Morgunblaðið - 06.10.1992, Side 46

Morgunblaðið - 06.10.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 fclk ■ fréttum COSPER FRÆGÐ Vandræðadóttir Bills Cosby snýr við blaðinu - Frænka mín? Ég hélt að þetta væri frænka þín. Elsta bam grínarans Bill Cosby heitir Erin Cosby. Hún er nú 25 ára gömul og hefur lengi vel ver- ið fjölskyldu sinni mikið áhyggjuefni. Hún hefur verið drykkfelld og auk þess verið ánetjuð eiturlyfjum um margra ára skeið. Var ástandið um tíma svo slæmt að hún neytti sterkra lyfja og var Bill nánast búinn að gefast upp. Hann hafði oftar en einu sinni borið kostnað af meðferðartilraunum hennar, en allt kom fyrir ekki. Hún kom ævinlega út í þjóðfélagið full af stórum orðum um betra líf með blómum í haga. En var svo ævinlega komin út í sukkið áður en menn gátu snúið sér við. En nú virðist kveða við annan og nýjan tón. Erin er nú „þurr“. Hún hefur ekki neytt áfengis eða lyfja í all marga mánuði og segist vera búin að fá sig fullsadda. Hún ætli ekki að bijóta sjálfa sig niður. Hún hefur tamið sér hollt mataræði og byggt sig upp í tækjasal. Hún er orðin hin glæsilegasta en það er ekki langt síðan að hún líktist fremur skinhorð- um svefngengli. Hún segir að hugur sinn stefni í skemmtanabransann en vill ekki sjá að hinn frægi faðir hennar kippi í spotta. „Þá væri það hann sem hefði áorkað einhveiju en ekki ég. Ég gæti komist langt bara á nafninu og með pabba potandi mér áfram, en þannig vil ég ekki hafa það,“ segir Erin. Og hún er að skrifa bók um hvemig það sé að vera meðlimur í Cosby-fjölskyldunni. Hún segir að það kenni margra grasa í bókinni. Hún segir þar meðal annars að hún hafi alls ekki átt við ávanalyfjavandamál að etja heldur hafi hún einfald- lega átt lífsreynslu sem hún skilji nú að hafi ekki verið nokkurs virði. í bókinni kemur einnig fram, að hnefaleikatröllið Mike Tyson hafi reynt að nauðga henni fyrir fímm árum, en ekki lukkast það. Sem kunnugt er situr Tyson nú í svartholi dæmdur til langt- ar betrunarvistar fyrir að nauðga fegurðardrottningu á táningsaldri. Erin lýsir þessu atviki: „fjölskyldan var boðin til fjölmenns mannfagnaðar á heimili Ty- Erin Cosby. sons. Ég var eitthvað að skoða mig um og ráfaði inn í herbergi, en hrökk svo við er ég heyrði hurðinni skellt i lás að baki mér. Þá sá ég að Tyson hafði elt mig og hann hafði engar vöflur, heldur stökk á mig og færði mig undir. Eg barðist um og æpti og það var mér til happs að einhver frammi á ganginum heyrði til mín. Hann hikaði og ég smaug þá undan honum og hljóp fram í salinn. Foreldrar mínir töluðu við hann í einrúmi stuttu síðar og samþykktu að aðhaf- ast ekkert frekar ef hann samþykkti að leita sér að- stoðar sálfræðings. Það er greinilegt að hann hefur ekki látið verða af því. Það gleður mig að hann sitji nú inni, en ég held að vistin hafi lítið að segja ef hann fær enga sérfræðiaðstoð." Skemmtileg og þroskandi ndmskeið kefjast í nœstu viku fyrir stúlkur og pilta I. Snyrting, framkoma, kurteisisvenjur, tjáning og sviðs- framkoma. Verð kr. 7.300. II. Framhaldsnámskeið í göngu, sviðsframkomu, tjáningu o.fl. Verðkr. 4.500. III. Herranámskeið 1 framkomu, kurteisisvenjum, göngu, sviðsframkomu o.fl. Verð kr. 4.500. Tískusýning og prófverkefni í lok námskeiðsins. Ath.: Allir þeir sem hafa spurt um námskeið- in hafi samband sem fyrst. ^ Innritun daglega frá kl. 17-19 í síma 643340 og 37878. VÁKORTALISTI Dags.06.10.1992. NR. 103 5414 8300 1326 6118 5414 8300 3052 9100 5414 8300 2772 8103 5414 8301 0407 4207 5421 72“ 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0039 8729 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0029 3011 KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Afgreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klótesta kort og visa á vágest. mæm VISA ISLAND Höföabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.