Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 -I ____________________________________________MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t Eiginmaður minn, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Litla-Hofi, Öræfum, andaðist að morgni 8. febrúar á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Jónsdóttir. t Ástkær vinkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA HJARTARDÓTTIR, Aðalstræti 19, ísafirði, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði miðvikudaginn 8. febrúar. Gunnar J. Guðbjörnsson, Hjörtur A. Sigurðsson, Pétur S. Sigurðsson, Kristín Böðvarsdóttir, Gunnar Þ. Sigurðsson, Sigurður og Sveinbjörn Péturssynir. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR BJÖRN RAGNARSSON, Skógum, Öxarfirði, áðurtil heimilis á Norðurgötu 52, Sandgerði, andaðist að morgni 6. febrúar. Pálina Guðnadóttir, Málfríður Erlingsdóttir, Þórir Eiríksson, Dagný Káradóttir, Málfriður R. Eiríksdóttir, Angantýr E. Sævarsson, Guðdi's Eiríksdóttir, Friðrik K. Jakobsson, Inga Pála Eiríksdóttir, Halldór Antonsson, Eiríkur Páll Eiriksson og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar og afi, ÞORSTEINN GÍSLASON söðlasmiður, Vesturbraut 17, Höfn, sem lést á dvalarheimilinu Skjólgarði þann 5. febrúar, verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Hlíf Ragnarsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Þorsteinsdóttir, Leifur Helgason, Hallfríður Þorsteinsdóttir, Þór Ingólfsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN KRISTÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum mánu- daginn 6. febrúar. Jarðsungið verður frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00. Steinþór Eiríksson, Stefanía Steinþórsdóttir, Gissur Þór Árnason, Jenný K. Steinþórsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Þórhalla Steinþórsdóttir, Óskar Baldursson, Hrefna Loftsdóttir, Hjörtur Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA ÁSBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Efri-Grímslæk, Ölfusi, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn 11. febrúar kl. 13.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Orgelsjóð Þorlákskirkju njóta þess. Sigriður Konráðsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Gunnar Konráðsson, Gréta Jónsdóttir, Ingólfur Konráðsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Magnús Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐRÚN SIGRÍÐUR ZOÉGA + Guðrún Sig- ríður Zoéga húsmóðir fæddist í Austurstræti 3 i Reykjavík 8. jan- úar 1918. Hún lést á Landspítalanum sunnudaginn 5. febrúar síðastlið- inn. Hún var yngst sex barna bjónanna Jón Brynjólfssonar leðurvörukaup- manns í Reykja- vík, frá Hreða- vatni í Norðurárd- al, f. 26. júlí 1865, d. 1. febrúar 1942, og konu hans Guðrúnar Jósepsdóttur Brynjólfssonar, húsmóður, Reykjavík, f. 26. júní 1877, d. 26. ágúst 1964. Auk fimm systkina átti Guðrún Sig- ríður einn hálfbróður samfeðra og eru þau nú öll látin. Guðrún Sigríður giftist 15. janúar 1938 Sveini Zoéga, f. 8. október 1913, d. 4. desember 1989, framkvæmdasljóra í Reylqavík. Hann var sonur hjónanna Jóns trésmíðameist- ara og síðar kaup- manns í Reykjavík Jóhannessonar Zoéga og Hönnu Pe- treu Svennýar Sveinsdóttur Zoéga, húsmóður í Reykja- vík. Börn Guðrúnar Sigríðar og Sveins eru: 1) Hanna Sveins- dóttir Zoéga, f. 25. september 1939, gift Guðmundi Ágústi Jónssyni og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn. 2) Jón Gunnar Zoéga, f. 9. júní 1943, kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur og eiga þau þijá syni og eitt barnabarn. 3) Anna Sigríður Zoéga, f. 3. febrúar 1947 og á hún fjögur börn og tvö barnabörn. 4) Nanna Guð- rún Zoéga, f. 24. september 1951, gift Lárusi Atlasyni og eiga þau fímm syni. Guðrún Sigríður lauk prófi úr Verzlunarskóla Islands 1935. Utför hennar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ELSKU amma, mig langar með ör- fáum fátæklegum orðum að þakka þér fyrir samfylgd í gegnum lífíð. Þau voru mörg árin sem við áttum sam- an. Því ég hef haft þá ánægju að vera nálægt þér síðustu 32 ár. Þær voru ófáar ferðimar til þín og afa sem ég fór. Fyrst bjó ég í Bankastrætinu við hliðina á ykkur þegar þið vomð á Skólavörðustígnum. Síðan er ég flutti í burtu með mömmu og pabba, er ég var 6 ára, var komið oft í heim- sókn til ykkar og síðan oftar þegar ég var farinn að nota strætó. Ein- hvem veginn vomð þið alltaf mið- punktur tilvemnnar fyrir mér. Iðulega gisti ég um helgar hjá ykkur eða fór með ykkur í Æskuminni. Einhvem veginn em flest allar æskuminningar mínar tengdar ykkur og Bankó. Þú og afí kennduð mér að lesa og hvött- uð mig áfram í skólanum. Þegar ég fór að þurfa að læra sögu, landa- fræði, kristnifræði og önnur bókleg fög varst þú til staðar við að hlýða mér yfír. Þau vom ófá skiptin sem ég sat upp í Bankó, með þig fyrir framan mig með gleraugun á nef- broddinum (oft þurftum við nú að leita að þeim), með svuntuna þína og með námsbókina mína í hendinni og þú hlýddir mér yfír. Síðan þegar maður fór í menntaskóla kom maður niður í Bankó til að lesa og það var séð til þess að ég fengi frið til þess. Síðan ég og Fanney stofnuðum heimili gerðum við það í Bankó og áttum dagleg samskipti við þig í tæp 11 ár. Þú reyndist okkur vel. Þegar Ási fæddist fómm við að kalla þig „löngu" og þú varðst svo stolt af litla pollanum. Þær voru ófáar stundimar sem þið áttuð saman og þú kepptist við að kenna honum góða siði og góð gildi. Þetta em hlutir sem hann á eftir að lifa á það sem eftir er. Manstu þegar þú komst heim úr boðum og sagðir að einhver konan hefði verið að segja sögu af bama- baminu sínu, þá sagðirðu alltaf að sögurnar af honum Ása væm miklu skemmtilegri. Enda kunnirðu margar sögur af honum og sérstaklega þeg- ar hann var í Isaksskóla og var allt- af hjá þér á morgnana áður en hann fór í skólann eftir hádegi. Svo kom hann upp til þín til að sníkja saltp- illu en þú passaðir alltaf upp á að t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, nær og fjær, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og ástvinar, ELMARS ÞORKELS ÓLAFSSONAR. Birkir Þór Elmarsson, Eli'sa Björk Elmarsdóttir, Agnes Árnadóttir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSU ELI'ASDÓTTUR frá Nesi í Grunnavík. Kristín Þ. Símonardóttir, Jóhann Hauksson, Sigríður R. Símonardóttir, Jón Guðbjartsson, Elísa Símonardóttir, Árni Helgason, Stefán K. Símonarson, Steinunn Sölvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir eru hér með færðar öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför föður okkar, GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR frá Grjótnesi. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Landspítalans fyrirfrábæra umönnun. Björn, Vilborg, Ragnhildur, Böðvar, Þórey og fjölskyldur. eiga þær til að gefa honum. Stundum tók hann vini sína upp með sér og þeir fengu saltpillu og það var svo að allir vinir hans kölluðu þig líka „löngu", útlitið bauð upp á það, þetta blíða ömmulega útlit. Síðan fæddist Hanna Kristjana og þó þið hafið bara átt rétt rúmt ár saman, gafstu henni mikið og hún byrjaði alltaf að söngla er það var labbað upp stigann til þín með hana. Já, það var alltaf gott að vita af þér þarna uppi, koma upp og fá kaffi og einn vindil með, sitja hjá þér og spjalla um daginn og veginn, enda hafðirðu skoðun á öllu og vildir frétta allt sem væri að gerast. Enda var það svo að ef þú fórst í ferðalög fannst manni húsið alltaf svo tómlegt er þú varst í burtu. En nú ert þú farin í eilítið lengra ferðalag en vanalega. Ferðalag sem við öll hefðum helst aldrei viljað að þú færir í en því miður varð það ekki umflúið. Þessi veikindi sem skullu á þér í haust tóku þig hratt frá okkur. Eftir sitjum við hljóð með djúpa sorg í hjarta okkar en samt þakklát yfír því að hafa átt allar þessar góðu stundir með þér. Banka- stræti 14 á aldrei eftir að verða sama húsið eftir að þú ert farin en minning- amar munu samt áfram varpa ljóma á húsið. Ég, Fanney, Ási og Hanna Kristjana viljum þakka þér allt hið góða sem þú leiddir í líf okkar og minning þín mun áfram lýsa skært í hjarta okkar það sem eftir er. Fjölskyldu minni allri vil ég færa mínar dýpstu samúðarkveðjur, við sem höfum átt mikið höfum misst mikið með fráfalli ömmu. Minningu hennar geymum við í hjarta okkar og höldum henni hátt á loft. Sveinn Guðmundsson. Jæja, elsku amma mín, nú ertu loksins komin til hans afa og á stað þar sem ríkir eilíf hamingja. Þegar maður hugsar til baka í gegnum tím- ann þá man maður alltaf eftir því að ég og Atli Sveinn bróðir vorum svo heppin að geta farið í heimsókn til ömmu og afa í Bankó nánast hvenær sem var, því við bjuggum þá rétt hjá þeim. Það voru ófá skipt- in sem við lékum okkur í portinu hjá ömmu og afa og enduðum svo uppi hjá þeim í heimsókn. Alltaf var mik- il tilhlökkun að fara til þeirra því alltaf var hlustað svo vel á mann og svo fékk maður svo gott að borða. Man ég að hún amma sagði við okk- ur bræðuma að við yrðum að klára matinn okkar því við ættum að vera þakklát fyrir það sem við fengjum því ekki væru allir svona heppnir eins og við. Hún amma mín gaf mér meira en góðan mat, hún gaf mér hlýju og skjól sem ég alltaf leitað til hvar og hvenær sem var. Hún kenndi mér hluti sem fylgja mér í dag og hún kenndi mér aað vera þakklátur fyrir það sem fyrir mig er gert. Hún var sko engin venjuleg kona hún amma, hún var amma mín. Ég gæti skrifað og skrifað og sagt hve góð hún amma var en það finnst mér vera óþarfi því þeir sem til henn- ar þekktu vita hve góð persóna hún var. Hún var sérstök kona hún amma og gaf sér alltaf tíma fyrir hvem sem var og sérstaklega okkur barnabörn- in og bamabamabömin. Hún var sameiningartákn fjölskyldunnar. Þegar ég kvaddi ömmu mína í síð- asta sinn áður en ég hélt til Ameríku þá töluðum við saman um þegar ég var lítill. Hún hafði gaman af því að segja mér þessa sögu aftur og aftur, en ég á að hafa verið óttaleg- ur lygaralubbi á mínum yngri ámm og ósjaldan komið til ömmu og afa ásamt Atla Sveini bróður og sagt þeim ótrúlegustu ævintýri og aðrar sögur og eftir að sögustundinni minni var lokið þá á ég að hafa ljómað eins og ekkert væri eðlilegra, en þá hafí Atli Sveinn bróðir stigið fram og sagt við ömmu og afa að sagan hefði nú ekki verið alveg svona. Já, henni ömmu þótti agalega gaman að tala um mín prakkarastrik eflaust vegna þess að hún sagði að ég hefði verið eins og afi, með þenn- an prakkarasvip á mér. Nú sitja bara minningamar eftir og verða þær hluti af mér það sem eftir er og mun ég efalaust sækja þær ósjaldan þegar ég hugsa um gleði og hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.