Morgunblaðið - 06.10.1992, Síða 40

Morgunblaðið - 06.10.1992, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Danir eru sammála um að stórefla þurfi reiðkennslu samhliða ræktuninni. Meðal þeirra sem rekur reiðskóla með íslenskum hestum er Janne Kraarup Nilsen sem býr á Fjóni. Hrossarækt í Danmörku Nákvæmar reglur og gott skýrsluhald tryggja árangur kunn fyrir 4 afkvæmi. í fyrsta flokk þurfa stóðhestar að ná 7,90 fyrir sex afkvæmi en hryssur fyrir 3 af- kvæmi. Til að komast í annan flokk þurfa stóðhestar að fá 7,50 fyrir 6 afkvæmi en hryssur fyrir 3 afkvæmi. Aðeins hross með íslensk nöfn á skrá í almennum ákvæðum reglnanna segir að hross verði að vera minnst | 5 vetra er þau koma fyrir dóm sem þýðir að hæfileikar fjögra vetra hrossa eru ekki metnir eins og hér | tíðkast. Þá hlýnar íslendingnum um hjartarrætur við eina málsgreinina þar sem segir að aðeins séu gefin út upprunavottorð fyrir hesta með íslensk nöfn, einnig eru einungis gefin út slík vottorð fyrir afkvæmi hryssa á þriðja vetri og eldri sem stuðlar að því að hryssur séu ekki fyljaðar of ungar. Ræktunarreglurnar eru mjög ná- kvæmar og segja má að mjög vel sé haldið utan um ræktunarstarfið með margslungnu skýrsluhaldi. Lítið er um að hitt eða þetta sé beint bannað í reglunum en þó virka þær þannig að ef ekki er eftir þeim farið eiga menn litla möguleika með hross sín og gildir þar einu hvort um er ] að ræða sölu eða þátttöku í ýmiss konar keppnum. Hross sem ekki fá skráningu eru verðlítil og skilur j þarna á milli ræktunar og hesta- mennsku á íslandi og í Danmörku. Hér á landi geta menn ræktað eða | framleitt að vild og átt einhveija möguleika með hrossin. Hvort þetta er kostur eða galli skal ósagt látið, sýnist sjálfsagt sitt hveijum um það. Þjóðveijar með hærri einkunnir Eftir að hafa farið í gegnum regl- umar var tekið upp almennara spjall __________Hestar______________ Valdimar Kristinsson Deilurnar um útflutning kynbóta- hrossa á sjötta og sjöunda ára- tugnum ættu að vera mönnum í fersku minni þegar fjöldinn taldi það ganga landráðum næst að flytja út stóðhesta eða hryssur. í umræðunni var þvi gjarnan líkt við að seld væru okkar fengsælu fiskimið, hversu gáfulegt sem það nú væri. Gunnar Bjarnason ráðu- nautur barðist hins vegar ótrauð- ur fyrir að heimild til útflutnings undaneldishrossa. Hlaut hann oft bágt fyrir en varð þrátt fyrir allt ofan á, þvi að í dag er fjöldi kyn- bótahrossa bæði austan og vestan hafs og segja má að víða standi ræktun islenska hestsins með mildum blóma. í dag geta menn haft skoðun á því hvort rétt hafi verið að málum staðið eður ei en fá engu breytt í þeim efnum. Um tvö þúsund hross hafa verið seld utan síðustu árin og þar á meðal er mikill fjöldi undaneld- ishrossa. Að sjálfsögðu geta menn deilt um það hvort staðan væri betri eða verri i sölumálum í dag ef Gunn- ar hefði verið kveðinn í kútinn og eingöngu verið seldir geldingar úr landi. Til að forvitnast um ræktun íslenska hestins erlendis Iagði um- sjónarmaður Hesta land undir fót og varð Danmörk fyrir valinu. Blöndun íslenska hestsins bönnuð Talið er að íslensk hross í Dan- mörku séu vel á áttunda þúsund og líklegt að hátt í eitt þúsund hross séu virk í ræktun. Vel er haldið utan um allt ræktunarstarfið þar sem rauði þráðurinn er hreinræktun ís- lenska hestsins og öll kynblöndun stranglega bönnuð samkvæmt regl- um Dansk Islandshesteforening (DI). Það er ræktunardeild samtak- anna (Stambogvalget) sem hefur umsjón með öllu sem viðkemur rækt- unarmálum í samvinnu við dönsku hrossaræktamefndina (Landsudval- get for hesteavl). Formaður rækt- unardeildarinnar Jens Otto Veje, sem sjálfur fæst við hrossarækt með á annan tug hrossa, var heimsóttur með það í huga að forvitnast um skipulag ræktunarinnar í Dan- mörku. í máli hans kom fram að ræktunarreglumar stuðluðu að því að aðeins væru notuð til undaneldis hross sem fengið hefðu viðurkenn- ingu kynbótadómnefndar og réðist notkun t.d. stóðhesta af því hversu háar einkunnir þeir hlytu. Hrossunum er skipt niður í þijá megin flokka. Er þar fyrst að nefna Skráningar- flokk (Registerklassen), þar sem öll hreinræktuð hross em skráð sem ekki em notuð í ræktun, s.s. hiyss- ur, geldingar, trippi og folöld. í dóms- flokkinn fara hryssur og stóðhestar sem náð hafa lágmarkseinkunn í við- urkenndum dómi. Hryssur þurfa lág- mark 7,30 í aðaleinkunn en stóðhest- ar 7,50. í þennan flokk fara einnig hross sem hafa verið dæmd í öðmm aðildarlöndum FEIF en verið keypt til Danmerkur. í þeim tilvikum þar sem um stóðhesta er að ræða þarf að mæta með þá fyrir danska dóm- nefnd sem yfírfer ættarskrá og ein- kunnir og skoðar hestinn og fær hann að því loknu notkunarleyfi telji dómnefndin hestinn standa undir þeim einkunnum sem fylgja honum. Takmörkun á notkun stóðhesta í ræktunarflokknum (Avlsklass- en) em aðeins hross sem fá leyfí til notkunar í ræktun. Stóðhestar og hryssur sem fengið hafa viðurkenn- ingu í afkvæmadómi má nota án allra takmarkana, stóðhestar með einkun frá 7,75 og yfir má einnig nota ótakmarkað. Stóðhestar með 7,70 til 7,74 má nota á 12 hryssur árlega, stóðhestar með 7,60 til 7,69 má nota á 8 hryssur árlega og stóð- hesta með 7,50 til 7,59 fá 4 hryss- ur. Þá eru í þessum flokki allar hryssur sem náð hafa 7,30 og hryss- uí sem vegna ýmissa aðstæðna, t.d. ef ótamin vel ættuð stóðhryssa er flutt inn frá íslandi en fær viður- kenningu til ræktunar svo að dæmi sé nefnt. Að síðustu fara í Ræktun- arflokkinn ungfolar sem fengið hafa byggingardóm og náð lágmark 7,50 til takmarkaðrar eins árs notkunar. Stóðhestarnir í þrekpróf Þegar stóðhestar mæta til dóms getur ræktunamefnd DI krafist þess að hestamir fari í þrekpróf eigi síðar en ári eftir að þeir hafa verið dæmd- ir og komi fram hugsanlega arfgeng- ir hjarta- eða lungnakvillar fellur dómurinn úr gildi. Stóðhestar sem ekki hafa náð lágmarkseinkunn í síð- asta lagi 7 vetra gamlir fá ekki leyfi til notkunar og lagt til að þeir verði geltir. Fullorðnar hryssur sem ekki ná lágmarkseinkunn eða eru ein- Meðal þeirra stóðhesta sem hlotið hafa rétt til tak- markalausrar notkunar er Ófeigur frá Hejelte en hann er undan Rauðdreka frá Hollandi sem gerði garðinn frægann á Evrópumótunum ’79 og ’81. Talið er að um helmingur stóðhesta sem í notkun eru í Danmörku séu fæddir á íslandi, einn þeirra er Darri frá Kampholti sem þykir með þeim betri. I I I Jens Otto Veje vann að útgáfu stóðhestabókar sem gefin var út'á vegum DI ásamt eiginkonunni Annegrete, dótturinni Veje og tengda- syninum Rolf Olsen. Jens Otto Veje formaður ræktun- ardeildar Dansk Islandsforening. göngu dæmdar fyrir byggingu kom- ast ekki í ræktunarflokkinn. Hins vegar fá 3 vetra hryssur með bygg- ingadóm inngöngu í flokkinn en mjög algengt er að þær séu settar í folalds- eign á þessum aldri og séu látnar eiga eitt eða jafnvel tvö folöld áður en byijað er að temja þær. Þegar stóðhestur hefur verið not- aður í ræktun í átta ár skulu af- kvæmi hans mæta fyrir dóm. Ef það er ekki gert verður notkun hans takmörkuð í 12 hryssur árið eftir og 8 hryssur þar á eftir og síðan tvö ár. Hryssur mega mæta til af- kvæmadóms þegar þær eiga orðið 3 tamin afkvæmi eða fleiri. Afkvæma- dómar fara alltaf fram á haustin en stóðhestar mæta í einstaklingsdóm í apríl. Afkvæmadómar fara fram með líku sniði og tíðkaðist hér á landi áður en kynbótamat Búnaðar- félagsins kom til sögunnar. Er hross- unum raðað í gæðaflokka með svip- uðu sniði og hér var gert. Stóðhest- ar þurfa að ná 8,10 í meðaleinkunn fyrir 12 afkvæmi til að fá heiðurs- verðlaun en hiyssur þurfa sömu ein- og þá fyrst komið inn á mismun í einkunngjöf milli einstakra landa en almennt er talið að Þjóðveijar séu hvað glaðastir í þeim efnum og var Jens Otto á því að svo væri og taldi g að Austurríkismenn væru þar með- * taldir. Einnig taldi hann að Svíar væru farnir að slá á hærri nótumar. t Danir leggðu sig hins vegar í líma " við að fylgja íslendingum. Kom fram í máli hans og annarra sem rætt var * við í ferðinni að Danir teldu að ís- ' lendingar ættu óumdeilanlega að hafa forystuna í ræktunarmálunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.