Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Rými og blýantur Morgunblaðið/Halldór GRÉTAR Reynisson við verk sitt. MYNDPST Nýlistasaf nið RÝMISVERK GRÉTAR REYNISSON Opið daglega frá kl. 14-18. Til 12. febrúar. Aðgangur ókeypis. Sýning- arskrá 300 krónur. RÝMIÐ og víddir myndflatarins er það sem helst hefur verið vaki myndlistariðkana Grétars Reynis- sonar um árabil. Kann að eiga rætur í vinnu hans við leikhús, þar sem hann formar leikmyndir, en hér eru einnig merkjanleg áhrif að utan og hugmyndafræði undangenginna ára. Sem fyrr sækir Grétar mjög til sporöskjunnar, hringsins og spírals- ins, sem nú er meira skynrænn en áþreifanlegur og eins og leynist á bak við keilulaga form og holan við, þar sem eins og sér í skrúfuvafn- inga. Keilulaga formið er ekki ein- ungis til sýnis liggjandi á gólfi held- ur í holrúmi, - tóminu sjálfu. Svartholið er enn til staðar, en nú er það í formi kolsvarts blýriss á tréplötum, þar sem allt hringsnýst um eina miðju sem.blasir við líkast ginnungagapi. Þetta virkar einnig sem braut punkts sem snýst um fasta miðju í sléttum fleti og fjarlæg- ist hana eða nálgast í hið óendan- lega, - nokkurs konar hreyfiás tímans um ómældar vegalengdir inn í og út úr rými og tíma. Aður vann Grétar í stóra fleka og notaðist við sígilda miðla, en lét sér yfirleitt duga hið tvívíða form, sem hann magnaði upp með ábúðar- miklum grunnformum, en nú vinnur hann öðru fremur á sviði rúmtaks- ins. Notar krossvið, sem hann h'mir saman í mismörgum lögum sem mynda kubba og strendinga, borar svo gat í fyrirferð- ina. Gatið og hol- rúmið gegnir svo hlutverki til úrslita í þessum verkum hans og getur haft ýmsar ljósar sem óræðar merkingar. Opnað ný sjónar- hom, vakið upp for- vitni og um leið ver- ið til áhersluauka á fjarlægðum og dýpt, sem eru myndferli sem virðast taka listamanninn allan nú um stundir. Grétar hefur auðsjáanlega verið að stokka spilin og bijóta upp ný gmnnmál, en þó naumast teljist hann hafa gerkannað fyrri mynd- heim, en það er árátta íslenskra myndlistarmanna, að vera stöðugt að kanna eitthvað nýtt á afmörkuðu sviði í stað þess að rækta sinn garð til hlítar. Teikningamar í miðrými voru það sem helst hreyfðu við mér á sýning- unni, en þar virðist mér Grétar eink- um ná að magna upp óræðar duldir rýmis og íjarlægða. Bragi Ásgeirsson Rýmislínur GER C. Bout fyrir framan rýmislistaverk sitt i setustofu Nýlistasafnsins. MYNPPST Nýlistasaf nið RÝMISVERK GERC. BOUT Opið frá 14-18 alla daga. Til 12. febr- úar. Aðgangur ókeypis. KÖNNUN rýmisins er eitt af því sem vakir fyrir myndlistarmönnum og arkitektum nú um stundir, en er þó ekkert nýtt og frekar gamalt vín á nýjum belgjum. Er hér átt við sýnilegt rými og fyrirferð, sem og tómið sjálft sem umlykur það, en það sem við nefnum höggmynd eða skúlptúr, er að sjálfsögðu afsprengi rýmisins. Það var og er vísast enn kennslu- grein í myndmótunardeild MHÍ að strengja þræði yfir afmarkað rými til að kanna og rannsaka víddir þess, og má komast að ýmsum niðurstöð- um, m.a. skapa arkitektóníska heild. 1 setustofu Nýlistasafnsins hefur Hollendingurinn Ger C. Bout komið upp slíkum gjömingi eða kannski heldur innsetningu og notið til þess aðstoðar Uluga Eysteinssonar mynd- listarmanns. Um er að ræða að ge- rendur hafa strengt 300 grömm af þræði úr ull og polyester þvers og kmss um allt innra rými setustof- unnar, og eru þræðimir lýstir upp með útfjólubláu ljósi. Ger C. Bout skilgreinir þetta rým- isverk sem þrívíða tilraun, þar sem leitast er við að fylla út rýmið, án þess að rýmið fyllist og nefnir hann það þrívíða teikningu. Gengur út frá línunum í húsinu sjálfu og satt er það að samhengi má finna ef vel er leitað. Listamaðurinn, sem er menntaður arki- tekt, gerir ekki upp á milli fagsins og listarinnar og hefur ánægju af ýmsum þreifingum á vett- vanginum, sem tengjast lífrænum gjörningum. Það er nokkuð óvænt að sjá þessa þræði blámóskunn- ar í setustofunni, sem verður við það líkt og rafmögnuð, og gjörningurinn minnir vissulega á líf sem kviknar, lifir skamma stund og deyr eins og t.d. fiðrildi á hásumri sem lifa bara einn dag. Listamaðurinn hefur ei heldur í hyggju að búa til list sem lifir eins og minnisvarði, heldur sem lifir og deyr, eða breytist og umform- ast með árunum. Bragi Ásgeirsson Skýjahöllin valin á hátíðina í Berlín MAX FACTOR INTERNATIONAL Kynning í Holts Apóteki ídagkl. 14.00-18.00 BALANCING ACT COMBINATION SKIN MAKE-UP kynningarafsláttur MAX FACTOR INTERNATIONAL vörum í dag. SKÝJAHÖLLIN, kvikmynd Þor- steins Jónssonar, hefur verið valin til sýninga á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Berlín á sérstakri bama- kvikmyndahátíð sem haldin er í tengslum við aðalhátíðina. Skýja- höllin er þar í hópi níu annarra kvikmynda sem valdar voru í keppnina. Þorsteinn Jónsson segir að það eitt að komast með kvik- myndina inn á þessa hátíð breyti miklu fyrir sig. Forsýning var á bamamyndunum fyrir blaðamenn í Berlín sl. miðvikudag og í umsögn þýska dagblaðsins Tage Spiegel segir að fallegasta myndin á hátíð- inni komi frá íslandi. Þorsteinn segir að kvikmyndahá- tíðin í Beriín sé önnur af tveimur stærstu kvikmyndahátíðum heims. Hátíðin er með barna- og fjöl- skyldumyndahluta. Kvikmyndahá- tíðin hófst sl. miðvikudag og Þor- steinn hélt utan til Berlínar í fyrra- dag ásamt aðalleikara myndarinn- ar, Kára Gunnarssyni. Innan hátíðarinnar verða fjórar sýningar á Skýjahöllinni og verður hún sýnd þar í þýskri útgáfu með þýsku tali. Einnig verður hún sýnd fjórum sinnum á svokölluðum markaði, þá með islensku tali og enskum sýningartextum. Gekk ekki vel í Reykjavík „Þetta opnar hiklaust markaði fyrir myndina og er besti stökkpall- ur fyrir sölu á henni sem hægt er að hugsa sér. Myndin gekk ekki nógu vel hér heima. Það sáu hana um 10 þúsund manns í Reykjavík en það á eftir að sýna hana úti á landi,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að til hefði stað- ið að fara með annan af aðalleikur- unum, hundinn, til Berlínar en ís- lenskir hundar eru ekki bólusettir fyrir hundaæði svo ekki varð af því. Verðlaunaafhending verður 21. febrúar næstkomandi. GESTUR Þorgrímsson „KVEÐIÐ VŒ) STEIN“ MYNDPST Úm bra HÖGGMYNDIR GESTUR ÞORGRÍMSSON Opið virka daga frá 13-18. Laug- ardaga og sunnudaga 14-18. Lok- að mánudaga. Til 22. febrúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ gerist æ sjaldgæfara, að menn sjái höggmyndir, sem standa undir nafni samkvæmt orðsins hljóðan, og það sem nefnist steinhögg er enn sjald- gæfara. Þetta er líkt og í grafík- inni, vefnaðinum og leirlistinni og þó er það svo, að ferskleikinn geislar einatt af hinum sígildu vinnubrögðum, sem eru hrein, bein og upprunaleg. Verða aldr- ei úrelt hve mjög sem menn hamast við að finna nýjar leiðir og nýjar hliðar á miðlunum. Sígildu miðlarnir eru komnir aftur í grafík eins og sér stað í myndum §olmargra grafík- listamanna. Asgerður Búadóttir og Synnöve Anker Aurdal hafa sýnt að nútímavefnaður er hvað jarðtengdastur og blóðn'kastur ef beitt er sígildum vinnubrögð- um og notast við náttúruefni, og danska leirlistakonan Alev Siesbye hefur endumýjað ein- föld form í leirlistinni og fengið þau til að ljóma á ný. En þeim fækkar þó stöðugt sem eru færir um að kenna þessi upprunalegu vinnubrögð og er það mikið áhyggjuefni eldri kynslóða myndhöggvara og hinn nafnkenndi norski Nils Aas gat hreint ekki svarað því í hvaða skóla hægt væri að læra sígildu aðferðirnar, er ég spurði hann fyrir hönd sonar míns fyrir tæpu ári. Hér á landi hefur Gestur Þorgrímsson verið einna ötul- astur við sígilda miðla högg- myndalistarinnar hin síðari ár, og á sama tíma hefur hann tek- ið út drjúgan þroska og hefur aldrei verið betri né ferskari þó kominn sé á áttræðisaldur (f. 1920). Hann hefur líka verið iðnari við sýningahald en áður og sannar hér að lengi lifir í göml- um glæðum, og að fersk list- sköpun spyr ekki um aldur og að gott myndverk er alltaf nýtt. A sýningu Gests í listhúsinu Úmbru eru einungis fjögur verk, en þau fylla vel út rýmið og standa vel saman þannig að úr verður eftirminnileg heild. Listamaðurinn fylgir sýning- unni úr hlaði með eftirfarandi boðskap: „grjót er ekki bara gijót/ gijót er náttúra, landslag, umhverfi,/ steinn í götu þinni, bjarg á brún./ Ég reyni að birta þann galdur/ sem í steininum býr/ og vekja með því nýja for- vitni/ þeirra sem vilja horfa og sjá.“ Þetta er alveg rétt og gijót náttúrunnar er kannski besti lærimeistarinn í höggmyndalist, og á stundum þarf litlu við að bæta til að úr verði ferskt lista- verk, en það sem máli skiptir er að kunna að horfa og sjá, en það er oftar en ekki afrakst- ur áralangrar þjálfunar skyn- færanna. Um sumt minnir slík með- höndlun steinsins eins og hjá Gesti eitt augnablik á vinnu- brögð hins formræna mynd- höggvara Isamu Noguchi (1904-1988), en er þá eingöngu um skyldleika að ræða og ekki leiðum að líkjast. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.