Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 5

Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 5 Hlaut 4 ára dóm fyrir tilraun til manndráps HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt Hilmar Ögmunds- son, 23 ára Hafnfirðing, í fjög- urra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Atburðurinn átti sér stað í raðhúsi við Smyrla- hraun aðfaranótt föstudagsins 3. apríl sl. Hilmar var gestkom- andi þar er hann stakk 25 ára mann með búrhníf í brjóstholið og var árásin tilefnislaus. Hvorki ákæruvaldið né sak- bomingur hafa tekið ákvörðun um áfrýjun dómsins og á meðan situr Hilmar áfram í gæsluvarð- haldi. Guðmundur L. Jóhannes- son héraðsdómari kvað upp dóminn. í málflutningi fyrir héraðsdómi í máli þessu gat sakborningur ekki gefið ástæðu fyrir verknaði sínum en búrhnífurinn gekk 16—18 sentimetra inn í brjósthol þess er fyrir árásinni varð. Það var þó tiltekið að Hilmar hefði lengi verið á hormóna- og stera- lyíjum fyrir verknaðinn og báðir aðilar voru orðnir verulega ölvaðir er atburðurinn átti sér stað. Hilm- ar flúði af vettvangi en sá er sár- ið hlaut var lengi að ná sér og lá tæplega sex vikur á sjúkrahúsi. Hormóna- og steralyf þau sem Hilmar notaði áður en árásin átti sér stað fékk hann út á lyfseðil frá lækni. Hann mun hafa spraut- að sig með lyfjunum frá árinu 1988 um leið og hann stundaði líkamsrækt og bar hann fyrir rétti að í framhaldi af notkun þessara lyfja hefði honum hætt til að missa stjóm á skapi sínum, einkum und- ir áhrifum áfengis. í málflutningnum var lögð fram álitsgerð tveggja sérfræðinga um hugsanleg áhrif steranotkunar Hilmars. Þar kemur m.a. fram að ekki væri hægt að útiloka að notk- un þeirra hefði haft áhrif á gerðir Hilmars umrædda nótt. V eðurfræðingar Uppsagnarfrest- ur framlengdur Umhverfisráðuneytið hefur tekið ákvörðun um að beita ákvæði um leyfi til að framlengja uppsagnarfrest á uppsögnum 7 veðurfræð- inga á Veðurstofunni. Samkvæmt því ættu uppsagnir starfsmann- anna að koma til framkvæmda 1. febrúar en ekki 1. nóvember eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Jón Gunnar Ottósson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að allt verði gert til að leysa deiluna sem fyrst. Fulltrúar umhverfisráðuneytisins hafa átt viðræður við starfsmennina sem sagt hafa upp og forsvarsmenn Veðurstofunnar í þeim tilgangi að leysa deiluna. í framhaldi af þeim umræðum hefur verið ákveðið að gera úttekt á starfsemi Veðurstof- unnar en sú úttekt hefur ekki verið mótuð enn. Fljótlega er þó búist við að henni verið hrint áf stað að sögn Jóns Gunnars. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til að málið yrði leyst áður en upp- sagnirnar tækju gildi. Deilumar snúast að hans sögn um starfskjör í víðtækri merkingu. Kynningarfundur í kvöld að Sogavegi 69 Innritun og upplýsingar í síma: 812411 STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM Konráð Adolphsson. Einkaumboð fvrir Dale Carneqle námskeiðin" KLIPPIÐ TOPPINN AP RAUÐUM MERRILD OG FÁIÐ SÖDAHL DISKAMOTTUR ' ■ aateM,:-, )a takk, eg vil gjarnan fa diskamottu(r) og sendi hér meb raubum Merrild S00 g. Sodahi toppa af Eg vil gjarnan fa greitt fyrir meöfyigjandi toppa samtals__kr. Hamark 1 umslag og 16 toppar af raubum Merrild kaffipokum á hvert heimili. Síbasti innsendingardagur er 28. febrúar 7 993. Nafn: Heimilisfang: Póstnúmer: Merrild Kaffe A/S Postbox 4132 104 Reykjavík Merrild er kaffið sem setur brag á sérhvern dag og nú gefur Merrild kaffiborðinu lit. Vegna fjölda áskorana hefur Merrild ákveðið að endurtaka diskamottuleikinn. Diskamotturnar vinsælu eru sérstaklega hannaðar af Susanne Brenoe og eru afar eftirsóttar á kaffi- borðið. Með því aö safna 4 til 16 toppum af rauðum Merrild kaffipokum, getur þú eignast allt að 4 Södahl diskamottur. Allt sem þú þarft að gera er aö skrifa nafn þitt og heimilis fang á miðann hér og setja ásamt toppunum af rauðum Merrild 500 g í umslag og senda okkur. Þú getur einnig sent okkur toppana og fengið andvirði þeina í peningum, en hver toppur er 10 kr. virði. Til þess þarft þú að- eins að fylla út miðann og senda okkur ásamt minnst 4 toppum. Tilboðið stendur til 28. febrúar 1993. Hvert heimili má í mesta lagi senda inn 16 toppa og einn miða. Klipptu toppinn af rauðum Merrild kaffipoka ef þig langar í kaupbæti með góðu kaffi. Þannig innleysir þú toppana af rauðu Merrild kaffi. Skrifið nafn og heimilisfang á miðann áður en toppunum er komiö fyrir og þá er ekkert eftir nema frímerkja og setja í póst. Utan- áskriftin er: Merrild KaffeA/S Póstbox 4132 104 Reykjavík 4 toppar = 1 Södahl diskamotta 8 toppar = 2 Södahl diskamottur 12 toppar=3 Södahl diskamottur 16 toppar = 4 Södahl diskamottur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.