Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 39 FRÉTTIR Norður- landamót í * skólaskák hefst í dag á Laugarvatni EINSTAKLINGSKEPPNI í nor- rænni skólaskák, hin 15. í röð- inni, fer fram á Laugarvatni dagana 10.-12. febrúar. Alls verða 54 keppendur í fimm ald- ursflokkum. íslendingar senda tíu kepp- endur, tvo í hvern flokk, en þeir voru valdir með hliðsjón af íslenskum ELO-skákstigum 1. janúar 1995. Þó var haldið AFTARI röð frá vinstri: Ólafur H. Ólafsson, liðsstjóri, Bragi Þor- finnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Arnar Gunnarsson, Matthías Kjeld og Páll Agnar Þórarinsson. Fremri röð f.v.: Davíð Kjartansson, Sig- urður P. Steindórsson, Hlynur Hafliðason og Guðjón Valgarðsson. sérstakt úrtökumót um annað sætið í yngsta flokki þar sem aðeins einn skákmaður var með skákstig í þeim flokki. Sterkt lið mætir til leiks Sérstök verðlaun verða veitt þeirri þjóð sem hlýtur flesta samanlagða vinninga i öllum flokkum. Þar eiga Islendingar Norðurlandameistaratitil að veija frá mótinu í Finnlandi í fyrra. Vonir eru einnig bundnar við góðan árangur íslendinga að þessu sinni og við sendum sterkt lið til leiks að undan- skildu því að Helgi Áss Grétars- son, stórmeistari, og Héðinn Steingrímsson, alþjóðlegur meistari, verða ekki með í elsta flokknum. ÍNJýtt í kvikmyndahúsunum Forsýning á Afhjúpun. BÍÓHÖLLIN, Nýja Bíó, Keflavík, og Borgarbíó, Akureyri, forsýna um helgina spennumyndina „Disclosure" eða Af- hjúpun eins og hún hefur verið nefnd á islensku. Sagan þessi er byggð á metsölu- bók eftir höfundinn velþekkta, Michael Crichton sem einnig skrifaði „The Client“, „The Firm“, „The Pelican Brief“ og „Ju- rassic Park“. Með að- alhlutverk fara Mic- hael Douglas og Demi Moore en leikstjóri er Barry Le- vinsson. Mynd þessi segir frá manni nokkrum, Tom Sanders, sem er töluvert háttsettur hjá tölvufyrir- tækinu DigiCom, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samr- uni er framundan hjá fyrirtækinu og Sanders á von á stöðuhækkun í kjöl- farið. Þegar af samr- unanum verður er það hins vegar hin unga Meredith Jones sem hlýtur stöðuna. Hún kemur frá höfuð- stöðvum fyrirtækisins ogþau Sanders þekkj- ast frá fyrri tíð, höfðu verið elskendur tíu árum áður. Meredith boðar Tom á kvöld- fund á skrifstofu sína og þegar þangað er komið leitar hún á hann. Tom neitar henni en lætur undan að lokum. Hann hættir þó í miðju kafi og rýkur í burtu. Þegar hann mætir til vinnu næsta dag kemst hann hins vegar að því að Mered- ith hefur kvartað undan honum vegna kynferðislegrar áreitni. Tom er aldeilis ekki sáttur við það og ákveður sjálfur að kæra. DEMI Moore og Michael Douglas í hlutverkum sínum. LÁTTU SKRÁ MG í VINNINGSUÐ HHÍ95. VIÐ DRÖGUM 10. FEBRÚAR. Við eigum eftir að draga út yfir 100 vinninga frá einni milljón og upp í 25 milljónir króna. Auk mikils fjölda hálfrar milljóna króna vinninga og lægri. 2. FLOKKUR: DREGIÐ 10. FEB. • 1 vinningur á kr. 10.000.000 kr. 10.000.000 4 vinningar á kr. 2.000.000 kr. 8.000.000 • 4 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 4.000.000 16 ” á kr. 200.000 kr. 3.200.000 • 10 " á kr. 500.000 kr. 5.000.000 40 " á kr. 100.000 kr. 4.000.000 • 48 " á kr. 125.000 kr. 6.000.000 192 " á kr. 25.000 kr. 4.800.000 • 820 " á kr. 70.000 kr. 57.400.000 3280 H á kr. 14.000 kr. 45.920.000 •1200 " á kr. 12.000 kr. 14.400.000 4800 " á kr. 2.400 kr. 11.520.000 • 2 aukav. á kr. 250.000 kr. 500.000 8 aukav. á kr. 50.000 kr. 400.000 10425 kr. 175.140.000 • TROMPMIÐI Enn er tækifæri til að vera með í vinningsliði HHÍ95. Eftirsóknarverðustu vinningar árisins eru: 18 milljónir samtals í mars, 45 milljónir samtals í desember og glæsi álbifreiðin AUDI A8 á gamlársdag. Allir þessir vinningar verða eingöngu dregnir úr seldum miðum og ganga því örugglega út. Þetta eru óvenju miklir vinningsmöguleikar. Láttu ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Shnhi 16 rpniMii .01A ÍSI BILASTÆÐASJOÐUR Bílastceði fyrir alla Það er auðveldara að nota miðastæði og bílahús en þig grunar Gtsli 8.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.