Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.02.1995, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ T- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1995 27 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. • • ER ÞORF FYRIR FJÁRFESTINGA- LÁNASJÓÐI? MIKIÐ hefur undanfarið verið rætt um framtíð stærstu fjár- festingalánasjóða landsins. Hefur sú umræða fyrst og fremst snúist um það, hvort nýta beri tækifærið, er Iðnþróunar- sjóður kemst alfarið í eign ríkisins í næsta mánuði, og sameina hann Iðniánasjóði og hugsanlega einnig Fiskveiðasjóði í einn nýsköpunarsjóð fyrir atvinnulífið. Nú þegar miklar breytingar eru óhjákvæmilega framundan á sjóðakerfinu má spyrja hver þörfin sé fyrir sjóði af þessu tagi í framtíðinni. Fjárfestingalánasjóðirnir hafa í áranna rás sinnt ákveðinni þörf í íslensku atvinnulífi. Iðnþróunarsjóður var þannig stofnað- ur sameiginlega af Norðurlöndunum í tengslum við inngöngu íslands í EFTA til að styrkja stoðir íslensks iðnaðar. Margt hefur aftur á móti breyst á síðustu árum, ekki síst hvað varðar aðgang fyrirtækja að fjármagni. íslensk fyrirtæki eru ekki lengur háð slíkum sjóðum til að fá fjármagn til uppbygg- ingar. Bankakerfið er mun opnara en áður og fjármagn til hag- kvæmra verkefna liggur á lausu. Eru jafnvel dæmi um að bank- ar hafi auglýst eftir lántakendum! Þá nýta sífellt fleiri fyrirtæki sér þá leið að auka hlutafé og leita jafnvel til almennings í þeim efnum þegar þörf er á fjármagni. Þeim fyrirtækjum fer fjölg- andi, sem leita út á hinn opna fjármagnsmarkað eftir fé og loks eru möguleikar á viðskiptum við erlenda banka nú fyrir hendi. í raun og veru eiga vel rekin og vel stæð fyrirtæki svo margra kosta völ, að þau geta látið alla ofangreinda aðila bjóða í útveg- un á því fjármagni, sem þau þurfa á að halda til fjárfestinga. Opinberum fjárfestingarlánasjóðum hefur verið stjórnað ýmist af stjórnmálamönnum eða fulltrúum ýmissa hagsmunasamtaka. Það má færa sterk rök að þvi, eins og hér hefur verið bent á, að kerfi af þessu tagi heyri fortíðinni til. Hvers vegna að endur- skipuleggja það með þeim hætti að halda því við? Hins vegar hefur fyrirtækjum reynst erfiðara að fá fjármagn til nauðsynlegrar vöruþróunar og þróunarverkefna af ýmsu tagi svo sem markaðsuppbyggingar. Þá hefur einnig verið erfitt að fá fjármagn í áhættuverkefni í atvinnulífinu. Fjárfestingarlána- sjóðir í opinberri eigu geta enn haft hlutverki að gegna á þeim afmörkuðu sviðum. Ríkisstjómin ætti að beina þeirri athugun, sem nú fer fram á breyttu skipulagi fjárfestingarlánasjóðanna inn á þessar nýju brautir. Það er og í samræmi við málflutnirig forystumanna beggja stjórnarflokkanna. ÁRANGURí VERÐLAGSMÁLUM VERÐLAG á íslandi lækkaði um 7%, samanborið við verðlag í ríkjum Evrópusambandsins, á árunum 1990-1993. Þetta kom fram í samanburði, sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerir á verðlagi í aðildarríkjum sínum. Á sama tíma hækkaði verðlag í öðrum ríkjum OECD um 16% í samanburði við verðhækkanir á íslandi. Þessar tölur gefa vísbendingu um að náðst hafi árangur í yfirlýstri herferð stjórnvalda, stéttarfélaga og fleiri gegn verð- hækkunum, sem tengdist meðal annars gerð þjóðarsáttarsamn- inganna. Þær kollvarpa jafnframt þeim röksemdum, sem oft heyrast, að hér á íslandi séu aðstæður einhvern veginn þannig að réttlætanlegt sé og sjálfsagt að önnur lögmál gildi en í efna- hagslífi annarra ríkja, þar á meðal um verðmyndun og verðlagn- ingu. Hinn efnahagslegi stöðugleiki, sem tekizt hefur að koma hér á, meðal annars með skynsamlegum kjarasamningum, vegur þungt í að þessi árangur hefur náðst. Fleira kemur hins vegar til. Þar má nefna aukið verðskyn almennings og aukna umfjöllun um neytendamál og samanburð á verði seljenda ýmiss konar vöru og þjónustu. Efnahagskreppan hefur haft sitt að segja og samkeppni milli seljenda vöru hefur harðnað. Aðhald að framleiðendum og seljendum hefur hins vegar einn- ig stóraukizt með tilkomu nýrra samkeppnislaga. Það er nú að minnsta kosti mánaðarlegur viðburður að Samkeppnisstofnun eða samkeppnisráð geri athugasemdir við verðsamráð eða óeðii- lega samkeppnishætti. Samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði hefur átt þátt í að koma hér á eðlilegra samkeppnisum- hverfi, bæði hvað varðar samkeppni innlendra aðila og frá öðrum ríkjum. I skýrslu OECD kemur hins vegar fram að enn er hlutfalls- lega dýrt að lifa á íslandi og landið hefur aðeins farið úr sjötta sæti á listanum yfir dýrustu löndin og niður í það sjöunda. Enn er því þörf á árvekni neytenda, hertum aðgerðum gegn samkeppn- ishömlum, auknu frjálsræði á markaðnum og síðast en ekki sízt að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Árangur i verðlagsmálum er einhver bezta kjarabót, sem völ er á við núverandi aðstæður. Morgunblaðið/Sverrir SUNNA Davíðsdóttir og Jóhann Ragnar Ágústsson með dætur sínar tvær, Hönnu Báru og Sunnevu. Takmörkuð túlka- þjónusta versti þröskuldurinn SIJNNA Davíðsdóttir og Jóhann Ragnar Ágústsson búa í Hafnar- fírði, ásamt dætrum sínum tveim- ur, Sunnevu 6 ára og Hönnu Báru 3 ára. Sunna og Jóhann eru heyrn- arlaus, en báðar dætur þeirra hafa fulla heym. Þau segja að samskipt- in á heimilinu gangi alveg snurðu- laust, en helsti vandinn sem þau eigi við að glíma sé að geta ekki gengið að túlkaþjónustu vísri. Sunna starfar sem myndlist- arkennari við Heymleysingaskól- ann og kennir táknmál í Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heymarskertra. Jóhann er húsa- smiður, en hjá honum fer einnig mikill tími íhandboltaiðkun. Hann leikur með ÍH í fyrstu deild, en áður lék hann meðal annars með FH. Þá á hann sæti í landsliði heyrnarlausra í handbolta. Sunneva og Hanna Bára em báðar tvítyngdar, því þær tala íslensku og táknmál. „Sunneva talar táknmálið reiprennandi. Sú yngri skilur allt sem við segjum, en hefur ekki enn fullt vald á táknmálinu sjálf,“ segir Sunna. „Þær em hins vegar báðar svo vanar að skipta á milli táknmáls og íslensku að þær nota ekki rödd- ina þegar þær tala við okkur. Þær þekkja auðvitað ekki annað en að eiga heyrnarlausa foreldra og ég hef tekið eftir að vinum þeirra finnst bara forvitnilegt að fylgjast með þegar þær tala við okkur.“ Jóhann segir, að nú sé Sunneva byrjuð í skóla og þá hafí enn kom- ið í ljós, hve bagalegt það getur verið ef hann nái ekki í túlk. „Þeg- ar foreldrafundur er í skólanum, þá þarf ég að panta þjónustu túlks. Ef sú staða kemur upp, að enginn túlkur er fáanlegur, þá mæti ég einn á fundinn og skil ekki það sem þar fer fram.“ Sunna nefnir annað dæmi, þar sem sambandsleysi vegna túlk- leysis kom sér illa. „Yngri stelpan veiktist um miðja nótt og ég reyndi að hringja í textasímamið- stöðina, til að fá þar aðstoð við að ná í lækni. Þar svaraði ekki, svo eina ráðið var að aka til móð- ur minnar og fá hana til að hringja á lækni. Túlkun er því mesti vandi okkar, eða öllu heldur skortur á túlkun." Jóhann og Sunna segja að lausn á þessum vanda felist í fjölgun túlka, sem þurfi að vera a.m.k. 20-30, en nú séu þeir aðeins tíu. „Vegna þess hve fáir túlkar em núna þarf að panta þjónustu þeirra með inargra daga fyrir- vara, en auðvitað getum við ekki alltaf vitað fyrirfram hvenær túlks er þörf.“ FÉLAG HEYRMARLAUSRA 35 ÁRA Næg verkefni þótt margt hafi áunnist Félag heymarlausra var stofnað í Reykjavík þann 11. febrúar 1960. Á þeim 35 árum, sem liðin eru frá stofnuninni, hefur hagur heymar- lausra um margt breyst og félagið sjálft hefur þróast frá því að vera fyrst og fremst vettvang- ur heymarlausra til að kynnast öðrum heym- arlausum í að vera öflugt hagsmunafélag. Anna Jóna Lárusdóttir, formaður félagsins, segir að enn sé margt óunnið. Fyrir stofnun félagsins áttu heymarlausir athvarf fyrir félagsstarf sitt á ýmsum einkaheimilum,“ sagði Anna Jóna í samtali við Morgunblaðið. „Þau Guðmundur Bjömsson, Hervör Guð- jónsdóttir, Markús Loftsson og Jón Leifur Ólafsson höfðu forgöngu um stofnun félagsins og fengu til liðs við sig Brand Jónsson, skólastjóra Mál- leysingjaskólans, eins og skólinn hét þá. Brandur ákvað að félagið fengi inni í skólanum með starfsemi sína. A stofnfundinn 11. febrúar fyrir 35 áram mættu 33 og gengu þeir allir í félag- ið. Núna eru skráðir félagsmenn okk- ar, 16 ára og eldri, um 110 talsins, en heymarlausir á íslandi era um 200.“ Fyrstu árin var opið hús hjá félag- inu tvisvar í mánuði, en Anna Jóna segir að starfið hafi aðallega byggst upp á spilakvöldum og svipaðri afþrey- ingu. „Heymarlausir voru hins vegar himinlifandi yfir þessum vísi að félags- starfi og bömin á heimavist Málleys- ingjaskólans höfðu mjög gaman af að fylgjast með félagsfundum, þar sem þau sáu fullorðna fólkið tala saman á táknmáli. Á þeim tíma var þeim bann- að að nota táknmál og lögð áhersla á að þau notuðu varalestur og röddina." Húsnæði Málleysingjaskólans í Stakkholti, sem nú hét Heymleysingja- skólinn, var gamalt og lélegt og skólinn byggði nýtt í Öskjuhlíð. Þangað flutti hann 1971 og er enn þar til húsa. „Þessi flutningur skólans olli félaginu vanda, því nú var starfsemin ekki eins miðsvæðis og áður. Því ákvað félagið fljótlega að kaupa eigið húsnæði." Félagið fann hentugt húsnæði að Skólavörðustíg 21 og þangað flutti starfsemin árið 1977. Þröngt var í búi hjá félaginu og ekki gekk sem skyldi að fá styrki til húsakaupanna. Til að félagið gæti staðið í skilum greip þáver- andi formaður þess, Her- vör Guðjónsdóttir, til þess ráðs að selja bíl, sem hún og eiginmaður hennar, Guðmundur K. Egilsson, höfðu nýlega fest kaup á. Lánuðu þau félaginu andvirðið, svo draumur- inn um eigið félagsheimili yrði að veraleika. „Þetta var hlýlegt, lítið félags- heimili og þar var lagður grannurinn að hags- munabaráttu heymar- lausra," sagði Anna Jóna. Enn vænkaðist hagur félagins þegar það festi kaup á húsi við Klappar- stíg 28 árið 1982, en nú- verandi húsnæði er að Laugavegi 26. Er Anna Jóna var innt eftir því hvað hefði áorkast í málefnum heym- arlausra svaraði hún áð þar væri af ýmsu að taka. „Það er gaman að nefna, að í nóvember era liðin 15 ár frá því að sjónvarpið hóf að senda út fréttir á táknmáli. Við voram mjög ánægð þegar þær útsendingar hófust og þar vora íslendingar í fararbroddi Norðurlandaþjóðanna. Hins vegar standa frændur okkar á Norðurlöndum okkur framar á öðrum svið- __________ um, til dæmis hvað varðar túlkaþjónustu, textasíma og fleira." Ellefu ár eru liðin frá því að heyrnarlausir á íslandi Anna Jóna Lárusdóttir Nýjar texta- símatölvur eru nauðsyn fengu textasíma. Það kerfi er orðið gamalt og tíðar bilanir valda því að öryggið er minna en vera ætti. Anna Jóna sagði að félagið hefði barist fýr- ir því undanfarin 3 ár að fá textasímat- ölvur og vonandi bærast góðar fréttir af þeim málum á afmælinu. Þá nefndi hún, að á ýmsum öðram sviðum hefðu orðið jákvæðar breyting- ar, til dæmis hefði verið starfsrækt dvalarheimili aldraðra heymarlausra frá 1993 og þar væra nú fimm vist- menn. „Helsti vandi, sem við glímum við núna, varðar túlkaþjónustu," sagði Anna Jóna. „Heymarlausir fá aðeins greiddan kostnað við túlk við ákveðnar aðstæður, en til dæmis ekki þegar þeir þurfa að leita til læknis, fara í áfengismeðferð, fara á foreldrafundi í skólum eða fleira af því tagi. Ég hef rætt þennan vanda við Rannveigu Guðmundsdóttur, félagsmálaráðherra og mér finnst hún sýna okkar málum mikinn skilning. Við viljum að Trygg- ingastofnun ríkisins greiði allan þann kostnað sem heymarlausir bera af túlkaþjónustu, ekki aðeins við nauð- synlegustu samskipti, heldur einnig ef þeir hafa hug á að sælq'a tómstundanám- skeið eða aðrar samkom- ur. Rannveig hefur full- vissað mig um að í henn- ar ráðuneyti sé verið að vinna að lausn málsins og ég er henni mjög þakklát fýrir þá breyt- ingu sem hefur orðið hér í félaginu, þar sem túlkur er hálfan daginn, mér til aðstoðar." Anna Jóna nefndi Samskiptamiðstöð heymarlausra og heyrnarskertra sem dæmi um árangur heym- arlausra í hagsmunabar- áttu. „Starfsemin þar hefur haft gríðarlega þýðingu. Þar fá heyrnarlausir mikla aðstoð, stutt er við bakið á foreldram með heymarlaus börn og systkini þeirra fá kennslu í táknmáli. Miðstöðin hefur átt gott samstarf við Menntaskólann í Hamra- hlíð, sem býður upp á framhaldsnám fyrir heyrnarlausa og er brautryðjandi íslenskra menntastofnana á þessu sviði. “ Anna Jóna sagði að félagið þyrfti enn að beijast á mörgum vígstöðvum. _________ „Atvinnumálin valda okkur áhyggjum, því margir heymarlausir era án at- vinnu. Staðan í atvinnu- málunum hefur farið hríð- versnandi, en ein ástæða þess er sífellt auknar kröfur um sér- menntun, sem heymarlausir hafa ekki átt kost á að afla sér. Ég vildi gjam- an, að hér væri einhver vinnustaður, þar sem nokkrir heyrnarlausir gætu unnið saman, því einn vandinn við atvinnuþátttöku heymarlausra er að þeir einangrast oft á vinnustað, þar sem enginn talar táknmál. Atvinnu- rekendur hika oft við að ráða heymar- LÍF og fjör i félagsmiðstöð við Heyrnleysingjaskólann. Morgunblaðið/Sverrir lausa, því þeir óttast hið óþekkta og halda ef til vill að heymarlausir séu á einhvem hátt verri starfsmenn." Helsta tekjulind Félags heyrnar- lausra hefur verið happdrætti, en Anna Jóna segir að tekjur af því hafí dreg- ist verulega saman undanfarin ár. „Við eram að beijast fyrir hærri flár- framlögum frá ríki og borg. Núna stendur happdrættið undir 80% af út- gjöldum okkar, en framlög ríkis og borgar undir 20%. Við vildum gjaman að þessi hlutföll snerast við. Ráðamenn hafa sýnt okkur skilning, svo ég er bjartsýn á að framlögin hækki.“ Anna Jóna sagði, að nú hefði verið stofnað Félag daufblindra, en starf þess tengist starfi Félags heymar- lausra. „I nágrannalöndum okkar hef- ur þessum hópi verið mun betur sinnt en hér, en við höfum velt fyrir okkur ýmsum möguleikum til úrbóta, til dæmis hvort Félag heyrnarlausra gæti veitt þessum hópi liðveislu sem fylgarmenn og tilsögn í táknmáli." Afmælishátíð á Hótel íslandi Á morgun, afmælisdaginn, byijar hátíðardagskrá Félags heyrnarlausra með guðsþjónustu séra Miyako Þórð- arson, sem er prestur heyrnarlausra, í Áskirkju kl. 12.30. Sérstök afmælis- hátíð verður á Hótel íslandi frá 14-17. Hátíðin þar er öllum opin, en meðal skemmtikrafta er heymarlaus dansk- ur látbragðsleikari. Um kvöldið held- ur Félag heymarlausra svo árshátíð sína. Starf táknmáls- túlksins krefjandi ELFA Bergsteinsdótt- ir stundaði nám í tákn- málstúlkun við Hand- elshojskolen í Kaup- mannahöfn og er tákn- málstúlkur á skrif- stofu Félags heyrnar- lausra. Hún segir að starfíð sé erfiðara en fólk geri sér almennt grein fyrir og nefnir því til stuðnings að í Svíþjóð starfi yfirleitt tveir táknmálstúlkar saman og skiptist á að túlka á 20 mínútna fresti. Elfa kveðst vonast Elfa Bergsteinsdóttir til að táknmálstúlkum fjölgi hér á landi á næstu árum. „Við sjáum fram á mikla breytingu eftir að nám í táknmálsfræðum og túlkun hófst við Háskóla íslands í haust,“ segir hún. „Vonandi fáum við breiðan hóp túlka að nokkrum árum liðnum, en það fólk, sem nú er í námi við Háskólann, kemur úr öllum hópum þjóðfélagsins. Hins vegar mætti örva karlmenn meira til túlkastarfa, því það getur reynst heyrnar- lausum karlmanni erf- itt að þurfa ailtaf að fá aðstoð kventúlks, til dæmis þegar hann leit- ar til læknis.“ Ekkimetið til hárralauna Elfa segir að starf túlka sé ekki metið til hárra launa. „Það verður að hafa í huga, að það er ekki hægt að vinna við túlkun í átta stundir á dag. Túlkur verður að fá sína hvíld, því hann missir einbeitingu að nokkrum tima liðn- um. Túlkunin er mjög krefjandi, enda er þetta trúnaðarstarf sem kostar andlegt álag. Enn sem kom- ið er eru túlkar svo fáir að við höfum ekki getað stofnað stéttar- félag. Það mun breytast með fjölg- un túlka.“ Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Vettvangur kennslu og rannsókna á táknmáli SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ heym- arlausra og heymarskertra var stofnuð um áramót 1990- 1991 og er fyrsta og eina stofnun sinnar tegundar hér á landi. Sam- kvæmt lögum um Samskiptamiðstöð- ina er aðalhlutverk hennar að stuðla að jafnrétti heymarlausra til þjón- ustu sem víðast í samfélaginu á grundvelli táknmáls. Miðstöðin ann- ast rannsóknir á íslensku táknmáli, kennslu táknmáls, táknmálstúlkun og aðra þjónustu. Valgerður Stefánsdóttir er for- stöðumaður Samskiptamiðstöðvar- innnar. Hún segir að stærsti vandi heymarlausra sé sá að samfélagið sé þeim ekki opið, hvað upplýsingar og menntun varði. „Táknmálið var bannað árið 1880 og lögð var áhersla á að heymarlausir lærðu að tala, til að verða eins og aðrir. Þetta tákn- málsbann hafði þau áhrif, að heym- arlausir töpuðu menntun og þekk- ingu og enduðu ólæsir og óskrifandi úti í horni þjóðfélagsins. Heyrandi lærðu ekki táknmál og því vantaði brú milli þessara tveggja heima. Það var ekki fyrr en 1960-1970 sem málvísindamenn fóru að rannsaka táknmálið sem tungumál, en það tók langan tíma að fá viðurkenningu heimsins. Árið 1980 viðurkenndu Svíar táknmál sem tungumál heyrn- arlausra og nú hafa risið skólar fyrir þennan hóp, sem veita jafn góða menntun og skólar heyrandi.“ Valgerður segir að túlkar hafi ver- ið menntaðir hér á landi í fyrsta skipti árið 1985, vegna norrænnar menn- ingarhátíðar heymarlausra, sem haldin var hér. „Fjölskyida og vinir höfðu áður séð um að túlka, en eftir að Samskiptamiðstöðin tók til starfa skapaðist í fyrsta sinn vettvangur fyrir kennslu og rannsóknir á tákn- máli. Síðastliðið haust náðist svo mjög merkur áfangi, þegar kennsla í táknmálsfræðum og túlkun hófst við Háskóla íslands. Námið tekur þijú ár og við vonumst til að fá að minnsta kosti 6-8 túlka til starfa að þeim tíma liðnum." Kunnátta í tungumálinu grundvöllur frekara náms Valgerður segir að rótin að vanda -í- Morgunblaðið/Sverrir JÓHANNA Þorvaldsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir fylgjast með Hálfdáni Theódórssyni vinna í myndveri Samskiptamiðstöðvarinnar, Þar eru t.d. gerðar myndbandsspólur með barnasögum á táknmáli. heyrnarlausra sé sú, að þeir tali mál, sem ekki sé búið að lýsa og takmarkað námsefni sé til. „Full- orðnir heymarlausir hafa aldrei lært málið sitt og þar af leiðandi er ekki hægt að kenna þeim annað mál, eins og íslensku. Grunnur að tungumála- námi er góð þekking á eigin máli. Ef talað er við böm á táknmáli og þau fá að leika sér á þessu móður- máli sínu, þá fá þau góðan grunn til að byggja á í námi. í framhaldsnám- inu, sem nú er boðið upp á í MH, er kennd saga táknmálsins og fjallað um menningu heymarlausra og fé- lagslega stöðu þeirra. Það er hveijum manni nauðsynlegt að þekkja rætur sínar og fá skýringar á þvi af hveiju staða hans er sú sem hún er.“ Þekking í táknmáli breiðist ört út, því um 600 manns hafa sótt nám- skeið hjá Samskiptamiðstöðinni. „Þroskaþjálfaskólinn hefur kennt táknmál og í raun á Samskiptamið- stöðin rætur sínar að rekja þangað. Þá má nefna að MH hefur boðið tákn- mál sem valgrein. Þegar svo margir hafa kynnst táknmáli, þá breytist viðhorf samfélagsins mjög hratt. Fyrirtæki leggja líka æ meiri áherslu á að starfsmenn þeirra geti sinnt heyrnarlausum viðskiptavinum. Hingað hafa til dæmis komið starfs- menn Landsbanka, íslandsbanka, Sjóvár-Almennra og námsráðgjafar Háskólans, svo dæmi séu nefnd.“ Áhuginn skílar sér tíl annarra Jóhanna Þorvaldsdóttir, deildar- stjóri túlkaþjónustu Samskiptamið- stöðvarinnar, segir að þar sem að- ' sókn á táknmálsnámskeið hafi verið jafn góð og raun ber vitni hafi starfs- menn miðstöðvarinnar talið að mark- aðurinn myndi mettast fljótlega, en sú hefði ekki orðið raunin. „Þeir sem koma á námskeið vekja áhuga ann- arra og þannig rúllar boltinn áfram.“ Jóhanna segir að nú séu fastráðn- ir túlkar þar í 3‘/2 stöðugildi, en alls geti miðstöðin leitað til 10 túlka. „Túlkum á eftir að fjölga eftir námið í Háskólanum, en áður en þeir koma til starfa verður að leysa hveijir greiða Iaun þeirra. Núna hafa verið * greidd laun innan menntakerfisins, inni á sjúkrahúsum og í dómskerf- inu, en heyrnarlausir hafa ekki feng- ið greidda túlkaþjónustu vegna ýmissa annarra samskipta. Nú er verið að setja á laggirnar nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins, sem fjallar um framtíðarskipulag þessara mála.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.