetta var mikil gleði- stund í lífí þínu og ástvina. Eigin- maðurinn hefur fyllilega staðið und- ir væntingum og ávallt reynst þér góður og ástkær lífsföranautur. MIINIIMIIMGAR Hamingjusól þín átti eftir að skína enn skærar því börnin urðu tvö, Brynjar Þór og Bjarney. Bæði era þau ákaflega vel gerð ungmenni sem erft hafa bestu kosti foreldra sinna. Til undirbúnings lífsbaráttu lögðu þau út í langskólanám. Að- eins tveimur dögum eftir andlát móður sinnar fór fram útskrift Bjameyjar í Háskóla íslands. Gleði og sorg fylgdu þeirri athöfn. Kæra vinir mínir. Við minnumst góðrar móður og elskulegrar syst- ur. Minning hennar mun lifa meðan okkur endist líf. Við söknum hennar sárt en minnumst hennar með þakklæti fyrir allt það sem hún gaf okkur. Guð lýsi henni veginn til austursins eilífa og styrki ástvini í sorg þeirra. Helgi Andrésson. Við fráfall vinkonu minnar og frænku renna minningarbrotin hjá. Ljósmynd af svipsterkri, fallegri stúlku um það bil fímm ára gam- alli er það fyrsta sem ég man af henni. Því næst voram við í eldhúsinu í Meðaldal, Magga vildi baða kettl- inginn í volgu vatni í vaskafati sem hún hafði sett á gólfíð, en kettling- urinn vildi ekki í vatninu vera og smaug því úr höndunum á henni upp um borð og bekki. Allt varð rennandi blautt á svipstundu. Okk- ur tókst að þerra kettlinginn og koma honum í uppbúinn dúkku- vagninn. Þá komu bræðumir og vinnufólkið inn í kaffi. Að óathug- uðu máli settust þeir á blautan eld- húsbekkinn, stóðu jafnslgótt upp og sögðu að við hlytum að geta fundið okkur eitthvað þarfara að gera en að pissa á eldhúsbekkinn. Árin liðu, við urðum unglingar. Magga missti móður sína og föður með örfárra mánaða millibili. Það var skelfílegt fyrir óhamaðan ungl- inginn. í þá daga var ekki um að ræða neina áfallahjálp. Þessi lífs- reynsla hefur án efa markað djúp spor í sálarfylgsnið. Það var bara að bíta á jaxlinn og harka af sér. Ég hafði hvorki vit né þroska til að ræða þessi mál við hana. Við leigðum saman, deildum herbergi um árabil. Gengu þar á skin og skúrir. Margt var brallað, oft hlegið svo mikið að við voram lengi að ná okkur. Þá kom Frissi til sögunnar. Hann stóð úti í götu við bílinn sinn, sæll á svip, hún stóð á tröppunum, sæl á svip, en var frekar hvatyrt, fannst mér, við sinn elskaða. Magga hafði verið veik um ára- bil. Daginn fyrir andlátið kom vinnufélagi að þar sem hún þurrk- aði perlandi svitann af andlitinu. Það skyldi ekki gefíst upp fyrr en í fulla hnefana. Frissi minn, Badda og Binni, Andrés, Helgi, Kristján, Inga og aðrir aðstandendur, við Gutti vott- um ykkur samúð. Jóhanna. Margur einn í aldursblóma undi sæll við glaðan hag brátt þá fregnin heyrist hljóma. Heill í gær, en nár í dag. Ó, hve getur undur skjótt yfír skyggnt hin dimma nótt. Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld.) Þetta sálmvers kom í huga mér þegar ég fór að hugleiða að festa nokkur orð á blað til minningar um Margréti Brynjólfsdóttur sem var burt kölluð með svo snöggum hætti. Minningamar hrannast upp og hug- urinn reikar langt aftur í tímann. Fyrstu kynni mín af Margréti byrj- uðu þegar eldri sonur minn var í sveit hjá foreldram hennar í Meðald- al í Dýrafírði. Helgi, bróðir Margrét- ar, bjó á þessum áram á heimili okkar á Akranesi. Fyrir hans milli- göngu komst sonur okkar í sveit til þessarar góðu íjölskyldu og frá þeim tíma á hann ógleymanlegar minn- ingar, umhyggja þeirra hjóna Bjar- neyjar og Brynjólfs var einstök. Við hjónin áttum þess kost að heim- sækja fjölskylduna í Meðaldal og kynnast í raun þessu góða heimili. En líf mann tekur oft snöggum breytingum. Um þessar mundir hafði Bjamey um nokkum tíma verið haldin sjúkdómi, sem nokkram áram síðar varð henni að aldurtila, og vegna þess urðu þau að bregða búi. Þau fluttust til Akraness árið 1958 og bjuggu þar nokkur ár í sambýli við foreldra mína. Það var ekki auðvelt fyrir Margréti að yfír- gefa sinn hjartkæra Meðaldal þar sem hún átti sín yndislegu bemsku- ár, enda reikaði hugur hennar oft þangað vestur. Á Akranesi tóku við erfíð ár þar sem heilsu móður Margrétar hrak- aði stöðugt. Eftir fjögurra ára avöl þeirra á Akranesi andaðist Bjamey 8. október árið 1962. Margrét var þá nýorðin 17 ára. Mikill harmur var kveðinn að einkadótturinni. En þau feðgin stóðu saman í sorginni. Brynjóflur var einkar umhyggju- samur faðir. En maðurinn með ljá- inn var enn á ferð því rúmum sex mánuðum síðar varð faðir Margrét- ar bráðkvaddur. Það var mikil þrek- raun fyrir svo unga stúlku að standa af sér þvflík áföll. En Margrét var hetja og sýndi þá best hvað í henni bjó. Hún fékk í vöggugjöf góðar gáfur, gott skap og hlýtt hjarta. Eftir lát foreldra sinna fluttist Margrét til Reykjavíkur, þar átti hún þijá bræður og skyldfólk sem lét sér annt um hana. Ung giftist Margrét eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðriki Krist- jánssyni, og eignuðust þau tvö böm, Bjameyju og Brynjar. Þegar við hjónin og bömin okkar fluttum til Reykjavíkur og settumst að í Hraunbæ 28 haustið 1966 kom í ljós okkur til mikfllar gleði að Mar- grét og Friðrik höfðu einnig flutt í íbúð sem þau keyptu í Hraunbæ 30, þá með Brynjar lítinn. Þá strax knýttust vináttuböndin á ný. Ári síðar eignuðust þau ungu hjónin dóttur og daginn eftir eignuðumst við yngstu dóttur okkar og það varð til þess að vináttan varð ennþá nán- ari þar sem þessar litlu stúlkur máttu vart hvor af annarri sjá í mörg ár allt til unglingsára. Ég dáðist oft að dugnaði þessara ungu hjóna, hvað þau vora samtaka um að skapa sér hlýlegt heimili, þar sem gott var að koma. Þau vora mjög umhyggjusamir foreldrar og önnuð- ust reitinn sinn vel. Við eigum margar góðar og ógleymanlegar minningar frá áran- um í Hraunbænum. Einnig síðar er við fluttum úr hverfínu. Þær minn- ingar era allar á einn veg, bjartar og hlýjar. Við minnumst vináttu ykkar og hlýhugar þegar Ijölskylda mín stóð í þeim sporam sem þið standið í nú. Þessi fátæklegu orð megna lítið á slíkum stundum, en þau eiga að færa ykkur, kæra vin- ir, Friðrik, Brynjar og Bjamey, inni- lega samúð mína og bama minna. Geirlaug, dóttir mín, sem stödd er erlendis biður fyrir sérstakar samúðarkveðjur og þakkar fyrir allt það góða sem hún varð aðnjótandi á heimili ykkar. Einnig vil ég votta bræðram Margrétar, venslafólki og skyldmennum samúð fjölskyldu minnar. Guð einn getur grætt sárin og þerrað sorgartárin. Hann blessi ykkur ókomin ár. Blessuð sé minn- ing kærrar vinkonu. Sveinbjörg H. Arnmundsdóttir. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum þakka Margréti Brynj- ólfsdóttur samfylgdina. Kynni okk- ar Möggu eins og við kölluðum hana hófust fyrir um tuttugu áram þegar við allar störfuðum að félags- málum í Landsbanka íslands og hjá Sambandi bankamanna. Magga átti sæti í stjórn_ Félags starfsmanna Landsbanka íslands um nokkurra ára skeið og einnig sat hún í stjórn Sambands íslenskra bankamanna. Hún átti sæti í stjóm Öldranarráðs íslands sem fulltrúi bankamanna og vann þar að málefnum banka- manna sem komnir vora á eftir- laun. Þessi kynni urðu til þess að við bundumst traustum vináttu- böndum sem héldust allt til hinstu stundar. Við vinkonumar áttum margar góðar samverastundir og einnig með mökum okkar sem hátíðlega var boðið að vera með einu sinni á ári. Við munum alltaf geyma í minningu okkar glæsilegu matar- boðin sem Magga stóð fyrir og voru engu lík. Við sögðum oft að við myndum ekki einu sinni reyna að líkja eftir þeim. Þá naut hún sín best, í hlutverki gestgjafans á fal- legu heimili þeirra Friðriks sem þau svo_ samhent höfðu byggt upp. Á þessum samverastundum okk- ar var rætt um allt milli himins og jarðar og oft bar á góma ýmis mál sem tengjast því sem kallað er and- leg málefni. Okkur duldist ekki að Magga hafði þar ákveðnar skoðanir og síðustu árin hallaðist hún æ meir að andlegum málefnum og var mjög leitandi á því sviði. Hún var fullviss um framhaldslíf að þessu loknu og hún velti fyrir sér tilgangi jarðlífsins. Hún bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og bömin hennar tvö, Bjamey og Brynjar, áttu hug hennar og hjarta. Meðan þau dvöldu langdvölum við nám og störf erlendis var hugur hennar stöðugt hjá þeim og þau Friðrik studdu þau eftir föngum. Við fylgd- umst grannt með hvemig þeim vegnaði og samglöddumst henni þegar hveijum áfanga var náð. Bjamey dóttir hennar útskrifaðist frá Háskóla íslands degi eftir lát móður sinnar og er sárt til þess að vita að Magga fékk ekki að upplifa þá stund með henni. Þegar við hittumst síðast, viku áður en Magga lést, óraði enga okkar fyrir að það yrði hinsta kveðjustundin. Síðustu þijú árin gekk Magga ekki heil til skógar og langvarandi veikindi höfðu sett sitt mark á hana. En þrátt fyrir allt bar hún sig vel og stundaði starf sitt af kostgæfni þar til yfír lauk. Við sem umgengumst Möggu gerðum okkur því ekki grein fyrir hversu alvarleg veikindi hennar vora. Allt- af reyndi hún að harka af sér þeg- ar við hittumst eða töluðum saman í síma og því kom dauðdagi hennar okkur sem og öllum öðram í opna skjöldu. Við sendum Friðrik, Bjameyju og Brynjari okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Við kveðjum Margréti með orðum sem gætu verið hennar. Heilagi Guð nú hrópa ég til þín um hjálp og náð. Ég veit þú heyrir veiku orðin mín. Og veist nóg ráð. Mér finnst ég vera orðin ósköp þreytt, en allt hvað best er getur þú mér veitt. Alheimsins Guð ég elska og tilbið þig af allri sál. Láttu nú óma allt í kring um mig þitt englamál. Tak mig svo auma í ástarfaðminn þinn. Ó, elskulegi herra minn. Vemdaðu fyrir mig blessuð bömin mín þá burt ég fer, þau vora Guð minn gjöfín besta þín, til gleði mér. Annast þú líka elsku vininn minn, sem eftir bíður, sár og harmþranginnn. (Höf.ókunnur.) Björg, Guðbjörg, Guðrún, HrafnhUdur, Inga og Sig- rún. Samt vissirðu að Dauðinn við dymar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fyrlægð með söngvaldið. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfmgin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (T.Guðm.) Kveðja, Helga Nielsen. Fleirí minningargreiiM um Margréti Bryiýólfsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast hér í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.