Morgunblaðið - 06.10.1992, Side 17

Morgunblaðið - 06.10.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 17 ■ Bergþór Pálsson Sigurður Skagfjörð Steingrímsson Michael Beuchamp Sigrún Hjálmtýsdóttir Tito Beltran Robin Stapleton lokið námi og hafið störf hjá ís- lensku óperunni. Sviðsgerð og búningar (Lubos Hrusza og Helga Rún Pálsdóttir) og ljós (Jóhann Pálmason), var allt samstillt gerð óperunnar. Hljómsveitin, undir öruggri og kraftmikilli stjórn Robin Stable- ton, var góð og rétt að geta blásar- anna sérstaklega, er léku oft fal- lega, svo og Guðrún Birgisdóttir, sem lék á móti Sigrúnu í geðveikis- atriðinu. Leikstjórinn Michael Be- auchamp hefur leitast við að láta tónlistina njóta sín og vera með sem minnst af þeim leikstjórnart- rikkum, sem oftlega draga athyg- lina frá verkinu sjálfu. Fyrir þetta var sýningin í heild mjög góð og er enn einn stórsigur íslensku óperunnar. Sýning á verkum Loise Bourgeois Miðvikudaginn 7. október verður opnuð sýning á verkum banda- rísku listakonunnar Louise Bo- urgeois í sýningarsalnum Önnur hæð að Laugavergi 37. Louise Bourgeois fæddist í Frakk- landi árið 1911 og er því komin á níræðisaldur. Hún fluttist til Banda- ríkjanna 1938 og vann að list sinni lengst af í kyrrþey. Á áttunda ára- tugnum fóru skúlptúrverk hennar að vekja eftirtekt, en áræði hennar og afköst hafa stóraukist með aldrin- um. Louise Bourgeois vinnur fyrst og fremst þrívíð verk. Á sýningunni verða teikningar sem spanna feril hennar og eitt skúlptúrverk. Fréttotilkynning Louise Bourgeois árið 1982. Ljós- myndari Robert Mapplethorpe Sá liprasti í bænum! KOSTAR STAOGREIODUR, KOMINN A GOTONA FRA: m ■ . rtfAur athu9'ð’ Daiftatsu &QP ekna, TÖKurn9° ’ óðuverð\ CharaóeapP BRiMBORG FAXAFENI8 • SIMI91 -68 58 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.