Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 31 MINNINGAR MARÍA VESTMANN + María Vest- mann Möller fæddist á Akranesi 21. nóvember 1943. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 1. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Bjarni Jónsson og Asta Vestmann frá Akranesi. Systkini hennar eru Rut Vestmann, húsmóð- ir, Birgir Vestmann (látinn), Ingibergnr Vestmann, sjómað- ur, Jón Vestmann, starfsmaður á Grundartanga, og Bjarni Vestmann, sendiráðsritari. Börn Mariu frá fyrri sambúð voru Ragnar Blomqvist, f. 29. júní 1963, d. 19. apríl 1964, og Ásta Bjarney, f. 9. desember 1964, d. 28. apríl 1965. Eft- irlifandi eiginmað- ur hennar er Einar Möller, vélstjóri frá Akranesi, f. 15. des- ember 1943. Synir þeirra eru Krislján Möller, starfsmaður í fríhöfninni í Kefla- vík, trúlofaður Dí- önu ALrthúrsdóttur og eiga þau einn son; og Birgir Möll- er, sjómaður, barns- móðir hans er Anna María Júníusdóttir og eiga þau einn son. Dóttir Maríu er Ragn- heiður Möller. Utför Maríu fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30. KYNNI mín af Maju hófust reynd- ar löngu áður en hún varð mág- kona mín. Sem smástelpa á Há- holtinu á Akranesi man ég greini- lega eftir fjölskyldunni á Háholti 19. í andrá minninganna heyri ég háværa tóna Bítlanna, Love me do og fleiri lög, og sé tvo tánings- drengi, þá Inga og Nonna, með lakkrísbindi, bítlahár og í alveg ekta bítlaskóm að spila fótbolta fyrir utan. í forgrunni standa syst- urnar, Maja og Rut, sém ég hélt reyndar lengi vel að væru tvíbur- ar, dökkar á brún og brá með eins túberað hár, eyeliner, í bleikum og grænum satínkjólum með siffon- slæður í stíl. Skoppandi í kring var lítill peyi, sem hafði reyndar engu hlutverki að gegna í þessu minn- ingarbroti. Hann átti eftir að koma við sögu síðar. Árin liðu, buxnaskálmar víkk- uðu, tá á skóm og bindi breikkuðu. Ég og vinkonur mínar þóttumst hafa vit til að passa börn. Með vaxandi viti var maður farinn að sundurgreina ýmsa þætti umhverf- isins, m.a. að Maja og Rut voru ekki tvíburar heldur systur, að Maja og Einar bjuggu í Landakoti og áttu tvo drengi sem hægt var að passa. Við stelpurnar vissum líka að Maja hafði gengið í gegnum erfiða lífsreynslu. Strax við þessi takmörkuðu kynni varð mér ljóst að Maja væri góð manneskja. Að vera góður er nokkuð sem böm skynja án þess að skilgreina. Það var ekki fyrr en löngu seinna, þegar ég mægðist við fjölskylduna, að ég áttaði mig á hvaða hættir það voru sem gerðu Maju góða. Litli peyinn í minn- ingarbroti bítlasenunnar hafði líka skynjað það góða í fari hennar, því milli þeirra systkina, elstu syst- urinnar og yngsta bróðurins, voru mjög sterk tengsl sem voru honum alla tíð ákaflega dýrmæt. Strax frá upphafi sambands okkar Bjarna tók Maja mér opnum örmum og gerði sér far um að ein- læg vinátta skapaðist milli okkar, sem aldrei bar skugga á. Alla tíð var gott að koma til Maju og Ein- ars og stundum var spjallað, spekúlerað og hlegið langt fram á nótt. Ég minnist þess hve hún var ætíð hjartahlý, hláturmild og opin fyrir nýjum hugmyndum. Aðals- merki hennar fólst í því hve hún var hreinskiptin í öllum samskipt- um og þá list kunni hún án þess að særa aðra. Það er nokkuð vand- meðfarið og þeir kunna helst sem upplifað hafa erfiða tíma án þess að fyllast beiskju, heldur hafa öðl- ast dýpri mannskilning. í lífi sér- hvers manns eru bæði góðir tímar og erfiðir. Erfíð lífsreynsla verður sumum um megn, en öðrum tekst að nýta sér hana til frekari þroska og gefa lífinu þannig meira gildi. A ákveðnum vendipunkti í lífinu hófu Maja og Einar sitt uppbygg- ingarstarf til að breyta því sem þau gátu breytt og sætta sig við það sem þau gátu ekki breytt. Maja og Einar byggðu líf sitt upp og nutu þess með börnum sínum þremur. Synirnir tveir eignuðust syni, svo Maja og Einar urðu amma og afi tveggja myndarlegra drengja. Yngst barnanna er Ragn- heiður, enn á unglingsaldri. Lífið blasti við, Maja var í skóla og búin að fá vinnu sem henni líkaði mjög vel á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þá kom áfallið. Maja greindist með krabbamein í fyrrasumar og við tóku erfíðir mánuðir hetjulegr- ar baráttu. Maður undraðist mest æðruleysi hennar og baráttuvilja til hinstu stundar. Allan tímann sýndu Einar og börnin aðdáunar- verðan styrk sem var Maju mikils virði. Þótt Maja sé farin er hún ekki horfin úr huga okkar sem eftir lif- um. Elsku Einar, Kiddi, Biggi og Ragnheiður, ég sendi ykkur og öðrum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi styrkur ykkar verða öðrum leiðarljós. Með þessum kveðjuorðum langar mig að þakka fyrir þær góðu stundir sem ég átti með Maju. Rakel Árnadóttir. Það er mér mjög sársaukafullt að skrifa þessi kveðjuorð til elsku- legrar tengdamóður minnar, Maríu Vestmann, sem farin er nú frá okkur langt um aldur fram, en jafnframt er mér ljúft að minnast þess tíma er við þekktumst. Fjögur ár eru kannski ekki langur tími en fyrir mig var hann dýrmætur í ljósi þess hversu vel við náðum saman strax í upphafi og urðum góðar vinkonur. Mæja var ekki þessi leiðinlega tengdamamma sem ég þurfti að hræðast, heldur gátum við talað saman um allt og verið heiðarlegar og hreinskilnar hvor við aðra. Hvorugar vorum við skaplausar og bárum við fulla virð- ingu hvor fyrir annarri. Alltaf var Mæja kát og stutt í hláturinn og hefur það vafalaust hjálpað henni því ýmsa erfiðleika þurfti hún að yfirstíga á lífsleið- inni. Mæja var sú sem gaman var að gleðja og kunni svo vel að meta allt sem fallegt var. Alltaf gat hún samglaðst okkur Kidda í hveiju sem var og munu faliegu minning- amar um hana hlýja okkur um ókomin ár. Munum við Kiddi sjá til þess að Arthúr Ross, sonur okk- ar, sem nú er að verða ársgamall, fái að vita hver og hvemig amma Mæja var. Mæju minni óska ég góðrar ferðar og trúi ég því að við eigum eftir að hittast aftur þótt seinna verði. Ég lít í anda liðna tíð er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt, hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei ég gleymi. (Halla frá Laugabóli.) Díana. Það er hræðilega erfítt að setj- ast niður og skrifa minningargrein um yndislega frænku okkar, því engin orð fá lýst því hvernig hún var. Það er erfítt að íhuga þá stað- reynd að aldrei fáum við að sjá hana aftur, aldrei aftur heyra rödd hennar og hlátur, aldrei aftur fínna lífsgleði hennar og vera í návist hennar. Lífíð virðist stundum svo óréttlátt. Af hveiju þurfti hún að fara, hún sem átti eftir að upplifa svo margt. Þegar við hugsum um Mæju frænku dettur okkur strax í hug hláturmildi hennar, það var alltaf hlegið svo mikið í kringum hana, hún hafði alltaf frá nógu að segja og svo sagði hún svo skemmtilega frá. Hún tók alltaf á móti okkur með opinn faðminn og miklu koss- aflensi eins og tíðkast í fjölskyldu okkar. Það er endalaust hægt að minn- ast góðra stunda með Mæju, Ein- ari, Kidda, Bigga og Dúllu. Fjöl- skyldur okkar hafa átt margar ógleymanlegar stundir saman eins og t.d. í sumarbústað ömmu og afa, uppi á Skaga þegar þau komu í heimsókn og var tilhlökkunin þá mikil þegar við fréttum um komu þeirra. Svo má ekki gleyma þeim stundum þegar við systumar feng- um að dvelja í vikutíma hjá þeim og alls ekki má gleyma skúffukök- unni sem engum tókst að baka jafngóða og hún gerði. Já, þessi tími verður ógleyman- legur og mun alltaf lifa í huga okkar. Mæja frænka var í skóla að læra til sjúkraliða. Hún tók námið alvarlega, var metnaðargjörn og sætti sig aðeins við góðar einkunn- ir, sem hún fékk alltaf. Hún var einnig komin í gott starf sem hún var mjög ánægð í, en svo veikist hún og ekki líða nema sjö mánuð- ir og hún er farin frá okkur, en óhætt er að segja að hún barðist við sjúkdóminn til dauðadags. Sárast að öllu þykir okkur að hafa ekki getað kvatt hana, faðm- að og sagt henni hvað óendanlega okkur þætti vænt um hana, en minning hennar mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Við grðf æsku og vona Að degi liðnum kviknar ljós við ljós 811 loftsins bláfirð skín í silfurvefjum: í bleikum fjarska blikar ljóssins ós, þar brenna rósaský með gullnum trefjum. (Höf. óþ.) Elsku Einar, Kiddi, Biggi, Ragn- heiður, Díana, amma og afi. Við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Mikill er missir okkar og megi minning um yndislega konu lifa í hjarta okkar allra. Frænkurnar þínar, Auður, Eva og Thelma. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (K. Gibran) Elsku Mæja, þessi orð úr Spá- manninum komu mér í hug þegar ég frétti um að þinni þrautagöngu væri lokið og baráttunni sem þú háðir sl. sjö mánuði með svo mik- illi bjartsýni og viljastyrk. Þú ætlaðir þér að sigra í þeirri bar- áttu. Þú gafst okkur hinum styrk og von og fylltir okkur bjartsýni. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja þig og minn- ast þeirra samverustunda sem við áttum. Fyrstu kynni mín af þér hófust fyrir 25 árum þegar ég heimsótti þig í Landakoti, í litla húsinu þar sem þið Einar höfðuð hafið bú- skap. Þá strax tók maður eftir gleðinni hjá þér, góða skapinu, hlátrinum, góðvildinni. Hvað það var alltaf gott að koma til þín. Síðan liðu árin. Þú fluttist til Njarð- víkur með viðkomu í Æsufellinu þar sem ég bjó um hríð ásamt for- eldrum mínum og oft höfum við hlegið hin síðari ár yfír því sem var brallað í Æsufellinu. Eftir að þú fluttist til Njarðvíkur tók líf þitt nýja stefnu. Þá varstu búin að eignast þijú yndisleg börn, Kristján, Birgi og Ragnheiði. Að koma að heimsækja þig, hringja í þig, samverustundimar í sumarbú- staðnum í Þrastarskógi eða vitandi það að Mæja mágkona var að koma upp á Skaga var alltaf tilhlökk- unarefni. Það var svo gaman að spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo hress, kát og heilsteypt. Þú komst öllum alltaf í gott skap og léttir lundina í kringum þig. Við létum okkur dreyma um að fara í Parísarferð saman. I huganum sátum við sam- an á kaffihúsi og horfðum á mann- lífið. Sú ferð átti að bíða betri tíma. í stað þess ákváðum við að fara til Kanaríeyja í vor ásamt foreldr- um þínum en þangað hafðir þú farið undanfarin ár og unað hag þínum vel. Þegar þú vissir hvert stefndi með veikindi þín hvattir þú okkur til að halda okkar striki. Annað ferðalag beið þín. Eftir rúmlega 30 ára hlé á námi ákvaðstu að fara í nám og læra til sjúkraliða. Metnaðurinn og dugnaðurinn í námi sem þú sýndir þar var aðdáunarverður. Fyrstu einkunn vildirðu fá, það dugði ekk- ert minna. Því miður gafst þér ekki tími til að klára námið. Elsku Mæja, oft höfum við rabb- að um lífið og tilveruna og velt því fyrir okkur hver sé tilgangur- inn. Að taka þig frá okkur svo alltof fljótt er það sem erfítt er að skilja. Ef til vill var þínu hlut- verki lokið hér á jörð þótt erfítt sé að sjá það. Að þér sé ætlað annað hlutverk annars staðar, hver veit? En í mínum huga mun ég alltaf sjá þig fyrir mér hlæjandi, glaða og káta, og ef sá tími kemur að ég verð döpur mun ég horfa í hugskot mitt og hugsa til þín og geyma minningu þína í hjarta mér með þakklæti fyrir þann tíma sem þú átti með okkur. Með orðum úr Spámanninum vil ég ljúka þessum kveðjuorðum til þín. Ég sendi Einari, Kristjáni, Birgi, Ragnheiði, Díönu og foreldr- um þínum, Ástu og Bjarna, og litlu bamabörnunum þínum, þeim Ein- ari Maríusi og Arthúri, innilegustu samúðarkveðjur mínar. Megi Guð vera ykkur styrkur. „Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst mun þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran). Elín Kj artansdóttir. Vinkona okkar er horfin á braut, hún hefur barist við erfiða þraut. Einar minn, „brostu", hefði hún sagt, í hinstu hvíluna hefur nú lagst, og biður þér blessunar Drott- ins. Elsku Maja mín. Hláturinn þinn er þagnaður en ég heyri hann samt í gegn ef ég hlusta. Ég fletti myndaalbúminu í huganum og ég sé vinalega fjöl- skyldu, foreldra, tvo góðlega stóra stráka, litla, sæta stelpu, afann og ömmuna á jólum í sól og sumaryl. Þetta var á E1 Parísó á Benidorm, þar kynntumst við fyrst. Við fómm ekki aftur þangað á jólum því við fundum Paradís á jörð. Við erum búin að eiga margar skemmtilegar samverustundir. Einar segir að við tölum sama tungumál, þess vegna höfum við náð svona vel saman. Það var engin lognmolla í kringum okkur, mikið talað og hlegið. Stelp- urnar okkar, Ragnheiður og Fjóla Rós, eru á svipuðum aldri, þær gátu leikið sér saman í sundi, tí- volí, spilum og öllu mögulegu. í fyrrasumar voru þau búin að ákveða að koma í fríinu til Bolung- arvíkur en það fór öðruvísi en ætl- að var. í júlí greindist þessi hörmu- legi sjúkdómur hjá Maju. Alltaf gat hún samt náð sér á strik og hlegið sínum klingjandi hlátri. Já, hún barðist eins og hennar var von og vísa. Það var búið að vera erf- itt hjá þeim á þeirra yngri árum en þau í sameiningu, með dugn- aði, hörku og skilningi, gátu rifíð sig upp og nú var allt svo bjart. Þá kom þetta reiðarsíag sem eng- inn fær ráðið við, en við spyijum: Af hverju? En fátt verður um svör. Við heimsóttum þau á jólunum. Ég fann að þetta yrði síðasti fund- ur okkar Maju. Þetta var mjög indæl en ljúfsár stund. Við sátum og töluðum, hlógum og grétum. Þannig er lífið svo oft, en það held- ur samt áfram. Við yljum okkur við hinar góðu minningar og höldum ótrauð áfram. Elsku Einar minn, Guð styrki þig, börnin þín, foreldra og aðra aðstandendur í ykkar miklu sorg. Þínir vinir, Fríða, Magnús og Fjóla Rós. Ætlarðu að missa af þessum einstöku möguleikum? Við drögum í dag. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.